Spurt&Svarað

Farsími

Almennt
Er hægt að flytja símaskrána milli SIM korta?

Þegar skipt er um SIM kort er hægt að biðja starfsfólk verslana Vodafone að færa upplýsingarnar sem eru vistaðar á gamla SIM kortinu yfir á nýja SIM kortið. Þannig færast allar upplýsingar úr símaskránni yfir á nýja SIM kortið.

Einnig er hægt að afrita símaskrána af gamla SIM kortinu yfir á það nýja beint í GSM símanum með því að afrita upplýsingar um tengiliði af gamla SIM kortinu yfir á minni símtækisins og þaðan yfir á nýja SIM kortið. Fer það eftir símtækinu hvernig þetta er gert, en fyrir flest símtæki þá er þetta gert svona:

Valmynd - Símaskrá - Afrita, svo þarf að velja alla tengiliði og færa yfir á minni símans.

Hvað á að gera ef SIM kortið glatast?

Ef SIM kort glatast er mikilvægt að tilkynna það sem fyrst til að koma í veg fyrir misnotkun. Viðskiptavinur ber ábyrgð á SIM kortinu og notkun þess þar til tilkynnt hefur verið um að það hafi glatast.

Upplýsingar sem aðeins voru vistaðar á SIM kortinu tapast ef kortið týnist.

Fyrstu viðbrögð er að tilkynna kortið til Vodafone, annað hvort í síma 1414, með tölvupósti á vodafone@vodafone.is eða á netspjallinu okkar. Því næst er hægt að koma í verslun okkar og fá nýtt simkort. Til að fá afhent simkort þarf rétthafi símanúmersins að koma og hafa meðferðis skilríki.

Er hægt að finna týnt eða stolið símtæki?

Vodafone framkvæmir leit að símtækjum hafi kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Sé kæra skráð hjá lögreglu er hægt að gera tvennt: Annars vegar bíða eftir því að lögreglan sendi skýrsluna áfram á öll símafélögin. Viðbrögð lögreglu fara yfirleitt eftir umfangi málsins, en hratt er brugðist við þar sem um innbrot eða þjófnað er að ræða. Hins vegar er hægt að óska eftir uppflettingu símtækis hjá hverju símafélagi fyrir sig.

Viljir þú óska með þessum hætti eftir leit að símtæki í okkar kerfum þarftu að afhenda okkur afrit af kæru til lögreglu (eyðublað sem fæst hjá þeim) og verður málsnúmer hjá lögreglu að koma fram á eyðublaðinu. Hin símafélögin bjóða upp á sams konar þjónustu, en rétt er að ítreka að sé síminn í notkun á Íslandi þarf að leita hjá hverju félagi fyrir sig til að finna tækið. Sá sem óskar leitar verður að hafa náð 18 ára aldri. Hjá Vodafone nær leitin yfir mánaðar tímabil.

Sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það.

Til að hægt sé að rekja símann þarf að framvísa IMEI númeri hans. Númerið er á kvittun sem afhent var þegar tækið var keypt og einnig á umbúðunum sem fylgdu símanum upphaflega. Hafi tækið verið keypt hjá Vodafone er hægt að fletta IMEI númeri upp í verslunum okkar.

Rétt er að árétta að beri leitin árangur er farsímafélögunum ekki heimilt að afhenda upplýsingar um notkun símans til eiganda hans, heldur fara upplýsingarnar til lögreglu, sem vinnur úr þeim á viðeigandi hátt.

Svör um árangur í leit eru veitt með SMS og tölvupósti, en ávallt er svarað formlega í sérstökum reikningi sem sendur er út vegna leitarinnar.

Get ég fengið nýtt SIM kort á sama símanúmer?

Ef SIM kort glatast eða skemmist þá er alltaf hægt að koma við í einni af verslunum Vodafone, fá nýtt SIM kort og halda gamla símanúmerinu.

Nauðsynlegt er að framvísa skilríkjum við afhendingu í verslun.

Einnig er hægt að opna aftur fyrir glatað SIM kort í verslun gegn framvísun skilríkja.

Aðgerðir
Hvernig virkar talhólf?

Talhólf er símsvari sem hægt er að stilla til þess að taka á móti skilaboðum þegar: slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða er á tali.

Til að stilla talhólfið þarf að hringja í 1415. Uppsetning talhólfsins felur í sér að slá inn nýtt aðgangsnúmer og lesa inn ávarpið. Ávarpið er það sem fólk heyrir þegar það hringir í símanúmerið og símtalið er flutt í talhólfið.

Tilkynning um ný skilaboð í talhólfinu berast með SMS skilaboðum.

Það kostar ekkert að hringja í talhólfsnúmerið 1415 til að hlusta á skilaboðin.

Einnig er boðið upp á Hver Hringdi? þjónustuna. Hún virkar þannig að þegar hringt er í símann þegar hann er á tali, ekki er svarað eða hann utan þjónustusvæðis þá fær eigandi hans skilaboð með SMS um að reynt hafi verið að ná í hann. Það kostar ekkert að vera með Hver Hringdi? þjónustuna.

Athugið að ekki er hægt að hafa bæði talhólf og Hver Hringdi? þjónustuna á sama tíma.

Hægt er að slökkva á bæði talhólfi og Hver hringdi? þjónustunni með því að hringja í númerið ##002# úr símanum. Við mælum með því að slökkva á talhólfi þegar ferðast er erlendis, þar sem það getur verið kostnaðarsamt.

Hvernig stilli ég flutning í talhólf?

Þrjár leiðir eru mögulegar til að stilla símtalsflutning í talhólf:

1) Einfaldast er að stilla símtalsflutning, m.a. í talhólf, á Mínum síðum á Vodafone.is . Talhólfsnúmerið er 6200200.

2) Einnig er hægt að fara í stillingar („Settings“ á ensku) flestra tegunda síma og stilla símtalsflutning (Call Forwarding) þar. Til að flytja símtal í talhólfið slærðu inn símanúmerið +3546200200.

3) Til þess að flytja símtöl í talhólf má einnig slá inn eftirfarandi kóða sem virka fyrir allar tegundir síma.

Þegar ekki er svarað í farsímann: *61*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #61#hringja

Þegar slökkt er á símanum: *62*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #62#hringja

Þegar er á tali: *67*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #67#hringja

Öll símtöl flutt beint í talhólf: *21*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #21#hringja

Hægt er að velja hversu langur tími líður þar til símtal flyst í talhólfið ef ekki er svarað.

Talhólfið svarar innan – tímalengd breytt: *61*+3546200200**5, 10, 15, 20, 25 eða 30 (sekúndur)#hringja. Ef þú velur ekki sérstaka tímalengd flyst símtalið eftir 15 sekúndur.

Til þess að slökkva á öllum flutningum: ##002#

Hvernig stilli ég símtalsflutning / hringiflutning?

