Hlutanet (IoT) opnar á ný tækifæri

Internet hlutanna er að breyta því hvernig við lifum og vinnum! Það bætir daglega upplifun okkar af stafrænum og tengdum tækjum með því að einfalda verkefni og veita dýrmæta innsýn.


Hafa samband

Betra Hlutanet með Vodafone

Við erum fremst í IoT. Við erum, í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar og Vodafone Group, leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í IoT.

Stjórnborð tenginga
Við bjóðum öflugt stjórnborð sem er sérhannað til að styðja við IoT verkefni viðskiptavina okkar. Forskot næst með betra utanumhaldi.

Öflugir samstarfsaðilar
Innlendir og erlendir samstarfsaðilar okkar hjálpa þínu fyrirtæki að ná betri árangri með hlutanets-lausnum.

Framtíð hlutanets
Vodafone rekur hlutanets dreifikerfi á Íslandi með öflugum reikisamningum um allan heim. Við aðstoðum viðskiptavini okkar við að kynna sér nýjustu tækni og ráðleggjum til að hámarka árangur verkefna.

Alþjóðlegir samningar
Vodafone tryggir fast lágt verð í um 200 löndum hjá um 600 fjarskiptafélögum. Vertu viss um að þín lausn virki um allan heim á besta mögulega verðinu.

Einfalt, öruggt og skalanlegt

Stjórnborð

Í samstarfi við Vodafone Global býður Vodafone á Íslandi upp á fullkomið umsjónartól og snjallkort fyrir allar IoT tengingar fyrirtækis. Þar er hægt að fylgjast með allri notkun og stjórna virkni tengingana.


Snjallkort

Gott samband er ekki einungis lykilþáttur fyrir IoT lausnir. Við bjóðum mismunandi SIM kort sem henta öllum aðstæðum og notkunarmöguleikum. Hægt er að fá SIM kort úr sér hertu plasti sem þola miklar hitastigsbreytingar. Snjallkortin nýta sjálfvirkni stjórnborðsins til að virkja tæki og áskriftir.

Betra hlutanet með NB IoT og LTE-M

Landsdekkandi LTE-M kerfi sem er sérhannað fyrir tengd tæki kemur til viðbótar við NB-IoT dreifikerfið en bæði kerfin tilheyra nýrri kynslóð farsímakerfa fyrir tengd tæki. Samhliða innleiðingu nýrrar tækni hefur Vodafone hafið undirbúning að lokun 2G og 3G kerfa, en stefnt er á lokun þeirra árið 2025.

Sjá kort með dreifikerfi Vodafone

Enn meiri drægni

Enn meiri þekja og meiri drægni á „erfiðum“ svæðum, þar sem hefðbundið samband (3G/4G/5G ) næst ekki, t.d. í kjöllurum og í mikilli fjarlægð frá sendum.

Aukinn líftími rafhlöðu

Kerfin eru sérstaklega hönnuð fyrir tæki sem þurfa mikla rafhlöðuendingu, og er líftíminn mældur í árum frekar en klukkutímum eða dögum.

Forgangur í samböndum

Kerfin eru sérstaklega hönnuð til að styðja gífurlegan fjölda tækja. Það að tengd tæki séu á sérstöku kerfi, þýðir að sambandið truflast ekki vegna álags yfir 4G/5G kerfi.

Hver er munurinn á LTE-M og NB-IoT?


LTE-M
LTE-M hentar færanlegum tækjum og er með frábæra rafhlöðuendingu. LTE-M er hentar til dæmis mjög vel fyrir tengd úr, neyðarhnappa, vörurakningar eða önnur tengd tæki.

NB – IoT
NB-IoT er frábært fyrir tæki sem þurfa enn meiri rafhlöðuendingu og/eða drægni, en að sama skapi er minni bandvídd og eru staðbundin. NB IoT styður ekki raddsamskipti.

Hvað þarf ég að gera til að fá LTE-M og NB-IoT samband ?
Til að nýta LTE-M eða NB-IoT þarftu eingöngu búnað sem styður þessa tækni og áskrift hjá Vodafone. Búnaðurinn mun sjálfkrafa leita eftir sambandi yfir NB-IoT og/eða LTE-M og velja það kerfi sem hentar best hverju sinni.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.