Nýttu þér „Hver hringdi?“ og þú missir aldrei af símtali
Ef slökkt er á símanum, hann utan þjónustusvæðis eða á tali þegar reynt er að hringja í þig færð þú sent SMS þegar þú kemst aftur í samband með upplýsingum um hverjir reyndu að hringja.
Þannig færð þú upplýsingar um hverjir reyndu að hringja þrátt fyrir að síminn sjálfur hafi ekki getað tekið við símtölunum. Upplýsingarnar eru geymdar í allt að viku ef slökkt er á símanum eða ekki næst í hann. Ekki er hægt að hafa virkan flutning í talhólf á sama tíma.
Kveikja á Hver hringdi?
**62*6899000# og svo „hringja“ hnappurinn.
Slökkva á Hver hringdi?
##62# og svo „hringja“ hnappurinn.