Spurt&Svarað

Sjónvarp

Almennt
Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá annars vegar með UHF- eða örbylgjusendingum um loftnet og kallast þá Vodafone Sjónvarp - Digital (einnig kallað Digital Ísland). Hins vegar má fá gagnvirkt Vodafone Sjónvarp yfir nettengingu, en með því fæst einnig aðgangur að Leigunni, frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og tímavél auk þess sem kaupa má áskrift að áskriftarveitunum Vodafone PLAY og Cirkus .

Hvaða stöðvar eru fríar?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Sjónvarp Símans, Omega, N4, ÍNN, Hringbraut, SportTV, CCTV News og Alþingi. Auk þess eru RÚV HD, Hringbraut HD, Sjónvarp Símans HD og N4 HD opnar þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

Hvaða sjónvarpsstöðvum næ ég?

Hægt er að sjá yfirlit yfir þær sjónvarpsstöðvar og áskriftarveitur sem í boði eru hér.

Hvernig get ég horft á háskerpu útsendingar?

Hægt er að horfa á HD-útsendingar í gegnum örbylgjuútsendingar eða myndlykil um netið.

Til að ná stöðvunum þarf annað hvort háskerpumyndlykil eða sjónvarp með HD móttakara eða DVB-t2.

Til að taka á móti HD-útsendingu um örbylgjuloftnet þarf sérstakan Digital Ísland HD-lykil eða sjónvarp með HD móttakara. Fyrir sjónvarp með HD móttakara þarf auk þess CAM-kort frá Vodafone til að opna læstar áskriftarstöðvar.

Jafnframt er hægt að fá HD-útsendingu í gegnum myndlykil um ljósleiðara, ljósnet eða adsl.

Hvað get ég verið með marga myndlykla?

Á aukalyklasíðunni má fá ítarlegar upplýsingar um hversu margir aukamyndlyklar eru í boði eftir því hvaða dreifileið er valin.

Hvar panta ég áskrift að sjónvarpsstöðvum?

Hægt er að panta áskrift að áskriftarveitunum Vodafone PLAY og Cirkus auk stöðvapakkanna Erlendar stöðvar og annarra Vodafone stöðvapakka á aðalvef sjónvarpsþjónustu Vodafone, í þjónustuveri Vodafone í síma 1414 eða beint af viðmóti myndlykils.

Áskrift að Stöð 2 og aukastöðvum, sportstöðvum Stöðvar 2 og erlendum sjónvarpsstöðvum (Stöð 2 Fjölvarp) má kaupa hjá þjónustuveri Vodafone í síma 1414, áskriftarþjónustu Stöðvar 2 í síma 1817 og á áskriftarvef Stöðvar 2.

Hvar er IPTV Vodafone í boði?

Hægt er að sjá hvar gagnvirkt sjónvarp Vodafone býðst með því að fletta heimilisfanginu þínu upp hér .

Hvaða tengimöguleikar eru fyrir sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL?

Amino 140 myndlykilinn er hægt að tengja með sama hætti, en að auki með HDMI snúru, en það er eina leiðin til að njóta sjónvarps í háskerpu.

Einnig er hægt að tengja myndlykilinn við sjónvarp með loftnetsmerki (RF-signal), hafa skal í huga að slík tenging gefur lökustu myndina, en getur hentað vel til að tengja myndlykil t.d. inn á loftnetskerfi innanhúss.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Vodafone býður upp á að leigja efni með gagnvirkum myndlyklum.

Á leigunni má finna þúsundir kvikmynda, þátta og fleira efnis, hægt er að kaupa aðgang að áskriftarveitum á borð við Vodafone PLAY og Cirkus, flakka í sjónvarpsdagskránni allt að 24 tíma aftur í tímann horfa á frelsisefni sjónvarpsstöðvanna og margt fleira.

RÚV-frelsi er opið öllum í Vodafone Sjónvarpi en frelsi annarra sjónvarpsstöðva er háð áskrift.

Bæði er hægt að panta háskerpumyndir og myndir í hefðbundinni upplausn.

Ég er með myndlykil gegnum netið, virkar hann hvar sem er?

Nei. Allir myndlyklar sem taka við mynd gegnum netið eru fastir við heimilisfang.

Frekari upplýsingar má nálgast í síma 1414 eða á netspjallinu.

Hvar fæ ég meiri upplýsingar um fjarstýringuna?

