Meiri hraði
Meiri og jafnari hraði á farsímaneti. Spilaðu leiki með fjölda fólks hvar sem er og náðu í kvikmyndir á nokkrum sekúndum.
Meiri flutningsgeta
Öruggur og hnökralaus gagnaflutningur og símtöl á fjölmennustu stöðum, eins og á hátíðum og íþróttaviðburðum.
Engar tafir
Hver nennir að bíða? Horfðu, hringdu og spilaðu hvar sem er án truflana.
Hvað er
5G?
5G er skammstöfun fyrir 5. kynslóð farsímanets. Það tryggir betri notendaupplifun og ný tækifæri á farsímanetinu. Þrátt fyrir að 4G netið okkar sé eitt það hraðasta í heiminum, þá veitir 5G netið meiri hraða. 5G netið er allt að 10 sinnum hraðara en gamla 4G netið. En 5G er ekki bara hraðari útgáfa af 4G. Ólíkt gamla netinu býður 5G upp á að að tengja gríðarlegan fjölda mismunandi tækja á vefnum - á sama tíma. 5G netið getur séð um milljarða tengdra tækja. Og þá erum við ekki bara að tala um farsíma, heldur allt frá bílum til bílastæðaskynjara, lækningatækja og heilla verksmiðja.
Hversu
hratt
er 5G?
5G netið er allt að 10 sinnum hraðara en gamla 4G netið. Hraði og flutningsgeta 5G þýðir að þegar netið þróast verður mögulegt að skiptast á miklu magni af gögnum fram og til baka í rauntíma - í reynd án tafar. Þetta þýðir til dæmis að sjálfkeyrandi bílar geta sent gögn um umhverfi sitt sem greind eru í skýinu og send strax til baka, á sama tíma og bíllinn hefur einnig samskipti við önnur ökutæki og gagnaheimildir í umferðinni. Bíllinn verður því ekki aðeins með „augu í hnakkanum“ - heldur augu alls staðar í vegakerfinu.
Ný
tækifæri
fyrir samfélagið
Með 5G tækninni opnast haf nýrra tækifæra í iðnaði og mikilvægum samfélagslegum greinum. Allt er mögulegt! Til dæmis er hægt að tengja, greina og straumlínulaga svo sem skynjara, vélar og gagnagrunna á alveg nýja vegu. Þá er einnig hægt að búa til samskiptanet á milli ótal tækja og er það forsenda aukinnar sjálfvirknivæðingar t.d. í heilbrigðisþjónustu, landbúnaði og annars konar iðnaði. 5G tæknin býður upp á mikla möguleika á sérsniðnum lausnum og tryggir enn meira öryggi, áreiðanleika og skilvirkni á hinum ýmsu sviðum samfélagsins.
Spurt og svarað
Hver er ávinningur af 5G fyrir neytendur?
Helsti kostur 5G tækninnar er meiri hraði og aukin afköst. Það er hægt að búa til samskiptanet á milli tækja á heimilinu svo hægt sé að stjórna þeim í rauntíma, hlaða niður kvikmyndum í háskerpugæðum á nokkrum mínútum og spila tölvuleiki hvar sem er. Með aukinni útbreiðslu 5G munu heimili sjá sér fært að færa nettenginguna yfir á 5G netið sem felur í sér aukin þægindi, t.d. verður ekki lengur þörf að tengja netbeini á ákveðnum stað heldur verður hægt að staðsetja hann hvar sem er í rýminu.
Hvaða breytingar eru framundan?
Framtíðin er spennandi. Ómögulegt er að spá fyrir um hvað 5G muni þýða fyrir farsímanotkun okkar á næstu árum. En við þurfum ekki að bíða lengi eftir framtíðinni. Sem stendur er það til jafns ímyndunaraflið og tæknin sem setja mörkin fyrir hvað er hægt að gera með 5G. Þegar fyrstu snjallsímarnir komu á markaðinn og þegar 4G netið var opnað gat enginn séð fyrir hvað þessar nýjungar myndu breyta lífi okkar. Það sama á við um 5G.
Er 5G öruggt?
Vodafone tekur öryggi viðskiptavina sinna, almennings og umhverfisins mjög alvarlega. Við förum eftir innlendum reglugerðum og alþjóðlegum viðmiðunarreglum til að tryggja að farsímar og tæknin á bak við þá sé örugg og munum við halda áfram að gera það í uppbyggingu á 5G neti okkar. Mikið hefur verið rætt um hugsanleg áhrif 5G á heilsu fólks en engar rannsóknir hafa sýnt fram á áhrif 5G á heilsu fólks frekar en fyrri kynslóðir farsíma og farneta.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528