Reiki í Evrópu (Roam like Home)

Reiki í Evrópu (Roam like Home) felur í sér að innifalin notkun í farsímaáskriftinni þinni sem þú kaupir hjá Vodafone gildir í öllum löndum innan EU/EES. Kynntu þér hvað Reiki í Evrópu þýðir fyrir þig.

ONE Traveller - Notaðu símann eins og heima

ONE Traveller er frábær þjónusta sem hentar þeim sem vilja geta notað símann sinn eins og heima í fjölmörgum löndum víðsvegar um heim. ONE Traveller býðst öllum sem eru í Vodafone ONE.

Með ONE Traveller greiðir þú eitt daggjald sem innifelur ótakmörkuð símtöl og SMS, auk þess sem það kostar 0 kr. að fá símtal að heiman. Einnig fylgir 500 MB gagnamagn til afnota - svo þú getur notað t.d. Google Maps, Instagram og Facebook, auk þess að skoða tölvupóstinn, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af háum reikningum. Ef 500 MB duga ekki daginn fást önnur 500 MB fyrir hóflegt verð. 

Ítarlega verðskrá, lista yfir lönd og nánari upplýsingar um ONE Traveller má finna á verðskrársíðu farsímaþjónustu.

Vodafone ONE

Nýttu þér 4G í útlöndum

Vodafone býður háhraða 4G samband fyrir íslenska ferðalanga í fjölmörgum löndum víðsvegar um heim og reglulega bætast ný lönd í hópinn. Vorið 2015 varð Vodafone fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja til að bjóða upp á þessa þjónustu, til innlendra og erlendra ferðamanna, vegna alþjóðlegs samstarfs við Vodafone Group.

Ekki þarf að opna sérstaklega fyrir þjónustuna - með því að velja viðkomandi símafélag sem þjónustuaðila þegar komið er til viðkomandi lands ertu sjálfkrafa með 4G samband.

 • Albanía (Símafélag: Vodafone) 
 • Austurríki (Mobilkom)
 • Ástralía (Vodafone)
 • Bandaríkin (AT&T)
 • Belgía (Proximus)
 • Bretland (Vodafone)
 • Búlgaría (Mobiltel AD)
 • Danmörk (Telenor / TDC)
 • Eistland (Elisa)
 • Finnland (Elisa)
 • Frakkland (SFR)
 • Færeyjar (Vodafone)
 • Grikkland (Vodafone)
 • Holland (Vodafone)
 • Írland (Vodafone)
 • Ítalía (Vodafone Omnitel)
 • Japan (Softbank)
 • Kanada (Telus / Rogers)
 • Katar (Vodafone)
 • Króatía (VIPnet)
 • Lettland (Bite)
 • Litháen (Bite)
 • Lúxemborg (Tango)
 • Noregur (Telenor)
 • Nýja Sjáland (Vodafone)
 • Portúgal (Vodafone)
 • Pólland (Plus)
 • Quatar (Vodafone)
 • Rúmenía (Vodafone)
 • Rússland (Megafon)
 • Slóvenía (Si Mobil)
 • Spánn (Vodafone / Orange)
 • Sri Lanka (Dialog Axiata PLC)
 • Suður Afríka (Vodacom)
 • Suður Kórea (KT)
 • Sviss (Swisscom)
 • Svíþjóð (Telenor)
 • Taíland (AWN)
 • Taívan (FarEasTone)
 • Tékkland (Vodafone)
 • Tyrkland (Vodafone)
 • Ungverjaland (Vodafone)
 • Þýskaland (D2 Vodafone / Telekom)

Vertu með farsímann hjá Vodafone

Það er einfalt að flytja farsímaþjónustuna til Vodafone og vera í fyrsta flokks sambandi í útlöndum. Pantaðu strax í dag!

Hafðu samband ef síminn týnist

Við getum öll lent í því að símtækið okkar týnist eða að því sé stolið á ferðalagi erlendis. Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka því. Það er gert með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma +354 5999009.


Hringdu gjaldfrjálst í 1414

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 5999009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.