Á yfirlitssíðu myndlykla Vodafone má finna leiðbeiningar um tengingu myndlyklanna og notkun fjarstýringa.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja í sjónvarpsþjónustu Vodafone með Amino myndlyklum:

307 Retro
310 Bylgjan
311 Rás 1
312 Rás 2
313 FM957
314 X-ið
315 K100,5
316 Léttbylgjan
317 Gullbylgjan
318 FMX Klassík
319 BBC World Service
320 Rondo
Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Leigan
Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Stillingar - Læsingar" undir aðalvalmynd (menu). þá er efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Velja má flokka efnis sem krefjast PIN númers til afnota (t.d. myndir bannaðar börnum innan 16 ára).

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

Ef þú lendir í vandræðum getur þú alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

Get ég stjórnað notkun minni á Leigunni?

Já, allir viðskiptavinir Vodafone eru með 50.000 kr. þak á Leigunni.

Til að breyta úttektarþakinu þarf að hafa samband við þjónustuver Vodafone í 1414 eða með netspjalli.

Almennt
Hverjir geta fengið sumarbústaðarlykil?

Nokkrar áskriftarleiðir eru í boði fyrir sumarbústaðaráskriftir. Yfirlit yfir þær má finna hér .

356 miðlar ( þjónustuver þeirra er með símann 512 5100 ) sjá um opnun á sumarbústaðarlyklum en Vodafone sér um að afhenda þá. Vodafone sér ekki um að færa áskrift á milli myndlykla. Öll umsýsla með áskriftir fer í gegnum 365 miðla.

Hvernig loftnet þarf til að ná útsendingu Digital Ísland?

Digital Ísland sendir bæði út á UHF bandi um allt land.

Til að ná UHF útsendingum Digital Ísland þarf UHF loftnet (hefðbundið loftnet, ekki örbylgjugreiðu).

Loftnet geta verið mismunandi að gæðum og gildir því sú regla að því tæpara merki sem viðkomandi nær (td ef búseta er langt frá sendi eða í skugga) því betra loftnet þarf. Lágsuðs loftnetsmagnarar geta oft á tíðum bætt móttöku merkja til muna þar sem tæpt er.


Loftnetin fást hjá raftækja- og loftnetsverslunum. Vodafone veitir ekki loftnetsþjónustu.

Hvaða búnað þarf ég til að ná útsendingunum?

Hjá Vodafone geturðu fengið Digital Ísland myndlykil eða CAM-kort sem hægt er að setja í mörg nýrri sjónvörp.

Þegar þú kaupir áskrift að pakka á Vodafone Sjónvarpi Digital færð þú stafrænan myndlykil. Sért þú ekki með áskrift að neinum stöðvum getur þú leigt myndlykil gegn vægu gjaldi til að geta notið stafrænna gæða á fríum stöðvum (RÚV, ÍNN o.fl.).

Hvað er Vodafone Sjónvarp?

Vodafone Sjónvarp er stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone á Íslandi. Vodafone Sjónvarp má fá með UHF-sendingum um loftnet og kallast þá Vodafone Sjónvarp - Digital (einnig kallað Digital Ísland).

Vodafone Sjónvarp má einnig fá gegnum ljósleiðara-, ljósnets- og ADSL tengingar en þá fæst jafnframt aðgangur að Leigunni, þar sem hægt er að panta sjónvarpsefni af ýmsu tagi. Nánari upplýsingar um Vodafone Sjónvarp og hvaða þjónustuleiðir standa þér til boða má finna hér .

Hvar fæ ég nýjan myndlykil?

Hægt er að nálgast stafræna myndlykla í næstu Vodafone verslun og hjá umboðsmönnum Vodafone um land allt.

Þegar þú sækir nýjan myndlykil er gott ráð að skila þeim gamla ef að er ætlunin, koma þá með lykilinn og fjarstýringuna með þér.

Allar frekari upplýsingar geturðu fengið í síma 1414 eða á netspjallinu .

Hvernig stilli ég stöðvar inn á myndlykilinn?

Þessar leiðbeiningar miðast við Digital Ísland myndlykilinn): Ýtt á Menu á fjarstýringunni, flett á sjálfvirka leit og ýtt á OK . Ef beðið er um pin nr þá er það 0000 . Þá kemur upp rammi með Kerfisleit af Leitartegund allt. Þessu þarf ekki að breyta heldur bara ýta á OK og þá byrjar lykillinn að leita að stöðvum.

Ekki þarf að ýta á neitt fyrr en það kemur á skjáinn Leit Lokið , ýtt er þá 3x á OK takkann til að vista og þá kemur aðalvalmynd aftur upp og þá er ýtt á Exit .

