Vodafone appið

Fáðu yfirsýn yfir alla þína þjónustu

Með Vodafone appinu getur þú fylgst með allri notkun þinni hjá Vodafone í snjalltækinu.

Þú getur fylgst með notkun þinni á farsíma, interneti, 4G þjónustu og stöðu annarra þjónustuleiða þinna hjá Vodafone. Þannig veist þú alltaf hversu margar mínútur eða gagnamagn þú átt eftir í mánuðinum. Í appinu má einnig fylla á frelsið, nota netspjall við þjónustufulltrúa og margt fleira. Vodafone appið veitir auk þess aðgang að Mínum síðum.


Aðgerðir í Vodafone appinu

Fáðu upplýsingar um alla þína þjónustu hjá Vodafone og notkun hennar.

  • Fylgstu með stöðu á gagnamagni, mínútum og SMS.
  • Fylltu á frelsið eða keyptu gagnamagn fyrir 4G netfrelsi
  • Fylgstu með gagnamagni nettengingar og 4G nettenginga
  • Fylgstu með stöðu annarra númera sem skráð eru á þig
  • Fáðu aðstoð þjónustufulltrúa í gegnum netspjall
  • Kíktu á Mínar síður til að gera frekari breytingar á þjónustu

Helstu kostir Vodafone appsins

Teljari á forsíðu

Á upphafssíðunni sérðu alla teljara þess númers sem þú skráðir inn á, mínútur, SMS, gagnamagn og inneign.

Heildaryfirsýn

Þú færð aðgang að lista yfir alla þá þjónustu sem þú ert með hjá Vodafone og stöðu þeirra. Til dæmis gagnamagn nettengingar heimilisins, 4G áskriftar/frelsi auk númer barnanna þinna og RED Family númer.

Áfylling

Þú getur fyllt á frelsi, bæði venjuleg frelsisnúmer og 4G netfrelsi.

Þjónusta 1414

Þú getur fengið aðstoð þjónustufulltrúa í gegnum netspjall auk hnappa til að senda SMS eða hringja í 1414.