Snjallheimsókn-Snjallheimsókn-img

Snjallheimsókn til fyrirtækja

Viltu bæta netsambandið hjá fyrirtækinu en veist ekki hvar á að byrja? Er tæknin til vandræða? Pantaðu Snjallheimsókn og þú færð snjallhetju á svæðið sem hjálpar þér að besta netsambandið hjá fyrirtækinu. Þetta er Voda einfalt!

14.990 kr.

(verð frá)

Snjallheimsókn-Snjallheimsókn-img
ddos tækjaskápur
ddos tækjaskápur

Hvað er snjallheimsókn?

Uppsetning á þráðlausum netbúnaði Uppfærsla á netbeini, 5G varaleið og tæknileg aðstoð, allt eftir þínum þörfum. Mæling á hraða fyrir / eftir Þarf rýmið aðrar lausnir? Engar áhyggjur, þú færð okkar allra bestu ráðgjöf og við hjálpum þér að leysa málið!

14.990 kr.

(verð frá)

Pantaðu Snjallheimsókn hér

Við hringjum í þig og finnum tíma sem hentar þér best. Yfir sumartímann getum við ekki heimsótt þig í júlí en hlökkum mikið til að koma til þín eftir sumarfrí. Til að byrja með er þjónustan aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í stöðugri þróun og viljum í framtíðinni geta boðið Snjallheimsókn um allt land.

Spurt og svarað

Fyrir hverja er Snjallheimsókn?

Snjallheimsókn er frábær fyrir fyrirtæki sem vilja hágæða netsamband um allt hús.

Við fáum tækin til að tala betur saman!

Við þjónustum alla, hvort sem þú ert með netið hjá Vodafone eða ekki.

Hvernig panta ég Snjallheimsókn?

Þú pantar heimsókn í forminu hér fyrir ofan.

Af hverju kostar Snjallheimsókn til fyrirtækja meira en til einstaklinga?

Þjónusta við fyrirtæki er oft flóknari og krefst meiri sérþekkingar en þjónusta til heimila. Eðli málsins samkvæmt er snjallheimsókn til fyrirtækja því kostnaðarsamari. Snjallhetjurnar okkar eru þaulvanar í að þjónusta fyrirtæki hvort sem um er að ræða netsamband, 5G varaleiðir, símkerfi, samband á posa, prentara eða annað sem þitt fyrirtæki er í vandræðum með.

Getið þið alltaf leyst málið í einni heimsókn?

Starfsfólk okkar gerir sitt besta til að leysa málið í einni heimsókn með þráðlausum netbúnaði Vodafone.

Í sumum tilfellum þarf aðrar lausnir, t.d. ef léleg netdreyfing er í rýminu, þú ert hjá öðru fjarskiptafélagi eða ef þú vilt enn öflugri lausnir, þá færðu okkar allra bestu ráðgjöf:

  • Tillaga að staðsetningu netlagna

  • Tillaga að búnaði sem hentar

  • Annað sem við náum ekki að leysa í einni heimsókn en gætum veitt ráðleggingar.

Athugaðu að okkar fólk dregur ekki í netlagnir en við getum bent á rafvirkja sem gera það.

Þarf ég að vera á svæðinu?

Já, því við viljum heyra frá þér hvert er vandamálið og ræða mögulegar lausnir. Stundum er hægt að fara fleiri en eina leið til að leysa málið.

Hversu langan tíma tekur heimsóknin?

Hvert fyrirtæki er einstakt og því misjafnt hversu langan tíma heimsóknin tekur. Gert er ráð fyrir að hver heimsókn taki um 60 mínútur.

Fyrir hverja hentar þjónustan ekki?

Snjallheimsókn er hugsuð sem aðstoð í núverandi netumhverfi fyrirtækja en ekki sem heildar endurhönnun og uppsetning á netumhverfi. Slík þjónusta er tímafrek og krefst greiningarvinnu. Hafir þú áhuga á slíkri þjónustu (endurhönnun á netumhverfi) hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Vodafone og við veitum þér ráðgjöf.

Er þjónustan í boði á landsbyggðinni?

Til að byrja með er þjónustan í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í stöðugri þróun og viljum í framtíðinni geta boðið upp á þjónustuna um allt land.

Fyrirvari

Við gerum okkar besta til að klára málið með þeim búnaði sem Vodafone býður til leigu. Stundum dugir þráðlaus búnaður ekki, en þá gefum við ráðleggingar varðandi búnað og netlagnir sem henta þínum þörfum.

Hvað kostar Snjallheimsókn?

Frá 14.990 kr. per heimsókn, en þetta gjald miðar við að heimsóknin fari ekki yfir 60 mín. Rukkað er fyrir hvern byrjaðan klukkutíma.

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528