Ef engar stöðvar fundust er mögulegt að loftnetið sé ekki rétt tengt við myndlykilinn. Ef að það kemur ,,Lokuð Rás" á stöð sem þú ert með áskrift af, er best að hafa samband við okkur í 1414 eða á netspjallinu.

Sért þú með Amino myndlykil (móttaka um ADSL- eða ljósleiðaratengingu) koma nýjar stöðvar inn sjálfkrafa eða þegar þú endurræsir myndlykilinn.

EF Amino festist í myndlykill ræsir sig er ekki netsamband á lyklinum. þá þarf að fara yfir tengingar.

Hvar panta ég áskrift að sjónvarpsstöðvum?

Hægt er að panta áskrift að stöðvapökkum hér á vodafone.is, í gegnum Netspjall Vodafone eða með því að hringja í 1414.

Bilanagreining
Hvað getur valdið truflunum á loftneti?

Helstu þættir sem geta valdið truflunum á móttöku sjónvarpsmerkja um loftnet eru:

* Ef raki kemst í loftnetskapalinn eða loftnetið sjálft getur það haft truflandi áhrif á móttökugæðin.

* Eitthvað skyggir á sendinn, t.a.m. tré eða byggingar.

* Sé merki tæpt geta truflanir orðið vegna veðurs (sérstaklega mikillar snjókomu eða rigningar) .

* Einnig getur valdið vandamálum þegar merki berst yfir sjó (t.d. á Suðurnesjum frá aðalsendi örbylgjunnar) . Við ákveðin skilyrði getur endurkast frá sjó borist í loftnetið ásamt merkinu frá sendinum, þetta getur valdið tímabundnum truflunum.

* Truflanir geta verið frá einhverju tæki sem notar örbylgjutíðni, t.d. þráðlausum tengingum, örbylgjuofni eða öðru þvíumlíku (gildir aðeins um móttöku frá örbylgjuloftnetum).

* Spennugjafar fyrir örbylgjuloftnet geta bilað. Lýsir sér oft í truflunum þegar mest rafnotkun er, t.d. í kringum kvöldmatarleytið.

Í þeim tilvikum sem merki loftnetsins berst til myndlykilsins um loftnetskerfi fjölbýlishúss getur loftnetskerfið verið að valda truflunum. Tengi geta verið biluð eða komið slit í þau. Of sterkt merki getur valdið truflunum.

Ég fæ „Scrambled channel“

Það þýðir að myndlykillinn nær ekki að lesa áskrift af kortinu. Fyrir þessu eru aðallega 2 ástæður:

1. Þegar nýr myndlykill er settur í samband eða nýtt kort í myndlykil tekur alla jafna um 30-60 mín fyrir áskrift að opnast og kemur þá Scrambled Channel á skjáinn á meðan.

2. Ýtið á Menu á fjarstýringunni fyrir myndlykilinn og veljið Aðgangskerfi á skjánum
Þarna inni á að standa CAS RAUF 1: CONAX CA

Ef eitthvað annað stendur þar þá þarf að taka kortið út úr lyklinum og þurrka af því. Einnig má prófa að blása í kortarauf myndlykilsins og setja kortið aftur inn. Ef það gengur ekki er rétt að hafa samband í 1414 eða á netspjallinu.

Ef myndin lagast ekki eftir samtal við þjónustufulltrúa er næsta skref að skipta kortinu út í næstu verslun Vodafone eða hjá næsta umboðsmanni.

Ég fæ bara lokuð rás

Ef það er búið að greiða fyrir áskriftina að viðkomandi stöð þá þarf að hafa samband við Vodafone í síma 1414 eða á netspjallinu.

Ef allar rásir sýna "lokuð rás" athugið þá hvort loftnetsmerkið er til staðar með því að styðja á bláa takkann. Þá kemur S og Q mæling neðst á skjáinn. Ef S og Q er 0% athugið þá hvort loftnetssnúran sé í sambandi við myndlykilinn. Lág gildi á S og Q benda til að annað hvort viðkomandi loftnetskerfi eða útsending hafi bilað.


Ég fæ „No signal / Ekkert merki“

Styðjið á bláa takkann á fjarstýringunni og athuga S og Q %. Ef S og Q er 0% athuga þá hvort loftnetssnúran er tengd við myndlykilinn. Ef S og Q gildin eru lág þá getur viðkomandi loftnetskerfi eða útsending hafa bilað.

Prófaðu að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband. Því næst ferðu í sjálfvirku leitina (Menu -> Sjálfvirk leit) og leyfir myndlyklinum að rúlla í gegnum það.