1. Símtalsflutningur ef ekki er svarað:

Flutningur tengdur, velja: *61*símanúmer# sem á flytja símtölin í.
Dæmi: *61*5123456#

Flutningur aftengdur, velja: #61#

Ef engin tímalengd er stillt sem á að líða áður en símtal flyst þá flyst símtalið eftir 15 sekúndur. (u.þ.b 4 hringingar).

Ef annarrar tímalengdar er óskað er slegið inn: *61* símanúmer* (sekúndur) #

Sekúndur = tíminn sem á að líða áður en símtal flyst.

Tímalengdin getur verið 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 sekúndur.

Dæmi: *61*5123456*25#, við þetta flyst númerið í 512 3456 eftir 25 sekúndur.

2. Hringiflutningur – allar hringingar

Flutningur tengdur: *21*símanúmer #

Flutningur aftengdur, velja: #21#

Dæmi: *21*5123456#, við þetta flytjast allar hringingar úr númerinu í 512 3456

3. Hringiflutningur – þegar er á tali

Flutningur tengdur: *67*símanúmer#

Flutningur aftengdur, velja: #67#

Dæmi: *69*5123456#, við þetta flytjast öll símanúmer úr númerinu í 512 3456

4. Flutningur á SMS

Skrá SMS flutning: **21*farsímanúmer hjá Vodafone sem á að áframsenda í*16#, og velja "hringja"

Afskrá SMS fluting: ##21**16#, og velja hringja.

Virkja SMS flutning: *21**16#, og velja hringja.

Afvirkja SMS flutning: #21**16#, og velja hringja.

Skoða SMS flutning: *#21**16#, og velja hringja.

Einnig er hægt að stilla hringiflutning á Mínum síðum fyrir farsíma.

Hægt er svo að slökkva á öllum flutningum með: ##002#

Hvernig blokka ég númer?

Hægt er að loka á innhringingar frá stökum númerum, t.d. til þess að koma í veg fyrir áreiti.

Android og iPhone: Veldu "Stillingar" og því næst "Símtal". Þar má finna "Hafna símtali" möguleikann.

Símtal bíður/call waiting.

Hægt er að svara annarri símhringingu á meðan talað er í símann. Stutt hljóðmerki heyrist ef hringt er meðan á símtali stendur, þá er boðið upp á að geyma það símtal á meðan næsta er svarað. Einnig er hægt að ljúka núverandi símtali og fá þá beint samband við þann sem hringir.

Þjónustan tengd: *43#hringja

Þjónustan aftengd: #43#hringja

Einnig er hægt að stilla þessa þjónustu í símanum sjálfum en það er misjafnt eftir símtækjum.

Hvernig á að panta læsingu á símanúmer?

Viðskiptavinir geta pantað læsingar á símanúmer með því að hringja í þjónustuver Vodafone í síma 1414 úr númerinu sem á að setja læsingarnar á.

Af öryggisástæðum er ekki hægt að taka læsingar af í gegnum símann og verður því að framvísa skilríkjum í verslun til að taka læsinguna af.

Hvernig get ég fengið PUK númer?

Ekki er hægt að fá PUK númer uppgefið fyrir óskráð símanúmer. Notendur óskráðra frelsisnúmera þurfa að koma í verslun, sýna skilríki og skrá símanúmerið sitt til að fá PUK.

Ef símanúmer er skráð á fyrirtæki geta aðeins skráður notandi eða skráður tengiliður fyrirtækisins fengið uppgefið PUK.

Farsími
Týndur farsími
Hefur farsímanum þínum verið stolið?

Þú getur tilkynnt um stolið eða glatað símtæki til okkar í þjónustuver Vodafone í síma 1414, á netspjallinu eða með því að senda tölvupóst á netfangið vodafone@vodafone.is.

Með því að tilkynna til okkar getum við brugðist við og lokað fyrir alla notkun. Við bjóðum einnig upp á leit að stolnum símtækjum sem skráð eru í þjónustu hjá Vodafone. Leit að símtæki kostar 5.008 kr. en framvísa þarf lögregluskýrslu í næstu verslun Vodafone.
Hvað er Gagnakort?

Með völdum farsímaleiðum getur þú fengið Gagnakort í öll snjalltæki heimilsins fyrir 690 kr. á mánuði og notað þannig gagnamagnið sem er innifalið í áskriftarleiðinni þinni.

Þú getur því sett gagnakortið í spjaldtölvuna og nýtt innifalið gagnamagn mun betur en áður.

Getur öll fjölskyldan notað sama gagnamagnið?

Já, með völdum farsímaleiðum Vodafone er hægt að fá Fjölskyldukort og þannig deilt samanlögðu gagnamagni áskriftarleiðarinnar með öðrum fjölskyldumeðlimum. Ef innifalið gagnamagn klárast fá þau aukalega gagnamagn á hagstæðu verði. Athugið að þeir sem eru með Krakkakort samnýta ekki gagnamagnið, heldur kaupa það sérstaklega.

Sonur minn er með lögheimili hjá móður sinni, get ég fengið Fjölskyldukort fyrir hann?

Já, ef þú ert greiðandinn af hans þjónustu.

Þjónustan er ekki háð öðrum skilyrðum en þeim að númerið sé á sama reikningi (og því sami rétthafi), ekki þarf að vera innan sömu fjölskyldukennitölu eða með sama lögheimili. Athugaðu - ef barn þitt er undir 25 ára aldri getur það fengið Krakkakort .

Við erum ekki skráð í sambúð, getum við þá ekki fengið Fjölskyldukort?

Jú, ef það er sami greiðandi af númerunum á aðal áskriftarleiðinni og Fjölskyldukortinu þá er það í lagi.

Þarf öll þjónusta að vera skráð á sama aðilann eða er nóg að við séum innan sömu fjölskyldukennitölu?

Einu skilyrðin er að sami greiðandinn sé af allri þjónustu sem tilheyrir farsíma áskriftarleiðinni, þ.e. öll áskrift hvort sem er Farsími, Fjölskyldukort eða Gagnakort þarf að vera með sama greiðanda og þ.a.l. á sama reikningi.

Er takmarkaður fjöldi á Fjölskyldukortum eða Gagnakortum á fjölskyldu?

Þú getur fengið allt að 4 Fjölskyldukort og 12 Gagnakort fyrir alla fjölskylduna, sama hversu stór hún er. Eina skilyrðið er að þjónustan sé á sama reikningi og þar af leiðandi með sama rétthafa.

Ótakmarkaðar mínútur og SMS, er þetta í alvöru algjörlega ótakmarkað? Er ekkert í smáa letrinu?

Já þetta eru ótakmarkaðar mínútur og SMS í íslensk kerfi, farsíma og heimasímanúmer. Önnur gjaldskyld númer (t.d. 118) og 900-númer er greitt fyrir skv. viðeigandi verðskrá.

Með Reiki í Evrópu gilda mínútur, SMS og gagnamagn í öllum löndum innan EU/EES.

Get ég keypt aukagagnamagnspakka?

Nei, það er ekki í boði að kaupa gagnamagnspakka en um leið og þinn pakki er búinn færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði. Nánari upplýsingar má finna á verðskrársíðu farsíma.

