Snjallheimsókn-Snjallheimsókn-img

Snjallheimsókn

Viltu bæta netsambandið en veist ekki hvar á að byrja? Er tæknin til vandræða? Ekkert mál, við hjálpum þér að leysa málið! Það geta öll heimili á höfuðborgarsvæðinu pantað Snjallheimsókn. Það breytir engu hvort þú sért með netið hjá Vodafone eða ekki. Þetta er Voda einfalt. Pantaðu Snjallheimsókn og þú færð snjallhetju heim sem hjálpar þér að besta heimilið.

9.990 kr.

(verð frá)

Snjallheimsókn-Snjallheimsókn-img
Hvað er snjallheimsókn?
Uppsetning á þráðlausum netbúnaði.-netbeinir-img
Uppsetning á þráðlausum netbúnaði

Snjallhetjan setur netbúnaðinn upp og kemur nettengingu á.

Uppfærslur-Update/change-img
Uppfærslur

Uppfærsla á netbeini, myndlykli og tæknileg aðstoð samkvæmt þínum óskum.

Tryggja hraða-Network & Coverage=data-img
Athuga hraða

Við mælum hraða á netinu fyrir og eftir.

Ráðgjöf-Home-img
Ráðgjöf

Þarf rýmið aðrar lausnir? Engar áhyggjur, þú færð okkar allra bestu ráðgjöf og við hjálpum þér að leysa málið!

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

Lipur og fagleg þjónusta - redduðu mér strax rafmagnsmanni sem kom strax og græjaði og mættu svo með réttan búnað. Vandamálið úr sögunni og við alsæl með netið á heimilinu. Takk fyrir okkur og konfektið var punkturinn yfir i-ið :) Persónuleg þjónusta og allar timasetningar stóðust.

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

„Góð þekking hjá starfsmanninum og mikil þjónustulund.“

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

„Tveir dásamlegir piltar, sem leystu vandamálin upp á tíu!“

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

Tæknimennirnir voru frábærir í alla staði, fóru yfir allt hjá mér og græjuðu á staðnum allt sem þurfti að laga, ég er mjög ánægð með heimsóknina.

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

Alveg frábær maður sem kom uppplýsandi og kurteis og þægilegur.

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

„Starfsmaðurinn var mjög almennilegur og hjálpsamur.“

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

Félagarnir allir af vilja gerðir til að hjálpa.“

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

„Toppmaður sem kláraði allt sem þurfti.“

Viðskiptavinur sem fékk Snjallheimsókn

„Lipur og góð þjónusta.“

Net-Net-img

Pantaðu Snjallheimsókn hér

Við hringjum í þig og finnum tíma sem hentar þér best. Yfir sumartímann getum við ekki heimsótt þig í júlí en hlökkum mikið til að koma til þín eftir sumarfrí. Til að byrja með er þjónustan aðeins í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í stöðugri þróun og viljum í framtíðinni geta boðið Snjallheimsókn um allt land.

Spurt og svarað

Hvernig panta ég Snjallheimsókn?

Þú skráir þig hér, við hringjum í þig og finnum tíma sem hentar!

Fyrir hverja er Snjallheimsókn?

Snjallheimsókn er frábær fyrir fjölskyldur sem vilja hágæða netsamband um allt hús. Við fáum tækin til að tala betur saman. Við þjónustum alla, hvort sem þú ert með netið hjá Vodafone eða ekki.

Þarf ég að vera á svæðinu?

Já við viljum heyra frá þér hvert vandamálið er og ræða mögulega lausnir. Stundum er hægt að fara fleiri en eina leið til að leysa málið.

Er þjónustan í boði á landsbyggðinni?

Til að byrja með er þjónustan í boði á höfuðborgarsvæðinu. Við erum í stöðugri þróun og viljum í framtíðinni geta boðið upp á þjónustuna um allt land.

Hversu langan tíma tekur heimsóknin?

Hvert húsnæði er einstakt og því misjafnt hversu langan tíma heimsóknin tekur, en algengur tími er 30 – 60 mínútur.

Fyrir hverja hentar þjónustan ekki?

Fyrirtæki geta pantað þjónustuheimsókn, en eðli málsins samkvæmt eru lausnir fyrir þau oft flóknari og þarf að umfangsmeta hvert tilvik fyrir sig. Ef þitt fyrirtæki hefur áhuga á slíkri þjónustu, hafðu samband við fyrirtækjaþjónustu Vodafone eða skráðu þig hér.

Getið þið alltaf leyst málið í einni heimsókn?

Starfsfólk okkar gerir sitt besta til að leysa málið í einni heimsókn með þráðlausum netbúnaði Vodafone.

Í sumum tilfellum þarf aðrar lausnir, t.d. ef léleg netdreifing er í rýminu, þú ert hjá öðru fjarskiptafélagi eða ef þú vilt enn öflugri lausnir, þá færðu okkar allra bestu ráðgjöf:

* Tillaga að staðsetningu netlagna * Tillaga að búnaði sem hentar * Afsláttur af heimsóknargjaldi

Athugaðu að okkar fólk dregur ekki í netlagnir en við getum bent á rafvirkja sem gera það.

Skilmálar

Tekið er fram að starfsfólk Vodafone hefur undirritað trúnaðaryfirlýsingu. Hér má finna persónuverndarskilmála okkar.

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528