Vodafone RED frelsi

Í nýju pökkunum eru innifaldar mínútur (óháð kerfi), SMS og gagnamagn.


Gagnamagnspakkar

Þú getur bætt við gagnamagnspakka eða keypt stakan pakka.


Risafrelsi


Frelsi

Áfram í greiðslu

Með sjálfvirkri áfyllingu af debet- eða kreditkorti þarft þú ekki að hafa áhyggjur af því að muna eftir að fylla á frelsið þitt reglulega. Svona virkar þetta:

 • Skráðu debet- eða kreditkortið þitt hjá okkur í síma 1414
 • Láttu okkur vita hvað þú vilt fylla á og hversu reglulega - ákveðna upphæð eða ákveðna frelsispakka á borð við RED Frelsi
 • Eftir það færðu viðkomandi inneign eða pakka sjálfvirkt á númerið þitt.

Þetta er einföld og þægileg leið til að sjá til þess að alltaf sé inneign á númerinu þínu. Um leið hentar þetta vel til að tryggja að RED Frelsi sé alltaf virkt - því með sjálfvirkri áfyllingu á RED Frelsi á 30 daga fresti ertu alltaf með ávinninginn sem felst í frelsispakkanum.

Nýttu þér einfaldasta áfyllingarmátann - hafðu samband í síma 1414 eða skráðu þig í næstu verslun Vodafone strax í dag!

Skráðu sjálfvirka áfyllingu á frelsisnúmer með því að skuldfæra hana á mánaðarlegan reikning fyrir annað farsímanúmer hjá Vodafone. Þetta er einföld og þægileg lausn fyrir:

 • Foreldra sem vilja bæta gagnamagnpakka við RED Young númer barna sinna
 • Alla sem greiða fyrir bæði farsímanúmer í áskrift og annað frelsisnúmer - þá fer sjálfvirka áfyllingin á mánaðarreikninginn og þú losnar við að þurfa að muna eftir áfyllingunni.

Hægt er að setja bæði gagnamagnspakka og aðra frelsispakka á borð við RED Frelsi í sjálfvirka áfyllingu á reikning.

Einfalt að skrá

Þetta gæti ekki verið einfaldara: Skráðu sjálfvirka áfyllingu á reikning strax í dag með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone á netspjallinu eða í síma 1414. 

Hraðáfylling er handhæg þjónusta þar sem þú getur fyllt á þitt eigið frelsisnúmer eða númer hjá öðrum beint úr símanum þínum. Svona virkar hún:

 • Skráðu debet- eða kreditkortið þitt hjá þjónustuveri okkar í síma 1414 eða í næstu verslun Vodafone
 • Notaðu kóðana hér til hliðar til að fylla á.
 • ATH: Vistaðu kóðana sem sérstakt símanúmer í símann þinn - það er langeinfaldast!

Hægt er að fylla á sitt eigið frelsi eða frelsisnúmer annarra. Þannig getur þú t.d. skráð þig fyrir hraðáfyllingu ef þú fyllir reglulega á frelsisnúmer barns jafnvel þótt þú sért ekki með frelsi.

Svona fyllirðu ákveðna upphæð á frelsisnúmerið sem hringt er úr:

 • *126*UPPHÆÐ*PIN# og svo „Hringja“ 

Svona fyllirðu á RED Frelsi:

 • RED Frelsi S:  *126*1100*PIN#  og svo „Hringja“ 
 • RED Frelsi M:  *126*2100*PIN# og svo „Hringja“ 
 • RED Frelsi L:  *126*3500*PIN# og svo „Hringja“ 

Svona fyllirðu á Risafrelsi:

 • 990 kr. Risafrelsi:  *126*990*PIN# og svo „Hringja“
 • 1.990 kr. Risafrelsi:  *126*1990*PIN# og svo „Hringja“
 • 2.990 kr. Risafrelsi:  *126*2990*PIN# og svo „Hringja“ 

Svona fyllirðu á annað númer en þitt eigið:

 • *126*UPPHÆÐ*PIN*SÍMANÚMER# og svo „Hringja“ 

Svona fyllirðu á með skafkorti:

 • *125*HLEÐSLUNR# og svo „Hringja“

Vodafone appið er einföld og þægileg leið til að fylla á frelsið. Sæktu appið fyrir Android, iOS eða Windows Phone og svo getur auðveldlega nýtt það til að fylla á hvaða frelsisnúmer sem er með greiðslukorti.

Þar að auki færðu upplýsingar um inneign og gagnamagn í frelsinu auk þess að hafa heildaryfirsýn yfir alla þína fjarskiptaþjónustu hjá Vodafone í appinu.

Þú getur líka fyllt á frelsið með því að hringja í 1414 og velja 0. Þá færðu samband við talvél sem aðstoðar þig við að fylla á frelsisnúmer með greiðslukorti. Þú nærð alltaf sambandi við 1414 - jafnvel þótt þú sért inneignarlaus!