Vodafone
Spurt&Svarað

Sjónvarp

Almennt
Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá gagnvirkt yfir nettengingu og þarf þá að vera með gagnvirkan háskerpumyndlykil frá Vodafone en með honum fæst aðgangur að Leigunni, Frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og Tímavél og er auk þess hægt að kaupa áskrift að áskriftarveitum.

Einnig er hægt að fá Vodafone Sjónvarp í gegnum UHF sendingu um loftnet. Til þess að ná slíkri útsendingu þarf að vera með loftnetsmyndlykil frá Vodafone en með honum færð þú aðgang að öllum sjónvarpsstöðvum sem send eru út um loftnet á Íslandi.

Hvaða stöðvar eru ókeypis?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4 og Alþingi.

Hvar get ég bætt við áskrift á myndlykilinn minn ?

Hægt er að bæta við áskrift á myndlykilinn með því að kaupa áskrift á kaupsíðu Stöðvar 2, á Mínum síðum Vodafone, í síma 1414 eða á netspjalli Vodafone.

Hvaða sjónvarpsstöðvum næ ég?

Hægt er að sjá yfirlit yfir þær sjónvarpsstöðvar og áskriftarveitur sem í boði eru hér.

Hvernig get ég horft á háskerpuútsendingar?

Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum myndlykil um netið eða með háskerpu loftnetsmyndlykli (Intek)

Til að taka á móti HD-útsendingum í gegnum loftnet þarf að vera með sjónvarp með HD-móttakara eða háskerpumyndlykil frá Vodafone . Fyrir sjónvarp með HD-móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar stöðvar. Sjá verðskrá fyrir myndlykla hér.

Get ég fengið auka myndlykil?

Að öllum líkindum. Á Ljósleiðara tengingum er hægt að vera með allt að sjö gagnvirka myndlykla. Á Ljósneti geta viðskiptavinir verið með fimm gagnvirka myndlykla.

Þú getur nálgast búnað í verslunum okkar, hjá umboðsaðilum eða fengið búnað sendan.

Fyrir nánari upplýsingar getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

 

Hvar panta ég sjónvarpsáskrift?

Áskrift að sjónvarpspökkum, stökum stöðvum, fjölvarpspökkum og áskriftarveitum Stöð 2 og Vodafone má kaupa hjá þjónustuveri Vodafone í síma 1414, áskriftarþjónustu Stöðvar 2 í síma 1817 og á vef Stöðvar 2 og vef Vodafone og á Mínum Síðum.

Hvaða tengimöguleikar eru í boði fyrir myndlykla frá Vodafone ?

Samsung UHD/4K ofur háskerpumyndlykillinn er tengdur með HDMI snúru frá myndlykli í sjónvarp. 

Amino 140 er tengdur með HDMI snúru frá myndlykli í sjónvarp, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu. Einnig er hægt að tengja af mini DIN útgangi myndlykils í SCART tengi sjónvarpstæki, S-Video eða RCA (composite merki) Fyrir SCART tengið er hægt að velja RGB, S-Video eða composite merki.

Hægt er að tengja myndlykilinn við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal). Hafa ber í huga að slík tenging gefur lökustu myndgæðin, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss eða til þess að tengja fleiri en eitt sjónvarp við einn myndlykil.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Leigan fylgir Vodafone Sjónvarpi.

Með Leigunni færð þú aðgang að þúsundum kvikmynda og sjónvarpsþátta sem þú getur pantað þegar þér hentar. Nýjum kvikmyndum er bætt við reglulega, bæði glænýjum kvikmyndum sem koma sjóðheitar úr kvikmyndahúsunum og einnig eldri gæðamyndir. Mikill fjöldi titla fæst í háskerpu með fyrsta flokks 5.1 heimabíóhljómgæðum.

Háskerpumyndir eru í boði í Leigunni fyrir notendur með Samsung UHD/4K.

Kynntu þér Leiguna í Vodafone Sjónvarpi.

Hvar get ég séð upplýsingar um leigt efni ?
Á Mínum síðum er hægt að sjá hvaða efni hefur verið leigt að hverju sinni en einnig er hægt að hafa samband við þjónustuver Vodafone í 1414 eða í gegnum Netspjall Vodafone.
Hvað get ég horft lengi á leigt efni?
Leigt efni er virkt í 48 tíma.
Ég er með myndlykil gegnum netið, virkar hann hvar sem er?