Hvernig fylgist ég með gagnamagnsnotkuninni minni?

Besta leiðin til að fylgjast með gagnamagnsnotkuninni er að nota Vodafone appið og Mínar síður á Vodafone.is.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið er umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent.

Er hægt að stilla þak á gagnamagnsnotkun hvers númers?

Nei, sem stendur er ekkert hægt að stilla notkunina niður á hvert númer eða setja þak á gagnamagn áskriftarinnar. Eftir sem áður er hægt að stilla þak á gagnamagn á ferðalögum erlendis, en sú þjónusta er ekki bundin við farsíma áskriftarleiðina.

Fjölskyldukort
Hvað er Fjölskyldukort?

Með völdum áskriftarleiðum Vodafone er hægt að fá Fjölskyldukort. Með Fjölskyldukorti getur þú boðið þinni fjölskyldu að fá ótakmörkuð símtöl og SMS með því að skrá þau með Fjölskyldukort. Greitt er mánaðargjald fyrir hvert Fjölskyldukort og fær það jafn mikið gagnamagn og aðaláskriftin. Svo deilir Fjölskyldukortið samanlögðu gagnamagni með aðaláskriftinni.

Fjölskyldukortið og aðaláskriftin deila jafnframt því gagnamagni sem bætist við ef gagnamagn mánaðarins klárast.
Við erum ekki skráð í sambúð, getum við þá ekki fengið Fjölskyldukort?

Jú, ef það er sami greiðandi af númerunum á Farsíma leiðinni og Fjölskyldukortinu þá er það í lagi.

Þarf öll þjónusta að vera skráð á sama aðilann eða er nóg að við séum innan sömu fjölskyldukennitölu?

Einu skilyrðin er að sami greiðandinn sé af allri þjónustu sem tilheyrir farsíma áskriftarleiðinni, þ.e. öll áskrift hvort sem er Farsími, Fjölskyldukort eða Gagnakort þarf að vera með sama greiðanda og þ.a.l. á sama reikningi.

Getur öll fjölskyldan notað sama gagnamagnið?

Já, með völdum farsímaleiðum Vodafone er hægt að fá Fjölskyldukort og þannig deilt samanlögðu gagnamagni áskriftarleiðarinnar með öðrum fjölskyldumeðlimum. Ef innifalið gagnamagn klárast fá þau aukalega gagnamagn á hagstæðu verði. Athugið að þeir sem eru með Krakkakort samnýta ekki gagnamagnið, heldur kaupa það sérstaklega.

Er hægt að stilla þak á gagnamagnsnotkun hvers númers?

Nei, sem stendur er ekkert hægt að stilla notkunina niður á hvert númer eða setja þak á gagnamagn áskriftarinnar. Eftir sem áður er hægt að stilla þak á gagnamagn á ferðalögum erlendis, en sú þjónusta er ekki bundin við áskriftarleiðina.

Get ég keypt aukagagnamagnspakka?

Nei, það er ekki í boði að kaupa gagnamagnspakka en um leið og þinn pakki er búinn færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði.

Getur Fjölskyldukort notað útlandamínútur aðalnúmers?

Já, ef keyptar eru útlandamínútur með aðal áskriftarleiðinni gilda þær bæði fyrir viðkomandi áskriftarleið og Fjölskyldukort.

Hvernig fylgist ég með gagnamagnsnotkuninni minni?

Besta leiðin til að fylgjast með gagnamagnsnotkuninni er að nota Vodafone appið og Mínar síður á Vodafone.is.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið er umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent.

Er takmarkaður fjöldi á Fjölskyldukortum eða Gagnakortum á fjölskyldu?

Þú getur fengið allt að 4 Fjölskyldukort og 12 Gagnakort fyrir alla fjölskylduna, sama hversu stór hún er. Eina skilyrðið er að þjónustan sé á sama reikningi og þar af leiðandi með sama rétthafa.

Krakkakort
Hvað geta mörg ungmenni á heimili fengið Krakkakort?

Með völdum farsímaleiðum Vodafone er hægt að fá Krakkakort. Ef það er í boði með þinni farsímaleið þá geta öll börn eða ungmenni heimilisins undir 25 ára fengið Krakkakort.

Hvað gildir Krakkakort í langan tíma?

Ótakmörkuð símtöl og SMS auk 2 GB gagnamagns gilda í 30 daga frá virkjun, SMS berast til foreldris/forráðamanns og notanda á Krakkakorti þegar að áfylling virkjast.

Hvernig skrái ég Krakkakort?

Með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414 eða með netspjalli .

Hvað er innifalið í Krakkakorti?

Ótakmörkuð símtöl og ótakmörkuð SMS í alla farsíma og heimasíma innanlands, óháð kerfi. 2 GB gagnamagn sem gildir í 30 daga.

Ég er með farsíma í áskrift en barnið mitt er með annað lögheimili. Getur það fengið Krakkakort?

Já. Eina skilyrðið er að notandi á Krakkakorti sé undir 25 ára og að númerið sé tengt við aðaláskriftina.

Hvað gerist ef gagnamagnið klárast?

Þá er hægt að kaupa auka gagnamagnspakka sem er eingöngu í boði fyrir Krakkakort. Við bjóðum upp á tvenns konar áfyllingar, en það eru 10 GB á 1.490 kr og 50 GB á 2.490 kr. Gagnamagnið gildir í 30 daga frá áfyllingu.

Hægt er að kaupa gagnamagnspakka í gegnum Vodafone appið eða í gegnum áfyllingarferlið hér á vodafone.is.

Einnig má bæta við gagnamagnspakka fyrir frelsi, en þeir gilda í 30 daga. Við bendum sérstaklega á að með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í 1414 er hægt að skrá sjálfvirka áfyllingu þannig að gagnamagnspakki bætist sjálfkrafa við Krakkakortið með reglulegu millibili.

Netið í símanum
Hvað gerist ef ég klára innifalið gagnamagn í áskrift?

Ef innifalið gagnamagn klárast í áskrift færðu viðbótargagnamagn á hagstæðu verði. Nánari upplýsingar má finna á verðskrársíðu farsíma. Þú átt einnig alltaf kost á því að fara í stærri áskriftarpakka með auknu gagnamagni með því að hafa samband við þjónustuver í síma 1414, á netspjallinu eða í næstu verslun okkar.

Vodafone sendir tilkynningar með SMS þegar gagnamagnsnotkun er meiri en innifalið er í áskriftinni, en athugið að sú þjónusta er ekki í rauntíma enn sem komið er og því geta liðið nokkrir dagar frá því að farið erum umfram innifalið gagnamagn mánaðar þangað til SMS er sent. 

Við hvetjum þig til að fylgjast vel með netnotkun þinni með Vodafone appinu eða á Mínum síðum.

Hvernig nota ég símann til að fara á netið í tölvunni?