Ef það leysir ekki vandann þá þarf að skoða eftirfarandi hluti.
1. Er myndlykill rétt tengdur?(sjá uppsetningarleiðbeiningar)
2. Skipta út loftnetssnúru frá vegg í myndlykil.
3. Mögulega bilaður myndlykill.
4. Mögulega bilað loftnet.

Ég fæ „Smartcard wrong inserted“

Prófaðu að taka myndlykilinn úr sambandi í 30 sekúndur og stinga honum svo aftur í samband.

Ef ekkert breytist við það, þá er líklegt að smartkortið snúi vitlaust í lyklinum.

Gullkubburinn (örgjörvinn) á alltaf að snúa niður og stingast fyrst inn.

Einnig getur drulla á örgjörvanum valdið. Það má þurrka varlega yfir örgjörvann með rakri tusku.

Ef vandamál er enn til staðar þá þarf að skipta út búnaði.

Ég fæ mjög óskýra mynd

Þegar þú tengir myndlykilinn við sjónvarpið eingöngu með RF snúru (loftnetssnúru) þá skila myndgæði sér ekki eins vel í sjónvarpið og þegar notuð er SCART eða RCA snúra.

Við mælum því með að notuð sé SCART snúra (eða RCA) þar sem því verður komið við. Einnig gæti verið að myndgæði batni til muna þegar skipt er um útgangsrás á lyklinum:

1. Menu
2. Uppsetning
3. RF útgangsrás (PIN númer = 0000)
4. Það hægt að færa útgangsrásina frá 33 yfir á t.d. 35 (hún má vera frá 21-45)

Svo er bara um að gera að prófa næstu útgangsrás og athuga hvort myndin lagist. Athugaðu að þá þarf að láta sjónvarpið finna myndlykilinn á nýju rásinni.

HD
Eru háskerpulyklarnir með myndmótara?

Digital Ísland háskerpumyndlyklar Vodafone eru ekki með myndmótara.

Það þýðir að myndin frá lyklunum er ekki að mótast inn á loftnetskerfi notandans. Myndin fæst bara með Scart, HDMI tengi (Composite fyrir þá sem ekki nota HDMI) eða RCA tengi.

Hvar eru háskerpuútsendingar í boði?

Háskerpuútsendingar RÚV eru í boði um allt land. Háskerpuútsendingar fleiri stöðva eru í boði þar sem örbylgjuútsendinga nýtur við á Suðvesturhorni landsins og einnig þar sem gagnvirkt sjónvarp um nettengingar er í boði.

Get ég horft á háskerpuútsendingar í sjónvarpinu mínu?

Til að horfa á háskerpuútsendingar þarftu sjónvarp með innbyggðum háskerpumóttakara fyrir loftnet sem er DVB-t2.

Ef slíkur móttakari er ekki til staðar getur þú notað háskerpumyndlykil frá Vodafone, CAM-sjónvarpskort, ef sjónvarpið þitt getur tekið við slíku korti, eða fengið gagnvirka sjónvarpsþjónustu yfir nettengingu.

Hvar fæ ég háskerpumyndlykil?

Þú færð háskerpumyndlykla fyrir loftnet, CAM-kort eða gagnvirkan háskerpumyndlykil fyrir sjónvarp yfir nettengingu í næstu verslun Vodafone.

Leiðbeiningar
Hvernig tengi ég saman aðallykil, aukalykil og myndbandstæki?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar fyrir það með því að smella hér

Hvernig virkar fjarstýringin?

Með því að smella hér sérðu ítarlega mynd sem sýnir hvernig fjarstýringin fyrir hefðbundinn loftnetslykil virkar.

Hvað er PIN númerið?

Hefðbundinn loftnetsmyndlykill (Kaon)

PIN númerið er 0000 í upphafi.

Það er hægt að breyta því.
1. Menu
2. Uppsetning
3. 0000
4. Breyta PIN-númeri
5. Hægri píla
6. Slærð inn gildandi PIN-númer (0000)
7. Nýtt PIN-númer
8. Staðfesta
9. Exit

Háskerpu-loftnetsmyndlykill (Intek)

1. Smelltu á MENU takkann.

2. Smelltu á Ok við Aðgangsstýringar.

3. Smelltu á OK við Breyta PIN-númeri.

4. Stimpla inn Eldra PIN-númeri. (1111)

5. Stimpla inn Nýtt PIN-númer.

6. Stimpla nýja lykilorðið inn aftur.

7. Ok til að staðfesta breytingar

8. Ok til að loka.

Hvernig endurraða ég stöðvalistanum?

