Almennt
Er hægt að flytja símaskrána milli SIM korta?

Þegar skipt er um SIM kort er hægt að biðja starfsfólk verslana Vodafone að færa upplýsingarnar sem eru vistaðar á gamla SIM kortinu yfir á nýja SIM kortið. Þannig færast allar upplýsingar úr símaskránni yfir á nýja SIM kortið.

Einnig er hægt að afrita símaskrána af gamla SIM kortinu yfir á það nýja beint í GSM símanum með því að afrita upplýsingar um tengiliði af gamla SIM kortinu yfir á minni símtækisins og þaðan yfir á nýja SIM kortið. Fer það eftir símtækinu hvernig þetta er gert, en fyrir flest símtæki þá er þetta gert svona:

Valmynd - Símaskrá - Afrita, svo þarf að velja alla tengiliði og færa yfir á minni símans.

Hvað á að gera ef SIM kortið glatast?

Ef SIM kort glatast er mikilvægt að tilkynna það sem fyrst til að koma í veg fyrir misnotkun. Viðskiptavinur ber ábyrgð á SIM kortinu og notkun þess þar til tilkynnt hefur verið um að það hafi glatast.

Upplýsingar sem aðeins voru vistaðar á SIM kortinu tapast ef kortið týnist.

Fyrstu viðbrögð er að tilkynna kortið til Vodafone, annað hvort í síma 1414, með tölvupósti á vodafone@vodafone.is eða á netspjallinu okkar. Því næst er hægt að koma í verslun okkar og fá nýtt simkort. Til að fá afhent simkort þarf rétthafi símanúmersins að koma og hafa meðferðis skilríki.

Er hægt að finna týnt eða stolið símtæki?

Vodafone framkvæmir leit að símtækjum hafi kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Sé kæra skráð hjá lögreglu er hægt að gera tvennt: Annars vegar bíða eftir því að lögreglan sendi skýrsluna áfram á öll símafélögin. Viðbrögð lögreglu fara yfirleitt eftir umfangi málsins, en hratt er brugðist við þar sem um innbrot eða þjófnað er að ræða. Hins vegar er hægt að óska eftir uppflettingu símtækis hjá hverju símafélagi fyrir sig.

Viljir þú óska með þessum hætti eftir leit að símtæki í okkar kerfum þarftu að afhenda okkur afrit af kæru til lögreglu (eyðublað sem fæst hjá þeim) og verður málsnúmer hjá lögreglu að koma fram á eyðublaðinu. Hin símafélögin bjóða upp á sams konar þjónustu, en rétt er að ítreka að sé síminn í notkun á Íslandi þarf að leita hjá hverju félagi fyrir sig til að finna tækið. Sá sem óskar leitar verður að hafa náð 18 ára aldri. Hjá Vodafone nær leitin yfir mánaðar tímabil.

Sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það.

Til að hægt sé að rekja símann þarf að framvísa IMEI númeri hans. Númerið er á kvittun sem afhent var þegar tækið var keypt og einnig á umbúðunum sem fylgdu símanum upphaflega. Hafi tækið verið keypt hjá Vodafone er hægt að fletta IMEI númeri upp í verslunum okkar.

Rétt er að árétta að beri leitin árangur er farsímafélögunum ekki heimilt að afhenda upplýsingar um notkun símans til eiganda hans, heldur fara upplýsingarnar til lögreglu, sem vinnur úr þeim á viðeigandi hátt.

Svör um árangur í leit eru veitt með SMS og tölvupósti, en ávallt er svarað formlega í sérstökum reikningi sem sendur er út vegna leitarinnar.

Get ég fengið nýtt SIM kort á sama símanúmer?

Ef SIM kort glatast eða skemmist þá er alltaf hægt að koma við í einni af verslunum Vodafone, fá nýtt SIM kort og halda gamla símanúmerinu.

Nauðsynlegt er að framvísa skilríkjum við afhendingu í verslun.

Einnig er hægt að opna aftur fyrir glatað SIM kort í verslun gegn framvísun skilríkja.

Hvert er númer skeytamiðstöðvar?

Númer skeytamiðstöðvar á að vera +3546999099 í viðeigandi stillingum fyrir viðskiptavini okkar.

Aðgerðir
Hvernig virkar talhólf?

Talhólf er símsvari sem hægt er að stilla til þess að taka á móti skilaboðum þegar: slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða er á tali.

Til að stilla talhólfið þarf að hringja í 1415. Uppsetning talhólfsins felur í sér að slá inn nýtt aðgangsnúmer og lesa inn ávarpið. Ávarpið er það sem fólk heyrir þegar það hringir í símanúmerið og símtalið er flutt í talhólfið.

Tilkynning um ný skilaboð í talhólfinu berast með SMS skilaboðum.

Það kostar ekkert að hringja í talhólfsnúmerið 1415 til að hlusta á skilaboðin.

Einnig er boðið upp á Hver Hringdi? þjónustuna. Hún virkar þannig að þegar hringt er í símann þegar hann er á tali, ekki er svarað eða hann utan þjónustusvæðis þá fær eigandi hans skilaboð með SMS um að reynt hafi verið að ná í hann. Það kostar ekkert að vera með Hver Hringdi? þjónustuna.

Athugið að ekki er hægt að hafa bæði talhólf og Hver Hringdi? þjónustuna á sama tíma.

Hægt er að slökkva á bæði talhólfi og Hver hringdi? þjónustunni með því að hringja í númerið ##002# úr símanum. Við mælum með því að slökkva á talhólfi þegar ferðast er erlendis, þar sem það getur verið kostnaðarsamt.

Hvernig stilli ég flutning í talhólf?

Þrjár leiðir eru mögulegar til að stilla símtalsflutning í talhólf:

1) Einfaldast er að stilla símtalsflutning, m.a. í talhólf, á Mínum síðum á Vodafone.is . Talhólfsnúmerið er 6200200.

2) Einnig er hægt að fara í stillingar („Settings“ á ensku) flestra tegunda síma og stilla símtalsflutning (Call Forwarding) þar. Til að flytja símtal í talhólfið slærðu inn símanúmerið +3546200200.

3) Til þess að flytja símtöl í talhólf má einnig slá inn eftirfarandi kóða sem virka fyrir allar tegundir síma.

Þegar ekki er svarað í farsímann: *61*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #61#hringja

Þegar slökkt er á símanum: *62*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #62#hringja

Þegar er á tali: *67*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #67#hringja

Öll símtöl flutt beint í talhólf: *21*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #21#hringja

Hægt er að velja hversu langur tími líður þar til símtal flyst í talhólfið ef ekki er svarað.

Talhólfið svarar innan – tímalengd breytt: *61*+3546200200**5, 10, 15, 20, 25 eða 30 (sekúndur)#hringja. Ef þú velur ekki sérstaka tímalengd flyst símtalið eftir 15 sekúndur.

Til þess að slökkva á öllum flutningum: ##002#

Hvernig stilli ég símtalsflutning / hringiflutning?

1. Símtalsflutningur ef ekki er svarað:

Flutningur tengdur, velja: *61*símanúmer# sem á flytja símtölin í.
Dæmi: *61*5123456#

Flutningur aftengdur, velja: #61#

Ef engin tímalengd er stillt sem á að líða áður en símtal flyst þá flyst símtalið eftir 15 sekúndur. (u.þ.b 4 hringingar).

Ef annarrar tímalengdar er óskað er slegið inn: *61* símanúmer* (sekúndur) #

Sekúndur = tíminn sem á að líða áður en símtal flyst.

Tímalengdin getur verið 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 sekúndur.

Dæmi: *61*5123456*25#, við þetta flyst númerið í 512 3456 eftir 25 sekúndur.

2. Hringiflutningur – allar hringingar

Flutningur tengdur: *21*símanúmer #

Flutningur aftengdur, velja: #21#

Dæmi: *21*5123456#, við þetta flytjast allar hringingar úr númerinu í 512 3456

3. Hringiflutningur – þegar er á tali

Flutningur tengdur: *69*símanúmer#

Flutningur aftengdur, velja: #67#

Dæmi: *69*5123456#, við þetta flytjast öll símanúmer úr númerinu í 512 3456

4. Flutningur á SMS

Skrá SMS flutning: **21*farsímanúmer hjá Vodafone sem á að áframsenda í*16#, og velja "hringja"

Afskrá SMS fluting: ##21**16#, og velja hringja.

Virkja SMS flutning: *21**16#, og velja hringja.

Afvirkja SMS flutning: #21**16#, og velja hringja.

Skoða SMS flutning: *#21**16#, og velja hringja.

Einnig er hægt að stilla hringiflutning á Mínum síðum fyrir farsíma.

Hægt er svo að slökkva á öllum flutningum með: ##002#

Hvernig blokka ég númer?

Hægt er að loka á innhringingar frá stökum númerum, t.d. til þess að koma í veg fyrir áreiti.

Android og iPhone: Veldu "Stillingar" og því næst "Símtal". Þar má finna "Hafna símtali" möguleikann.

Símtal bíður/call waiting.

Hægt er að svara annarri símhringingu á meðan talað er í símann. Stutt hljóðmerki heyrist ef hringt er meðan á símtali stendur, þá er boðið upp á að geyma það símtal á meðan næsta er svarað. Einnig er hægt að ljúka núverandi símtali og fá þá beint samband við þann sem hringir.

Þjónustan tengd: *43#hringja

Þjónustan aftengd: #43#hringja

Einnig er hægt að stilla þessa þjónustu í símanum sjálfum en það er misjafnt eftir símtækjum.

Hvernig á að panta læsingu á símanúmer?

Viðskiptavinir geta pantað læsingar á símanúmer með því að hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414 úr númerinu sem á að setja læsingarnar á.

Af öryggisástæðum er ekki hægt að taka læsingar af í gegnum símann og verður því að framvísa skilríkjum í verslun til að taka læsinguna af.

Hvernig get ég fengið PUK númer?

Ekki er hægt að fá PUK númer uppgefið fyrir óskráð símanúmer. Notendur óskráðra frelsisnúmera þurfa að koma í verslun, sýna skilríki og skrá símanúmerið sitt til að fá PUK.

Ef símanúmer er skráð á fyrirtæki geta aðeins skráður notandi eða skráður tengiliður fyrirtækisins fengið uppgefið PUK.

RED
Hvað er RED Family?

Viðskiptavinur með Vodafone RED getur boðið sinni fjölskyldu að fá ótakmörkuð símtöl og SMS í alla íslenska farsíma og heimasíma með því að skrá þau í RED Family áskrift. Greitt er hóflegt mánaðargjald fyrir hverja RED Family áskrift og deilir hún gagnamagninu með aðaláskriftinni. Svo deila RED og RED Family númerin inniföldum útlandamínútum. RED númerin deila jafnframt því gagnamagni sem bætist við ef gagnamagn mánaðarins klárast.

Hvað er RED Young?

Ef þú ert með RED farsímaáskrift geta börn þín og ungmenni undir 25 ára fengið RED Young án aukakostnaðar. Í RED Young hringja þau og senda SMS fyrir 0 kr. í alla farsíma og heimasíma á Íslandi. Að auki fylgir 2 GB gagnamagn sem endurnýjast mánaðarlega. Hægt er að kaupa meira gagnamagn hér á Vodafone.is , í Vodafone appinu eða í 1414.

Fyrir hverja Vodafone RED áskrift má fá RED Young áskriftir fyrir ungmenni á heimilinu undir 25 ára, sem þýðir að svo til allir íslenskir foreldrar ættu að geta veitt öllum börnum sínum og ungmennum undir 25 ára aldri ótakmörkuð símtöl og SMS án viðbótarkostnaðar!

Hvað er RED Data?

Með Vodafone RED getur þú fengið RED Data gagnakort og á einfaldan hátt bætt spjaldtölvunni og öðrum 3G /4G tækjum heimilisins við Vodafone RED áskriftina.

Í Vodafone RED er ekkert mánaðargjald fyrir slík kort (óháð fjölda).

Gagnakortin sem þannig er bætt við Vodafone RED áskriftarleiðina nota gagnamagnið sem er í RED áskriftarleiðinni.

Notar fjölskyldan öll sama gagnamagnið?

Já, ef fjölskyldan skráir sig í Vodafone RED og RED Family deilir hún samanlögðu gagnamagni áskriftarleiðanna. Ef innifalið gagnamagn klárast fá þau aukalega gagnamagn á hagstæðu verði. Athugið að þeir sem eru í RED Young samnýta ekki gagnamagnið, heldur kaupa það sérstaklega.

Sonur minn er með lögheimili hjá móður sinni, get ég fengið RED Family kort fyrir hann?

Já, ef þú ert greiðandinn af hans þjónustu.

Þjónustan er ekki háð öðrum skilyrðum en þeim að númerið sé á sama reikningi (og því sami rétthafi), ekki þarf að vera innan sömu fjölskyldukennitölu eða með sama lögheimili. Athugaðu - ef barn þitt er undir 25 ára aldri getur það fengið RED Young .

Við erum ekki skráð í sambúð, getum við þá ekki fengið RED Family?

Jú, ef það er sami greiðandi af númerunum á Vodafone RED leiðinni og RED Family þá er það í lagi.

Þarf öll þjónusta að vera skráð á sama aðilann eða er nóg að við séum innan sömu fjölskyldukennitölu?

Einu skilyrðin er að sami greiðandinn sé af allri þjónustu sem tilheyrir Vodafone RED áskriftarleiðinni, þ.e. öll áskrift hvort sem er RED, RED Family eða RED Data þarf að vera með sama greiðanda og þ.a.l. á sama reikningi.

Helst Krakkafrelsi sem ég er að veita mínu barni óbreytt við að færa mig í Vodafone RED?

Krakkafrelsi breytist í RED Young ef þú færir áskriftarnúmer í RED. RED Young fæst án endurgjalds fyrir allt að tíu númer fyrir hverja RED áskrift. Í RED Young fær barnið ótakmarkaðar mínútur og SMS auk 2 GB á mánuði.

Er takmarkaður fjöldi á RED Family eða RED Data kortum á fjölskyldu?

Þú getur fengið allt að fjögur RED Family kort og RED Data kort fyrir alla fjölskylduna, sama hversu stór hún er. Eina skilyrðið er að þjónustan sé á sama reikningi og þar af leiðandi með sama rétthafa.

Ótakmarkaðar mínútur og SMS, er þetta í alvöru algjörlega ótakmarkað? Er ekkert í smáa letrinu?

Já þetta eru ótakmarkaðar mínútur og SMS í íslensk kerfi, farsíma og heimasímanúmer. Önnur gjaldskyld númer (t.d. 118) og 900-númer er greitt fyrir skv. viðeigandi verðskrá.

Með Reiki í Evrópu gilda mínútur, SMS og gagnamagn í öllum löndum innan EU/EES.

Get ég keypt aukagagnamagnspakka?

Nei, það er ekki í boði að kaupa gagnamagnspakka en um leið og þinn pakki er búinn færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði. Nánari upplýsingar má finna á verðskrársíðu farsíma.

Hvernig fylgist ég með gagnamagnsnotkuninni minni?

Besta leiðin til að fylgjast með gagnamagnsnotkuninni er að nota Vodafone appið og Mínar síður á Vodafone.is.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið er umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent.

Er hægt að stilla þak á gagnamagnsnotkun hvers númers?

Nei, sem stendur er ekkert hægt að stilla notkunina niður á hvert númer eða setja þak á gagnamagn áskriftarinnar. Eftir sem áður er hægt að stilla þak á gagnamagn á ferðalögum erlendis, en sú þjónusta er ekki bundin við Vodafone RED áskriftarleiðina.

Get ég verið á Vodafone RED og maðurinn minn í Vodafone SMART og hann nýtt gagnamagnið mitt?

Nei, aðeins er hægt að samnýta gagnamagn ef annað númerið er í Vodafone RED og hitt í RED Family (geta verið fleiri en eitt).

RED Family
Hvað er RED Family?

Viðskiptavinur með Vodafone RED getur boðið sinni fjölskyldu að fá ótakmörkuð símtöl og SMS með því að skrá þau í RED Family áskrift. Greitt er mánaðargjald fyrir hverja RED Family áskrift og fær hún jafn mikið gagnamagn og aðaláskriftin. Svo deila RED og RED Family númerin samanlögðu gagnamagni.

RED númerin deila jafnframt því gagnamagni sem bætist við ef gagnamagn mánaðarins klárast.

Við erum ekki skráð í sambúð, getum við þá ekki fengið RED Family?

Jú, ef það er sami greiðandi af númerunum á Vodafone RED leiðinni og RED Family þá er það í lagi.

Þarf öll þjónusta að vera skráð á sama aðilann eða er nóg að við séum innan sömu fjölskyldukennitölu?

Einu skilyrðin er að sami greiðandinn sé af allri þjónustu sem tilheyrir Vodafone RED áskriftarleiðinni, þ.e. öll áskrift hvort sem er RED, RED Family eða RED Data þarf að vera með sama greiðanda og þ.a.l. á sama reikningi.

Notar fjölskyldan öll sama gagnamagnið?

Já, ef fjölskyldan skráir sig í Vodafone RED og RED Family deilir hún inniföldu gagnamagni, þegar að innifalið gagnamagn klárast fá þau aukalega gagnamagn á hagstæðu verði. Athugið að þeir sem eru í RED Young samnýta ekki gagnamagnið, heldur kaupa það sérstaklega.

Er hægt að stilla þak á gagnamagnsnotkun hvers númers?

Nei, sem stendur er ekkert hægt að stilla notkunina niður á hvert númer eða setja þak á gagnamagn áskriftarinnar. Eftir sem áður er hægt að stilla þak á gagnamagn á ferðalögum erlendis, en sú þjónusta er ekki bundin við Vodafone RED áskriftarleiðina.

Get ég keypt aukagagnamagnspakka?

Nei, það er ekki í boði að kaupa gagnamagnspakka en um leið og þinn pakki er búinn færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði.

Hvernig fylgist ég með gagnamagnsnotkuninni minni?

Besta leiðin til að fylgjast með gagnamagnsnotkuninni er að nota Vodafone appið og Mínar síður á Vodafone.is.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið er umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent.

Geta RED Family númer notað útlandamínútur aðalnúmers?

Já, innifaldar útlandamínútur gilda bæði fyrir viðkomandi aðalnúmer og RED Family númerin .

Er takmarkaður fjöldi á RED Family eða RED Data kortum á fjölskyldu?

Þú getur bætt allt að 10 fjölskyldumeðlimum inn á RED Family eða RED Data og þannig deilt gagnamagninu. Eina skilyrðið er að þjónustan sé á sama reikningi (og því með sama rétthafa).

RED Young
Hvað geta mörg börn á heimili fengið RED Young?

Ef einn á heimilinu er með Vodafone RED áskrift geta öll börn eða ungmenni heimilisins undir 25 ára fengið RED Young.

Hvað gildir Vodafone RED Young í langan tíma?

Ótakmörkuð símtöl og SMS auk 2 GB gagnamagns gilda í 30 daga frá virkjun, SMS berast til foreldris/forráðamanns og notanda á RED Young þegar að áfylling virkjast.

Hvernig skrái ég númer í Vodafone RED Young?

Með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða með netspjalli .

Hvað er innifalið í Vodafone RED Young?

Ótakmörkuð símtöl og ótakmörkuð SMS í alla farsíma og heimasíma innanlands, óháð kerfi. 2 GB gagnamagn sem gildir í 30 daga.

Fyrir hverja er Vodafone RED Young?

Alla þá sem eru yngri en 25 ára og búa á heimili þar sem einhver er með RED áskrift.

Ég er í Vodafone RED en barnið mitt er með annað lögheimili. Getur það fengið RED Young?

Já. Eina skilyrðið er að RED Young notandi sé undir 25 ára og að númerið sé tengt við Vodafone RED áskrift.

Hvað gerist ef gagnamagnið klárast?

Þá þarf að kaupa áfyllingu, rétt eins og með hefðbundin frelsisnúmer. Hægt er að kaupa áfyllingu í gegnum Vodafone Appið eða Vodafone.is.

Einnig má bæta við gagnamagnspakka fyrir frelsi, en þeir gilda í 30 daga. Við bendum sérstaklega á að með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í 1414 er hægt að skrá sjálfvirka áfyllingu þannig að gagnamagnspakki bætist sjálfkrafa við RED Young númerið með reglulegu millibili.

Netið í símanum
Hverjum hentar að vera á Dagneti?

Í farsímaleiðunum SMART og RED hjá Vodafone er innifalið gagnamagn. Ef það klárast í hefðbundinni áskrift (ekki RED), tekur svokallað Dagnet við, en það hentar aðeins þeim sem fara á netið í símanum sínum mjög sjaldan (4-5 sinnum í mánuði).

Þeir sem eru með innifalið gagnamagn í áskriftarleiðinni sinni fara ekki að greiða Dagnet fyrr en innifalið gagnamagn klárast (ef það gerist þá yfir höfuð) og geta þá alltaf bætt gagnamagnspakka við áskriftarleiðina sína.

Við hvetjum þig til að fylgjast vel með netnotkun þinni með Vodafone appinu eða á Mínum síðum.

Hvernig nota ég símann til að fara á netið í tölvunni?