Flestir snjallsímar bjóða upp á svokallað „WiFi tethering“ eða þráðlausa tjóðrun, en með því býr síminn til þráðlaust WiFi net sem önnur tæki og tölvur geta tengst og þannig náð netsambandi. Þá þarf fyrst að finna þennan valmöguleika í símanum (oftast er það í netkerfishluta stillingavalmyndar símans) og kveikja á honum. Þá ætti þráðlaust net símans að birtast á tölvunni og hægt að tengjast því þar.

Oft þarf að slá inn lykilorð netkerfisins, en það ætti einnig að vera hægt að finna í stillingum símans þar sem kveikt er og slökkt á tjóðruninni.

Útlönd
Get ég hringt gjaldfrjálst í Vodafone frá útlöndum?

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.

Hvernig á að skipta á milli símkerfa í útlöndum?

OPERATOR / NETWORK SELECTION - VAL Á SÍMKERFI

Hér eru nokkur dæmi um hvernig skipt er milli símkerfa í mismunandi símtækjum. Listinn er ekki tæmandi og geta skipanir verið ólíkar milli síma og útgáfa af stýrikerfum.

Android:

 • Settings - Mobile Networks – Network operators – Search networks
 • Stillingar - Farsímakerfi - Símafyrirtæki - Leita að kerfum

iPhone:

 • Settings - Carrier - taka hakið úr automatic - velja símkerfi
Windows Phone:
 • Strjúktu til vinstri til að fá valmynd, svo: Settings - Mobile Network - Network Selection - velja símkerfi

Nokia:

 • menu - settings - phone settings - phone - operator selection
 • valmynd - stillingar - símastillingar - val símafyrirtækis

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings -

-í sumum símum þarf að fara í phone

-network - operator selection

 • valmynd - verkfæri - stillingar -

- í sumum símum þarf að fara í sími

- símkerfi - val á símafyrirtæki

Sony Ericsson:

 • menu - settings - connectivity (fjórði flipi til hægri) - mobile networks - select network
 • valmynd - stillingar - tengingar (fjórði flipi til hægri) - farsímakerfi - velja símkerfi

Samsung:

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services- network selection

-settings - network services - network selection

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-val á símkerfi

- stillingar - þjónusta símkerfis - val á símkerfi

Motorola:

 • menu - settings - network - avail. networks

HTC:

 • start - settings - phone - networks

BlackBerry:

 • menu - options - mobile network
Hvernig er hringt til Íslands frá útlöndum?

Þegar hringt er til Íslands frá útlöndum er valið 00354 eða +354 á undan símanúmerinu. Frá Bandaríkjunum er hins vegar valið 011 til að fá línu út úr landinu og myndi þá líta svona út 011354*******.

Til þess að hringja í talhólfið erlendis frá þá er valið 003546200200 og til þess að ná í þjónustuverið þá er hringt í 003545999001. (Fyrir Bandaríkin þá þarf að passa að velja 011354 á undan)

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.

Í hvaða löndum er hægt að nota farsíma hjá Vodafone?

Á síðunni Farsími í útlöndum er hægt er að sjá við hvaða lönd Vodafone er með reikisamninga, hvaða þjónustuleiðir eru í boði í viðkomandi landi.

Athugið að sum símafélög erlendis bjóða ekki upp á netið í símann þrátt fyrir að vera með samning við Vodafone fyrir GSM-samband (símtöl og SMS).

Get ég nettengst í símanum í öllum löndum þar sem 4G eða 3G er í boði?

Nei, eingöngu er hægt að nettengjast í símanum í þeim löndum þar sem Vodafone hefur gert farsímanets-samninga. Með því að velja land í landalistanum getur þú séð hvort farsímanets-samningur er í gildi í viðkomandi landi.

Ef númer er í frelsi mun nettenging rofna um leið og inneign klárast.

Hagstæðasta leið til að nota síma erlendis er með Ferðapakka Vodafone sem stendur öllum viðskiptavinum með farsíma í áskrift til boða.
Hver borgar fyrir símtöl til útlanda?

Ef farsími er notaður erlendis greiðir eigandi símans fyrir millilandasímtöl, þ.e. þegar hringt er í hann frá öðru landi en hann er staddur í. Þetta á við um almenna verðskrá, en í Traveller-áskriftum eru móttekin símtöl innifalin.

Dæmi: Viðskiptavinur A er á Íslandi en viðskiptavinur B er í útlöndum. Þegar A hringir í B þá greiðir A venjulegt innanlandsverð en B greiðir fyrir að móttaka símtal samkvæmt erlendri gjaldskrá.

Ef viðskiptavinur B er í Ferðapakka Vodafone í sömu aðstæðum, þá greiðir viðskiptavinur A áfram fyrir venjulegt innanlandsverð en B greiðir ekki neitt fyrir að móttaka símtal .

Er hægt að nota MMS í útlöndum?

Það er hægt að nota MMS í þeim löndum sem farsímanet býðst viðskiptavinum Vodafone. Með því að velja land í landalista Vodafone sérðu hvort farsímanet (og þar með MMS-skilaboð) sé í boði í viðkomandi landi.

Símanum mínum var stolið (hann týndist) á ferðalagi erlendis, hvað geri ég?

Við getum öll lent í því að símtækinu okkar sé stolið og SIM-kortið jafnvel misnotað, en þá er líka mikilvægt að vera meðvitaður um rétt viðbrögð.

Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka SIM-kortinu. Það er gert með því að hringja í 1414. Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift).

Utan opnunartíma 1414 svarar símsvari þar sem tilkynna má týnda farsíma. Við vekjum einnig athygli á að utan opnunartíma má alltaf senda fyrirspurn á þjónustuver Vodafone og við svörum næsta dag.

Í þeim tilfellum þar sem tilkynningaskyldu er ekki sinnt er sú hætta til staðar að kostnaður lendi á notandanum.

Rétt er að minnast á að sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það. Við mælum með að athuga hvort búið sé að virkja þær staðsetningarþjónustur sem eru í boði fyrir þitt símtæki, eins og Find My iPhone og Android Device Manager .

Ferðapakki Vodafone
Er 50 Evru þak á Ferðapakka Vodafone?

Já og nei. 50 evru þakið er virkt hjá viðskiptavinum sem eru skráðir í Ferðapakka Vodafone en gildir ekki þegar viðskiptavinur er staddur í þeim löndum þar sem Ferðapakki Vodafone er í boði. Fari viðskiptavinur hins vegar til lands sem ekki býður upp á Ferðapakka Vodafone gildir evruþakið.

 

Virkar Ferðapakki Vodafone með 4G Net áskrift?

Nei, þjónustan er eingöngu í boði fyrir hefðbundna farsímaáskrift.

Hverjir geta skráð sig í Ferðapakka Vodafone?

Allir viðskiptavinir í áskrift hjá Vodafone geta skráð sig í Ferðapakka Vodafone.

 

Hvað er Ferðapakki Vodafone?