Myndlykillinn getur verið notaður hvar sem er á Íslandi og innan EES ef hann er tengdur í gegnum þráðlaust net.

Fyrir frekari upplýsingar getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Hvar fæ ég meiri upplýsingar um fjarstýringuna?

Á yfirlitssíðu myndlykla Vodafone má finna leiðbeiningar um tengingu myndlyklanna og notkun fjarstýringa.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja Vodafone sjónvarpi:

300 Bylgjan

301 FM957

302 X-ið

303 Íslenska Bylgjan

304 Léttbylgjan

305 Gullbylgjan

306 Rás 1

307 Rás 2

308 Rondo

309 BBC World Service

315 K100,5

Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Bilanagreining
Þegar ég leigi efni kemur upp „Villa við afspilun, reyndu aftur síðar“

Þessi villa getur komið ef myndlykilinn hefur misst netsamband. Til að laga þessa villu ætti að vera nóg að endurræsa endabúnaði (router/ljósleiðara) og svo myndlykli.

 Ef endurræsing á búnaði lagar ekki þessa villu er hægt að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða í gegnum Netspjall Vodafone

Stafrænar truflanir (hökt á mynd/hljóði)

Gott er að yfirfara netsnúruna sem liggur frá myndlykli yfir í endabúnað (router/ljósleiðari), ef snúran er t.d. snúin getur það valdið stafrænum truflunum. Ef snúran er tengd með tengibrú (powerline) þá er gott að endurræsa tengibrúnni (á báðum endum), ef ekki er hægt að tengja tengibrúnna beint í vegg við rafmagn þá þarf að passa að hún sé tengst fremst í millistykkinu (næst rafmagnssnúrunni).

Ef vandamál er enn til staðar endilega hafðu samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Lita/myndtruflanir

Ef þú ert að upplifa truflanir er gott að byrja á því að taka HDMI snúruna úr sambandi á báðum endum og tengja hana aftur á sama stað ef truflanirnar eru enn til staðar þá er gott að prófa aðra HDMI snúru.

Ef þú ert enn í vandræðum getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Leiðbeiningar
Hvar finn ég leiðbeiningar fyrir fjarstýringar ?

Samsung UHD/4K myndlykill

Hér að neðan má sjá leiðbeiningar fyrir fjarstýringu sem fylgir með Samsung UHD/4K myndlyklinum okkar.

 

Samsung UHD/4K myndlyklaleiðbeiningarNo signal (HDMI vandamál)

Algengt er að þegar sjónvarpið sýnir tilkynningu á skjánum „No signal“ eða „No input signal“ að það sé ekki stillt á rétta HDMI rás á sjónvarpstækinu sjálfu. Þá þarf að stilla hana rétt með fjarstýringunni fyrir sjónvarpstækið (ekki á fjarstýringunni fyrir myndlykil Vodafone).

Fyrst þarf að athuga í hvaða hdmi tengi myndlykill er tengdur við sjónvarpið og stilla síðan á rétta rás á sjónvarpinu.

Dæmi: Ef myndlykill er tengdur í HDMI1 þá þarf að stilla á HDMI1 rás á sjónvarpinu.

Algengast er að finna takka á fjarstýringunni sem heitir SOURCE eða INPUT. Einnig eru EXT og TV takkar sem hægt er að nota á einhverjum fjarstýringum. Best er þó að lesa handbókina fyrir sjónvarpið, þar er gefið upp hvaða takki er notaður til þess að finna hdmi rásir.

Stundum er enginn texti við takkana og þá er þessi mynd algengt tákn fyrir source/input+ 

Misjafnt er eftir fjarstýringum hvernig maður skiptir á milli hdmi rása. Sumar fjarstýringar eru með sér takka fyrir hverja rás, aðrar eru með einn takka og fletti valmynd til að flakka á milli, og enn aðrar eru með einn takka og fletti valmynd þar sem þarf að nota örvatakka til þess að fletta á milli.