Flestir snjallsímar bjóða upp á svokallað „WiFi tethering“ eða þráðlausa tjóðrun, en með því býr síminn til þráðlaust WiFi net sem önnur tæki og tölvur geta tengst og þannig náð netsambandi. Þá þarf fyrst að finna þennan valmöguleika í símanum (oftast er það í netkerfishluta stillingavalmyndar símans) og kveikja á honum. Þá ætti þráðlaust net símans að birtast á tölvunni og hægt að tengjast því þar.

Oft þarf að slá inn lykilorð netkerfisins, en það ætti einnig að vera hægt að finna í stillingum símans þar sem kveikt er og slökkt á tjóðruninni.

Hvernig fæ ég stillingar í símann minn?

Ef þú ert með nýjan síma og vantar stillingar til að senda MMS og tengjast netinu, þarftu að hringja eitt símtal eða senda eitt SMS til þess að kerfið bregðist við og sendi þér stillingarnar.

Það skiptir ekki máli hvert þú hringir eða hver fær SMS-ið, þegar kerfi okkar sér að þú ert með nýjan síma eru stillingarnar sendar. Það gerist sjálfvirkt en nokkur stund getur liðið frá því að hringt er eða sent SMS þar til stillingarnar berast.

Ef símtækið þitt styður ekki sjálfvirkar stillingar getur þú stillt það handvirkt:

Lykilupplýsingarnar eru hér fyrir neðan:

 • APN: vmc.gprs.is (4G/3G net) eða gprs.is (farsími í áskrift eða frelsi)
  Fyrir 4G/3G net í áskrift eða 4G/3G netfrelsi er vmc.gprs.is virkt, annars er gprs.is notað fyrir hefðbundna farsímaáskrift og frelsi.
 • MMS APN: mms.gprs.is
 • MMSC: http://mmsc.vodafone.is
 • MMS proxy: 10.22.0.10:8080
 • Í flestum tilvikum eru útbúnar sérstakar stillingar (profile) fyrir MMS

Mikilvægt er að endurræsa símann þegar stillingar eru komnar inn í hann. Takið rafhlöðuna úr, eða ef þess er ekki kostur hafið slökkt á símtækinu í eina mínútu. Þegar kveikt er á símanum að nýju er tryggt að nýjar stillingar séu virkar.

Hverjir eru á Dagneti?

Allir þeir sem ekki eru með virkan gagnamagnspakka greiða fyrir netnotkun sína með Dagneti. Þetta þýðir að hafir þú ekki gagnamagn innifalið í áskriftarleiðinni þinni eða bætt gagnamagnspakka við hana þá greiðir þú daglega gjald fyrir netnotkun þína. Innan dagsins er innifalið ákveðið gagnamagn, sem fyrnist í lok dags.

Ef þú ferð umfram það sem er innifalið í dagnetspakkanum bætist annað Dagnet við (þó það sé innan dagsins).

Útlönd
Get ég hringt gjaldfrjálst í Vodafone frá útlöndum?

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.

Hvernig á að skipta á milli símkerfa í útlöndum?

OPERATOR / NETWORK SELECTION - VAL Á SÍMKERFI

Hér eru nokkur dæmi um hvernig skipt er milli símkerfa í mismunandi símtækjum. Listinn er ekki tæmandi og geta skipanir verið ólíkar milli síma og útgáfa af stýrikerfum.

Android:

 • Settings - Mobile Networks – Network operators – Search networks
 • Stillingar - Farsímakerfi - Símafyrirtæki - Leita að kerfum

iPhone:

 • Settings - Carrier - taka hakið úr automatic - velja símkerfi
Windows Phone:
 • Strjúktu til vinstri til að fá valmynd, svo: Settings - Mobile Network - Network Selection - velja símkerfi

Nokia:

 • menu - settings - phone settings - phone - operator selection
 • valmynd - stillingar - símastillingar - val símafyrirtækis

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings -

-í sumum símum þarf að fara í phone

-network - operator selection

 • valmynd - verkfæri - stillingar -

- í sumum símum þarf að fara í sími

- símkerfi - val á símafyrirtæki

Sony Ericsson:

 • menu - settings - connectivity (fjórði flipi til hægri) - mobile networks - select network
 • valmynd - stillingar - tengingar (fjórði flipi til hægri) - farsímakerfi - velja símkerfi

Samsung:

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services- network selection

-settings - network services - network selection

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-val á símkerfi

- stillingar - þjónusta símkerfis - val á símkerfi

Motorola:

 • menu - settings - network - avail. networks

HTC:

 • start - settings - phone - networks

BlackBerry:

 • menu - options - mobile network
Hvernig er hringt til Íslands frá útlöndum?

Þegar hringt er til Íslands frá útlöndum er valið 00354 eða +354 á undan símanúmerinu. Frá Bandaríkjunum er hins vegar valið 011 til að fá línu út úr landinu og myndi þá líta svona út 011354*******.

Til þess að hringja í talhólfið erlendis frá þá er valið 003546200200 og til þess að ná í þjónustuverið þá er hringt í 003545999001. (Fyrir Bandaríkin þá þarf að passa að velja 011354 á undan)

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.

Í hvaða löndum er hægt að nota farsíma hjá Vodafone?

Á síðunni Farsími í útlöndum er hægt er að sjá við hvaða lönd Vodafone er með reikisamninga, hvaða þjónustuleiðir eru í boði í viðkomandi landi og hvaða tíðnisvið símtækin þurfa að styðja til að virka í viðkomandi landi.

Athugið að sum símafélög erlendis bjóða ekki upp á netið í símann þrátt fyrir að vera með samning við Vodafone fyrir GSM-samband (símtöl og SMS).

Get ég nettengst í símanum í öllum löndum þar sem 4G eða 3G er í boði?

Nei, eingöngu er hægt að nettengjast í símanum í þeim löndum þar sem Vodafone hefur gert farsímanets-samninga. Með því að velja land í landalistanum getur þú séð hvort farsímanets-samningur er í gildi í viðkomandi landi.

Ef númer er í frelsi mun nettenging rofna um leið og inneign klárast.

Hagstæðasta leið til að nota síma erlendis er með ONE Traveller sem stendur öllum ONE viðskiptavinum til boða.

Hver borgar fyrir símtöl til útlanda?

Ef farsími er notaður erlendis greiðir eigandi símans fyrir millilandasímtöl, þ.e. þegar hringt er í hann frá öðru landi en hann er staddur í. Þetta á við um almenna verðskrá, en í Traveller-áskriftum eru móttekin símtöl innifalin.

Dæmi: Viðskiptavinur A er á Íslandi en viðskiptavinur B er í útlöndum. Þegar A hringir í B þá greiðir A venjulegt innanlandsverð en B greiðir fyrir að móttaka símtal samkvæmt erlendri gjaldskrá.

Ef viðskiptavinur B er í ONE traveller í sömu aðstæðum, þá greiðir viðskiptavinur A áfram fyrir venjulegt innanlandsverð en B greiðir ekki neitt fyrir að móttaka símtal .

Er hægt að nota MMS í útlöndum?

Það er hægt að nota MMS í þeim löndum sem farsímanet býðst viðskiptavinum Vodafone. Með því að velja land í landalista Vodafone sérðu hvort farsímanet (og þar með MMS-skilaboð) sé í boði í viðkomandi landi.

Símanum mínum var stolið (hann týndist) á ferðalagi erlendis, hvað geri ég?

Við getum öll lent í því að símtækinu okkar sé stolið og SIM-kortið jafnvel misnotað, en þá er líka mikilvægt að vera meðvitaður um rétt viðbrögð.

Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka SIM-kortinu. Það er gert með því að hringja í 1414. Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift).

Utan opnunartíma 1414 svarar símsvari þar sem tilkynna má týnda farsíma. Við vekjum einnig athygli á að utan opnunartíma má alltaf senda fyrirspurn á þjónustuver Vodafone og við svörum næsta dag.

Í þeim tilfellum þar sem tilkynningaskyldu er ekki sinnt er sú hætta til staðar að kostnaður lendi á notandanum.

Rétt er að minnast á að sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það. Við mælum með að athuga hvort búið sé að virkja þær staðsetningarþjónustur sem eru í boði fyrir þitt símtæki, eins og Find My iPhone og Android Device Manager .

ONE Traveller
Hvað er ONE Traveller?

ONE Traveller stuðlar að enn frekara áhyggjuleysi á ferðalaginu sem eflaust allir kunna að meta. ONE Traveller er hægt að nota á ferðalagi í fjölmörgum löndum víðsvegar um heim. Fyrir fast daggjald getur þú hringt og sent SMS ótakmarkað, þú greiðir 0 kr. fyrir að fá símtöl að heiman, auk þess sem þú færð 500 MB gagnamagn til að nota yfir daginn. Kynntu þér verðskrá og í hvaða löndum ONE Traveller virkar .

Get ég hringt til annarra landa með ONE Traveller?

Hægt er að hringja ótakmarkað til Íslands og innan þess lands sem þú ert staddur í.

Ef þú vilt hringja til annarra landa en Íslands og landsins sem þú ert staddur í getur þú notað innifaldar útlandamínútur í farsímaleið þinni (500 mínútur fylgja RED áskrift og hægt er að velja 500 mínútur sem ávinning í Vodafone ONE). Ef engar innifaldar útlandamínútur eru til staðar þá er greitt samkvæmt almennri reikiverðskrá.

Hvað gerist ef ég nota öll 500 MB sem eru innifalin á dag?

Ef 500 MB duga ekki daginn fást önnur 500 MB fyrir fast daggjald. og svo framvegis. Sjá nánar á verðskrársíðu farsímaþjónustu Vodafone.

Hvernig skrái ég mig í ONE Traveller?

Hægt er að skrá sig í ONE Traveller með því að hringja eða senda SMS í þjónustuver 1414 og á Mínum síðum.

Þarf ég að skrá mig úr ONE Traveller þegar ég kem aftur heim til Íslands?

Ekki er þörf á að skrá sig úr ONE Traveller heldur hættir rukkun sjálfkrafa við heimkomu.

USA Traveller
Hvað er USA Traveller?

USA Traveller er þjónusta fyrir þá sem vilja nota farsímann sinn Í Bandaríkjunum og Kanada án þess að eiga á hættu að fá himinháa reikninga fyrir notkun. Við notkun farsímans greiðist fast daggjald og þú getur hringt og sent SMS ótakmarkað, þú greiðir 0 kr. fyrir að fá símtöl að heiman, auk þess sem þú færð 500 MB gagnamagn til að nota yfir daginn.

Sé notkun umfram 500 MB innan sama dags bætist annað daggjald með 500 MB við og svo koll af kolli. Hér má finna verðskrá USA Traveller

.
Hverjir geta skráð sig í USA Traveller?

Allir viðskiptavinir í áskrift hjá Vodafone geta skráð sig í USA Traveller.

Hvernig virkar daggjaldið?

Daggjaldið gildir frá virkjun til kl 23:59 sama dag að íslenskum tíma.

Daggjaldið gjaldfærist á reikning við fyrstu notkun erlendis. Þetta á við um alla notkun, símtöl, SMS og gagnanotkun. Athugið að þetta á líka við notkun sem verður án aðkomu notandans, til dæmis sjálfvirkar uppfærslur snjallsíma, símtöl í talhólfið hjá þér eða móttekin símtöl.

Undantekning er þó að móttekin SMS virkja EKKI daggjaldið. Það þýðir m.a. að SMS-ið sem Vodafone sendir þér þegar þú kemur til landsins virkjar ekki daggjald.

Er gagnamagnsnotkun innifalin?

500 MB gagnamagn er innifalið í daggjaldinu. Ef 500 MB duga ekki daginn fást önnur 500 MB fyrir fast daggjald. og svo framvegis. Sjá nánar verðskrá farsímaþjónustu Vodafone .

Virkar USA Traveller líka á spjaldtölvur?

Já. USA Traveller virkar líka á spjaldtölvur ef notað er SIM kort með farsímaáskrift. Verðskráin er samkvæmt USA Traveller verðskránni og gagnamagnsnotkun gjaldfærist fyrir hver 500 MB ásamt daggjaldi. Sjá nánar verðskrá farsímaþjónustu Vodafone .

Gildir USA Traveller fyrir þá sem er með Frelsi?

Nei. USA Traveller er eingöngu í boði fyrir áskrift.

Er 50 evru þak á USA Traveller?

Já og nei. 50 evru þakið er virkt hjá viðskiptavinum sem eru skráðir í USA Traveller en gildir ekki þegar viðskiptavinur er staddur í USA eða Kanada. Fari viðskiptavinur til lands sem ekki býður upp á USA Traveller gildir evruþakið.

Virkar USA Traveller á 4G Net áskrift?

Nei, þjónustan er eingöngu í boði fyrir hefðbundna farsímaáskrift.

Almennt
Af hverju ætti ég að skrá frelsisnúmerið og hvar er það gert?

Við mælum með því að skrá númerið. Þú færð betri þjónustu með því að skrá símanúmerið þitt og aukið öryggi ef númerið týnist eða því stolið.

Þegar þú skráir númerið þitt færðu 500 kr inneign til að hringja fyrir. Hægt er að skrá númerið með því að hringja í 1414.

Hvar get ég skoðað og breytt vinanúmerum?

Þú getur farið á Mínar síður á vodafone.is til að skoða/breyta vinaskráningu á númerinu þínu með því að velja að skoða upplýsingar um númerið þitt þar, eða notað Vodafone appið.

Einnig er hægt að koma í verslanir okkar eða hringja í þjónustuver í síma 1414-1 og fá aðstoð við að breyta vinanúmerum.

Hvar er hægt að fylgjast með stöðu inneignar?

Þú getur alltaf fengið upplýsingar um stöðu inneignar í Vodafone Appinu.

Einnig getur þú fylgst með stöðunni á Mínum síðum á Vodafone.is, með því að hringja í gjaldfrjálst þjónustunúmer 1400 eða nota Stöðumælinn.

Hvernig get ég flutt frelsisnúmerið til Vodafone?

Þú getur flutt frelsisnúmerið þitt yfir til Vodafone með einu símtali í 1414, eða með því að koma í næstu verslun Vodafone.

Get ég fengið nýtt SIM kort á sama símanúmer?

Ef SIM kort glatast eða skemmist þá er alltaf hægt að koma við í einni af verslunum Vodafone, fá nýtt SIM kort og halda gamla símanúmerinu.

Nauðsynlegt er að framvísa skilríkjum við afhendingu í verslun.

Einnig er hægt að opna aftur fyrir glatað SIM kort í verslun gegn framvísun skilríkja.

Hvað á að gera ef SIM kortið glatast?

Ef SIM kort glatast er mikilvægt að tilkynna það sem fyrst til að koma í veg fyrir misnotkun. Viðskiptavinur ber ábyrgð á SIM kortinu og notkun þess þar til tilkynnt hefur verið um að það hafi glatast.

Upplýsingar sem aðeins voru vistaðar á SIM kortinu tapast ef kortið týnist.

Fyrstu viðbrögð er að tilkynna kortið til Vodafone, annað hvort í síma 1414, með tölvupósti á vodafone@vodafone.is eða á netspjallinu okkar. Því næst er hægt að koma í verslun okkar og fá nýtt simkort. Til að fá afhent simkort þarf rétthafi símanúmersins að koma og hafa meðferðis skilríki.

Hvernig get ég fengið PUK númer?

PUK númer er hægt að nálgast á Mínum síðum , í verslunum eða þjónustuveri og aðeins skráður rétthafi eða skráður notandi geta fengið uppgefið PUK.

Ekki er hægt að fá PUK númer uppgefið fyrir óskráð símanúmer. Notendur óskráðra frelsisnúmera þurfa að koma í verslun, sýna skilríki og skrá símanúmerið sitt til að fá PUK.

Ef símanúmer er skráð á fyrirtæki geta aðeins skráður notandi eða skráður tengiliður fyrirtækisins fengið uppgefið PUK.

Er hægt að finna týnt eða stolið símtæki?

Vodafone framkvæmir leit að símtækjum hafi kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Sé kæra skráð hjá lögreglu er hægt að gera tvennt: Annars vegar bíða eftir því að lögreglan sendi skýrsluna áfram á öll símafélögin. Viðbrögð lögreglu fara yfirleitt eftir umfangi málsins, en hratt er brugðist við þar sem um innbrot eða þjófnað er að ræða. Hins vegar er hægt að óska eftir uppflettingu símtækis hjá hverju símafélagi fyrir sig.

Viljir þú óska með þessum hætti eftir leit að símtæki í okkar kerfum þarftu að afhenda okkur afrit af kæru til lögreglu (eyðublað sem fæst hjá þeim) og verður málsnúmer hjá lögreglu að koma fram á eyðublaðinu. Greitt er fyrir framkvæmd leitarinnar, 5.008 kr. Hin símafélögin bjóða upp á sams konar þjónustu, en rétt er að ítreka að sé síminn í notkun á Íslandi þarf að leita hjá hverju félagi fyrir sig til að finna tækið. Sá sem óskar leitar verður að hafa náð 18 ára aldri. Hjá Vodafone nær leitin yfir mánaðar tímabil.

Sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það.

Til að hægt sé að rekja símann þarf að framvísa IMEI númeri hans. Númerið er á kvittun sem afhent var þegar tækið var keypt og einnig á umbúðunum sem fylgdu símanum upphaflega. Hafi tækið verið keypt hjá Vodafone er hægt að fletta IMEI númeri upp í verslunum okkar.

Rétt er að árétta að beri leitin árangur er farsímafélögunum ekki heimilt að afhenda upplýsingar um notkun símans til eiganda hans, heldur fara upplýsingarnar til lögreglu, sem vinnur úr þeim á viðeigandi hátt.

Svör um árangur í leit eru veitt með SMS og tölvupósti, en ávallt er svarað formlega í sérstökum reikningi sem sendur er út vegna leitarinnar.

Er hægt að flytja símaskrána milli SIM korta?

Þegar skipt er um SIM kort er hægt að biðja starfsfólk verslana Vodafone að færa upplýsingarnar sem eru vistaðar á gamla SIM kortinu yfir á nýja SIM kortið. Þannig færast allar upplýsingar úr símaskránni yfir á nýja SIM kortið.

Einnig er hægt að afrita símaskrána af gamla SIM kortinu yfir á það nýja beint í GSM símanum með því að afrita upplýsingar um tengiliði af gamla SIM kortinu yfir á minni símtækisins og þaðan yfir á nýja SIM kortið. Fer það eftir símtækinu hvernig þetta er gert, en fyrir flest símtæki þá er þetta gert svona:

Valmynd - Símaskrá - Afrita, svo þarf að velja alla tengiliði og færa yfir á minni símans.

Aukaþjónusta
Hvernig stilli ég símtalsflutning / hringiflutning?

1. Símtalsflutningur ef ekki er svarað:

Flutningur tengdur, velja: *61*símanúmer# sem á flytja símtölin í.
Dæmi: *61*5123456#

Flutningur aftengdur, velja: #61#

Ef engin tímalengd er stillt sem á að líða áður en símtal flyst þá flyst símtalið eftir 15 sekúndur. (u.þ.b 4 hringingar).

Ef annarrar tímalengdar er óskað er slegið inn: *61* símanúmer* (sekúndur) #

Sekúndur = tíminn sem á að líða áður en símtal flyst.

Tímalengdin getur verið 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 sekúndur.

Dæmi: *61*5123456*25#, við þetta flyst númerið í 512 3456 eftir 25 sekúndur.

2. Hringiflutningur – allar hringingar

Flutningur tengdur: *21*símanúmer #

Flutningur aftengdur, velja: #21#

Dæmi: *21*5123456#, við þetta flytjast allar hringingar úr númerinu í 512 3456

3. Hringiflutningur – þegar er á tali

Flutningur tengdur: *69*símanúmer#

Flutningur aftengdur, velja: #67#

Dæmi: *69*5123456#, við þetta flytjast öll símanúmer úr númerinu í 512 3456

4. Flutningur á SMS

Skrá SMS flutning: **21*farsímanúmer hjá Vodafone sem á að áframsenda í*16#, og velja "hringja"

Afskrá SMS fluting: ##21**16#, og velja hringja.

Virkja SMS flutning: *21**16#, og velja hringja.

Afvirkja SMS flutning: #21**16#, og velja hringja.

Skoða SMS flutning: *#21**16#, og velja hringja.

Einnig er hægt að stilla hringiflutning á Mínum síðum fyrir farsíma.

Hægt er svo að slökkva á öllum flutningum með: ##002#

Er hægt að taka SOS lán oftar en einu sinni?

Já, en aðeins er hægt er að vera með eitt virkt SOS Lán á númerinu sínu í einu. Þegar það hefur verið greitt upp (með kaup á inneign) er hægt að fá nýtt lán.

Hvert er númer skeytamiðstöðvar?

Númer skeytamiðstöðvar á að vera +3546999099 í viðeigandi stillingum fyrir viðskiptavini okkar.

Er hægt að virkja hringiflutning á frelsi?

Já hringiflutningur er í boði fyrir fyrir viðskiptavini með skráð frelsisnúmer. Hægt er að virkja hringiflutning á símtali og áframsenda SMS. Nánari upplýsingar um hvernig hringiflutningur er virkjaður má finna í spurningu hér ofar.

Áframsendingu á SMS-i þarf að virkja á Mínum síðum, með því að hringja í 1414 eða heimsækja næstu verslun Vodafone.