Ferðapakki Vodafone stuðlar að enn frekara áhyggjuleysi á ferðalaginu sem eflaust allir kunna að meta. Ferðapakka Vodafone er hægt að nota á ferðalagi í fjölmörgum löndum víðsvegar um heim. Fyrir fast daggjald getur þú hringt og sent SMS ótakmarkað, þú greiðir 0 kr. fyrir að fá símtöl að heiman, auk þess sem þú færð 500 MB gagnamagn til að nota yfir daginn. Kynntu þér verðskrá og í hvaða löndum Ferðapakki Vodafone virkar .

Hvernig virkar daggjaldið?

Daggjaldið gildir frá virkjun til kl 23:59 sama dag að íslenskum tíma.

Daggjaldið gjaldfærist á reikning við fyrstu notkun erlendis. Þetta á við um alla notkun, símtöl, SMS og gagnanotkun. Athugið að þetta á líka við notkun sem verður án aðkomu notandans, til dæmis sjálfvirkar uppfærslur snjallsíma, símtöl í talhólfið hjá þér eða móttekin símtöl.

Undantekning er þó að móttekin SMS virkja EKKI daggjaldið. Það þýðir m.a. að SMS-ið sem Vodafone sendir þér þegar þú kemur til landsins virkjar ekki daggjald.

Get ég hringt til annarra landa með Ferðapakka Vodafone?

Hægt er að hringja ótakmarkað til Íslands og innan þess lands sem þú ert staddur í.

Ef þú vilt hringja til annarra landa en Íslands og landsins sem þú ert staddur í getur þú notað innifaldar útlandamínútur í farsímaleið þinni (500 mínútur fylgja RED áskrift). Ef engar innifaldar útlandamínútur eru til staðar þá er greitt samkvæmt almennri reikiverðskrá.

Hvað gerist ef ég nota öll 500 MB sem eru innifalin á dag?

Ef 500 MB duga ekki daginn fást önnur 500 MB fyrir fast daggjald. og svo framvegis. Sjá nánar á verðskrársíðu farsímaþjónustu Vodafone.

Hvernig skrái ég mig í Ferðapakka Vodafone?

Hægt er að skrá sig í Ferðapakka Vodafone með því að hringja eða senda SMS í þjónustuver 1414 og á Mínum síðum.

Þarf ég að skrá mig úr Ferðapakka Vodafone þegar ég kem aftur heim til Íslands?

Ekki er þörf á að skrá sig úr Ferðapakka Vodafone heldur hættir rukkun sjálfkrafa við heimkomu.

Almennt
Hvernig skrái ég Krakkafrelsi í sjálfvirka áfyllingu?
Þú þarft að skrá þig inn á Mínar síður Vodafone til að skrá Krakkafrelsi í sjálfvirka áfyllingu. Veldu þar númerið sem á að setja í sjálfvirka áfyllingu og ýttu á "Sjálfvirk áfylling" hægra megin. Næst velur þú áfyllingu sem þú vilt að komi inn mánaðarlega og skráir svo inn kreditkortaupplýsingar.
Hvernig skrái ég Frelsisnúmer í sjálfvirka áfyllingu?
Þú þarft að skrá þig inn á Mínar síður Vodafone til að skrá Frelsi í sjálfvirka áfyllingu. Veldu þar númerið sem á að setja í sjálfvirka áfyllingu og ýttu á "Sjálfvirk áfylling" hægra megin. Næst velur þú áfyllingu sem þú vilt að komi inn mánaðarlega og skráir svo inn kreditkortaupplýsingar.
Af hverju ætti ég að skrá frelsisnúmerið og hvar er það gert?

Óskráð númer er rétthafalaust/eigendalaust númer, við mælum því eindregið með því að skrá númerið. Þú færð betri þjónustu með því að skrá símanúmerið þitt og hægt er að nefna nokkur dæmi því til stuðnings.

Það er ekki hægt að gefa upp PUK númer eða veita aðrar upplýsingar sem aðeins eru veittar skráðum rétthöfum, auk þess er ekki hægt að fá nýtt SIM-kort með sama númeri ef týnist eða því stolið. Einnig hafa óskráð frelsis númer heldur ekki kost á því að nýta Reiki í Evrópu.

Hægt er að skrá númerið með því að hringja úr númerinu í 1414 eða með því að koma með símann í næstu verslun okkar.

Númerið er aðeins skráð í kerfum Vodafone og verður ekki gefið upp til þriðja aðila né skráð í símaskrá.

Hvar er hægt að fylgjast með stöðu inneignar?

Þú getur alltaf fengið upplýsingar um stöðu inneignar í Vodafone Appinu.

Einnig getur þú fylgst með stöðunni á Mínum síðum á Vodafone.is, með því að hringja í gjaldfrjálst þjónustunúmer 1400 eða nota Stöðumælinn.

Hvernig get ég flutt frelsisnúmerið til Vodafone?

Þú getur flutt frelsisnúmerið þitt yfir til Vodafone með einu símtali í 1414, eða með því að koma í næstu verslun Vodafone.

Get ég fengið nýtt SIM kort á sama símanúmer?

Ef SIM kort glatast eða skemmist þá er alltaf hægt að koma við í einni af verslunum Vodafone, fá nýtt SIM kort og halda gamla símanúmerinu.

Nauðsynlegt er að framvísa skilríkjum við afhendingu í verslun.

Einnig er hægt að opna aftur fyrir glatað SIM kort í verslun gegn framvísun skilríkja.

Hvað á að gera ef SIM kortið glatast?

Ef SIM kort glatast er mikilvægt að tilkynna það sem fyrst til að koma í veg fyrir misnotkun. Viðskiptavinur ber ábyrgð á SIM kortinu og notkun þess þar til tilkynnt hefur verið um að það hafi glatast.

Upplýsingar sem aðeins voru vistaðar á SIM kortinu tapast ef kortið týnist.

Fyrstu viðbrögð er að tilkynna kortið til Vodafone, annað hvort í síma 1414, með tölvupósti á vodafone@vodafone.is eða á netspjallinu okkar. Því næst er hægt að koma í verslun okkar og fá nýtt simkort. Til að fá afhent simkort þarf rétthafi símanúmersins að koma og hafa meðferðis skilríki.

Hvernig get ég fengið PUK númer?

PUK númer er hægt að nálgast á Mínum síðum , í verslunum eða þjónustuveri og aðeins skráður rétthafi eða skráður notandi geta fengið uppgefið PUK.

Ekki er hægt að fá PUK númer uppgefið fyrir óskráð símanúmer. Notendur óskráðra frelsisnúmera þurfa að koma í verslun, sýna skilríki og skrá símanúmerið sitt til að fá PUK.

Ef símanúmer er skráð á fyrirtæki geta aðeins skráður notandi eða skráður tengiliður fyrirtækisins fengið uppgefið PUK.

Er hægt að finna týnt eða stolið símtæki?

Vodafone framkvæmir leit að símtækjum hafi kæra verið lögð fram hjá lögreglu. Sé kæra skráð hjá lögreglu er hægt að gera tvennt: Annars vegar bíða eftir því að lögreglan sendi skýrsluna áfram á öll símafélögin. Viðbrögð lögreglu fara yfirleitt eftir umfangi málsins, en hratt er brugðist við þar sem um innbrot eða þjófnað er að ræða. Hins vegar er hægt að óska eftir uppflettingu símtækis hjá hverju símafélagi fyrir sig.