Á þessari fjarstýringu er sérstakur takki fyrir hverja hdmi rás. Gefum okkur það að myndlykill sé tengdur í HDMI1. Þá þarf einungis að ýta á HDMI 1 takkann á fjarstýringunni og þá kemur skjámyndin upp:

Á þessari fjarstýringu er einungis einn takki sem notaður er til að fletta á milli hdmi rása. Gefum okkur það að myndlykill sé tengdur í HDMI 1. Þá þarf að ýta á takkann nokkrum sinnum þar til HDMI1 finnst. Í hvert skipti sem ýtt er á takkann þá flettist á næstu rás:

Á þessari fjarstýringu er einn takki fyrir hdmi rásir. Fyrst ýtir maður á takkann og fær þá upp valmynd með öllum input möguleikum sem sjónvarpstækið hefur upp á að bjóða. Gefum okkur það að myndlykill sé tengdur í HDMI 1. Þá þarf fyrst að ýta á takkann og nota síðan örvarnar til að velja HDMI1 rásina:

Hvernig er myndlykill tengdur við ljósleiðara, ljósnet eða ADSL ?

Á ljósleiðara frá Gagnaveitu Reykjavíkur eru myndlyklar tengdir við ljósleiðaraboxið í tengi 3 eða 4 með netsnúru.

Á ljósleiðara frá Mílu eru myndlyklar tengdir í gegnum netbeini (router).

Yfir ljósnet eða ADSL eru allir myndlyklar tengdir í gegnum netbeini (router) í tengi 4.

Þú getur einnig tengt myndlykilinn þinn við þráðlaust net hvar sem er.

Fyrir frekari upplýsingar getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

 

Hvað er pin númerið ?

PIN númerið á Samsung er 1234 í upphafi.

Það er hægt að breyta því með því að velja; Tools á fjarstýringunni - Stillingar - Pin stillingar - Þar inni er hægt að breyta ýmsum stillingum fyrir læsingar og einnig að velja nýtt pin. Einnig er hægt að skrá lykilorð inn á Mínum síðum Vodafone.

Leigan
Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Stillingar - Pin stillingar" undir aðalvalmynd (menu). Þá er efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Hægt er að stilla myndlykilinn þannig að hann biðji um Pin númer við ákveðnar aðgerðir. Þær eru eftirfarandi:

 • Aldursstilling á efni - Þar er hægt að stilla það að þú ert beðin(n) um pin númer þegar þú leigir efni sem er með aldurstakmark.
 • Leyfa kaup á stökum viðburðum eða áskriftarpökkum.
 • Pin þegar skipta á um stöð.
 • Pin þegar afspilun á tímavél er notuð.

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi á öðrum myndlyklum heimilisins.

Ef þú lendir í vandræðum endilega hafðu samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Get ég stjórnað notkun minni á Leigunni?

Já, allir viðskiptavinir Vodafone eru með 50.000 kr. þak á Leigunni.

Til að breyta úttektarþakinu er hægt að fara á Mínar síður Vodafone, hafa samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Almennt
Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá gagnvirkt yfir nettengingu og þarf þá að vera með gagnvirkan háskerpumyndlykil frá Vodafone en með honum fæst aðgangur að Leigunni, Frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og Tímavél og er auk þess hægt að kaupa áskrift að áskriftarveitum.

Einnig er hægt að fá Vodafone Sjónvarp í gegnum UHF sendingu um loftnet. Til þess að ná slíkri útsendingu þarf að vera með loftnetsmyndlykil frá Vodafone en með honum færð þú aðgang að öllum sjónvarpsstöðvum sem send eru út um loftnet á Íslandi.

Hvernig loftnet þarf til að ná útsendingu Digital Ísland?

Digtal Ísland sendir út á UHF bandi um allt land. Til að ná UHF útsendingum Digital Ísland þarf UHF loftnet og loftnetsmyndlykil.

Framboð stöðva á UHF kerfum Digital Íslands er takmarkaður við 7 til 13 stöðvar eftir svæðum, sjá nánari upplýsingar hér. Loftnet geta verið mismunandi að gæðum og gildir því sú regla að því veikara merki sem næst (t.d. ef búseta er langt frá sendi eða í skugga) því betra loftnet þarf. Lágsuðs loftnetsmagnarar geta oft á tíðum bætt móttöku merkja til muna þar sem tæpt er.

Loftnetin fást hjá raftækja- og loftnetsverslunum. Vodafone veitir ekki loftnetsþjónustu.

Hvernig stilli ég stöðvar inn á myndlykilinn?