Hvernig virkar talhólf?

Talhólf er símsvari sem hægt er að stilla til þess að taka á móti skilaboðum þegar: slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða er á tali.

Til að stilla talhólfið þarf að hringja í 1415. Uppsetning talhólfsins felur í sér að slá inn nýtt aðgangsnúmer og lesa inn ávarpið. Ávarpið er það sem fólk heyrir þegar það hringir í símanúmerið og símtalið er flutt í talhólfið.

Tilkynning um ný skilaboð í talhólfinu berast með SMS skilaboðum.

Það kostar ekkert að hringja í talhólfsnúmerið 1415 til að hlusta á skilaboðin.

Einnig er boðið upp á Hver Hringdi? þjónustuna. Hún virkar þannig að þegar hringt er í símann þegar hann er á tali, ekki er svarað eða hann utan þjónustusvæðis þá fær eigandi hans skilaboð með SMS um að reynt hafi verið að ná í hann. Það kostar ekkert að vera með Hver Hringdi? þjónustuna.

Athugið að ekki er hægt að hafa bæði talhólf og Hver Hringdi? þjónustuna á sama tíma.

Hægt er að slökkva á bæði talhólfi og Hver hringdi? þjónustunni með því að hringja í númerið ##002# úr símanum. Við mælum með því að slökkva á talhólfi þegar ferðast er erlendis, þar sem það getur verið kostnaðarsamt.

Eru Kollektsímtöl í Vinanúmer frí?

Nei, móttakandi kollektbeiðni borgar fyrir símtalið þó svo að sá sem bað um kollekt-símtalið sé skráður vinur hans.

Hvernig stilli ég flutning í talhólf?

Þrjár leiðir eru mögulegar til að stilla símtalsflutning í talhólf:

1) Einfaldast er að stilla símtalsflutning, m.a. í talhólf, á Mínum síðum á Vodafone.is . Talhólfsnúmerið er 6200200.

2) Einnig er hægt að fara í stillingar („Settings“ á ensku) flestra tegunda síma og stilla símtalsflutning (Call Forwarding) þar. Til að flytja símtal í talhólfið slærðu inn símanúmerið +3546200200.

3) Til þess að flytja símtöl í talhólf má einnig slá inn eftirfarandi kóða sem virka fyrir allar tegundir síma.

Þegar ekki er svarað í farsímann: *61*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #61#hringja

Þegar slökkt er á símanum: *62*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #62#hringja

Þegar er á tali: *67*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #67#hringja

Öll símtöl flutt beint í talhólf: *21*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #21#hringja

Hægt er að velja hversu langur tími líður þar til símtal flyst í talhólfið ef ekki er svarað.

Talhólfið svarar innan – tímalengd breytt: *61*+3546200200**5, 10, 15, 20, 25 eða 30 (sekúndur)#hringja. Ef þú velur ekki sérstaka tímalengd flyst símtalið eftir 15 sekúndur.

Til þess að slökkva á öllum flutningum: ##002#

Hver greiðir fyrir Kollektsímtöl?

Allur kostnaður sem myndast við Kollektsímtöl fellur á þann sem móttekur og samþykkir kollektbeiðni. Gjaldið vegna Kollektsímtala er einungis venjulegt gjald fyrir farsímasímtöl, þ.e. að hringja úr gsm í gsm og ekki er rukkað fyrir móttökubeiðnir.

Kollekt þjónustan er aðeins virk innan kerfis Vodafone.

Hvað er Stöðumælir?

Þú getur notað stöðumælinn til þess að fylgjast með inneigninni þinni með því að slá inn kóða í símann og þá færðu strax skilaboð á skjá símans um stöðuna. Ekki þarf að skrá sig fyrir þjónustunni, hún kostar ekkert og kemur því í stað símtals í 1400 til að fá upplýsingar um inneignina.

Þú getur nálgast yfirlit yfir alla kóðana hér .

Hvað er SOS þjónusta?

SOS þjónustan er neyðarþjónusta sem Frelsisviðskiptavinir okkar geta nýtt sér. Hægt er að nota SOS Hringdu, SOS Lán eða SOS kollekt til að ná sambandi þótt inneignin hafi klárast.

Sjá nánar um SOS þjónustuna hér.

Geta allir nýtt sér þjónustuna SOS Hringdu?

Já, allir viðskiptavinir okkar geta notað þjónustuna SOS Hringdu og hún virkar einnig milli símkerfa.

Inneign
Hvernig virkar sjálfvirk áfylling?

Með sjálfvirkri áfyllingu af debet- eða kreditkorti þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að fylla á frelsið þitt í hverjum mánuði, því það gerist einfaldlega sjálfkrafa!

Viðskiptavinir geta valið milli tvenns konar sjálfvirkra áfyllinga, mánaðarlegri áfyllingu (alltaf fyllt á sama mánaðardaginn) eða áfyllingu á 30 daga fresti.

Athugið að þar sem gagnamagnspakkar í frelsi gilda í 30 daga er endurtekin áfylling þeirra á 30 daga fresti.

Hvað er rafræn áfylling?

Til rafrænna áfyllinga teljast áfylling í heimabanka og hraðbanka, áfylling á vodafone.is með því að velja fylla á frelsi, sjálfvirk áfylling og hraðáfylling.

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast með því að hringja í 1414-1 eða senda fyrirspurn á vodafone@vodafone.is

Get ég verið með sjálfvirka áfyllingu af kreditkortinu mínu en fyllt á með Hraðáfyllingu með debetkortinu?

Já, þetta eru tvær ólíkar áfyllingarleiðir.

Hraðáfylling er stök áfylling sem hægt er að nýta sér á einfaldan hátt með því að stimpla inn kóða í símanum sínum þegar búið er að skrá greiðslukort fyrir þjónustunni.

Sjálfvirk áfylling er aftur á móti regluleg áfyllingarleið sem þú skráir þig í með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 og velja hvenær hún eigi að endurtaka sig sjálfkrafa. Við mælum með að viðskiptavinir sem nýta sér RED Frelsi eða Risafrelsi skrái það í sjálfvirka áfyllingu á 30 daga fresti til að ávinningurinn haldist ávallt virkur.

Hægt er að hætta með sjálfvirka áfyllingu með því að hafa aftur samband við þjónustuver Vodafone.

Hvar er hægt að fylgjast með stöðu inneignar?

Þú getur alltaf fengið upplýsingar um stöðu inneignar í Vodafone appinu.

Einnig getur þú fylgst með stöðunni á Mínum síðum á Vodafone.is, með því að hringja í gjaldfrjálst þjónustunúmer 1400 eða nota Stöðumælinn .

Hver er gildistími inneigna í frelsi?

Gildistími hefðbundinna frelsisinneigna er 6 mánuðir frá síðustu notkun.

Hefðbundnar gagnamagnsáfyllingar í frelsi gilda í 30 daga.

Hvað er sjálfvirk áfylling og hvernig er hún virkjuð?

Með sjálfvirkri áfyllingu af debet- eða kreditkorti þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að fylla á frelsið þitt í hverjum mánuði, því það gerist einfaldlega sjálfkrafa!

Þú skráir debet- eða kreditkortið þitt í sjálfvirka áfyllingu og þá fyllist á frelsið þitt í byrjun hvers mánaðar fyrir tiltekna upphæð sem þú velur þér.

Þetta þýðir að þú getur áhyggjulaust viðhaldið ávinningi sem fylgir inneigninni, sem gildir yfirleitt í 30 daga frá áfyllingu, því með sjálfvirkri áfyllingu getur þú virkjað tilboðsinneignina sjálfkrafa á ný.

Sjálfvirk áfylling fyrir gagnamagnspakka er gerð á 90 daga fresti, þar sem gildistími gagnamagnspakka í frelsi er 90 dagar.

Það borgar sig því að vera með sjálfvirka áfyllingu virka. Þú getur skráð sjálfvirka áfyllingu hjá þjónustuveri okkar í síma 1414 eða í næstu Vodafone verslun.

Hvað er Hraðáfylling?

Hraðáfylling er virkni í Vodafone appinu sem fækkar skrefunum við áfyllingu frelsisnúmera og sparar þér tíma.

Hraðáfylling er virkni í Vodafone appinu sem fækkar skrefunum við áfyllingu frelsisnúmera og sparar þér tíma.

Þeir notendur sem eru með virka hraðáfyllingu í Vodafone appinu geta smellt á „Hraðáfylling“ í appinu og þar með sleppt skrefinu við að fara í gegnum greiðslusíðu Valitor í hvert skipti sem fyllt er á frelsisnúmer.

Hægt er að virkja hraðáfyllingu með því að hringja í Þjónustuver Vodafone 1414 og skrá kreditkort eða debetkort á bak við frelsisnúmer. Að því loknu er hraðáfylling orðin virk í Vodafone appinu og þar með virkjast hraðáfyllingarhnappurinn. .

Hægt er að afvirkja þessa þjónustu hvenær sem er með því að afskrá kreditkortið eða debetkortið í gegnum Þjónustuver Vodafone í síma 1414.

RISAfrelsi
Er þak á ótakmörkuðum SMS-um?

Nei, SMS eru ótakmörkuð.

Hvað er RISAfrelsi?

RISAfrelsi er allt sem þú þarft. Þú færð innifalið gagnamagn, ótakmarkaðar mínútur og SMS og Reiki í Evrópu. RISA frelsi gildir í 30 daga. Ef gagnamagnið klárast getur þú keypt almenna gagnamagnspakka á hagstæðu verði.

Hver er gildistími á RISAfrelsi?

RISA frelsi gildir í 30 daga.

Hvernig gilda innifaldar mínútur?

Innifaldar mínútur gilda í heimasíma og farsíma á Íslandi – óháð kerfi.

Hvað gildir viðbótargagnamagnið lengi?

Viðbótargagnamagn er virkt í 30 daga frá kaupum viðbótargagnamagnsins, óháð gildistíma RISA frelsis.

Hvar gilda SMS-in?

Með RISA frelsi getur þú sent ótakmörkuð SMS innanlands og óháð kerfi.

Hvernig virkar RISAfrelsi með öðrum inneignum?

RISA Frelsi hefur alltaf forgang, en hægt er að vera með fleiri inneignir með RISA Frelsi.

Er upphafsgjald á inniföldum mínútum í RISAfrelsi?

Nei, ekkert upphafsgjald er á inniföldu mínútunum.

Fæ ég að vita þegar RISAfrelsið er að klárast?

Já, við sendum þér SMS þegar RISA frelsið er virkjað og þegar gagnamagn er að klárast.

Hvað gerist þegar innifalið gagnamagn klárast?

Ef þú kaupir ekki viðbótargagnamagn þá rukkast daggjald af böffernum (inneigninni) skv. gjaldskrá .

Ég nota netið í símanum mjög mikið, má kaupa gagnamagnspakka ofan á RISA frelsi?

Já. Það er hægt að kaupa gagnamagnspakka ofan á RISA frelsi. Bæði RISA frelsi viðbótargagnamagn og almennt gagnamagn.

RISA frelsi viðbótargagnamagn virkar þannig að fyrir 490 kr. færðu 250 MB ef þú ert með RISA frelsi S, 500 MB ef þú ert með RISA frelsi M og 750 MB ef þú ert með RISA frelsi L.

Almennt gagnamagn virkar þannig að þú getur bætt gagnamagnspökkum við samkvæmt verðskrá. Með því að fara í áfyllingarferlið og slá inn símanúmerið þitt sérðu hvaða gagnamagnspakkar bjóðast.

Hvar kaupi ég RISAfrelsi?

• Með Vodafone appinu.

• Hér á Vodafone.is

• Á Mínum síðum á vodafone.is

• Í heimabankanum þínum

Útlönd
Virkar Kollekt þjónustan í útlöndum?

Viðskiptavinir geta móttekið Kollektbeiðnir í útlöndum og samþykkt þær. Viðkomandi þarf þá að greiða fyrir símtalið samkvæmt verðskrá erlenda símafyrirtækisins.

Viðskiptavinur getur ekki óskað eftir Kollektsímtali ef hann er staddur í útlöndum.

Kollekt þjónustan er aðeins virk innan kerfis Vodafone.

Virkar síminn í Asíu, S-Ameríku eða öðrum fjarlægum stöðum?

GSM farsímakerfi á Íslandi (og Evrópu) eru á tveimur tíðnum; 900Mhz og 1800Mhz. Sumsstaðar utan Evrópu er notast við önnur tíðnisvið og því eru ekki allir GSM símar sem virka nema þeir séu samhæfðir við tíðnina sem farsímafélögin notast við.

Tri-band símar styðja 900/1800 og 1900 kerfin.

Quad-band símar styðja 850/900/1800 og 1900 kerfin.

Hafa skal í huga þegar farið er til eftirfarandi landa:

Argentína, Kólumbía, Paragvæ (1900 og sums staðar 850)
Chile, Mexíkó, Níkaragúa, Perú (1900)
Bandaríkin og Kanada (mest 1900 í bland við 850)

Í ofangreindum löndum er engin þjónusta á 900 og 1800, en í sumum löndum er samblanda af 900/1800 og 1900/850:

Cayman eyjar, Dóminíska lýðveldið, El Salvador, Jamaíka, Taíland og Úrúgvæ. Í þessum löndum getur því verið að 900/1800 virki á sumum farsímanetum eða á ákveðnum svæðum.

Í Suður-Kóreu í Japan er eingöngu hægt að nota 3G farsíma, þannig að ef farsíminn þinn er með 3G getur þú því notað hann í þessum löndum. Ef síminn þinn er eingöngu með GSM þarftu að kaupa 3G síma (þeir eru allir með GSM líka) til að nota í Suður-Kóreu og Japan. Farsímar með 3G fást í öllum verðflokkum bæði hér heima og erlendis.

Ítarefni um þetta málefni er að finna á síðu GSM World (þar er valið land og upp koma upplýsingar um öll farsímakerfi á því svæði og útbreiðslu þeirra).

Á GSM Arena er hægt að sjá hvaða kerfi símtækin styðja. Sláið inn tegund ykkar síma og upp kemur allt um símann. Þarna er einnig hægt að finna leiðbeiningabæklinga fyrir síma.

Get ég hringt gjaldfrjálst í Vodafone frá útlöndum?

Já. Þegar ná þarf sambandi við Vodafone geta bæði áskrifendur og frelsisnotendur hringt gjaldfrjálst í þjónustuver, og til að athuga/fylla á innistæðu með því að hringja í *111*1414# (þjónustuver) og *111*1400# (innistæða)

Hvaða gengi er miðað við í útlandaverðskrá Vodafone?

Útlandaverðskrá Vodafone er birt í krónum, en miðast við gengi Evru. Gengið ákvarðast mánaðarlega út frá gengi Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar um verðskrá Vodafone í útlöndum .

Hvernig er hringt til Íslands frá útlöndum?

Þegar hringt er til Íslands frá útlöndum er valið 00354 eða +354 á undan símanúmerinu. Frá Bandaríkjunum er hins vegar valið 011 til að fá línu út úr landinu og myndi þá líta svona út 011354*******.

Til þess að hringja í talhólfið erlendis frá þá er valið 003546200200 og til þess að ná í þjónustuverið þá er hringt í 003545999001. (Fyrir Bandaríkin þá þarf að passa að velja 011354 á undan)

Þegar ná þarf sambandi við Vodafone geta bæði áskrifendur og frelsisnotendur hringt gjaldfrjálst í þjónustuver, talhólf og til að athuga/fylla á innistæðu með því að hringja í *111*1414# (þjónustuver) *111*1400# (innistæða) og *111*1415# (talhólf).

Í hvaða löndum er hægt að nota farsíma hjá Vodafone?

Á síðunni Farsími í útlöndum er hægt er að sjá við hvaða lönd Vodafone er með reikisamninga, hvaða þjónustuleiðir eru í boði í viðkomandi landi og hvaða tíðnisvið GSM símtækin þurfa að styðja til að virka í viðkomandi landi.

Athugið að Vodafone er ekki með 3G eða GPRS reikisamninga við öll símafyrirtæki þótt GSM-reikisamningar séu til staðar.

Er hægt að loka fyrir innkomandi símtöl meðan á dvöl erlendis stendur?

Já það er hægt.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig þetta er gert í mismunandi símtækjum. Listinn er þó ekki tæmandi og einstakar tegundir síma frá eftirtöldum framleiðendum geta þurft aðrar skipanir en þær sem nefndar eru hér:

Nokia:

 • menu - settings - security - call barring service - voice calls
 • valmynd - settings - öryggis stillingar - útilokunarþjónusta - símtöl

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings - phone - call barring

-í sumum símum þarf að fara í voice call barring

 • valmynd - verkfæri - stillingar - sími - útilokanir

-í sumum símum þarf að fara í útilokun farsíma

Sony Ericsson:

 • menu - settings - calls (þriðji flipi til hægri) - manage calls - restrict calls
 • valmynd - stillingar - símtöl (þriðji flipi til hægri) - vinna með símtöl - læsingar símtala

Samsung

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services-call barring

- settings - network services - call barring

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-læsingar símtala

- stillingar - þjónusta símkerfis - læsingar

Motorola:

 • menu - settings - security - call barring

HTC:

 • start - settings - phone - call barring

Android:
 • stillingar - símtalsstilingar - útilokun símtala - kveikja á " Móttekin ef erlendis".
 • settings - call Settings - call barring - kveikja á "Incoming when abroad".
Hvernig fylgist ég með stöðunni á frelsinu þegar ég er í útlöndum?

Best er að gera það með Stöðumæli Vodafone , alveg eins og heima, með því að slá inn *113*1# (hringja). (Stöðumælir er gjaldfrjáls þjónusta). Einnig getur þú hringt í *111*1400#, sem er líka gjaldfrjáls þjónusta.

Get ég nettengst í símanum í öllum löndum þar sem 3G er í boði?

Nei, eingöngu er hægt að nettengjast í símanum í þeim löndum þar sem Vodafone hefur gert farsímanets-samninga. Með því að velja land í landalistanum getur þú séð hvort farsímanets-samningur er í gildi í viðkomandi landi.

Ef númer er í frelsi mun nettenging rofna um leið og inneign klárast.

Hagstæðasta leið til að nota síma erlendis er með ONE Traveller sem stendur öllum ONE viðskiptavinum til boða.

Hvernig fylli ég á frelsið í útlöndum?

Einfaldast og ódýrast er að kaupa inneign með Hraðáfyllingu eða með því að hringja í þjónustuverið. Viðskiptavinir í Vodafone Frelsi sem staddir eru erlendis geta hringt gjaldfrjálst í þjónustuver með því að slá inn *111*1414# (hringja).

Einnig má fylla á frelsið á netinu, t.d. á vodafone.is, með 1414 appinu eða í heimabanka. Athugaðu að netnotkun í símanum getur verið mjög kostnaðarsöm erlendis og því er best að fylla á í gegnum tölvu eða með því að tengja símann við WiFi net áður en farið er á netið til að fylla á frelsið.

Hvernig á að skipta á milli símkerfa í útlöndum?

OPERATOR / NETWORK SELECTION - VAL Á SÍMKERFI

Hér eru nokkur dæmi um hvernig skipt er milli símkerfa í mismunandi símtækjum. Listinn er ekki tæmandi og geta skipanir verið ólíkar milli síma og útgáfa af stýrikerfum.

Android:

 • Settings - Mobile Networks – Network operators – Search networks
 • Stillingar - Farsímakerfi - Símafyrirtæki - Leita að kerfum

iPhone:

 • Settings - Carrier - taka hakið úr automatic - velja símkerfi
Windows Phone:
 • Strjúktu til vinstri til að fá valmynd, svo: Settings - Mobile Network - Network Selection - velja símkerfi

Nokia:

 • menu - settings - phone settings - phone - operator selection
 • valmynd - stillingar - símastillingar - val símafyrirtækis

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings -

-í sumum símum þarf að fara í phone

-network - operator selection

 • valmynd - verkfæri - stillingar -

- í sumum símum þarf að fara í sími

- símkerfi - val á símafyrirtæki

Sony Ericsson:

 • menu - settings - connectivity (fjórði flipi til hægri) - mobile networks - select network
 • valmynd - stillingar - tengingar (fjórði flipi til hægri) - farsímakerfi - velja símkerfi

Samsung:

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services- network selection

-settings - network services - network selection

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-val á símkerfi

- stillingar - þjónusta símkerfis - val á símkerfi

Motorola:

 • menu - settings - network - avail. networks

HTC:

 • start - settings - phone - networks

BlackBerry:

 • menu - options - mobile network
Virkar frelsi í útlöndum?

Já, það er hægt að nota frelsi í fjölmörgum löndum og er öll rukkun í rauntíma, þannig að þú færð enga bakreikninga. Þú þarft ekki að skrá þig sérstaklega í ferðafrelsi - ef þú ert með frelsi hjá Vodafone virkar það sjálfkrafa í þeim löndum sem Vodafone er með frelsissamninga við.

Hér getur þú valið landið sem þú ert að fara til, skoðað hvort ferðafrelsi er í boði þar og skoðað verðskrána .

Ef þú getur ekki notað frelsið þitt í því landi sem þú ert að ferðast til getur þú flutt númerið þitt tímabundið í áskrift.