Viljir þú óska með þessum hætti eftir leit að símtæki í okkar kerfum þarftu að afhenda okkur afrit af kæru til lögreglu (eyðublað sem fæst hjá þeim) og verður málsnúmer hjá lögreglu að koma fram á eyðublaðinu. Greitt er fyrir framkvæmd leitarinnar, 5.008 kr. Hin símafélögin bjóða upp á sams konar þjónustu, en rétt er að ítreka að sé síminn í notkun á Íslandi þarf að leita hjá hverju félagi fyrir sig til að finna tækið. Sá sem óskar leitar verður að hafa náð 18 ára aldri. Hjá Vodafone nær leitin yfir mánaðar tímabil.

Sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það.

Til að hægt sé að rekja símann þarf að framvísa IMEI númeri hans. Númerið er á kvittun sem afhent var þegar tækið var keypt og einnig á umbúðunum sem fylgdu símanum upphaflega. Hafi tækið verið keypt hjá Vodafone er hægt að fletta IMEI númeri upp í verslunum okkar.

Rétt er að árétta að beri leitin árangur er farsímafélögunum ekki heimilt að afhenda upplýsingar um notkun símans til eiganda hans, heldur fara upplýsingarnar til lögreglu, sem vinnur úr þeim á viðeigandi hátt.

Svör um árangur í leit eru veitt með SMS og tölvupósti, en ávallt er svarað formlega í sérstökum reikningi sem sendur er út vegna leitarinnar.

Er hægt að flytja símaskrána milli SIM korta?

Þegar skipt er um SIM kort er hægt að biðja starfsfólk verslana Vodafone að færa upplýsingarnar sem eru vistaðar á gamla SIM kortinu yfir á nýja SIM kortið. Þannig færast allar upplýsingar úr símaskránni yfir á nýja SIM kortið.

Einnig er hægt að afrita símaskrána af gamla SIM kortinu yfir á það nýja beint í GSM símanum með því að afrita upplýsingar um tengiliði af gamla SIM kortinu yfir á minni símtækisins og þaðan yfir á nýja SIM kortið. Fer það eftir símtækinu hvernig þetta er gert, en fyrir flest símtæki þá er þetta gert svona:

Valmynd - Símaskrá - Afrita, svo þarf að velja alla tengiliði og færa yfir á minni símans.

Aukaþjónusta
Hvernig stilli ég símtalsflutning / hringiflutning?

1. Símtalsflutningur ef ekki er svarað:

Flutningur tengdur, velja: *61*símanúmer# sem á flytja símtölin í.
Dæmi: *61*5123456#

Flutningur aftengdur, velja: #61#

Ef engin tímalengd er stillt sem á að líða áður en símtal flyst þá flyst símtalið eftir 15 sekúndur. (u.þ.b 4 hringingar).

Ef annarrar tímalengdar er óskað er slegið inn: *61* símanúmer* (sekúndur) #

Sekúndur = tíminn sem á að líða áður en símtal flyst.

Tímalengdin getur verið 5, 10, 15, 20, 25 eða 30 sekúndur.

Dæmi: *61*5123456*25#, við þetta flyst númerið í 512 3456 eftir 25 sekúndur.

2. Hringiflutningur – allar hringingar

Flutningur tengdur: *21*símanúmer #

Flutningur aftengdur, velja: #21#

Dæmi: *21*5123456#, við þetta flytjast allar hringingar úr númerinu í 512 3456

3. Hringiflutningur – þegar er á tali

Flutningur tengdur: *69*símanúmer#

Flutningur aftengdur, velja: #67#

Dæmi: *69*5123456#, við þetta flytjast öll símanúmer úr númerinu í 512 3456

4. Flutningur á SMS

Skrá SMS flutning: **21*farsímanúmer hjá Vodafone sem á að áframsenda í*16#, og velja "hringja"

Afskrá SMS fluting: ##21**16#, og velja hringja.

Virkja SMS flutning: *21**16#, og velja hringja.

Afvirkja SMS flutning: #21**16#, og velja hringja.

Skoða SMS flutning: *#21**16#, og velja hringja.

Einnig er hægt að stilla hringiflutning á Mínum síðum fyrir farsíma.

Hægt er svo að slökkva á öllum flutningum með: ##002#

Hvert er númer skeytamiðstöðvar?

Númer skeytamiðstöðvar á að vera +3546999099 í viðeigandi stillingum fyrir viðskiptavini okkar.

Er hægt að virkja hringiflutning á frelsi?

Já hringiflutningur er í boði fyrir viðskiptavini með skráð frelsisnúmer. Hægt er að virkja hringiflutning á símtali og áframsenda SMS. Nánari upplýsingar um hvernig hringiflutningur er virkjaður má finna í spurningu hér ofar.

Áframsendingu á SMS-i þarf að virkja á Mínum síðum, með því að hringja í 1414 eða heimsækja næstu verslun Vodafone.

Hvernig virkar talhólf?

Talhólf er símsvari sem hægt er að stilla til þess að taka á móti skilaboðum þegar: slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða er á tali.

Til að stilla talhólfið þarf að hringja í 1415. Uppsetning talhólfsins felur í sér að slá inn nýtt aðgangsnúmer og lesa inn ávarpið. Ávarpið er það sem fólk heyrir þegar það hringir í símanúmerið og símtalið er flutt í talhólfið.

Tilkynning um ný skilaboð í talhólfinu berast með SMS skilaboðum.

Það kostar ekkert að hringja í talhólfsnúmerið 1415 til að hlusta á skilaboðin.

Einnig er boðið upp á Hver Hringdi? þjónustuna. Hún virkar þannig að þegar hringt er í símann þegar hann er á tali, ekki er svarað eða hann utan þjónustusvæðis þá fær eigandi hans skilaboð með SMS um að reynt hafi verið að ná í hann. Það kostar ekkert að vera með Hver Hringdi? þjónustuna.

Athugið að ekki er hægt að hafa bæði talhólf og Hver Hringdi? þjónustuna á sama tíma.

Hægt er að slökkva á bæði talhólfi og Hver hringdi? þjónustunni með því að hringja í númerið ##002# úr símanum. Við mælum með því að slökkva á talhólfi þegar ferðast er erlendis, þar sem það getur verið kostnaðarsamt.

Hvernig stilli ég flutning í talhólf?

Þrjár leiðir eru mögulegar til að stilla símtalsflutning í talhólf:

1) Einfaldast er að stilla símtalsflutning, m.a. í talhólf, á Mínum síðum á Vodafone.is . Talhólfsnúmerið er 6200200.

2) Einnig er hægt að fara í stillingar („Settings“ á ensku) flestra tegunda síma og stilla símtalsflutning (Call Forwarding) þar. Til að flytja símtal í talhólfið slærðu inn símanúmerið +3546200200.

3) Til þess að flytja símtöl í talhólf má einnig slá inn eftirfarandi kóða sem virka fyrir allar tegundir síma.