Fyrir Intek loftnetsmyndlykla:

 1. Ýttu á Menu takkann á fjarstýringunni, veldu tannhjólið og Uppsetning stöðva.
 2. Pin númer myndlykilsins er: 1111 ef þú hefur ekki valið PIN.
 3. Veldu Sjálfvirk stöðvaleit. Aðgerðin tekur u.þ.b. 2 mínútur, eftir hana ýttu á Vista.
 4. Ef engar stöðvar fundust er mögulegt að loftnetið sé ekki rétt tengt við myndlykilinn
 5. Ef upp kemur Lokuð Rás á stöð sem þú ert áskrifandi að, t.d. Stöð 2 er best að hafa samband við okkur í síma 1414 eða í gegnum netspjallið.

Fyrir Samsung myndlykla koma nýjar stöðvar inn sjálfkrafa þegar myndlykillinn er endurræstur. Ef Samsung myndlykill festist í Myndlykill ræsir sig nær hann ekki netsambandi og gæti þurft að fara yfir snúrur og tengingu.

Hvaða búnað þarf til þess að ná inn N4 og Hringbraut?

Viðskiptavinir þurfa að vera með loftnetsmyndlykil eða CAM kort til þess að ná inn opnu stöðvunum N4 og Hringbraut.

Hvar panta ég áskrift að sjónvarpsstöðvum?

Hægt er að panta áskrift á kaupsíðu Stöðvar 2, Mínum síðum Vodafone eða með því að hafa samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Hvar fæ ég nýjan myndlykil?

Hægt er að nálgast myndlykla í næstu Vodafone verslun og hjá umboðsmönnum Vodafone um land allt.
Þegar þú sækir nýjan myndlykil er gott ráð að skila þeim gamla, mikilvægt er að koma með lykilinn og fjarstýringuna.

Allar frekari upplýsingar getur þú fengið í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendir okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Bilanagreining
Hvað getur valdið truflunum á loftneti?

Helstu þættir sem geta valdið truflunum á móttöku sjónvarpsmerkja um loftnet eru:

 • Ef raki kemst í loftnetskapalinn eða loftnetið sjálft getur það haft truflandi áhrif á móttökugæðin.
 • Eitthvað skyggir á sendinn, t.a.m. tré eða byggingar.
 • Sé merki tæpt geta truflanir orðið vegna veðurs (sérstaklega mikillar snjókomu eða rigningar) .
 • Einnig getur valdið vandamálum þegar merki berst yfir sjó. Við ákveðin skilyrði getur endurkast frá sjó borist í loftnetið ásamt merkinu frá sendinum, þetta getur valdið tímabundnum truflunum.

Í þeim tilvikum sem merki loftnetsins berst til myndlykilsins um loftnetskerfi fjölbýlishúss getur loftnetskerfið verið að valda truflunum. Tengi geta verið biluð eða komið slit í þau. Of sterkt merki getur valdið truflunum.

Ég fæ „Scrambled channel“

Nýr titill: Ég fæ "No Access"

Það þýðir að myndlykillinn nær ekki að lesa áskrift af kortinu sem er í myndlyklinum.

Þegar nýr myndlykill er settur í samband eða nýtt kort sett í myndlykil tekur alla jafna um 15-30 mín fyrir áskrift að berast og kemur þá No Access á skjáinn. Gott er að endurræsa búnaðinn að 30 mínútum liðnum. Sé vandamál enn til staðar endilega hafðu samband.

Ef þú ert enn í vandræðum getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Ég fæ „No signal / Ekkert merki“

Þegar upp kemur "No signal" eða "Ekkert merki" á sjónvarpi er best að byrja á því að ýta á Menu takka á myndlykla fjarstýringunni. Ef viðmót myndlykilsins opnast ekki þá er líklegt að sjónvarpið sé ekki stillt á þá rás sem búnaðurinn er tengdur í.

Ef viðmót myndlykilsins opnast þarf að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband. Því næst þarf að láta myndlykil leita að stöðvum í sjálfvirkri leit (Menu -> Uppsetning stöðva -> Sjálfvirk Stöðvaleit)

Ef það leysir ekki vandann þá þarf að skoða eftirfarandi hluti:
1. Er myndlykill rétt tengdur? (sjá: https://vodafone.is/library/PDFs/Leidbeiningar/Digital-Island-HD-NYR.pdf)
2. Skipta út loftnetssnúru frá vegg í myndlykil.

Ef þú ert enn í vandræðum getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Ég fæ „Smartcard wrong inserted“

Prófaðu að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband.

Ef ekkert breytist við það, þá er líklegt að smartkortið snúi vitlaust í lyklinum.