Virkar símtækið mitt í Bandaríkjunum?

Þegar ferðast er til Bandaríkjanna þarf að athuga hvort símtækin virki á amerísku kerfunum sem eru 850 og 1900 kerfi. (Víðast annarsstaðar er notuð 900 og 1800 tíðni). Þessar upplýsingar ættu að finnast á vef framleiðanda símans eða í bæklingum sem fylgdu með honum.

Í USA (og víðar) er einnig svokallað IDEN kerfi og til að komast á það þarf að vera með sérstakan IDEN síma og þeir fást ekki á Íslandi. Þetta eru sérstakir símar sem Motorola hefur framleitt og virka eingöngu á IDEN kerfum.

Samkvæmt fjarskiptafyrirtækinu SPRINT geta viðskiptavinir okkar notað SIM kortin frá Vodafone í þessa síma.

Hér er svo smá Wiki fróðleikur um IDEN

Hvað kostar að nota símann í útlöndum?

Þegar GSM-síminn er notaður erlendis er greitt skv. þeirri áskriftarleið sem viðskiptavinur er skráður í. Erlendis er notuð reikiverðskrá, sem er mismunandi eftir löndum.

Ekki er hægt að nota frelsi í öllum löndum. Með því að velja landið úr landalistanum okkar getur þú séð hvort ferðafrelsi sé í boði og eins kynnt þér gjaldskrá viðkomandi lands.

Þegar hringt er í þig þegar þú ert erlendis greiðir þú fyrir millilandasímtalið, en sá sem hringir greiðir hefðbundið símtal (að því gefnu að hann sé á Íslandi). Þannig kostar bæði að hringja erlendis og taka á móti símtali.

Athugið að innifalið gagnamagn, ótakmarkaðar mínútur og SMS gildir ekki í löndum utan EU/EES. Í löndum innan EU/EES getur þú aftur á móti notað RISAfrelsið og gagnamagnspakka eins og á Íslandi.

Símanum mínum var stolið (hann týndist) á ferðalagi erlendis, hvað geri ég?

Við getum öll lent í því að símtækinu okkar sé stolið og SIM-kortið jafnvel misnotað, en þá er líka mikilvægt að vera meðvitaður um rétt viðbrögð.

Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka SIM-kortinu. Það er gert með því að hringja í 1414. Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift).

Utan opnunartíma 1414 svarar símsvari þar sem tilkynna má týnda farsíma. Við vekjum einnig athygli á að utan opnunartíma má alltaf senda fyrirspurn á þjónustuver Vodafone og við svörum næsta dag.

Í þeim tilfellum þar sem tilkynningaskyldu er ekki sinnt er sú hætta til staðar að kostnaður lendi á notandanum.

Rétt er að minnast á að sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það. Við mælum með að athuga hvort búið sé að virkja þær staðsetningarþjónustur sem eru í boði fyrir þitt símtæki, eins og Find My iPhone og Android Device Manager .

Er hægt að nota MMS í útlöndum?

Það er hægt að nota MMS í þeim löndum sem farsímanet býðst viðskiptavinum Vodafone. Með því að velja land í landalista Vodafone sérðu hvort farsímanet (og þar með MMS-skilaboð) sé í boði í viðkomandi landi.

Almennt
Þarf nýr viðskiptavinur að greiða stofngjald fyrir heimasíma?

Nei, ekkert stofngjald er á heimasíma og ekki er ákveðinn binditími við upphaf samnings.

Ég er að flytja, hvernig á ég að tilkynna það?

Þegar viðskiptavinur flytur þarf að tilkynna það til Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur á heimasíma, nettengingu og sjónvarpsþjónustu gangi sem best fyrir sig.

Hafa þarf samband í þjónustuver Vodafone í síma 1414. Hafa þarf eftirfarandi við hendina: nýja heimilisfangið, fyrra símanúmer á nýja heimilisfanginu , íbúðarnúmer ef kostur er, og dagsetningu flutnings.

Allt að tíu virkir dagar geta liðið frá því að tilkynning berst til Vodafone og þar til flutningur getur átt sér stað, þannig að best er að panta með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Flutningsgjald má sjá í verðskrá heimasíma .

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér möguleika á ljósleiðaratengingu þegar flutt er. Hægt er að fletta upp nýja heimilisfanginu hér til að sjá hvort ljósleiðarinn sé í boði.

Heimasímabilun - Þú hefur ekki aðgang að þessu númeri.

Í þeim tilfellum sem símsvari les upp skilaboðin:

„Þú hefur ekki aðgang að þessu númeri“

Geta eftirfarandi ástæður legið að baki:

- Skuldalokun
- Símtalslæsing
- Númerið sem hringt er í hefur gert símtalsflutning í númer sem hringjandinn hefur ekki aðgang að.

Til að fá nánari upplýsingar er best að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða með netspjallinu.

Hvernig á að setja kóðalæsingu á / taka af?

Kóðalæsing á heimasíma er sett á með því að slá inn:

*33*lykilnúmer#

Kóðalæsing á heimasíma er tekin af með því að slá inn:

#33*lykilnúmer#

Nánari upplýsingar má finna á verðskrá heimasíma.

Þú getur haft samband við okkur í síma 1414 eða með netspjalli.

Kostar ekkert aukalega að hringja úr heimasíma í heimasíma?

Nei, í öllum þjónustuleiðum á heimasíma eru innifalin ótakmörkuð símtöl í aðra heimasíma, óháð kerfi. Hvorki eru greidd upphafsgjöld né mínútugjöld.

Hringir maður frítt úr heimasíma yfir í heimasíma hjá öðrum fyrirtækjum?

Já, þú getur hringt ótakmörkuð símtöl úr heimasíma í aðra heimasíma óháð því hvort hringt sé í heimasíma hjá Vodafone eða heimasíma hjá öðrum símafyrirtækjum.

Aðgerðir fyrir heimasíma
Hvernig á að taka símtalslæsingu af í heimasíma?

Ef þú ert með símtalslæsing með kóðalæsingu þá er hægt að taka hana af með lykilnúmeri en ef þú manst ekki lykilnúmerið verður þú að koma í verslun okkar með skilríki og fá hann uppgefinn. Ekki er hægt að fá upplýsingar um lykilnúmer í gegnum síma.

Til að taka af fastar læsingar þá þarft þú að koma í verslun og framvísa skilríkjum.

Fyrir frekari upplýsingar og aðstoð geturðu haft samband í síma 1414 eða með netspjalli.

Hvað er númeraleynd?

Með númeraleynd er komið í veg fyrir að símanúmer sem hringt er úr, birtist á númerabirti þess sem hringt er í.

Til þess að virkja númeraleynd fyrir heimasíma þá þarf að hringja í *31*#, til þess að afvirkja leyndina þá þarf að hringja í *31#

Fyrir farsíma þá þarf að setja #31# fyrir framan númerið sem á að hringja í með númeraleynd og sést þá númerið ekki í því tiltekna símtali. Einnig er hægt að setja á fasta númeraleynd í flestum símtækjum.

Nánari upplýsingar og aðstoð fást í þjónustuveri 1414 eða með netspjalli.

Hvernig á að aftengja vakningu hjá Vodafone?

Til að aftengja (hætta við) vakningu þá þarf að hringja úr sama síma og vakningin var pöntuð úr.

Hringt er í 534 4444 og þá er gefinn möguleiki á að :

- hætta við vakningu: velja 1
- breyta vakningu: velja 2

Hvernig á að stilla símtal bíður?

Hægt er að stilla símann þannig að það heyrist stutt hljóðmerki ef hringt er á meðan símtali stendur. Þá er hægt að „geyma“ þann viðmælanda og svarað þeim er hringir

Þjónustan er virkjuð á eftirfarandi hátt:

Þjónustan tengd: velja *43#
Þjónustan aftengd: velja #43#

Til að svara símtali sem bíður er valið:

- R2 þá er símtal nr 2 tengt.
- Til að skipta á milli símtala er valið R .

Nánari upplýsingar og aðstoð má fá í síma 1414 eða með netspjalli.

Hvernig á að stilla símtalsflutning / hringiflutning?

1. Símtalsflutningur ef ekki er svarað:

Flutningur tengdur, velja: *61*símanúmer# sem á flytja símtölin í.
Dæmi: *61*5123456#

Flutningur aftengdur, velja: #61#

Ef engin tímalengd er stillt sem á að líða áður en símtal flyst þá flyst símtalið eftir 15 sekúndur. (u.þ.b 4 hringingar).

Ef annarrar tímalengdar er óskað er slegið inn: *61* símanúmer* (sekúndur) #

Sekúndur = tíminn sem á að líða áður en símtal flyst.

Tímalengdin getur verið 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 sekúndur.

Dæmi: *61*5123456*25#, við þetta flyst númerið í 512 3456 eftir 25 sekúndur.

2. Hringiflutningur – allar hringingar

Flutningur tengdur: *21*símanúmer #

Flutningur aftengdur, velja: #21#

Dæmi: *21*5123456#, við þetta flytjast allar hringingar úr heimanúmerinu í númerið 512 3456

3. Hringiflutningur – þegar er á tali

Flutningur tengdur: *69*símanúmer#

Flutningur aftengdur, velja: #69#

Dæmi: *69*5123456#, við þetta flytjast öll símanúmer úr heimanúmerinu í númerið 512 3456

Einnig er hægt að stilla hringiflutning á Mínum síðum fyrir farsíma.

Athuga virkar ekki fyrir ISDN númer

Hvernig á að stilla símtalslæsingu með lykilnúmeri?

Til þess að eiga kost á að nota símtalslæsingu með lykilnúmeri, þarf rétthafi símanúmersins að hafa samband við þjónustuver 1414 úr tilteknum síma eða mæta í verslun.

Rétthafi velur þar lykilorð og læsingarflokk sem notað er til að læsa og aflæsa völdum flokki.

Til að virkja símtalslæsingu er valið *33*lykilnúmerið#

Dæmi: * 33 * 1234 #

Til að taka læsingu af er valið #33*lykilnúmerið#

Dæmi: # 33 * 1234 #

Nánari upplýsingar og aðstoð má fá í síma 1414 eða með netspjalli.

Hvað er símtalslæsing?

Símtalslæsing er notuð til að koma í veg fyrir að hægt sé að hringja út úr tilteknu símtæki.

Þó svo að símtalslæsing sé virk á símtæki er engu að síður hægt að móttaka símtöl.

Hægt er að velja úr eftirfarandi símtalsflokkum, hvort sem einn eða fleiri flokkar séu valdir til að láta læsa fyrir.

 1. Símtöl til útlanda
 2. Símtöl í farsíma
 3. Þjónustunúmer
 4. Öll 900 númer

Til þess að skrá læsingarflokk, farið inn á „mínar síður“ eða hafið samband við þjónustuver 1414 eða með netspjalli.

Til þess að aflétta læsingarflokki, þarf rétthafi símanúmers að mæta í verslun og framvísa skilríkjum (þ.e.a.s. ef föst símtalslæsing hefur verið valin, þ.e. án lykilnúmers).

Hvernig á að stilla þriggja manna tal?

Þriggja manna tal í heimasíma býður upp á möguleikann að tala við tvo í einu.

Allir þátttakendur heyra í hver öðrum og geta talað saman.

- Byrjað er á að velja fyrra símanúmerið
- Þegar því hefur verið svarað er valið R og beðið eftir són
- svo er seinna símanúmerið valið.
- Þegar seinna símanúmerið hefur svarað er valið R3 til þess að allir geti talað saman.

Dæmi: 512 3456 > R (beðið eftir són) > 500 0000 > (seinna númeri hefur verið svarað) R3

- Einnig er hægt að skipta á milli viðmælenda með því að nota R2 .

Það er ekki hægt að stofna til þriggja manna tals úr farsíma nema símtækið sjálft styðji það.

En hægt er að bjóða farsímanúmeri í samtalið sem fyrsta eða öðrum viðmælanda.

Hvernig á að stilla vakningu?

Til að virkja vakningu er hringt í símanúmerið 534 4444 og símsvarinn leiðir í gegnum hvernig á að gera þjónustuna virka. Vakningarþjónusta Vodafone virkar á öllum símkerfum, ekki þarf að vera með Vodafone síma til að hún virki.

Eftir að vakningarþjónustan hefur verið gerð virk, gerir símstöðin, ef ekki er svarað í tilraun 1:

- 2 tilraunir í viðbót til að hringja til baka
- með 3 mínútna millibili.

Þjónustuna er hægt að virkja einn sólarhring fram í tímann.
(þ.e. ekki hægt að stilla inn vakningartíma eftir t.d. viku).

Hægt er að aftengja þjónustuna með því að hringja í símanúmerið 534 4444 fyrir settan vakningartíma.

Hægt er að velja um tvennt:

- Afvirkja vakningu (hætta við) velja 1
- Breyta vakningartímanum velja 2


Aðeins er greitt fyrir hefðbundið símtal við virkjun.

Hvernig á að stilla númeraleynd?

Til að fela númerið sem hringt er úr, er valið *31*# til að virkja númeraleyndina.

Til að birta númerið aftur er valið *31#

- Virkja : *31*#

- Aftengja : *31#

Fundarsími
Hvað geta margir talað saman í einu?

Hægt er að boða allt að 10 gesti á fund hvar og hvenær sem er.

Fundarstjóri skilgreinir:

- Tíma
- Símanúmer
- Auðkennisnúmer fundarins.

Fundarmenn hringja síðan í 757 5000 og slá inn símanúmer fundarstjóra og auðkennisnúmer fundar sem fundarstjóri hefur þegar sent út, t.d. með tölvupósti.

Við þetta fæst samband við símafundinn.

Getur fundarstjóri greitt fyrir allt símtalið?

Nei, hver og einn fundarmeðlimur greiðir fyrir sitt símtal.

Hvað kostar að nota Fundarsímann?

Verðskrá fundarsíma Vodafone má nálgast hér.

Allir þátttakendur greiða sama mínútuverð og er það óháð því hvort hringt er úr GSM eða heimilissíma eða hvaða símafyrirtæki þátttakandi skiptir við.

Ekkert mánaðargjald né stofngjald er rukkað í Fundarsíma Vodafone.

Hvernig á að boða símafund með Fundarsímanum?

Hægt er að boða allt að 10 gesti á fund hvar og hvenær sem er.

Fundarstjóri skilgreinir :

- tíma
- símanúmer
- auðkennisnúmer fundarins.

Fundarmenn hringja síðan í 757 5000 og slá inn:

- símanúmer fundarstjóra
- auðkennisnúmer fundar (sem fundarstjóri hefur þegar sent út, t.d. með tölvupósti).
- Staðfesting er spiluð þegar nýr fundarmaður tengist símafundi.
- Hægt er að hringja í 757 5000 úr öllum símum og frá útlöndum, en þá er hringt í +354 757 5000.

Skref-fyrir-skref

Sá sem boðar fund (fundarstjóri) þarf að ákveða tíma og fjögurra stafa lykilorð.

Hann þarf einnig að slá inn símanúmerið sitt sem hann hringir úr.

Þessum upplýsingum kemur fundarstjóri til annarra fundargesta.

Hægt að notast við t.d. tölvupóst og SMS til þess að koma skilaboðunum áleiðis.

Ekki þarf að stofna fundinn sérstaklega,

- heldur hringja allir fundargestir í 757 5000 á tilsettum tíma.

- Fundurinn verður til í símkerfinu við það að fyrsti þátttakandi hringir inn,

- Sá fyrsti sem hringir inn einkennir fundinn með því að slá sitt símanúmer inn, því næst velur hann auðkennisnúmer.

Talvél svarar og í framhaldi er símanúmer fundarstjóra slegið inn og svo ýtt á #. Því næst er fjögurra stafa auðkennisnúmer sem fundarstjóri hefur úthlutað slegið inn og svo ýtt á #.

Dæmi:

- Hringt er í 757 5000

- Slegið inn númeri fundarstjóra : 5123456 # 1234 #

- Þátttakandi fær samband við fundinn

- Talvélin tilkynnir um nýjan þátttakanda

- Þátttakandi yfirgefur fundinn með því að leggja á.

Almennt
Ég er að flytja, hvernig á ég að tilkynna það?

Þegar viðskiptavinur flytur þarf að tilkynna það til Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur á heimasíma, nettengingu og sjónvarpsþjónustu gangi sem best fyrir sig.

Viðskiptavinur þarf að hafa samband í 1414 til þess að tilkynna flutning til þess að gera flutningsbeiðni þarf að hafa: Fyrra símanúmer á nýja heimilisfangi (á aðeins við ADSL og VDSL), nýja heimilisfangið, póstnúmer, íbúðarnúmer og dagsetningu hvenær flutningur á að eiga sér stað.

Flutningsgjald má sjá í verðskrá heimasíma .

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér möguleika á ljósleiðaratengingu þegar flutt er. Hægt er að fletta upp nýja heimilisfanginu hér á pöntunarsíðu internets til að sjá hvort ljósleiðari sé í boði.

Hvaða nettenging er í boði fyrir mig?

Á þjónustusíðu Vodafone fyrir internet getur þú flett upp heimilisfanginu þínu og séð hvaða tegund tengingar er í boði fyrir þitt heimili. Við mælum með að taka hröðustu tenginguna sem í boði er.

Ég er að flytja netið til Vodafone, hvernig er ferlið?

Fyrsta skrefið er að leggja inn pöntun hjá Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur gangi sem best fyrir sig. Ferlið hefst þegar búnaður hefur verið sóttur/sendur og þegar það er búið að skrifa undir samning í verslun eða staðfesta flutninginn í gegnum SMS eða tölvupóst.

Þegar flutningi er lokið þá þarf viðskiptavinur að segja upp þeirri tengingu sem hann var með hjá fyrri þjónustuaðila ásamt því að skila inn búnaði (t.d. netbeini eða sjónvarpsmóttakara) til að koma í veg fyrir frekari rukkun.

Mjög mikilvægt er að segja ekki upp þjónustu fyrr en viðskiptavinur hefur verið tengdur hjá Vodafone til að sporna við netleysi á meðan flutningur á sér stað. Alltaf er mögulegt að þjónusturof eigi sér stað á meðan á flutningi stendur, þó það standi jafnan ekki lengi yfir.

Það er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar að hafa samband við fyrri þjónustuaðila til að tryggja að uppsögn sé örugglega gengin í gegn.

Hvernig mæli ég hraða á tengingunni minni?

Vinsælt er að nota síðuna speedtest.net.

Hraðinn er mældur með því að taka tímann á því hversu lengi tölvan er að sækja/senda ákveðið magn af gögnum og út frá því er upp- og niðurhalshraði ákvarðaður.

Til fróðleiks um Hraðamælingar
Við notum Kb fyrir kilobit , KB fyrir kilobyte , Mb fyrir megabit og MB í megabyte í hraðaprófunum.

Þegar þú sérð B ritað með hástaf, þá þýðir það byte en með lágstaf þýðir það bit.
M (mega eða milljón) er einfaldlega 1000 sinnum stærra en K (kilo eða þúsundir) og 8b (bits) eru 1B (byte).

Hefð hefur skapast fyrir því að nota bits (lítið b) í hraðaupplýsingum en byte (stórt B) í skráarstærðum. Þessar tvær ritunaraðferðir þýða að samanburður er flóknari en hann þyrfti ella að vera.

Mæling uppá 8,40 Mb /s (með litlu b-i) er það sama og 1,05 MB /s (með stóru B-i) sem aftur er það sama og um 1050 KB/s eða 8400 Kb/s. Þetta þýðir að það þarf rúmlega 8 Mb/s hraða til að hala 1 MB skrá á einni sekúndu.

Til gamans þá er niðurhalshraði hjá flest öllum internetþjónustuaðilum auglýstur í Mb/s. Þegar verið er að hala niður efni á tölvum, þá sýna tölvurnar oftast hraðann í MB/s (eða KB/s) og veldur þessi munur stundum ruglingi hjá notendum.

Algengur hraði á ADSL tengingum er 10-11Mb/s (4-6Mb/s ef notandi er með ADSL sjónvarp). Á ljósleiðaratengingum er algengur hraði 40-45Mb/s óháð sjónvarpsþjónustu.

Hvaða hraða má ég búast við?

ADSL:

Hraði ADSL-tenginga Vodafone er allt að 12 Mbit við bestu mögulegu aðstæður. Algengur hraði á ADSL tengingum er 10-11Mb/s (4-6Mb/s ef notandi er með ADSL sjónvarp). Hafa skal í huga að ýmislegt getur haft áhrif á þennan hraða en helstu orsakir fyrir að hraði minnki geta verið gæði símalínu, lagnir og lengd frá næstu símstöð. Jafnframt getur móttaka sjónvarps gegnum ADSL dregið úr hraða nettengingarinnar í einhverjum tilvikum.

Ljósnet:

Hraði Ljósnets-tenginga Vodafone er allt að 100 Mbit við bestu mögulegu aðstæður.

Ljósleiðari:

Hraði tenginga yfir Ljósleiðara er allt að 1000 Mbit og þarf nýjasta aðgangstæki Gagnaveitu Reykjavíkur til að ná þeim hraða.Hraðamælingu fyrir ADSL má finna á síðu Speedtest

Ef þú ert ósátt/ur við þinn hraða, endilega hafðu samband við nethjálp í síma 1414 eða með Netspjalli .

