Vettvangsþjónusta
Vodafone tengir þig
Vettvangsþjónusta Vodafone hefur umsjón með nýtengingum á neti, heimasíma og Vodafone Sjónvarpi á öllum tegundum af burðarlagi s.s. kopar, ljósneti og ljósleiðara. Auk þess að sjá um lagfæringar á bilunum sem kunna að verða hjá viðskiptavinum Vodafone.
Verðskrá
Þjónusta
Lýsing
Verð
Fyrsta uppsetning / Nýuppsetning
Fyrstu 30 mínúturnar
0 kr.
Almenn tengivinna
Hverjar hafnar 30 mínútur
5.500 kr.
Forgangur (flýtimeðferð innan sólarhrings)
Fyrstu 30 mínúturnar
11.000 kr.
Greitt er fyrir að fá tæknimann og símsmið á staðinn samkvæmt verðskrá. Athugið að verðskráin á aðeins við um þá þjónustu sem vettvangsþjónusta Vodafone veitir viðskiptavinum á höfuðborgarsvæðinu. Á landsbyggðinni taka verð mið af gjaldskrá verktaka á staðnum. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuver okkar í síma 1414, eða í gegnum Netspjall Vodafone fyrir nánari upplýsingar.
Ef um er að ræða bilun í innanhúslögn er rukkað samkvæmt verðskrá. Til viðmiðunar eru notaðar reglur Póst- og fjarskiptastofnun um innanhúslagnir en þar segir m.a. : Húseigendur eru ábyrgir fyrir innanhússlögnum fyrir fjarskipti frá nettengipunkti. Byggingarfulltrúi samþykkir teikningar af fjarskiptalögnum og hefur eftirlit með því að lagnir séu í samræmi við samþykktar teikningar af nýbyggingum. Húseigendur bera ábyrgð á öllu viðhaldi, breytingum og endurnýjun innanhússlagna.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528