Gullkubburinn (örgjörvinn) á alltaf að snúa niður og stingast fyrst inn.

Einnig getur drulla á örgjörvanum valdið. Það má þurrka varlega yfir örgjörvann með rakri tusku.

Ef vandamál er enn til staðar þá þarf að skipta út búnaði.

Ég fæ mjög óskýra mynd

Ef upp kemur óskýr mynd frá myndlykli er hægt að prófa eftirfarandi:

Taka loftnets snúru úr sambandi við vegg og myndlykil og setja aftur í samband

Leita að stöðvum aftur. Menu -> uppsetning stöðva -> sjálfvirk stöðvaleit

Ef vandamálið er enn til staðar getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

 

HD
Eru háskerpulyklarnir með myndmótara?

Digital Ísland háskerpumyndlyklar Vodafone eru ekki með myndmótara.

Það þýðir að myndin frá lyklunum er ekki að mótast inn á loftnetskerfi notandans. Myndin fæst bara með Scart, HDMI tengi (Composite fyrir þá sem ekki nota HDMI) eða RCA tengi.

Get ég horft á háskerpuútsendingar í sjónvarpinu mínu?

Til að horfa á háskerpuútsendingar þarftu sjónvarp með innbyggðum háskerpumóttakara fyrir loftnet sem er DVB-t2.

Ef slíkur móttakari er ekki til staðar getur þú notað háskerpumyndlykil frá Vodafone, CAM-sjónvarpskort, ef sjónvarpið þitt getur tekið við slíku korti, eða fengið gagnvirka sjónvarpsþjónustu yfir nettengingu.

Hvar fæ ég háskerpumyndlykil?

Þú færð háskerpumyndlykla fyrir loftnet, CAM-kort eða gagnvirkan háskerpumyndlykil fyrir sjónvarp yfir nettengingu í næstu verslun Vodafone.

Hvernig get ég horft á háskerpu útsendingar?

Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum UHF loftnet eða gagnvirkt sjónvarp yfir netið.

Til að taka á móti HD-útsendingu um UHF loftnet þarf sérstakan Digital Ísland HD-lykil eða sjónvarp með HD móttakara. Fyrir sjónvarp með HD móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar áskriftarstöðvar. Jafnframt er hægt að ná HD-útsendingu í gegnum myndlykil um ljósleiðara, ljósnet eða adsl.

Leiðbeiningar
Hvernig virkar fjarstýringin?

Leiðbeiningar fyrir fjarstýringu Intek loftnetsmyndlykils er að finna á neðstu síðu í leiðbeiningum hér.

Þurfir þú frekari aðstoð getur þú haft samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða með því að senda okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Hvað er PIN númerið?

Hefðbundinn loftnetsmyndlykill (Kaon)

PIN númerið er 0000 í upphafi.

Það er hægt að breyta því.
1. Menu
2. Uppsetning
3. 0000
4. Breyta PIN-númeri
5. Hægri píla
6. Slærð inn gildandi PIN-númer (0000)
7. Nýtt PIN-númer
8. Staðfesta
9. Exit

Háskerpu-loftnetsmyndlykill (Intek)

1. Smelltu á MENU takkann.

2. Smelltu á Ok við Aðgangsstýringar.

3. Smelltu á OK við Breyta PIN-númeri.

4. Stimpla inn Eldra PIN-númeri. (1111)

5. Stimpla inn Nýtt PIN-númer.

6. Stimpla nýja lykilorðið inn aftur.

7. Ok til að staðfesta breytingar

8. Ok til að loka.

Hvernig endurraða ég stöðvalistanum?
 1. Ýttu á Menu á myndlyklafjarstýringunni
 2. Veldu Stöðvalistar  og ýttu á Options takkann
 3. Nú ætti að birtast listi hægra megin á skjánum - ýttu á OK við að Bæta við nýjum lista
 4. Nýr listi birtist neðst sem heitir Listi nr. 1
 5. Veldu nýja stöðvalistann Listi nr. 1 og smelltu á Options takkann
 6. Smelltu á OK við Bæta við/fjarlægja stöðvar
 7. Veldu stöðvarnar í listanum með því að smella á OK - gult hak birtist þegar stöð er valin
 8. Smelltu á örina til hægri eða vinstri og smelltu á OK við Vista
 9. Til að virkja stöðvarlistann smelltu á OK við stöðvalistann.