Er stofnkostnaður á Ljósleiðara?

Gagnaveita Reykjavíkur: Gagnaveitan setur upp ljósleiðaraboxið og er enginn stofnkostnaður við það. Enginn stofnkostnaður er heldur við ljósleiðara af hálfu Vodafone.

Míla: Lagning Ljósleiðara Mílu er íbúum á höfuðborgarsvæðinu að kostnaðarlausu á meðan framkvæmdir standa yfir í hverfum og enginn stofnkostnaður fylgir því að fá Ljósleiðara Mílu.

Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Nánari upplýsingar um vinnureglur Vettvangsþjónustu Vodafone og hvað er innifalið í uppsetningu má nálgast hér .

Get ég tengt mig sjálf/ur?

Ljósleiðari:Ef ljósleiðarabox er til staðar í húsnæði þá er það hægt. Ef ekki er búið að setja upp ljósleiðarabox þá kemur tæknimaður frá Gagnaveitu Reykjavíkur og setur það upp og er sú þjónusta þér án endurgjalds. Að því loknu getur þú sótt þann búnað sem þarft í næstu verslun Vodafone eða fengið tæknimann frá Vettvangsþjónustu Vodafone heim.

Ljósnet og ADSL: Við mælum alltaf með því að fá tæknimann frá vettvangsþjónustu Vodafone heim til að tengja búnaðinn á Ljósneti eða ADSL.

Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Nánari upplýsingar um vinnureglur Vettvangsþjónustu Vodafone og hvað er innifalið í uppsetningu má nálgast hér .

Get ég notað minn eiginn router?

Já, en þá þarf að setja beininn upp í samræmi við okkar kerfi.

Ljósleiðari:Ef þú ert með ljósleiðara er nóg að tengja routerinn við ljósleiðaraboxið (í port 1 eða 2) og fara í gegnum uppsetningu ljósleiðarabox sem má finna hér á síðu Gagnaveitu Reykjavíkur. (skraning.gagnaveita.is) eða hafa samband við okkur í 1414 eða netspjall og við skráum routerinn á ljósleiðaraboxið (Gagnaveita Reykjavíkur).

Ljósnet og ADSL:Ef þú ert með Ljósnet eða ADSL þarftu að fá notendanafn og lykilorð fyrir netbeininn. Þú getur fengið það uppgefið hjá þjónustuveri okkar í síma 1414 en við þjónustum aðeins þá netbeina sem eru á okkar vegum. Hér má nálgast lista yfir þá netbeini sem Vodafone þjónustar .

Get ég skipt út endabúnaði ef hann bilar?

Ef þú ert með beini (router) á leigu frá Vodafone geturðu fengið nýjan búnað ef sá gamli bilar. Þá þarf að skila bilaða búnaðinum í verslun Vodafone og fá um leið afhentan nýjan búnað. Mælt er með því að hafa samband fyrst við nethjálp í 1414 til að staðfesta að búnaðurinn sé bilaður.

Sértu með eigin beini (router) geturðu fengið beini til leigu, en með því að hafa beininn á leigu tryggirðu að þú hafir alltaf aðgang að nýjasta búnaðinum hverju sinni og getir skipt út ef eitthvað bilar. Upplýsingar um leigugjald á netbeinum má finna hér á verðskrársíðu internetþjónustu Vodafone .

Get ég sett nettengingu í geymslu?

Nei, eingöngu er hægt að setja heimasíma- og farsímanúmer í geymslu.

Það er hinsvegar hægt að breyta þjónustuleið sinni í ódýrustu nettenginguna sem í boði er, en hún er ekki með neinu inniföldu gagnamagni. Þetta hentar vel t.d. ef farið er í sumarfrí eða netnotkun minnkar verulega tímabundið.

Sjá nánari upplýsingar í verðskrá .

Er hægt að vera með fasta IP tölu?

Ljósleiðari: Nei, ekki er í boði að vera með fasta IP tölu á Ljósleiðara.

Ljósleiðari: Já, hægt er að vera með fasta IP tölu á Ljósneti og ADSL. Til þess að fá fasta IP tölu þarf viðskiptavinur að hafa samband við nethjálp Vodafone í síma 1414 og óska eftir því.

Hvernig nota ég heimasvæðið mitt?

Til að nota það þá þarftu að senda beiðni á hjalp@vodafone.is þar sem fram kemur hvaða netfang á að vera tengt heimasvæðinu.

Slóðin á heimasvæðið verður á forminu xxxxx.internet.is, þar sem xxxxx er fyrri hluti netfangs þíns (verður að vera netfang @internet.is).

Þú færð þá fljótlega staðfestingu í tölvupósti á það netfang, með notandanafni og lykilorði.

Bilanagreining
Ég get ekki sent póst, hvað gæti verið að?

Það kemur ýmislegt til greina, t.d vanstillt póstforrit, vírusvörn eða eldveggur sem gætu verið að loka á póstforritið.

Með því að smella hér geturðu séð helstu orsakir og lausnir.

Ég er með hægt net, hvað gæti verið að?

Það geta margir hlutir komið til greina ef netið er hægvirkt. Með því að smella hér getur þú kynnt þér helstu orsakir og lausnir.

Þú getur einnig haft samband í 1414 eða með Netspjalli .

Ég er að lenda í því að netið er að detta út, hvað gæti verið að?

Það geta margir hlutir komið til greina þegar netið er að detta út.

Með því að smella hér geturðu séð yfirlit yfir helstu orsakir og lausnir.

Þú getur einnig haft samband við okkur í síma 1414 eða með Netspjalli .

Niðurhal
Er send aðvörun um að innifalið erlent gagnamagn sé að klárast?

Já, ef þú ert t.d með 50 GB hámark þá muntu fá tölvupóst þegar þú ert búinn með 80% af inniföldu gagnamagni, að því gefnu að þú sért með skráð netfang hjá okkur. Þú getur látið okkur skrá það með því að hafa samband í gegnum hjalp@vodafone.is, í síma 1414 eða með NetspjalliVodafone.

Þó svo dæmið hér að ofan tali um 50 GB þá á þetta við um allar þjónustuleiðir.

Þegar gagnamagnið klárast lokast ekki fyrir erlent niðurhal, þess í stað bætist sjálfkrafa við aukagagnamagn (hægt er að afþakka aukagagnamagn á Mínum síðum) .

Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að hægist á tengingum notanda, þeim til ama. Sjálfvirka áfyllingin á sér stað þrisvar, en klári notandi gagnamagnið sitt í fjórða skipti, verður rétthafi að hafa samband við þjónustuver Vodafone, 1414, ef hann óskar eftir því að fá meira gagnamagn.

Ef þú óskar ekki eftir því að viðbótargagnamagni sé bætt sjálfvirkt við tenginguna getur þú stillt það á Mínum síðum.

Hvað er erlent niðurhal?

Öll gagnamagnsnotkun frá erlendum aðilum er mæld og telst erlent niðurhal. Ekki telst til erlendrar gagnamagnsnotkunar niðurhal milli internetviðskiptavina Vodafone eða umferð sem berst til Vodafone frá beinum samtengingum innlendra fjarskiptafélaga, þar með talið umferð um RIX.

Efni frá erlendum efnisveitum á borð við Google (þ.á.m. YouTube) og Akamai telst til erlends niðurhals. Slíkar efnisveitur eru að verða sífellt stærri hluti af netumferð, enda hefur framboð efnis frá þeim stóraukist og einnig gæði efnisins, svo sem upplausn myndbanda. Til að bæta gæði þessarar þjónustu og dreifa álagi á netkerfi er búnaður á Íslandi á vegum efnisveitanna. Við þetta fá efnisveiturnar bandvídd, aðstöðu, þjónustu, rafmagn og íslenskar IP tölur. Því getur í sumum tilvikum litið út fyrir að netumferð sé innlend, þótt hún komi sannarlega frá erlendum aðilum á borð við YouTube.

Hafa ber í huga að erlent niðurhal getur verið af mjög mörgum toga og er oft fljótt að safnast saman. Niðurhal með Torrent-forritum, notkun tölvuskýja og netafritunarþjónustu á borð við Dropbox, SkyDrive og Google Drive, netleikir og mynd- og tónlistarstraumar í hárri upplausn geta gengið hratt á gagnamagnið.

Sem dæmi um gagnanotkun myndstrauma má nefna að:

Netflix mynd í HD er streymd sem 3 Mbps sem á 2 klst. verður 2,7 GB

Youtube notkun í HD er streymt sem 1,5 Mbps sem á 1 klst. telur notkun 0,675 GB

Youtube notkun í meðal gæðum er streymt sem 756kbps sem á 1 klst. telur notkun sem 0,340 GB

Notkun yfir mánuðinn á Netflix gæti því verið 15 myndir = 40,5 GB

Notkun yfir mánuðinn á Youtube gæti verið 4 klst. á dag * 30 = 81 GB

Get ég afpantað sjálfvirkt aukagagnamagn?

Já. Hægt er að afþakka að aukagagnamagni sé bætt við sjálfvirkt á Mínum síðum. Ef það hefur verið gert og innifalið gagnamagn klárast hægist á nettengingunni.

Þá er hægt að panta aukagagnamagnspakka með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414. Þá gildir hefðbundin verðskrá Vodafone og er þá ekki tekið tillit til þess á hvaða áskriftarleið viðskiptavinur er.

Sjónvarpsþjónusta
Hvar er IPTV Vodafone í boði?

Hægt er að sjá hvar gagnvirkt sjónvarp Vodafone yfir nettengingu býðst með því að fletta upp heimilisfanginu þínu hér .

Hvaða tengimöguleikar eru fyrir gagnvirkt sjónvarp?

Amino 140 háskerpumyndlykilinn er iðulega tengdur með HDMI snúru, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu. Einnig er hægt að tengja af mini-DIN útgangi myndlykils í SCART tengi sjónvarpstækis, S-Video eða RCA (composite merki). Fyrir SCART tengið er hægt að velja RGB, S-Video eða composite merki.

Einnig er hægt að tengja myndlykilinn við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal) en hafa skal í huga að slík tenging gefur lökustu myndina, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss.

Er hægt að vera með aukamyndlykil?

Ljósleiðari:

Já, á Ljósleiðara er hægt að vera með allt að sjö myndlykla og er opið á sömu stöðvarnar á þeim öllum, ólíkt hefðbundnum loftnetsmyndlyklum. Ef þú vilt tengja fleiri en tvo myndlykla á ljósleiðara þá þarftu netskipti (switch) til að tengja þá alla við ljósleiðaraboxið (Gagnaveita Reykjavíkur) eða routerinn (GPON Mílu).

Ljósnet:

Já, á Ljósneti er hægt að vera með allt að fimm myndlykla og er opið á sömu stöðvarnar á þeim öllum, ólíkt hefðbundnum loftnetsmyndlyklum. Ef þú vilt tengja þrjá eða fleiri myndlykla á Ljósnet, þá þarftu netskipti (switch) til að tengja þá alla við routerinn).

ADSL:

Nei, Það er ekki hægt að vera með aukamyndlykil í gegnum ADSL.

Öllum viðskiptavinum Vodafone sem eru með gagnvirka sjónvarpsþjónustu yfir internet stendur til boða að fá einn loftnetsmyndlykil án endurgjalds með IPTV lyklinum sínum.

Hvernig tengi ég router og myndlykil?

Ljósleiðari:

Beinirinn er tengdur beint í ljósleiðaraboxið og hægt er að tengjast beininum gegnum þráðlaust net eða með kapli.

Myndlykill tengist einnig beint í ljósleiðaraboxið eða gegnum powerline búnað sem leiðir merkið gegnum rafmagn. Ef þú ert með þrjá myndlykla þarf netskipti til að dreifa merkinu frá ljósleiðaraboxinu.

Ljósnet og ADSL:

Myndlykillinn þarf að tengja með netsnúru (Cat5) í tengi 4 á beininum, merkt LAN 4 á Huawei beininum.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Leigan fylgir gagnvirku sjónvarpi Vodafone yfir nettengingu.

Með henni færð þú aðgang að þúsundum kvikmynda og sjónvarpsþátta sem þú getur pantað þegar þér hentar. Nýjum kvikmyndum er bætt við reglulega, bæði glænýjum kvikmyndum sem koma sjóðheitar út kvikmyndahúsunum og einnig eldri gæðamyndir. Mikill fjöldi titla fæst í háskerpu með fyrsta flokks 5.1 heimabíóhljómgæðum.

Háskerpu-myndir eru í boði í Leigunni fyrir notendur með Amino 140 myndlykilinn, en eingöngu á ljósleiðara.

Kynntu þér Leiguna í Vodafone Sjónvarpi.

Hvaða stöðvar eru ókeypis?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Sjónvarp Símans, Omega, N4, ÍNN, CCTV News, SportTV og Alþingi. Auk þess er RÚV HD opin þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

Ég er með myndlykil gegnum netið, virkar hann hvar sem er?

Nei. Allir myndlyklar sem taka við mynd gegnum ADSL eða ljósleiðara eru fastir við heimilisfang.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 1414 eða á netspjallinu.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja sjónvarpsþjónustu Vodafone:

121 Bylgjan
122 FM957
124 Rondo
125 LéttBylgjan
126 Latibær
127 BBC World Service
128 X-ið
130 Gullbylgjan
131 Rás 1
132 Rás 2
133 K100,5

Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Allt læst" í stillingum, þá er öllu efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Ef þú lendir í vandræðum geturðu svo alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

Hvernig horfi ég á sjónvarpsefni og bíómyndir í HD?

Þú nærð HD-útsendingu með gagnvirkum háskerpumyndlykli frá Vodafone (Amino 140) í gegnum netið og einnig með háskerpu-loftnetsmyndlykli (UHF).

Til að ná stöðvunum þarf annaðhvort háskerpumyndlykil eða sjónvarp með HD móttakara (TVB-T2).

Ef sjónvarpið þitt er ekki með HD móttakara getur þú komið í næstu verslun og fengið Intek myndlykil. Fyrir sjónvarp með HD móttaka þarf auk þess að fá CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar stöðvar.

Gagnvirkt sjónvarp um ADSL geturðu nálgast sjónvarpsstöðvar sem senda út í HD en ADSL tengingin styður ekki kvikmyndir í HD í Leigunni.

WiFi
Hvernig tryggi ég öryggi á þráðlausu neti (WiFi)?

Við mælum með notkun á WPA dulkóðun á þráðlausum netum. Til að geta notað WPA þarf tölvan og beinirinn að styðja WPA dulkóðun. Sé stuðningur ekki til staðar þarf að notast við eldri dulkóðun sem nefnist WEP.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til að stilla á WPA dulkóðun fyrir algengustu beinunum frá okkur.


Vodafone Huawei

Byrjaðu að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1 (nota skal notendanafnið og lykilorðið sem er aftan á router) efst uppi í rauða borðanum skal smella á Home Network þá kemur upp síða til stilla þráðlausa netið, vinstra meginn á síðunni velur þú WLAN Settings því næst er valið WLAN Encryption og Encryption þar velur þú WPA2-PSK eða WPA-PSK+WPA2-PSK í Security Mode. Til þess að vista þarf að velja Save.

Sjá ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Huawei .Vodafone Zhone

Byrjaðu á að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Lengst til vinstri er smellt á Network og þar undir er valið Wireless Lan. Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlaust net. Því næst er valið WPA2-PSK undir Security Mode og lykilorð til að tengjast þráðlausa netinu er sett í reitinn Pre-shared Key . Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Næst þarf að breyta Network Name (SSID) nafni til að geta tengst nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_Heima1. Til að vista þarf svo að velja Apply neðst á síðunni.

Sjá ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Zhone .

Hvernig set ég upp minn eigin beini?

Til að fá notendaupplýsingar, þ.e. notendanafn og lykilorð hefur þú samband við nethjálp Vodafone í síma 1414.

Kjörstillingar eru,

Encapsulation: PPPoE
Multiplexing: LLC
VPI: 0
VCI: 33

Ef þú ert utan heimasvæðis Vodafone þá breytirðu:
VPI: 8
VCI: 48

Einnig þarft þú að láta notendanafnið enda á @internet.is.

Helstu leiðbeiningar um uppsetningu beina má finna hér

Hvernig opna ég fyrir port / nat?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um uppsetningu beina á þessari síðu.

Ef þinn beinir er ekki þar geturðu nálgast leiðbeiningar um aðra beina hér .

Almennt
Er stofnkostnaður á ljósleiðara?

Gagnaveitan setur upp ljósleiðaraboxið og er enginn stofnkostnaður við það. Enginn stofnkostnaður er heldur við ljósleiðara af hálfu Vodafone.

Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Nánari upplýsingar um vinnureglur Vettvangsþjónustu Vodafone og hvað er innifalið í uppsetningu má nálgast hér .

Hvernig búnað þarf fyrir ljósleiðaraþjónustu?

Fyrir nettengingu er í boði þráðlaus beinir til leigu.

Fyrir sjónvarpsþjónustu þarf myndlykil sem er tengdur með netsnúru við aðgangspunkt heimilisins. Hægt er að fá allt upp í sjö ljósleiðaramyndlykla og er hægt að horfa á allar opnar stöðvar á sama tíma á öllum lyklum. Áskrifendum að sjónvarpsþjónustu um ljósleiðara býðst að fá einn Digital Ísland myndlykil fyrir sjónvarp um loftnet sér að kostnaðarlausu.

Hægt er að nálgast allan búnað í verslunum okkar, Suðurlandsbraut 8, Kringlunni og Smáralind. Auk þess er hægt að bóka heimsókn frá vettvangsþjónustu um leið og þjónustan er pöntuð, en þá heimsækir tæknimaður viðskiptavin, tengir og setur upp búnaðinn.

Get ég tengst ljósleiðara?

Til þess að sjá hvort heimili þitt geti tengst ljósleiðara geturðu flett því upp hér .

Verðskrá mismunandi gagnaveita má finna hér á verðskrársíðu internetþjónustu Vodafone

Fæ ég reikning frá Gagnaveitunni?

Já, til að fá þjónustu um ljósleiðara þarf að greiða gagnaveitu mánaðarlegt aðgangsgjald

Verðskrá gagnaveita má finna hér á verðskrársíðu internetþjónustu Vodafone

Hafa ber í huga við verðsamanburð að ljósleiðaratengingar eru ódýrari en hefðbundnar ADSL tengingar til að koma til móts við aðgangsgjaldið.

Hvað er Netvörn Vodafone?

Með Netvörn Vodafone getur þú stjórnað því hvernig hægt er að nota nettenginguna á heimilinu. Í boði eru nokkrir læsingarflokkar, þú einfaldlega velur það sem þú telur henta þér og tekur þannig stjórnina.

Nánari upplýsingar fyrir netvörnina má sjá HÉR.

Get ég notað minn eigin beini?

Þú hefur val þar á milli, en Vodafone er með beini til leigu með sinni þjónustu. Ef þú notar þinn eigin beini er ekki hægt að veita þér þjónustu við hann í gegnum síma þjónustuvers.

Ef þú vilt nota þinn eigin þarf að passa upp á það að hann sé með WAN Uplink svo að hann geti verið notaður fyrir ljósleiðarann. Hægt er að lesa um uppsetningu Vodafone-beinis fyrir ljósleiðara þessari síðu .

Vodafone býður upp á tvær mismunandi útgáfur beina til leigu fyrir ljósleiðara.

Hvaða þjónustu er hægt að fá um ljósleiðara?

Vodafone býður nettengingu, síma- og sjónvarpsþjónustu um ljósleiðara.

Ljósleiðaratenging er hraðvirkasta og öruggasta tengingin sem völ er á og öll framangreind þjónusta er veitt yfir eina og sömu ljósleiðaratenginguna. Yfir ljósleiðara má fá háskerpu-sjónvarpsútsendingu og hægt er að hafa allt að sjö myndlykla tengda gegnum ljósleiðara á hverju heimili.

Nánari upplýsingar um ljósleiðaraþjónustur má finna hér.

Hvernig mæli ég hraða á tengingunni minni?

Vinsælt er að nota síðuna speedtest.net.

Hraðinn er mældur með því að taka tímann á því hversu lengi tölvan er að sækja/senda ákveðið magn af gögnum og út frá því er upp- og niðurhalshraði ákvarðaður.

Til fróðleiks um Hraðamælingar
Við notum Kb fyrir kilobit , KB fyrir kilobyte , Mb fyrir megabit og MB í megabyte í hraðaprófunum.

Þegar þú sérð B ritað með hástaf, þá þýðir það byte en með lágstaf þýðir það bit.
M (mega eða milljón) er einfaldlega 1000 sinnum stærra en K (kilo eða þúsundir) og 8b (bits) eru 1B (byte).

Hefð hefur skapast fyrir því að nota bits (lítið b) í hraðaupplýsingum en byte (stórt B) í skráarstærðum. Þessar tvær ritunaraðferðir þýða að samanburður er flóknari en hann þyrfti ella að vera.

Mæling uppá 8,40 Mb /s (með litlu b-i) er það sama og 1,05 MB /s (með stóru B-i) sem aftur er það sama og um 1050 KB/s eða 8400 Kb/s. Þetta þýðir að það þarf rúmlega 8 Mb/s hraða til að hala 1 MB skrá á einni sekúndu.

