Þjónustusvæði Vodafone Sjónvarps

Vodafone býður upp á fjölbreytta sjónvarpsþjónustu um allt land. Á helstu þéttbýlissvæðum má fá gagnvirkt Vodafone Sjónvarp um ljósleiðara, ljósnet og ADSL tengingar. Sjónvarpsútsendingar Vodafone um loftnet ná til 99,9% landsmanna og helstu sumarhúsasvæða og því til viðbótar eru örbylgjuútsendingar á Suðvesturhorni landsins. Hér fyrir neðan má sjá hvar hægt er að fá aðgang að Vodafone Sjónvarpi.

Gagnvirkt sjónvarp Vodafone

Gagnvirkt sjónvarp okkar um ljósleiðara og ljósnet er í boði á öllum helstu þéttbýlisstöðum landsins og nær til rúmlega 90% heimila. Á kortinu hér fyrir ofan má sjá yfirlit yfir þessa staði.

Útsendingar Vodafone um loftnet

Stafrænt dreifikerfi Vodafone um loftnet nær til 99,9% landsmanna auk helstu sumarhúsasvæða og er stærsta sjónvarpsdreifikerfi landsins. Með því fást útsendingar í RÚV í háskerpu, aukin mynd- og hljómgæði og aðgangur að a.m.k. 9 sjónvarpsstöðvum um allt land. Hér fyrir ofan er kort af dreifisvæðinu, en hægt er að smella á kortið til að fá það í stærri útgáfu.

Gagnvirkt sendakort - loftnet

Á gagnvirku sendakorti hér fyrir ofan má sjá loftnetssenda Vodafone nánar. Þar má m.a. sjá hvaða stöðvaframboð er í boði:

  • Hringur með tígulmerki: RÚV, Stöð 2, Stöð 3, Bíóstöðin, Krakkastöðin, Stöð 2 Sport, Stöð 2 Sport 2, N4, RÚV 2 og RÚV HD.
  • Hringur með plúsmerki: Stöð 2 Sport 3, Stöð 2 Sport 4, ÍNN, Golfstöðin, Sky News, E!, Cartoon Network og DR1.

Í Eyjafirði nást að auki eftirtaldar stöðvar yfir loftnet: Stöð 2 Sport HD og Stöð 2 Sport 2 HD.

Útsendingar um örbylgju

Vodafone sendir einnig út sjónvarp um örbylgju á Suðvesturhorni landsins, en með örbylgju má ná u.þ.b. 60 sjónvarpsstöðvum. Hér fyrir ofan má sjá útbreiðslukort örbylgjuútsendinganna.