Þegar ekki er svarað í farsímann: *61*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #61#hringja

Þegar slökkt er á símanum: *62*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #62#hringja

Þegar er á tali: *67*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #67#hringja

Öll símtöl flutt beint í talhólf: *21*+3546200200#hringja

-Þjónustan aftengd: #21#hringja

Hægt er að velja hversu langur tími líður þar til símtal flyst í talhólfið ef ekki er svarað.

Talhólfið svarar innan – tímalengd breytt: *61*+3546200200**5, 10, 15, 20, 25 eða 30 (sekúndur)#hringja. Ef þú velur ekki sérstaka tímalengd flyst símtalið eftir 15 sekúndur.

Til þess að slökkva á öllum flutningum: ##002#

Hvað er Stöðumælir?

Þú getur notað stöðumælinn til þess að fylgjast með inneigninni þinni með því að slá inn kóða í símann og þá færðu strax skilaboð á skjá símans um stöðuna. Ekki þarf að skrá sig fyrir þjónustunni, hún kostar ekkert og kemur því í stað símtals í 1400 til að fá upplýsingar um inneignina.

Þú getur nálgast yfirlit yfir alla kóðana á þessari síðu .

Inneign
Hvernig virkar sjálfvirk áfylling?

Með sjálfvirkri áfyllingu af debet- eða kreditkorti þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að fylla á frelsið þitt í hverjum mánuði, því það gerist einfaldlega sjálfkrafa!

Viðskiptavinir geta valið milli tvenns konar sjálfvirkra áfyllinga, mánaðarlegri áfyllingu (alltaf fyllt á sama mánaðardaginn) eða áfyllingu á 30 daga fresti.

Athugið að þar sem gagnamagnspakkar í frelsi gilda í 30 daga er endurtekin áfylling þeirra á 30 daga fresti.

Hvar er hægt að fylgjast með stöðu inneignar?

Þú getur alltaf fengið upplýsingar um stöðu inneignar í Vodafone appinu.

Einnig getur þú fylgst með stöðunni á Mínum síðum á Vodafone.is, með því að hringja í gjaldfrjálst þjónustunúmer 1400 eða nota Stöðumælinn .

Hver er gildistími inneigna í frelsi?

Gildistími hefðbundinna frelsisinneigna er 6 mánuðir frá síðustu notkun.

Hefðbundnar gagnamagnsáfyllingar í frelsi gilda í 30 daga.

Hvað er sjálfvirk áfylling og hvernig er hún virkjuð?

Með sjálfvirkri áfyllingu af debet- eða kreditkorti þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að fylla á frelsið þitt í hverjum mánuði, því það gerist einfaldlega sjálfkrafa!

Þú skráir debet- eða kreditkortið þitt í sjálfvirka áfyllingu og þá fyllist á frelsið þitt í byrjun hvers mánaðar fyrir tiltekna upphæð sem þú velur þér.

Sjálfvirk áfylling fyrir gagnamagnspakka er gerð á 30 daga fresti, þar sem gildistími gagnamagnspakka í frelsi er 30 dagar.

Það borgar sig því að vera með sjálfvirka áfyllingu virka. Þú getur skráð sjálfvirka áfyllingu hjá þjónustuveri okkar í síma 1414 eða í næstu Vodafone verslun.

RISAfrelsi
Er þak á ótakmörkuðum SMS-um?

Nei, SMS eru ótakmörkuð.

Hvað er RISAfrelsi?

RISAfrelsi er allt sem þú þarft. Þú færð innifalið gagnamagn, ótakmarkaðar mínútur og SMS og Reiki í Evrópu. RISAfrelsi gildir í 30 daga. Ef gagnamagnið klárast getur þú keypt almenna gagnamagnspakka á hagstæðu verði.

Hver er gildistími á RISAfrelsi?

RISAfrelsi gildir í 30 daga.

Hvernig gilda innifaldar mínútur?

Innifaldar mínútur gilda í heimasíma og farsíma á Íslandi – óháð kerfi.

Hvað gildir viðbótargagnamagnið lengi?

Viðbótargagnamagn er virkt í 30 daga frá kaupum viðbótargagnamagnsins, óháð gildistíma RISAfrelsis.

Hvernig virkar RISAfrelsi með öðrum inneignum?

RISAfrelsi hefur alltaf forgang, en hægt er að vera með fleiri inneignir með RISAfrelsi.

Fæ ég að vita þegar RISAfrelsið er að klárast?

Já, við sendum þér SMS þegar RISAfrelsið er virkjað og þegar gagnamagn er að klárast.

Hvað gerist þegar innifalið gagnamagn klárast?

Ef gagnamagnið klárast er hægt að kaupa aðra RISAfrelsis áfyllingu eða almenna gagnamagnspakka.

Ég nota netið í símanum mjög mikið, má kaupa gagnamagnspakka ofan á RISAfrelsi?

Já, það er hægt að kaupa almenna gagnamagnspakka ofan á RISAfrelsi. Með því að fara í áfyllingarferlið og slá inn símanúmerið þitt sérðu hvaða gagnamagnspakkar bjóðast.

Hvar kaupi ég RISAfrelsi?

• Með Vodafone appinu.

• Hér á Vodafone.is

• Á Mínum síðum á vodafone.is

• Í heimabankanum þínum

Útlönd
Er hægt að nota MMS í útlöndum?

Það er hægt að nota MMS í þeim löndum sem farsímanet býðst viðskiptavinum Vodafone. Með því að velja land í landalista Vodafone sérðu hvort farsímanet (og þar með MMS-skilaboð) sé í boði í viðkomandi landi.

Get ég hringt gjaldfrjálst í Vodafone frá útlöndum?

Já. Þegar ná þarf sambandi við Vodafone geta bæði áskrifendur og frelsisnotendur hringt gjaldfrjálst í þjónustuver, og til að athuga/fylla á innistæðu með því að hringja í *111*1414# (þjónustuver) og *111*1400# (innistæða)

Hvaða gengi er miðað við í útlandaverðskrá Vodafone?

Útlandaverðskrá Vodafone er birt í krónum, en miðast við gengi Evru. Gengið ákvarðast mánaðarlega út frá gengi Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar um verðskrá Vodafone í útlöndum .

Hvernig er hringt til Íslands frá útlöndum?

Þegar hringt er til Íslands frá útlöndum er valið 00354 eða +354 á undan símanúmerinu. Frá Bandaríkjunum er hins vegar valið 011 til að fá línu út úr landinu og myndi þá líta svona út 011354*******.

Til þess að hringja í talhólfið erlendis frá þá er valið 003546200200 og til þess að ná í þjónustuverið þá er hringt í 003545999001. (Fyrir Bandaríkin þá þarf að passa að velja 011354 á undan)

Þegar ná þarf sambandi við Vodafone geta bæði áskrifendur og frelsisnotendur hringt gjaldfrjálst í þjónustuver, talhólf og til að athuga/fylla á innistæðu með því að hringja í *111*1414# (þjónustuver) *111*1400# (innistæða) og *111*1415# (talhólf).