Ef þú lendir í vandræðum endilega sendu okkur línu á netspjallinu, pantaðu símtal hér eða heyrðu í okkur í síma 1414.

Upptökulykill
Hvernig virkar upptökulykill?

Með Digital Ísland upptökumyndlyklinum getur þú tekið stjórnina á sjónvarpinu þínu. Þú getur sett á pásu þegar þú horfir á sjónvarpið og spólað fram og til baka í upptökunni.

Horfðu á tvær stöðvar í einu með mynd-í-mynd (tveir móttakarar) og færðu myndina til á skjánum eins og þér hentar.

Stilltu upptöku fram í tímann og horfðu á upptekið efni allt að þremur vikum síðar. Upptökulykillinn er einnig með yfirliti yfir dagskrána hverju sinni með svokallað EPG-Grid.

Hvar fæ ég upptökumyndlykil?

Við bjóðum upp á eina tegund af Intek myndlykli sem þú getur fengið í næstu verslun Vodafone. Sjá upplýsingar um staðsetningu og opnunartíma verslana Vodafone.

Hvernig stofna ég aðgang í Stöðvar 2 appinu?
 • Þú byrjar á því að sækja Stöð 2 appið í App store eða Google Play store.
 • Opnar appið, ferð í „hamborgarann“ í vinstra horninu á skjánum og velur þar „Innskráning“

 • Næst smellir þú á hvíta hnappinn neðst þar sem stendur „Nýskrá“

 • Næst slærð þú inn netfang, símanúmer og kennitölu áskrifanda og smellir á „Halda áfram“.

 • Nú ættir þú að fá sendan SMS kóða í farsímanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan. Þú slærð inn kóðann sem stendur í skilaboðunum og smellir á „Halda áfram“.

 • Nú velur þú þér lykilorð, smellir á „Stofna aðgang“ og þá er nýskráningu lokið.

 • Framvegis skráir þú þig svo inn með því netfangi og lykilorði sem þú valdir.
Hvernig stofna ég aðgang í Apple TV?
 • Þú byrjar á að opna slóðina https://sjonvarp.stod2.is/ í vafra (Google Chrome, Safari, Firefox, Explorer).
 • Þar velur þú „Innskráning“ sem er efst í hægra horninu.
 • Næst smellir þú á hvíta hnappinn neðst þar sem stendur „Nýskrá“

 • Næst slærð þú inn netfang, símanúmer og kennitölu áskrifanda og smellir á „Halda áfram“.

 • Nú ættir þú að fá sendan SMS kóða í farsímanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan. Þú slærð inn kóðann sem stendur í skilaboðunum og smellir á „Halda áfram“.

 • Því næst velur þú lykilorð sem þarf að slá inn tvisvar sinnum.

 • Núna ættir þú að vera kominn með aðgang.
 • Næst smellir þú á „Innskráning“ í hægra horninu í vafranum.
 • Fyllir inn netfang og lykilorð og smellir á „Innskrá“.

 • Að lokum stimplar þú inn kóðann á sjónvarpsskjánum í lokaskrefinu í vafranum.

Hvernig stofna ég aðgang í Vefsjónvarpinu?
 • Þú byrjar á að opna slóðina https://sjonvarp.stod2.is/ í vafra (Google Chrome, Safari, Firefox, Explorer).
 • Þar velur þú „Innskráning“ sem er efst í hægra horninu.
 • Næst smellir þú á hvíta hnappinn neðst þar sem stendur „Nýskrá“

 • Næst slærð þú inn netfang, símanúmer og kennitölu áskrifanda og smellir á „Halda áfram“.

 • Nú ættir þú að fá sendan SMS kóða í farsímanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan. Þú slærð inn kóðann í skilaboðunum og smellir á „Halda áfram“.

 • Því næst velur þú lykilorð sem þarf að slá inn tvisvar sinnum.

 • Núna ættir þú að vera kominn með aðgang.
 • Næst smellir þú á „Innskráning“ í hægra horninu í vafranum.
 • Fyllir inn netfang og lykilorð og smellir á „Innskrá“.

Ég fæ ekki áskrift inn í appið, hvað get ég gert ?
Þú getur haft samband við okkur og við aðstoðum þig.
Hversu margir geta horft á sama aðgangi hverju sinni ?
Allt að fimm tæki á sömu nettengingu geta horft samtímis.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.