Til gamans þá er niðurhalshraði hjá flest öllum internetþjónustuaðilum auglýstur í Mb/s. Þegar verið er að hala niður efni á tölvum, þá sýna tölvurnar oftast hraðann í MB/s (eða KB/s) og veldur þessi munur stundum ruglingi hjá notendum.

Algengur hraði á ADSL tengingum er 10-11Mb/s (4-6Mb/s ef notandi er með ADSL sjónvarp). Á ljósleiðaratengingum er algengur hraði 40-45Mb/s óháð sjónvarpsþjónustu.

Ég er að flytja, hvernig á ég að tilkynna það?

Þegar viðskiptavinur flytur þarf að tilkynna það til Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur á heimasíma, nettengingu og sjónvarpsþjónustu gangi sem best fyrir sig.

Hafa þarf samband í þjónustuver Vodafone í síma 1414. Hafa þarf eftirfarandi við hendina: nýja heimilisfangið, fyrra símanúmer á nýja heimilisfanginu, íbúðarnúmer ef kostur er, og dagsetningu flutnings.

Flutningsgjald má sjá í verðskrá heimasíma .

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér möguleika á ljósleiðaratengingu þegar flutt er. Hægt er að fletta upp nýja heimilisfanginu hér á pöntunarsíðu internets til að sjá hvort ljósleiðari sé í boði.

Hvernig nota ég heimasvæðið mitt?

Til að nota það þá þarftu að senda beiðni á hjalp@vodafone.is þar sem fram kemur hvaða netfang á að vera tengt heimasvæðinu.

Slóðin á heimsvæðið verður á forminu xxxxx.internet.is, þar sem xxxxx er fyrri hluti netfangs þíns (verður að vera netfang @internet.is).

Þú færð þá fljótlega staðfestingu í tölvupósti á það netfang, með notandanafni og lykilorði.

Er hægt að vera með fasta IP tölu á ljósleiðaratengingu?

Nei, það er ekki í boði að vera með fasta IP tölu gegnum kerfi Gagnaveitunnar.

Er hægt að setja ljósleiðaratenginguna upp sjálfur?

Ef ljósleiðarabox er til staðar í húsnæði þá er það hægt. Ef ekki er búið að setja upp ljósleiðarabox þá kemur tæknimaður frá Gagnaveitu Reykjavíkur og setur það upp og er sú þjónusta án endurgjalds.

Að því loknu getur þú sótt þann búnað sem þarf frá Vodafone eða fengið tæknimann frá Vetttvangsþjónustu Vodafone heim.

Sjá nánari upplýsingar hér um þá þjónustu sem Vettvangsþjónusta Vodafone veitir

Hvernig tengist allur búnaður?

Beinirinn er tengdur beint í ljósleiðaraboxið og hægt er að tengjast beininum gegnum þráðlaust net eða með kapli.

Myndlykill tengist einnig beint í ljósleiðaraboxið eða gegnum powerline búnað sem leiðir merkið gegnum rafmagn. Ef þú ert með þrjá myndlykla þarf netskipti til að dreifa merkinu frá ljósleiðaraboxinu.

Sjá dæmi á mynd.

Nánari leiðbeiningar um tengingar netbeina frá Vodafone má finna hægra megin á aðstoðarsíðu ljósleiðara .

Bilanagreining
Ég get ekki sent póst, hvað gæti verið að?

Það kemur ýmislegt til greina, t.d vanstillt póstforrit, vírusvörn eða eldveggur sem gætu verið að loka á póstforritið.

Með því að smella hér geturðu séð helstu orsakir og lausnir.

Ég er með hægt net, hvað gæti verið að?

Það geta margir hlutir komið til greina ef netið er hægvirkt.

Með því að smella hér geturðu séð helstu orsakir og lausnir.

Þú getur einnig haft samband í 1414 eða með Netspjalli .

Niðurhal
Er send aðvörun um að innifalið erlent gagnamagn sé að klárast?

Já, ef þú ert t.d með 50 GB hámark þá muntu fá tölvupóst þegar þú ert búinn með 80% af inniföldu gagnamagni, að því gefnu að þú sért með skráð netfang hjá okkur. Þú getur látið okkur skrá það með því að hafa samband í gegnum hjalp@vodafone.is, í síma 1414 eða með NetspjalliVodafone.

Þó svo dæmið hér að ofan tali um 50 GB þá á þetta við um allar þjónustuleiðir.

Þegar gagnamagnið klárast lokast ekki fyrir erlent niðurhal, þess í stað bætist sjálfkrafa við aukagagnamagn (hægt er að afþakka aukagagnamagn á Mínum síðum) .

Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að hægist á tengingum notanda, þeim til ama. Sjálfvirka áfyllingin á sér stað þrisvar, en klári notandi gagnamagnið sitt í fjórða skipti, verður rétthafi að hafa samband við þjónustuver Vodafone, 1414, ef hann óskar eftir því að fá meira gagnamagn.

Ef þú óskar ekki eftir því að viðbótargagnamagni sé bætt sjálfvirkt við tenginguna getur þú stillt það á Mínum síðum.

Hvað er erlent niðurhal?

Öll gagnamagnsnotkun frá erlendum aðilum er mæld og telst erlent niðurhal. Ekki telst til erlendrar gagnamagnsnotkunar niðurhal milli internetviðskiptavina Vodafone eða umferð sem berst til Vodafone frá beinum samtengingum innlendra fjarskiptafélaga, þar með talið umferð um RIX.

Efni frá erlendum efnisveitum á borð við Google (þ.á.m. YouTube) og Akamai telst til erlends niðurhals. Slíkar efnisveitur eru að verða sífellt stærri hluti af netumferð, enda hefur framboð efnis frá þeim stóraukist og einnig gæði efnisins, svo sem upplausn myndbanda. Til að bæta gæði þessarar þjónustu og dreifa álagi á netkerfi er búnaður á Íslandi á vegum efnisveitanna. Við þetta fá efnisveiturnar bandvídd, aðstöðu, þjónustu, rafmagn og íslenskar IP tölur. Því getur í sumum tilvikum litið út fyrir að netumferð sé innlend, þótt hún komi sannarlega frá erlendum aðilum á borð við YouTube.

Hafa ber í huga að erlent niðurhal getur verið af mjög mörgum toga og er oft fljótt að safnast saman. Niðurhal með Torrent-forritum, notkun tölvuskýja og netafritunarþjónustu á borð við Dropbox, SkyDrive og Google Drive, netleikir og mynd- og tónlistarstraumar í hárri upplausn geta gengið hratt á gagnamagnið.

Sem dæmi um gagnanotkun myndstrauma má nefna að:

Netflix mynd í HD er streymd sem 3 Mbps sem á 2 klst verður 2,7 GB

Youtube notkun í HD er streymt sem 1,5 Mbps sem á 1 klst telur notkun 0,675 GB

Youtube notkun í meðal gæðum er streymt sem 756kbps sem á 1 klst telur notkun sem 0,340 GB

Notkun yfir mánuðinn á Netflix gæti því verið 15 myndir = 40,5 GB

Notkun yfir mánuðinn á Youtube gæti verið 4 klst á dag * 30 = 81 GB

Get ég afpantað sjálfvirkt aukagagnamagn?

Já. Hægt er að afþakka að aukagagnamagni sé bætt við sjálfvirkt á Mínum síðum. Ef það hefur verið gert og innifalið gagnamagn klárast hægist á nettengingunni.

Þá er hægt að panta aukagagnamagnspakka með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414. Þá gildir hefðbundin verðskrá Vodafone og er þá ekki tekið tillit til þess á hvaða áskriftarleið viðskiptavinur er.

Sjónvarpsþjónusta
Hvaða tengimöguleikar eru fyrir sjónvarp um ADSL og ljósleiðara?

Amino 140 háskerpumyndlykilinn er iðulega tengdur með HDMI snúru, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu. Einnig er hægt að tengja af mini-DIN útgangi myndlykils í SCART tengi sjónvarpstækis, S-Video eða RCA (composite merki). Fyrir SCART tengið er hægt að velja RGB, S-Video eða composite merki.

Einnig er hægt að tengja myndlykilinn við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal) en hafa skal í huga að slík tenging gefur lökustu myndina, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss.

Hvað get ég verið með marga myndlykla?

Hvert heimili getur tengt allt að sjö myndlykla og er opið á sömu stöðvarnar á þeim öllum, ólíkt hefðbundnum Digital loftnetslyklum.

Ef þú vilt tengja fleiri en tvo myndlykla við ljósleiðaraboxið, þá þarftu netskipti (switch) til að tengja þá alla við ljósleiðaraboxið.

Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Allt læst" í stillingum, þá er öllu efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Ef þú lendir í vandræðum geturðu svo alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja í sjónvarpsþjónustu Vodafone gegnum ADSL:

121 Bylgjan
122 FM957
124 Rondo
125 LéttBylgjan
126 Latibær
127 BBC World Service
128 X-ið
130 Gullbylgjan
131 Rás 1
132 Rás 2
133 K100,5

Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Hvaða stöðvar eru ókeypis?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Sjónvarp Símans, Omega, N4, ÍNN, CCTV News og Alþingi. Auk þess er RÚV HD opin þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Vodafone býður upp á að leigja efni með með ADSL- og ljósleiðaramyndlyklum.

Á leigunni eru kvikmyndir, barnaefni, fréttir ofl. Bæði er boðið upp á nýtt og gamalt efni.

Einnig er boðið upp á ýmislegt frítt efni auk þess sem boðið er upp á svokallað ,,Frelsi" þar sem sjónvarpsstöðvar setja inn þætti sem þær hafa sýnt. RÚV-frelsi er opið öllum í Vodafone Sjónvarpi en frelsi annarra sjónvarpsstöðva er háð áskrift.

Háskerpu-myndir eru í boði í Leigunni fyrir notendur með Amino 140 myndlykilinn, en eingöngu á ljósleiðara.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar hér .

Hvernig get ég horft á háskerpu útsendingar?

Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum örbylgjuútsendingar eða myndlykil um netið.

Til að ná stöðvunum þarf annað hvort háskerpumyndlykil eða sjónvarp með HD móttakara.

Til að taka á móti HD-útsendingu um örbylgjuloftnet þarf sérstakan Digital Ísland HD-lykil eða sjónvarp með HD móttakara. Fyrir sjónvarp með HD móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar áskriftarstöðvar.

Jafnframt er hægt að fá HD-útsendingu í gegnum myndlykil um ljósleiðara eða adsl.

Hvernig tengist allur búnaður?

Beinirinn er tengdur beint í ljósleiðaraboxið og hægt er að tengjast beininum gegnum þráðlaust net eða með kapli.

Myndlykill tengist einnig beint í ljósleiðaraboxið eða gegnum powerline búnað sem leiðir merkið gegnum rafmagn. Ef þú ert með þrjá myndlykla þarf netskipti til að dreifa merkinu frá ljósleiðaraboxinu.

Sjá dæmi á mynd.

Nánari leiðbeiningar um tengingar netbeina frá Vodafone má finna hægra megin á aðstoðarsíðu ljósleiðara .

WiFi
Hvernig tryggi ég öryggi á þráðlausu neti (WiFi)?

Við mælum með notkun á WPA dulkóðun á þráðlausum netum. Til að geta notað WPA þarf tölvan og beinirinn að styðja WPA dulkóðun. Sé stuðningur ekki til staðar þarf að notast við eldri dulkóðun sem nefnist WEP.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til að stilla á WPA dulkóðun fyrir þrjá af algengustu beinunum frá okkur:

 • Vodafone Box (hvítur beinir merktur Vodafone)
 • Zhone (Hvítur turn með loftneti)
 • ZyXEL D1
 • ZyXEL NBG
Athugið að ítarlegri útgáfa af leiðbeiningunum hér fyrir neðan ásamt skjámyndum má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan.


Vodafone Box (vox)

Byrjaðu á að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Lengst til vinstri er smellt á Þráðlaust net (WiFi). Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlaust net. Því næst er valið WPA2-PSK undir Öryggi og lykilorð til að tengjast þráðlausa netinu er sett í reitinn Lykilorð (Ascii) . Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Næst þarf að breyta SSID nafni til að geta tengst nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

Áður en þetta er vistað þarf að slökkva á SSID 2 með því að haka við Óvirkur.

Næst er smellt á >Í lagi takka sem finna má neðst á síðunni. ATH - Ef takkinn birtist ekki í Internet Explorer 9 þarf að prófa annan vafra, t.d. Google Chrome .

Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Box .

Vodafone Zhone

Byrjaðu á að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Lengst til vinstri er smellt á Network og þar undir er valið Wireless Lan . Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlaust net. Því næst er valið WPA2-PSK undir Security Mode og lykilorð til að tengjast þráðlausa netinu er sett í reitinn Pre-shared Key . Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Næst þarf að breyta Network Name (SSID) nafni til að geta tengst nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_Heima1. Til að vista þarf svo að velja Apply neðst á síðunni.

Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Zhone.

ZyXEL D1

Byrjaðu á að fara inn á routerinn með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Þá ætti að koma upp síða sem biður um lykilorð. Ef lykilorðinu hefur aldrei verið breytt þá á það að vera admin

Næst er farið í Network lengst til vinstri og smellt á Wireless LAN . Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlausa netið.

Fyrir besta öryggið á þráðlausa netinu þá er valið WPA-PSK undir Security Mode . Því næst þarf að setja lykilorð í Pre-Shared Key . Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Áður en þetta er vistað þá þarf að breyta Network Name (SSID) til að tengjast nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

Næst er smellt á Apply til að vista.

Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir ZyXEL D1 .

ZyXEL NBG

Byrjaðu á að fara inn á routerinn með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1. Þá ætti að koma upp síða sem biður um lykilorð. Ef lykilorðinu hefur aldrei verið breytt þá á það að vera admin.

Smelltu á Advanced setup ef síða kemur upp þar sem velja þarf á milli Wizard, Basic og Advanced.

Næst er farið í Network lengst til vinstri og smellt á Wireless LAN . Þá kemur upp síða með upplýsingum um þráðlausa netið.

Fyrir besta öryggið á þráðlausa netinu þá er valið WPA-PSK undir Security Mode . Því næst þarf að setja lykilorð í Pre-Shared Key . Það er best að nota tölustafi og bókstafi. T.d. kennitölu og nafn (012345AbcdEf6789). Áður en þetta er vistað þá þarf að breyta Name (SSID) til að tengjast nýju neti í tölvunni, t.d. Vodafone_2heimA.

Næst er smellt á Apply til að vista.

Ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir ZyXEL NBG .

Hvernig tengist ég þráðlaust?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar hér .

Hvernig opna ég fyrir port / nat?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um uppsetningu beina hægra megin á þessari síðu.

Ef þinn beinir er ekki þar geturðu nálgast leiðbeiningar um aðra beina hér .

Almennt
Get ég tengst með 4G spjaldtölvunni minni?

Í sumum tilvikum geta 4G spjaldtölvur tengst beint við kerfið. Vodafone sendir til að byrja með út á 800 MHz tíðni á 4G sendum á Suður- og Vesturlandi. Þessi tíðni er langdræg og því er 4G kerfið mjög víðfeðmt. Þetta hefur þó í för með sér að ekki getur allur búnaður tengst, þótt hann sé gefinn út fyrir að styðja 4G.

Sem dæmi er ekki hægt að tengjast 4G með iPad eða iPhone vegna þess að þessi tæki geta ekki notað 800 mhz á meðan t.d. Samsung Galaxy Note 8 spjaldtölva getur það.

Vodafone mun hins vegar þegar fram líða stundir bæta við sendum á 1800mhz tíðni, sem iPad-spjaldtölvur styðja.

Það er hins vegar einfalt að nettengja allar spjaldtölvur - þar á meðal iPad - í gegnum 4G ferðanetbeini eða 4G netbeini. Kynntu þér 4G búnað Vodafone .

Ég var að fá 4G netbúnað í áskrift hjá ykkur. Fæ ég fullt gagnamagn fyrir fyrsta mánuðinn?

Þegar viðskiptavinir fá nýjan 4G netbúnað og áskrift að gagnamagni fæst EKKI fullt gagnamagn fyrir fyrsta mánuðinn, nema búnaðurinn sé keyptur 1. dag mánaðarins. Gagnamagnið fyrir fyrsta mánuðinn er í hlutfalli við það hversu mikið er eftir af mánuðinum þegar áskriftin hefst.

T.d. ef áskrift hefst 20. dag 30 daga mánaðar færð þú 1/3 gagnamagnsins (af því að 1/3 er eftir af mánuðinum) af þinni áskrift fyrir þann mánuð. Að sjálfsögðu er upphæð fyrsta reiknings áskriftarinnar einnig í hlutfalli við það hversu mikið var eftir af mánuðinum þegar áskrift hófst. Í þessu dæmi myndi fyrsti reikningurinn vera 1/3 af hefðbundinni mánaðaráskrift.

Við hvetjum viðskiptavini til að hafa þetta í huga við upphaf áskriftar - sérstaklega ef áskrift hefst seint í mánuðinum.

Hver er munurinn á 4G og 3G?

Munurinn liggur í internetþjónustunni og gagnamagnshraðanum sem er mun meiri í 4G en í 3G.
4G sendar Vodafone bjóða upp á allt að 50mbps en 3G um 8.4mbps í niðurhal.

Hvað kostar að nota 3G eða 4G netbúnað í útlöndum?

Hægt er að sjá verðskrána með því að smella hér .

Ég á 3G búnað, þarf ég nýjan búnað til að komast á 4G?

Já. Búnaður sem hefur verið í boði og seldur með 3G styður ekki 4G. Hins vegar er hægt að vera með 4G búnað og nota hann á 3G.

Getur 4G búnaður tengst á 3G?

Já. Búnaðurinn sem Vodafone er með í sölu sem 4G búnaður býður upp á að nýta bæði kerfin og tengjast 3G ef 4G samband er lélegt eða ekki fyrir hendi. Ef 4G er ekki í boði þar sem þú ert tengist búnaðurinn internetinu sjálfkrafa í gegnum 3G senda Vodafone.

Í sumum tilvikum á jaðarsvæðum 4G-þjónustusvæðisins getur þó verið betra að festa 4G búnaðinn á 4G. Það er vegna þess að oft er hægt að ná meiri hraða á slökum 4G sendistyrk á heldur en góðum 3G sendistyrk.

Get ég fylgst með gagnamagnsnotkun á 4G Netáskrift?

Já, á Mínum síðum getur þú fylgst með stöðunni á farnetsáskrift og netfrelsi.

Hvað á ég gera ef ég er með 3G Netáskrift en vil vera með 4G Netáskrift?

Fyrst um sinn þarf að koma í verslun Vodafone, stofna 4G Netáskrift og fá með því nýtt SIM kort. Kaupa þarf 4G endabúnað (netlykil, ferðanetbeini eða netbeini) til að tengjast 4G sé slíkur búnaður ekki til staðar. Í framhaldi er 3G Netáskriftinni sagt upp.

Hvað er 4G Netáskrift?

4G Netáskrift gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði fyrir tölvur þar sem 4G, 3G eða GPRS er að finna.

Þú getur valið 4G Netáskrift með 1 GB, 5 GB, 15 GB, 50 eða 100 GB á mánuði.

Þegar farið er til útlanda er einungis hægt að nota 3G netbúnað. Þá má velja um að greiða daggjald (50 MB innifalin hvern dag).

Einnig er hægt að fá frelsisáskrift, þar sem notkun er greidd fyrirfram.

Er öll gagnanotkun talin þegar mælt er gagnamagn á 4G?

Já, öll notkun er mæld. Gagnamagnsnotkun á 4G, 3G og GSM telst vera bæði upp- og niðurhal og jafnframt er talin bæði innlend og erlend gagnaumferð.

Hvað er netfrelsi?

Netfrelsi gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði þar sem 4G, 3G eða GPRS er að finna.

Netfrelsi virkar þannig að þú kaupir þér 5 eða 15 GB gagnamagnspakka og þegar allt gagnamagnið hefur verið nýtt þá lokast fyrir niðurhalið og því myndast engir bakreikningar.

Gagnamagnið gildir í 30 daga og hægt er að kaupa það á Mínum síðum , á öruggum vef Vodafone , í verslunum og símleiðis í 1414.

Einnig er hægt að kaupa gagnamagn í áskrift.

Hversu mikinn hraða fæ ég á 4G netbúnaðinum?

Með 4G er hægt að ná allt að 50 Mb/s

Með 3G er hægt að ná allt að 8.4 Mb/s

Með EDGE er hægt að ná allt að 230 kb/s

Með GPRS er hægt að ná allt að 43 kb/s

Hægt er að sjá þjónustusvæði okkar hér .

Hvar er þjónustusvæði 4G og 3G hjá Vodafone?

Hér má sjá nákvæmt kort yfir þjónustusvæði 4G, 3G og GSM kerfis Vodafone .

Þar sem einungis GSM-samband er (ekki 4G eða 3G) er tengst gegnum EDGE / GPRS sem er talsvert hægara en hinir möguleikarnir en virka engu að síður vel fyrir mobile síður.

Búnaður
Hvaða vélbúnaðarkröfur eru gerðar?

Til að geta notað USB Nettengilinn þarft þú að vera með að minnsta kosti Windows XP, Windows Vista eða Mac OS X 10.3.9.