Veljið MENU á fjarstýringu og farið svo eftir skrefunum hér að neðan:

1. Veljið Endurraða stöðvalista.
2. PIN: 0000 (nema þú sért búinn að breyta því).
3. Ýtt á rauða takkann (SUB-T)
4. Veljið svo hreyfa með OK takkanum.
5. Farið með örina á stöðina sem á að færa til og ýtið á OK (bæta við vallista)
6. Ýtið á bláa takkann (hreyfa)
7. Færið píluna upp á þá rás sem óskað er eftir og ýtið á OK.
8. Ýtið svo á Exit, veljið OK við spurningu um hvort eigi að vista. Endurtakið til að raða fleiri stöðvum.

Hvernig læsi ég einstaka stöðvum?

1. Veldu Menu.
2. Veldu Endurraða stöðvalista og ýttu á Ok.
3. Sláðu inn leyninúmer (0000)
4. Ýttu á rauða takkann (fara í vallista)
5. Veldu Læsa (með örvunum) og ýttu á Ok.
6. Finndu þá stöð sem þú vilt læsa og smelltu á Ok, þá á sú stöð að fara yfir í hægri gluggann.
7. Stöðin er læst, því næst geturðu ýtt á Exit.
8. Ýttu á Ok (viltu vista) Nú ætti viðkomandi stöð að vera læst og biður um PIN-númerið til að opna hana.

Við mælum með því að þú breytir PIN númerinu þínu úr 0000 í einhverja aðra fjögurra stafa talnarunu. Það er gert svona:

1. Menu
2. Uppsetning og slærð inn gildandi PIN-Númer (0000) .
4. Breyta PIN-Númeri.
5. Ýtir á hægri pílu.
6. Slærð inn gildandi PIN-Númer (0000).
7. Stimplar inn nýja PIN-Númerið.
8. Staðfestir með Ok takkanum.

Hvar fæ ég loftnetsþjónustu?

Á vefsíðu Samtaka rafverktaka (SART) getur þú séð lista yfir fyrirtæki sem sinna loftnetsþjónustu. Fjölmörg fyrirtæki að auki selja loftnet og lagnaefni fyrir uppsetningar á loftnetskerfum. Hægt er að leita upplýsinga um þau t.d. hjá Já.is

Hvernig næ ég stöðvunum inn á sjónvarpið mitt?

Ef þú ert í vandræðum með að horfa á dagskrá í gegnum sjónvarpið sjálft (þ.e. þegar ekki er stillt á myndlykilinn) þarf að setja "loopu" á myndlykilinn.

Það þarf að setja eina loftnetsnúru í loop götin aftan á myndlyklinum. Inn á "ant inn" (ekki þar sem myndin af loftnetinu er heldur við hlið þess) og inn á "loop through" sem er ská fyrir neðan.

Þegar búið er að gera þetta þá áttu að ná stöðvum eins og RÚV á sjónvarpinu sjálfu. Þú þarft þá að skipta yfir á sjónvarpið til að horfa á þær.

Hægt er að sjá mynd af loopu hér.

Ég fæ bara svarthvíta mynd

Ef sjónvarpið þitt sýnir allt svarthvítt úr Digital Ísland myndlyklinum skalt þú prófa að ýta á P.STD takkann á fjarstýringunni og skipta yfir á PAL eða sjálfvirkt.

Ef það virkar ekki og þú ert með afruglarann tengdan í sjónvarp með skarttengi þá geturðu prófað að fara í (Menu -> Uppsetning -> Scart út) og skipta um stillingu.

Einnig getur þú líka kannað hvort scarttengið sé alveg fast í tengi á annaðhvort sjónvarpi eða afruglara.

Upptökulykill
Hvernig virkar upptökulykill?

Með Digital Ísland upptökumyndlyklinum getur þú tekið stjórnina á sjónvarpinu þínu. Þú getur sett á pásu þegar þú horfir á sjónvarpið og spólað fram og til baka í upptökunni.

Horfðu á tvær stöðvar í einu með mynd-í-mynd (tveir móttakarar) og færðu myndina til á skjánum eins og þér hentar.

Stilltu upptöku fram í tímann og horfðu á upptekið efni allt að þremur vikum síðar. Upptökulykillinn er einnig með yfirliti yfir dagskrána hverju sinni með svokallað EPG-Grid.

Hvar fæ ég upptökumyndlykil?

Við bjóðum upp á eina tegund af Intek myndlykli sem þú getur fengið í næstu verslun Vodafone.