Er hægt að loka fyrir innkomandi símtöl meðan á dvöl erlendis stendur?

Já það er hægt.

Hér eru nokkur dæmi um hvernig þetta er gert í mismunandi símtækjum. Listinn er þó ekki tæmandi og einstakar tegundir síma frá eftirtöldum framleiðendum geta þurft aðrar skipanir en þær sem nefndar eru hér:

Nokia:

 • menu - settings - security - call barring service - voice calls
 • valmynd - settings - öryggis stillingar - útilokunarþjónusta - símtöl

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings - phone - call barring

-í sumum símum þarf að fara í voice call barring

 • valmynd - verkfæri - stillingar - sími - útilokanir

-í sumum símum þarf að fara í útilokun farsíma

Sony Ericsson:

 • menu - settings - calls (þriðji flipi til hægri) - manage calls - restrict calls
 • valmynd - stillingar - símtöl (þriðji flipi til hægri) - vinna með símtöl - læsingar símtala

Samsung

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services-call barring

- settings - network services - call barring

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-læsingar símtala

- stillingar - þjónusta símkerfis - læsingar

Motorola:

 • menu - settings - security - call barring

HTC:

 • start - settings - phone - call barring

Android:
 • stillingar - símtalsstilingar - útilokun símtala - kveikja á " Móttekin ef erlendis".
 • settings - call Settings - call barring - kveikja á "Incoming when abroad".
Hvernig fylgist ég með stöðunni á frelsinu þegar ég er í útlöndum?

Best er að gera það með Stöðumæli Vodafone , alveg eins og heima, með því að slá inn *113*1# (hringja). (Stöðumælir er gjaldfrjáls þjónusta). Einnig getur þú hringt í *111*1400#, sem er líka gjaldfrjáls þjónusta.

Get ég nettengst í símanum í öllum löndum þar sem 3G/4G er í boði?

Nei, eingöngu er hægt að nettengjast í símanum í þeim löndum þar sem Vodafone hefur gert farsímanetssamninga. Með því að velja land í landalistanum getur þú séð hvort farsímanetssamningur er í gildi í viðkomandi landi.

Ef númer er í frelsi mun nettenging rofna um leið og inneign klárast.

Hagstæðasta leið til að nota síma erlendis er með Ferðapakka Vodafone sem stendur öllum viðskiptavinum til boða. Ferðapakki Vodafone er í boði fyrir áskriftar- og frelsisnúmer. 
Hvernig fylli ég á frelsið í útlöndum?

Einfaldast og ódýrast er að kaupa inneign með Hraðáfyllingu eða með því að hringja í þjónustuverið. Viðskiptavinir í Vodafone Frelsi sem staddir eru erlendis geta hringt gjaldfrjálst í þjónustuver með því að slá inn *111*1414# (hringja).

Einnig má fylla á frelsið á netinu, t.d. á vodafone.is, með 1414 appinu eða í heimabanka. Athugaðu að netnotkun í símanum getur verið mjög kostnaðarsöm erlendis og því er best að fylla á í gegnum tölvu eða með því að tengja símann við WiFi net áður en farið er á netið til að fylla á frelsið.

Hvernig á að skipta á milli símkerfa í útlöndum?

OPERATOR / NETWORK SELECTION - VAL Á SÍMKERFI

Hér eru nokkur dæmi um hvernig skipt er milli símkerfa í mismunandi símtækjum. Listinn er ekki tæmandi og geta skipanir verið ólíkar milli síma og útgáfa af stýrikerfum.

Android:

 • Settings - Mobile Networks – Network operators – Search networks
 • Stillingar - Farsímakerfi - Símafyrirtæki - Leita að kerfum

iPhone:

 • Settings - Carrier - taka hakið úr automatic - velja símkerfi
Windows Phone:
 • Strjúktu til vinstri til að fá valmynd, svo: Settings - Mobile Network - Network Selection - velja símkerfi

Nokia:

 • menu - settings - phone settings - phone - operator selection
 • valmynd - stillingar - símastillingar - val símafyrirtækis

Nokia Symbian:

 • menu - tools - settings -

-í sumum símum þarf að fara í phone

-network - operator selection

 • valmynd - verkfæri - stillingar -

- í sumum símum þarf að fara í sími

- símkerfi - val á símafyrirtæki

Sony Ericsson:

 • menu - settings - connectivity (fjórði flipi til hægri) - mobile networks - select network
 • valmynd - stillingar - tengingar (fjórði flipi til hægri) - farsímakerfi - velja símkerfi

Samsung:

 • menu -

-í sumum símum þarf að fara beint í network services- network selection

-settings - network services - network selection

 • valmynd -

-í sumum símum þarf að fara beint í þjónusta símkerfis-val á símkerfi

- stillingar - þjónusta símkerfis - val á símkerfi

Motorola:

 • menu - settings - network - avail. networks

HTC:

 • start - settings - phone - networks

BlackBerry:

 • menu - options - mobile network
Hvað kostar að nota símann í útlöndum?

Þegar GSM-síminn er notaður erlendis er greitt skv. þeirri áskriftarleið sem viðskiptavinur er skráður í. Erlendis er notuð reikiverðskrá, sem er mismunandi eftir löndum.

Ekki er hægt að nota frelsi í öllum löndum. Með því að velja landið úr landalistanum okkar getur þú séð hvort ferðafrelsi sé í boði og eins kynnt þér gjaldskrá viðkomandi lands.

Þegar hringt er í þig þegar þú ert erlendis greiðir þú fyrir millilandasímtalið, en sá sem hringir greiðir hefðbundið símtal (að því gefnu að hann sé á Íslandi). Þannig kostar bæði að hringja erlendis og taka á móti símtali.

Athugið að innifalið gagnamagn, ótakmarkaðar mínútur og SMS gildir ekki í löndum utan EU/EES. Í löndum innan EU/EES getur þú aftur á móti notað RISAfrelsið og gagnamagnspakka.

Símanum mínum var stolið (hann týndist) á ferðalagi erlendis, hvað geri ég?

Við getum öll lent í því að símtækinu okkar sé stolið og SIM-kortið jafnvel misnotað, en þá er líka mikilvægt að vera meðvitaður um rétt viðbrögð.

Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka SIM-kortinu. Það er gert með því að hringja í 1414. Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift).

Utan opnunartíma 1414 svarar símsvari þar sem tilkynna má týnda farsíma. Við vekjum einnig athygli á að utan opnunartíma má alltaf senda fyrirspurn á þjónustuver Vodafone og við svörum næsta dag.

Í þeim tilfellum þar sem tilkynningaskyldu er ekki sinnt er sú hætta til staðar að kostnaður lendi á notandanum.

Rétt er að minnast á að sé tækið í notkun erlendis er engin leið að rekja það. Við mælum með að athuga hvort búið sé að virkja þær staðsetningarþjónustur sem eru í boði fyrir þitt símtæki, eins og Find My iPhone og Android Device Manager .

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.