Einnig þarf að vera a.m.k. 50 MB laust diskapláss og 256 MB í vinnsluminni. Tölvan þarf svo auðvitað að vera með USB 2.0 innstungu.

Get ég fylgst með notkuninni í tölvunni minni?

Í forritinu sem fylgir með nettenglinum og notað er til þess að tengjast netinu má fylgjast með notkuninni og einnig má stilla ákveðið hámark, t.d. í takt við hversu stóran gagnamagnspakka þú ert með. Það er gert með því að fara í Vodafone Mobile Broadband forritið og smella á Advanced.

Svo er eftirfarandi skrefum fylgt:

1. Smelltu á Usage flipann.

2. Smelltu á Previous Usage: Mobile reitinn þannig að hann verði grár.

3. Breyttu í það gagnamagn sem þú vilt hafa sem hámark (Limit).

4. Hér geturðu valið MB eða GB.

Undir Warnings er hægt að velja hvenær forritið lætur vita þegar gagnamagnið (sem var valið í þrepi 2) er búið.

Get ég notað einn nettengil fyrir margar tölvur?

Já,

Vodafone Box (VOX) beinirinn er með rauf fyrir 3G nettengil, þannig er hægt að láta beininn deila netsambandinu yfir á nokkrar vélar. Þessir nettenglar virka með VOX beininum: Huawei: E220, E270, E272, E172, K3715, K3760, K352. ZTE: K3765.

Einnig er hægt að fá Vodafone MiFi búnað og Vodafone netbeini til að tengja saman allt að fimm tölvur með einum 3G netbúnaði. Tölvurnar tengjast græjunni með þráðlausu neti og er með rafhlöðu fyrir þá sem eru á ferðinni. Meira um MiFi og netbeininn hér .

Get ég notað nettengilinn í fleiri en einni tölvu?

Já. En ef þú notar nettengilinn þinn í tveimur eða fleiri tölvum og vilt fylgjast með niðurhali þarftu að leggja saman gagnamagnið sem hugbúnaður í hvorri tölvu segir til um að þú hafir notað til að glöggva þig á heildarnotkuninni á hverju tímabili.

Dæmi : Ef þú hleður niður 2 GB í annarri tölvunni og 1 GB í hinni (alls 3 GB), þá áttu 2 GB eftir af 5 GB inniföldu gagnamagni. Þú getur líka fylgst með gagnanotkun þinni á mínum síðum .

Uppsetning og notkun 3G nettengils

Uppsetningarferlið byrjar sjálfkrafa eftir að þú hefur stungið nettenglinum í samband við tölvuna. Þú kemst fyrirvaralaust í samband við farnet Vodafone víðs vegar um landið. Hér má líka finna leiðbeiningarbækling á ensku.

Hverrar tegundar er USB Nettengillinn?

USB nettengillinn er framleiddur af HUAWEI fyrir Vodafone og hefur númerið K3806

Hvað er 3G Nettengill?

Nettengill gerir þér kleift að vera í þráðlausu netsambandi með fartölvunni þinni alls staðar þar sem 3G og EDGE nýtur við, jafnt innanlands sem utan.

Þú getur skoðað og sent tölvupóst, SMS, vafrað á internetinu og tengst vinnuumhverfi þínu (VPN).

Nettengillinn styður jafnt HSDPA, UMTS, EDGE og GPRS. Hraðinn sem þú nærð fer eftir því í hvers konar sambandi þú ert og hversu gott sambandið er hverju sinni. Nánari upplýsingar má finna hér .

Bilanagreining
USB nettengilinn minn virkar ekki eftir uppfærslu í Windows 10

Ef nettengillinn þinn frá Vodafone virkar ekki eftir að stýrikerfi hefur verið uppfært þarf að nálgast nýjustu uppfærslu hugbúnaðar. Hugbúnaðinn má nálgast hér og eftir uppsetningu ætti nettenging að verða virk á ný. Athugið að keyra þarf „setup_vmb.exe“ skrána eftir að niðurhali er lokið til þess að ljúka uppsetningu á nýja hugbúnaðinum.

Ef þú sérð ekki USB nettengilinn undir Devices

1. Fjarlægðu USB nettengilinn úr tölvunni
2. Endurræstu vélina
3. Tengdu USB nettengilinn aftur

Ef þú nærð ekki að VPN-tengjast með Vodafone K3806 nettengli á Windows 7 64-bit

Það er þekkt vandamál með að ná VPN-sambandi á Vodafone K3806 nettenglinum á Windows 7 stýrikerfinu í 64 bita útgáfu. Það lýsir sér þannig að engin netumferð getur átt sér stað eftir að VPN samband er komið á. Til er einföld leið til að laga það.

Hér má finna leiðbeiningar á PDF .

Hvað geri ég ef engin net finnast?

1. Breyttu um staðsetningu innanhúss, farðu nær glugga, farðu hærra upp eða farðu út. Einnig er alltaf gott að prófa að endurræsa allan búnað.

Til að leita að þráðlausum netum:


2. Veldu View og View Available Mobile Connections og athugaðu hvort að þú náir að tengjast handvirkt
2b. Veldu Tools og Select Network.
2c. ( Macintosh ) Connections, smella á plúsinn og Select Networks

Ef uppsetning á Vodafone forritinu virkar ekki (VMCLite)

1. Endurræstu tölvu
2. Hægrismelltu á My Computer og smelltu á Properties, veldu því næst Hardware og opnaðu Device Manager.
3. Stækkaðu „Universal Serial Bus Controllers“
4. Hægrismelltu á „USB Mass Storage Device“ og veldu Uninstall.
5. Smelltu á „Action“ og „Scan for Hardware changes“
6. Endurræstu tölvu

Ef þú nærð ekki að tengjast

1. Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu að tengjast aftur, þetta er mjög oft tímabundið vandamál, sérstaklega ef þú ert að fá „Error 631“ eða „Error 619“.
2. Farðu í File og Exit, ræstu svo forritið og reyndu aftur.
3. Endurræstu tölvuna
4. ( Windows ) Smelltu á „Manage Devices“ veldu búnaðinn og smelltu á edit og prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.
4b.( Mac ) Í aðalglugganum prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.

Leiðbeiningar
Stækka notkunartakmörk i samræmi við þjónustuleið

Ef þú ert með 15GB þjónustuleið þá geturðu látið forritið vara þig við þegar þú nálgast þá takmörkun. Einnig er mögulegt að forritið sé stillt á 5GB þótt þú sért með stærri þjónustuleið og forritið hindri þig þannig í að nýta alla inneignina.

Smelltu hér til að fá leiðbeiningar til að breyta þessu.

Hvað þýða ljósin á nettenglinum?

Blikkandi grænt ljós = Lykillinn er að keyra sig inn / Lykillinn er að reyna að tengjast á 2G.

Blikkandi blátt ljós = Lykillinn að reyna að tengjast.

Stöðugt blátt ljós = Lykillinn er tengdur á 3G.

Stöðugt grænt ljós = Lykillinn er tengdur á 2G.

Ekkert ljós = Lykillinn er ekki í sambandi eða ekki að reyna að tengjast.

Hvernig leita ég að netum og tengist handvirkt?

Hægt er að sjá leiðbeiningar með því að smella hér

Hvernig fylli ég á frelsið?

Netfrelsi getur þú keypt í næstu Vodafone verslun eða með einu símtali í 1414.

Einnig eru nokkrar leiðir til að gera það sjálf/ur.

Þú getur fyllt á með kreditkorti hér. Þú getur einnig skráð þig inn á Mínar síður og fyllt á af kreditkorti eða virkjað sjálfvirka áfyllingu af debet- eða kreditkorti.

Til að kaupa gegnum sjálfvirka áfyllingu er eftirfarandi gert:

*126*1990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 5GB.
*126*3990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 15GB.

RED Data
Get ég keypt aukagagnamagnspakka?

Nei, það er ekki í boði að kaupa gagnamagnspakka en um leið og þinn pakki er búinn færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði.

Er takmarkaður fjöldi á RED Family eða RED Data kortum á fjölskyldu?

Nei, þú getur bætt eins mörgum og þú vilt inn á RED Family eða RED Data og þannig deilt gagnamagninu. Eina skilyrðið er að þjónustan sé á sama reikningi (og því með sama rétthafa).

Hvernig fylgist ég með gagnamagnsnotkuninni minni?

Besta leiðin til að fylgjast með gagnamagnsnotkuninni er að nota Vodafone appið og Mínar síður á Vodafone.is . Vodafone appið má finna hér fyrir Android og hér fyrir iPhone . Útgáfa fyrir Windows Phone er í vinnslu.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið er umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent.

Er hægt að stilla þak á gagnamagnsnotkun hvers númers?

Nei, sem stendur er ekkert hægt að stilla notkunina niður á hvert númer eða setja þak á gagnamagn áskriftarinnar. Eftir sem áður er hægt að stilla þak á gagnamagn á ferðalögum erlendis, en sú þjónusta er ekki bundin við Vodafone RED áskriftarleiðirnar.

Hvað er RED Data?

Með Vodafone RED getur þú fengið RED Data gagnakort og á einfaldan hátt bætt spjaldtölvu eða önnur 3G /4G tæki heimilisins við Vodafone RED áskrift.

Í RED S og RED M kostar aukagagnakort 484 kr. en í RED L er ekkert mánaðargjald fyrir slík kort (óháð fjölda).

Gagnakortin sem þannig er bætt við Vodafone RED áskriftarleiðina nota gagnamagnið sem er í RED áskriftarleiðinni.

Hverjir eru DNS-þjónar og póstþjónar Vodafone?

Eftirfarandi eru lykilupplýsingar um DNS, póstþjóna og DSL

DNS þjónar Vodafone

Primary: ns2.internet.is - 193.4.194.5

Secondary: ns3.internet.is - 194.144.200.65

eða

Primary: ns1.internet.is - 213.176.128.51

Secondary: ns4.internet.is - 194.144.200.66

Póstþjónar Vodafone

Incoming mail: mail.internet.is
Outgoing mail: mail.internet.is (M.v. að nettengingin sé frá Vodafone. Annars er notaður þjónn viðkomandi fyrirtækis.)

Incoming port (POP3): 110
Outgoing port (SMTP): 25

Incoming port (IMAP): 143

PPP stillingar fyrir xDSL tengingar Vodafone

0/33 pppoe llc encapsulation

PPP stillingar fyrir xDSL tengingar Vodafone á kerfi Símans

8/48 pppoe llc encapsulation, notandanafn@internet.is

Get ég notað minn eigin beini?

Já, en þá þarf að setja beininn upp í samræmi við okkar kerfi og fá hjá okkur notendanafn og lykilorð fyrir beininn. Þú getur fengið þetta uppgefið hjá okkur en ekki er hægt að veita aðstoð við notkun annarra beina en okkar eigin í þjónustuveri Vodafone í síma 1414.

Ef þig vantar notendanafn og lykilorð fyrir þína tengingu hafðu samband við nethjálp í 1414.

Get ég skipt út endabúnaði ef hann bilar?

Ef þú ert með beini (router) á leigu frá Vodafone geturðu fengið nýjan búnað ef sá gamli bilar. Þá þarf að skila bilaða búnaðinum í verslun Vodafone og fá um leið afhentan nýjan búnað. Mælt er með því að hafa samband fyrst við nethjálp í 1414 til að staðfesta að búnaðurinn sé bilaður.

Sértu með eigin beini (router) geturðu fengið beini til leigu, en með því að hafa beininn á leigu tryggirðu að þú hafir alltaf aðgang að nýjasta búnaðinum hverju sinni og getir skipt út ef eitthvað bilar. Verðskrána er að finna HÉR .

Hvernig stilli ég beini?

Leiðbeiningar um stillingar á hinum ýmsu beinum má finna hér

Almennt
Hverjir geta fengið sumarbústaðarlykil?

Nokkrar áskriftarleiðir eru í boði fyrir sumarbústaðaráskriftir. Yfirlit yfir þær má finna hér .

356 miðlar ( þjónustuver þeirra er með símann 512 5100 ) sjá um opnun á sumarbústaðarlyklum en Vodafone sér um að afhenda þá. Vodafone sér ekki um að færa áskrift á milli myndlykla. Öll umsýsla með áskriftir fer í gegnum 365 miðla.

Hvernig loftnet þarf til að ná útsendingu Digital Ísland?

Digital Ísland sendir bæði út á Örbylgju (SV-hornið og hluti Suðurlands) og eins á UHF bandi um allt land.

Þar sem viðskiptavinir ná örbylgjuútsendingum geta þeir notað örbylgjugreiður (MMDS loftnet) og þar er mest framboð sjónvarpsstöðva.

Til að ná UHF útsendingum Digital Ísland þarf UHF loftnet (hefðbundið loftnet, ekki örbylgjugreiðu).

Framboð stöðva á UHF kerfum Digital Íslands er takmarkaður við 8 eða 19 stöðvar eftir svæðum. Fyrirhuguð stækkun kerfisins fram til ársloka 2014 mun auka stöðvaframboð á UHF dreifikerfinu

Loftnet geta verið mismunandi að gæðum og gildir því sú regla að því tæpara merki sem viðkomandi nær (td ef búseta er langt frá sendi eða í skugga) því betra loftnet þarf. Lágsuðs loftnetsmagnarar geta oft á tíðum bætt móttöku merkja til muna þar sem tæpt er.


Loftnetin fást hjá raftækja- og loftnetsverslunum. Vodafone veitir ekki loftnetsþjónustu.

Hvaða búnað þarf ég til að ná útsendingunum?

Til að ná stafrænum útsendingum þarf stafrænan búnað. Hjá Vodafone geturðu fengið Digital Ísland myndlykil eða CAM-kort sem hægt er að setja í mörg nýrri sjónvörp.

Þegar þú kaupir áskrift að pakka á Vodafone Sjónvarpi Digital færð þú stafrænan myndlykil. Sért þú ekki með áskrift að neinum stöðvum getur þú leigt myndlykil gegn vægu gjaldi til að geta notið stafrænna gæða á fríum stöðvum (RÚV, ÍNN o.fl.).

Á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesi og hluta Suðurlands er hægt að nota venjulegt UHF-loftnet en til að ná öllum stöðvum þarf örbylgjuloftnet. Annars staðar, þar sem útsending er á UHF tíðni, dugir venjulegt UHF-loftnet.

Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá annars vegar með UHF- eða örbylgjusendingum um loftnet og kallast þá Vodafone Sjónvarp - Digital (einnig kallað Digital Ísland).

Vodafone Sjónvarp má einnig fá gegnum ADSL- eða ljósleiðaratengingar en þá fæst jafnframt aðgangur að Leigunni, þar sem hægt er að panta sjónvarpsefni af ýmsu tagi. Nánari upplýsingar um Vodafone Sjónvarp og hvaða þjónustuleiðir standa þér til boða má finna hér .

Hvar fæ ég nýjan myndlykil?

Hægt er að nálgast stafræna myndlykla í næstu Vodafone verslun og hjá umboðsmönnum Vodafone um land allt.

Þegar þú sækir nýjan myndlykil er gott ráð að skila þeim gamla ef að er ætlunin, koma þá með lykilinn og fjarstýringuna með þér.

Allar frekari upplýsingar geturðu fengið í síma 1414 eða á netspjallinu .

Hvernig stilli ég stöðvar inn á myndlykilinn?

Ýtt á Menu á fjarstýringunni, flett á sjálfvirka leit og ýtt á OK . Ef beðið er um pin nr þá er það 0000 . Þá kemur upp rammi með Kerfisleit af Leitartegund allt. Þessu þarf ekki að breyta heldur bara ýta á OK og þá byrjar lykillinn að leita að stöðvum.

Ekki þarf að ýta á neitt fyrr en það kemur á skjáinn Leit Lokið , ýtt er þá 3x á OK takkann til að vista og þá kemur aðalvalmynd aftur upp og þá er ýtt á Exit .

Ef engar stöðvar fundust er mögulegt að loftnetið sé ekki rétt tengt við myndlykilinn. Ef að það kemur ,,Lokuð Rás" á stöð sem þú ert með áskrift af, er best að hafa samband við okkur í 1414 eða á netspjallinu.

Sért þú með Amino myndlykil (móttaka um ADSL- eða ljósleiðaratengingu) koma nýjar stöðvar inn sjálfkrafa eða þegar þú endurræsir myndlykilinn.

EF Amino festist í myndlykill ræsir sig er ekki netsamband á lyklinum. þá þarf að fara yfir tengingar.

Hvar panta ég áskrift að sjónvarpsstöðvum?

Hægt er að panta áskrift að stöðvapökkunum 6 erlendar stöðvar og 15 erlendar stöðvar í verslunum og þjónustuveri Vodafone, 1414 eða með netspjalli.
Nánar um áskrift að stöðvum .

Áskrift að Stöð 2 og aukastöðvum, sportstöðvum Stöðvar 2 og erlendum sjónvarpsstöðvum (Stöð 2 Fjölvarp) má kaupa í verslunum Vodafone, áskriftarþjónustu Stöðvar 2 í síma 512-5100 og á áskriftarvef Stöðvar 2.

Áskrift að SkjáEinum og SkjáGolf má panta á vef Skjásins og í áskriftarsíma Skjásins, 595 6000 .

Bilanagreining
Hvað getur valdið truflunum á loftneti?

Helstu þættir sem geta valdið truflunum á móttöku sjónvarpsmerkja um loftnet eru:

* Ef raki kemst í loftnetskapalinn eða loftnetið sjálft getur það haft truflandi áhrif á móttökugæðin.

* Eitthvað skyggir á sendinn, t.a.m. tré eða byggingar.

* Sé merki tæpt geta truflanir orðið vegna veðurs (sérstaklega mikillar snjókomu eða rigningar) .

* Einnig getur valdið vandamálum þegar merki berst yfir sjó (t.d. á Suðurnesjum frá aðalsendi örbylgjunnar) . Við ákveðin skilyrði getur endurkast frá sjó borist í loftnetið ásamt merkinu frá sendinum, þetta getur valdið tímabundnum truflunum.

* Truflanir geta verið frá einhverju tæki sem notar örbylgjutíðni, t.d. þráðlausum tengingum, örbylgjuofni eða öðru þvíumlíku (gildir aðeins um móttöku frá örbylgjuloftnetum).

* Spennugjafar fyrir örbylgjuloftnet geta bilað. Lýsir sér oft í truflunum þegar mest rafnotkun er, t.d. í kringum kvöldmatarleytið.

Í þeim tilvikum sem merki loftnetsins berst til myndlykilsins um loftnetskerfi fjölbýlishúss getur loftnetskerfið verið að valda truflunum. Tengi geta verið biluð eða komið slit í þau. Of sterkt merki getur valdið truflunum.

Ég fæ „Scrambled channel“

Það þýðir að myndlykillinn nær ekki að lesa áskrift af kortinu. Fyrir þessu eru aðallega 2 ástæður:

1. Þegar nýr myndlykill er settur í samband eða nýtt kort í myndlykil tekur alla jafna um 30-60 mín fyrir áskrift að opnast og kemur þá Scrambled Channel á skjáinn á meðan.

2. Ýtið á Menu á fjarstýringunni fyrir myndlykilinn og veljið Aðgangskerfi á skjánum
Þarna inni á að standa CAS RAUF 1: CONAX CA

Ef eitthvað annað stendur þar þá þarf að taka kortið út úr lyklinum og þurrka af því. Einnig má prófa að blása í kortarauf myndlykilsins og setja kortið aftur inn. Ef það gengur ekki er rétt að hafa samband í 1414 eða á netspjallinu.

Ef myndin lagast ekki eftir samtal við þjónustufulltrúa er næsta skref að skipta kortinu út í næstu verslun Vodafone eða hjá næsta umboðsmanni.

Ég fæ bara lokuð rás

Ef það er búið að greiða fyrir áskriftina að viðkomandi stöð þá þarf að hafa samband við Vodafone í síma 1414 eða á netspjallinu.

Ef allar rásir sýna "lokuð rás" athugið þá hvort loftnetsmerkið er til staðar með því að styðja á bláa takkann. Þá kemur S og Q mæling neðst á skjáinn. Ef S og Q er 0% athugið þá hvort loftnetssnúran sé í sambandi við myndlykilinn. Lág gildi á S og Q benda til að annað hvort viðkomandi loftnetskerfi eða útsending hafi bilað.


Ég fæ „No signal / Ekkert merki“

Styðjið á bláa takkann á fjarstýringunni og athuga S og Q %. Ef S og Q er 0% athuga þá hvort loftnetssnúran er tengd við myndlykilinn. Ef S og Q gildin eru lág þá getur viðkomandi loftnetskerfi eða útsending hafa bilað.

Prófaðu að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband. Því næst ferðu í sjálfvirku leitina (Menu -> Sjálfvirk leit) og leyfir myndlyklinum að rúlla í gegnum það.

Ef það leysir ekki vandann þá þarf að skoða eftirfarandi hluti.
1. Er myndlykill rétt tengdur?(sjá uppsetningarleiðbeiningar)
2. Skipta út loftnetssnúru frá vegg í myndlykil.
3. Mögulega bilaður myndlykill.
4. Mögulega bilað loftnet.

Ég fæ „Smartcard wrong inserted“

Prófaðu að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband.

Ef ekkert breytist við það, þá er líklegt að smartkortið snúi vitlaust í lyklinum.

Á venjulegum Digital Ísland myndlykli þá á gullkubburinn að snúa niður. Á upptökulykli (PVR) og háskerpulykli (HD) þá á gullkubburinn að snúa upp.

Einnig getur drulla á örgjörvanum valdið. Það má þurrka varlega yfir örgjörvann með rakri tusku.

Ef vandamál er enn til staðar þá þarf að skipta út búnaði.

Ég fæ mjög óskýra mynd

Þegar þú tengir myndlykilinn við sjónvarpið eingöngu með RF snúru (loftnetssnúru) þá skila myndgæði sér ekki eins vel í sjónvarpið og þegar notuð er SCART eða RCA snúra.

Við mælum því með að notuð sé SCART snúra (eða RCA) þar sem því verður komið við. Einnig gæti verið að myndgæði batni til muna þegar skipt er um útgangsrás á lyklinum:

1. Menu
2. Uppsetning
3. RF útgangsrás (PIN númer = 0000)
4. Það hægt að færa útgangsrásina frá 33 yfir á t.d. 35 (hún má vera frá 21-45)

Svo er bara um að gera að prófa næstu útgangsrás og athuga hvort myndin lagist. Athugaðu að þá þarf að láta sjónvarpið finna myndlykilinn á nýju rásinni.

HD
Eru háskerpulyklarnir með myndmótara?

Digital Ísland háskerpumyndlyklar Vodafone eru ekki með myndmótara.

Það þýðir að myndin frá lyklunum er ekki að mótast inn á loftnetskerfi notandans. Myndin fæst bara með Scart, HDMI tengi (Composite fyrir þá sem ekki nota HDMI) eða RCA tengi.

Hvar eru háskerpuútsendingar í boði?

Háskerpuútsendingar RÚV eru í boði um allt land. Háskerpuútsendingar fleiri stöðva eru í boði þar sem örbylgjuútsendinga nýtur við á Suðvesturhorni landsins og einnig þar sem gagnvirkt sjónvarp um nettengingar er í boði.

Get ég horft á háskerpuútsendingar í sjónvarpinu mínu?

Til að horfa á háskerpuútsendingar þarftu sjónvarp með innbyggðum háskerpumóttakara fyrir loftnet.

Ef slíkur móttakari er ekki til staðar getur þú notað háskerpumyndlykil frá Vodafone, CAM-sjónvarpskort, ef sjónvarpið þitt getur tekið við slíku korti, eða fengið gagnvirka sjónvarpsþjónustu yfir nettengingu.

Hvar fæ ég háskerpumyndlykil?

Þú færð háskerpumyndlykla fyrir loftnet, CAM-kort eða gagnvirkan háskerpumyndlykil fyrir sjónvarp yfir nettengingu í næstu verslun Vodafone.

Leiðbeiningar
Hvernig tengi ég saman aðallykil, aukalykil og myndbandstæki?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar fyrir það með því að smella hér

Hvernig virkar fjarstýringin?

Með því að smella hér sérðu ítarlega mynd sem sýnir hvernig fjarstýringin fyrir hefðbundinn loftnetslykil virkar.

Hvað er PIN númerið?

Hefðbundinn loftnetsmyndlykill (Kaon)

PIN númerið er 0000 í upphafi.

Það er hægt að breyta því.
1. Menu
2. Uppsetning
3. 0000
4. Breyta PIN-númeri
5. Hægri píla
6. Slærð inn gildandi PIN-númer (0000)
7. Nýtt PIN-númer
8. Staðfesta
9. Exit

Háskerpu-loftnetsmyndlykill (Intek)

1. Smelltu á MENU takkann.

2. Smelltu á Ok við Aðgangsstýringar.

3. Smelltu á OK við Breyta PIN-númeri.

4. Stimpla inn Eldra PIN-númeri. (1111)

5. Stimpla inn Nýtt PIN-númer.

6. Stimpla nýja lykilorðið inn aftur.

7. Ok til að staðfesta breytingar

8. Ok til að loka.

Hvernig endurraða ég stöðvalistanum?

Veljið MENU á fjarstýringu og farið svo eftir skrefunum hér að neðan:

1. Veljið Endurraða stöðvalista.
2. PIN: 0000 (nema þú sért búinn að breyta því).
3. Ýtt á rauða takkann (SUB-T)
4. Veljið svo hreyfa með OK takkanum.
5. Farið með örina á stöðina sem á að færa til og ýtið á OK (bæta við vallista)
6. Ýtið á bláa takkann (hreyfa)
7. Færið píluna upp á þá rás sem óskað er eftir og ýtið á OK.
8. Ýtið svo á Exit, veljið OK við spurningu um hvort eigi að vista. Endurtakið til að raða fleiri stöðvum.

Hvernig læsi ég einstaka stöðvum?

1. Veldu Menu.
2. Veldu Endurraða stöðvalista og ýttu á Ok.
3. Sláðu inn leyninúmer (0000)
4. Ýttu á rauða takkann (fara í vallista)
5. Veldu Læsa (með örvunum) og ýttu á Ok.
6. Finndu þá stöð sem þú vilt læsa og smelltu á Ok, þá á sú stöð að fara yfir í hægri gluggann.
7. Stöðin er læst, því næst geturðu ýtt á Exit.
8. Ýttu á Ok (viltu vista) Nú ætti viðkomandi stöð að vera læst og biður um PIN-númerið til að opna hana.

Við mælum með því að þú breytir PIN númerinu þínu úr 0000 í einhverja aðra fjögurra stafa talnarunu. Það er gert svona:

1. Menu
2. Uppsetning og slærð inn gildandi PIN-Númer (0000) .
4. Breyta PIN-Númeri.
5. Ýtir á hægri pílu.
6. Slærð inn gildandi PIN-Númer (0000).
7. Stimplar inn nýja PIN-Númerið.
8. Staðfestir með Ok takkanum.

Hvar fæ ég loftnetsþjónustu?

Á vefsíðu Samtaka rafverktaka (SART) getur þú séð lista yfir fyrirtæki sem sinna loftnetsþjónustu. Fjölmörg fyrirtæki að auki selja loftnet og lagnaefni fyrir uppsetningar á loftnetskerfum. Hægt er að leita upplýsinga um þau t.d. hjá Já.is

Hvernig næ ég stöðvunum inn á sjónvarpið mitt?

Ef þú ert í vandræðum með að horfa á dagskrá í gegnum sjónvarpið sjálft (þ.e. þegar ekki er stillt á myndlykilinn) þarf að setja "loopu" á myndlykilinn.

Það þarf að setja eina loftnetsnúru í loop götin aftan á myndlyklinum. Inn á "ant inn" (ekki þar sem myndin af loftnetinu er heldur við hlið þess) og inn á "loop through" sem er ská fyrir neðan.

Þegar búið er að gera þetta þá áttu að ná stöðvum eins og RÚV á sjónvarpinu sjálfu. Þú þarft þá að skipta yfir á sjónvarpið til að horfa á þær.

Hægt er að sjá mynd af loopu hér.

Hvernig tengi ég myndbandstæki við myndlykilinn?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar fyrir það með að smella hér

Ég fæ bara svarthvíta mynd

Ef sjónvarpið þitt sýnir allt svarthvítt úr Digital Ísland myndlyklinum skalt þú prófa að ýta á P.STD takkann á fjarstýringunni og skipta yfir á PAL eða sjálfvirkt.

Ef það virkar ekki og þú ert með afruglarann tengdan í sjónvarp með skarttengi þá geturðu prófað að fara í (Menu -> Uppsetning -> Scart út) og skipta um stillingu.

Einnig getur þú líka kannað hvort scarttengið sé alveg fast í tengi á annaðhvort sjónvarpi eða afruglara.

Upptökulykill
Hvernig virkar upptökulykill?

Með Digital Ísland upptökumyndlyklinum getur þú tekið stjórnina á sjónvarpinu þínu. Þú getur sett á pásu þegar þú horfir á sjónvarpið og spólað fram og til baka í upptökunni.

Horfðu á tvær stöðvar í einu með mynd-í-mynd (tveir móttakarar) og færðu myndina til á skjánum eins og þér hentar.

Stilltu upptöku fram í tímann og horfðu á upptekið efni allt að þremur vikum síðar. Upptökulykillinn er einnig með yfirliti yfir dagskrána hverju sinni með svokallað EPG-Grid.

Hvar fæ ég upptökumyndlykil?

Upptökumyndlyklar eru uppseldir hjá Vodafone og verða ekki pantaðir inn aftur. Ef þú ert ekki nú þegar með slíkan lykil getum við því miður ekki boðið hann.

Hvað get ég tekið upp margar klukkustundir af efni?

Harði diskurinn sem er í upptökulyklinum er 160 GB.

100 GB sem hægt er að nýta til upptöku og 60 GB sem eru nýtt í "Pay per view" sjónvarp.

Það eru allt að 50 klukkustundir af efni.

Helstu eiginleikar upptökulykilsins

Hér má sjá lista yfir helstu eiginleika PVR lykilsins

 • Þú getur hakað í það sem þú vilt taka upp fram í tímann og lykillinn sér um að taka það upp fyrir þig.
 • Upptökulykillinn getur tekið upp á tveimur stöðvum meðan horft er á þá þriðju.
 • Lykillinn er með 160GB harðan disk sem skiptist í 100GB fyrir upptöku og 60GB fyrir "Pay per view" sjónvarp.
 • Hægt að taka upp í allt að 50 klukkustundir.
 • Hægt að setja á pásu alveg upp í klukkustund.
 • Hægt að spóla tilbaka allt að klukkustund í tímann (Svo framarlega sem ekki er skipt um rás á þeim tíma)
 • Upptakan geymist í 6 mánuði
Almennt
Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá annars vegar með UHF- eða örbylgjusendingum um loftnet og kallast þá Vodafone Sjónvarp - Digital (einnig kallað Digital Ísland). Hins vegar má fá gagnvirkt Vodafone Sjónvarp yfir nettengingu, en með því fæst einnig aðgangur að Leigunni, frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og tímavél auk þess sem kaupa má áskrift að áskriftarveitunum Vodafone PLAY og Cirkus .

Hvaða stöðvar eru fríar?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Sjónvarp Símans, Omega, N4, ÍNN, Hringbraut, SportTV, CCTV News og Alþingi. Auk þess eru RÚV HD, Hringbraut HD, Sjónvarp Símans HD og N4 HD opnar þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

Hvaða sjónvarpsstöðvum næ ég?

Hægt er að sjá yfirlit yfir þær sjónvarpsstöðvar og áskriftarveitur sem í boði eru hér.

Hvernig get ég horft á háskerpu útsendingar?

Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum örbylgjuútsendingar eða myndlykil um netið.

Til að ná stöðvunum þarf annað hvort háskerpumyndlykil eða sjónvarp með HD móttakara.

Til að taka á móti HD-útsendingu um örbylgjuloftnet þarf sérstakan Digital Ísland HD-lykil eða sjónvarp með HD móttakara. Fyrir sjónvarp með HD móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar áskriftarstöðvar.

Jafnframt er hægt að fá HD-útsendingu í gegnum myndlykil um ljósleiðara, ljósnet eða adsl.

Hvað get ég verið með marga myndlykla?

Á aukalyklasíðunni má fá ítarlegar upplýsingar um hversu margir aukamyndlyklar eru í boði eftir því hvaða dreifileið er valin.

Hvar panta ég áskrift að sjónvarpsstöðvum?

Hægt er að panta áskrift að áskriftarveitunum Vodafone PLAY og Cirkus auk stöðvapakkanna Erlendar stöðvar og annarra Vodafone stöðvapakka á aðalvef sjónvarpsþjónustu Vodafone, í þjónustuveri Vodafone í síma 1414 eða beint af viðmóti myndlykils.

Áskrift að Stöð 2 og aukastöðvum, sportstöðvum Stöðvar 2 og erlendum sjónvarpsstöðvum (Stöð 2 Fjölvarp) má kaupa hjá þjónustuveri Vodafone í síma 1414, áskriftarþjónustu Stöðvar 2 í síma 1817 og á áskriftarvef Stöðvar 2.

Hvar er IPTV Vodafone í boði?

Hægt er að sjá hvar gagnvirkt sjónvarp Vodafone býðst með því að fletta heimilisfanginu þínu upp hér .

Hvaða tengimöguleikar eru fyrir sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL?

Amino 110 (gráa) myndlykilinn er hægt að tengja af mini-DIN útgangi myndlykils í SCART tengi sjónvarpstækis, S-Video eða RCA (composite merki). Fyrir SCART tengið er hægt að velja RGB, S-Video eða composite merki.

Amino 140 (svarta) myndlykilinn er hægt að tengja með sama hætti, en að auki með HDMI snúru, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu.

Báða myndlyklana er einnig hægt að tengja við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal), hafa skal í huga að slík tenging gefur lökustu myndina, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Vodafone býður upp á að leigja efni með gagnvirkum myndlyklum.

Á leigunni má finna þúsundir kvikmynda, þátta og fleira efnis, hægt er að kaupa aðgang að áskriftarveitum á borð við Vodafone PLAY og Cirkus, flakka í sjónvarpsdagskránni allt að 24 tíma aftur í tímann horfa á frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og margt fleira.

RÚV-frelsi er opið öllum í Vodafone Sjónvarpi en frelsi annarra sjónvarpsstöðva er háð áskrift.

Bæði er hægt að panta háskerpumyndir og myndir í hefðbundinni upplausn.

Ég er með myndlykil gegnum netið, virkar hann hvar sem er?

Nei. Allir myndlyklar sem taka við mynd gegnum netið eru fastir við heimilisfang.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 1414 eða á netspjallinu.

Hvar fæ ég meiri upplýsingar um fjarstýringuna?

Á yfirlitssíðu myndlykla Vodafone má finna leiðbeiningar um tengingu myndlyklanna og notkun fjarstýringa.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja í sjónvarpsþjónustu Vodafone með Amino myndlyklum:

307 Retro
310 Bylgjan
311 Rás 1
312 Rás 2
313 FM957
314 X-ið
315 K100,5
316 Léttbylgjan
317 Gullbylgjan
318 FMX Klassík
319 BBC World Service
320 Rondo
Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Leigan
Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Stillingar - Læsingar" undir aðalvalmynd (menu). þá er efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Velja má flokka efnis sem krefjast PIN númers til afnota (t.d. myndir bannaðar börnum innan 16 ára).

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

Get ég stjórnað notkun minni á Leigunni?

Já, allir viðskiptavinir Vodafone eru með 50.000 kr. þak á Leigunni.

Til að breyta úttektarþakinu þarf að hafa samband við þjónustuver Vodafone í 1414 eða með netspjalli.

Hvernig geta viðskiptavinir millifært á Vodafone frá útlöndum?

Ef viðskiptavinir okkar vilja millifæra erlendis frá þá geta þeir notað eftirfarandi reikninga:

Procedure to follow when transferring funds in EUR

Landsbanki Íslands

Laugavegi 77

101 Reykjavík

Iceland

Iban number IS41 0111 3871 0358 4709 0517 40

Swift (BIC) LAISISRE

Procedure to follow when transferring funds in USD

Landsbanki Íslands

Laugavegi 77

101 Reykjavík

Iceland

Iban number: IS63 0111 3810 0891 4709 051740

SWIFT (BIC) LAISISRE

Procedure to follow when transferring funds in GBP

Landsbanki Íslands

Laugavegi 77

101 Reykjavík

Iceland

Iban number: IS74 0111 3820 0308 4709 0517 40

SWIFT (BIC) LAISISRE

Procedure to follow when transferring funds in DKK

Landsbanki Íslands

Laugavegi 77

101 Reykjavík

Iceland

Iban number: IS42 0111 3840 0116 4709 0517 40

SWIFT (BIC) LAISISRE

Má senda reikninga og sundurliðanir í tölvupósti?

Vodafone má senda reikninga og sundurliðanir til viðskiptavina með tölvupósti svo lengi sem tryggt er að viðtakandi tölvupósts sé sá sami og rétthafi viðkomandi reiknings. Við bendum notendum hins vegar eindregið á að nýta sér Mínar síður á Vodafone.is, þar sem hægt er að nálgast alla reikninga og sundurliðanir.

Hvert beini ég athugasemdum við reikninginn?

Vodafone leggur mikla áherslu á að reikningar sem við sendum frá okkur séu í samræmi við þá þjónustu og notkun sem hefur verið á tilgreindu tímabili.

Við svörum gjarnan spurningum þínum um reikninginn í síma 1414 og auk þess veitum við skjóta og góða aðstoð í gegnum netspjallið okkar. Einnig má senda fyrirspurnir á netfangið reikningar@vodafone.is.

Hafðu í huga að það getur verið gott að þú hafir reikninginn við höndina (eða uppi á skjánum) þegar þú hefur samband og að ef málið þarfnast frekari skoðunar getur tekið nokkra daga að fá endanleg svör við fyrirspurnum.

Rukkar Vodafone gjald fyrir greiðslusamkomulag um hver mánaðamót?

Ef við gerum greiðslusamkomulag við viðskiptavin þá rukkum við eingöngu fyrir greiðslusamkomulagið við fyrstu greiðslu.

Hvernig er reikningstímabilinu skipt niður?

Reikningstímabil er frá fyrsta til síðasta dags hvers mánaðar. Eindagi er 2. hvers mánaðar og gjalddagi 7 dögum áður. Reikningar eru sendir út með hæfilegum fyrirvara.

Dæmi: Reikningur er sendur út á bilinu 7. - 10. apríl. Með honum er gjaldfært fyrir notkun og mánaðargjaldi 1. - 31. mars. Eindagi er þá 2. maí og gjalddagi 7 d ögum fyrr, eða 25. apríl.

Er hægt að nota American Express í boðgreiðslur?

Já það er hægt að nota American Express kreditkort í boðgreiðslur hjá Vodafone.

Hvað er útskriftargjald?

Útskriftargjald reikninga sem berast í pósti er 319 kr.

Hægt er að afþakka reikninga í pósti. Viðskiptavinir fá þá rafræna greiðsluseðla fyrir ógreidda reikninga, sem birtast í heimabanka og hægt að greiða þá handvirkt í heimabankanum. Útskriftargjald rafrænna greiðsluseðla er 139 kr. Ef greitt er með boðgreiðslum með greiðslukorti fellur útskriftargjald niður.

Valmöguleikar eru þrír:

1) Reikningur sendur með pósti: Útskriftargjald 319 kr. (Hvort sem greitt er í banka, heimabanka eða skuldfært af greiðslukorti).

2) Pappírsreikningur afþakkaður, reikningur birtur í heimabanka og greiddur þar: 139 kr.

3) Pappírsreikningur afþakkaður, skuldfært sjálfkrafa með boðgreiðslu með greiðslukorti: 0 kr.

Breyttu fyrirkomulagi þinna reikninga með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone .

Rukkar Vodafone vanskilagjald vegna ógreiddra reikninga?

Nei.

Frá og með 1.maí 2009 hætti Vodafone að leggja vanskilagjald á viðskiptavini. Var þetta gert í samræmi við ný lög (sjá reglugerðina hér ).

Kostnaður sem fellur á viðskiptavini vegna vanskila er innheimtur eins og hér segir:

 • Vodafone sendir innheimtuviðvörun í pósti - 790 kr.
 • Vodafone sendir annað innheimtubréf í pósti - breytilegur kostnaður, frá 1.140 kr. Miðast við höfuðstól reiknings.
 • Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga ef greitt er eftir eindaga
Hvenær er lokað fyrir vegna vanskila?

Ef reikningur er ógreiddur þegar 31 – 34 dagar eru liðnir frá eindaga eru komnir yfir eindaga er lokað fyrir símtöl úr númerinu og ekki opnað fyrr en greitt hefur verið fyrir vanskil eða samið um greiðslu.

Ef viðskiptavinur greiðir reikning daginn sem lokun á sér stað er sett tímabundin opnun á þjónustur hans til að koma í veg fyrir lokun en bókun á greiðslu reikningsins á sér svo stað næsta dag.

Hvernig er innheimtuferli Vodafone?

Eindagi er 2. hvers mánaðar og gjalddagi 7 dögum áður (þó aldrei á sunnudögum).

1 degi frá eindaga er sent SMS þar sem við látum vita að reikningur sé kominn fram yfir eindaga.

2 dögum frá eindaga er send lögbundin innheimtuviðvörun, kostnaður 790.- kr.

16 dögum frá eindaga er sent milliinnheimtubréf 1, kostnaður frá 1.140.- kr.

30 dögum frá eindaga er sent SMS og látið vita að lokað verði fyrir þjónustu daginn eftir verði gjaldfallnir reikningar ekki greiddir.

31-34 dögum frá eindaga er lokað fyrir úthringingar úr farsíma og heimasíma. Einnig lokað fyrir net- og sjónvarpsþjónustu.

42 dögum frá eindaga er sent milliinnheimtubréf 2, kostnaður frá 1.140.- kr.

60 dögum frá eindaga er lokað fyrir innhringingar.

72 dögum frá eindaga eru kröfur sendar í lögfræðiinnheimtu.

Beri lögfræðiinnheimta ekki árangur er allri þjónustu sagt upp.

Hvenær er send út innheimtuviðvörun?

Innheimtuviðvörun er send út tveimur dögum eftir eindaga.