Vodafone
Spurt&Svarað

Internet

Almennt
Ég er að flytja, hvernig á ég að tilkynna það?

Þegar viðskiptavinur flytur þarf að tilkynna það til Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur á heimasíma, nettengingu og sjónvarpsþjónustu gangi sem best fyrir sig.

Það fer eftir verkefnastöðu hverju sinni hve langur biðtíminn er.

Viðskiptavinur þarf að hafa samband í 1414 til þess að tilkynna flutning til þess að gera flutningsbeiðni þarf að hafa: Fyrra símanúmer á nýja heimilisfangi (á aðeins við ADSL og VDSL), nýja heimilisfangið, póstnúmer, íbúðarnúmer og dagsetningu hvenær flutningur á að eiga sér stað.

Flutningsgjald má sjá í verðskrá heimasíma .

Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér möguleika á ljósleiðaratengingu þegar flutt er. Hægt er að fletta upp nýja heimilisfanginu hér á pöntunarsíðu internets til að sjá hvort ljósleiðari sé í boði.

Ég er að flytja netið til Vodafone, hvernig er ferlið?

Fyrsta skrefið er að leggja inn pöntun hjá Vodafone með góðum fyrirvara svo flutningur gangi sem best fyrir sig. Ferlið hefst þegar búnaður hefur verið sóttur/sendur og þegar það er búið að skrifa undir samning í verslun eða staðfesta flutninginn í gegnum SMS eða tölvupóst.

Þegar flutningi er lokið þá þarf viðskiptavinur að segja upp þeirri tengingu sem hann var með hjá fyrri þjónustuaðila ásamt því að skila inn búnaði (t.d. netbeini eða sjónvarpsmóttakara) til að koma í veg fyrir frekari rukkun.

Mjög mikilvægt er að segja ekki upp þjónustu fyrr en viðskiptavinur hefur verið tengdur hjá Vodafone til að sporna við netleysi á meðan flutningur á sér stað. Alltaf er mögulegt að þjónusturof eigi sér stað á meðan á flutningi stendur, þó það standi jafnan ekki lengi yfir.

Það er ávallt á ábyrgð viðskiptavinar að hafa samband við fyrri þjónustuaðila til að tryggja að uppsögn sé örugglega gengin í gegn.

Hvernig mæli ég hraða á tengingunni minni?

Við mælum með að nota síðuna speedtest.net. Hraðinn er mældur með því að taka tímann á því hversu lengi tölvan er að sækja/senda ákveðið magn af gögnum og út frá því er upp- og niðurhalshraði ákvarðaður. Gott er að miða við að taka próf á fleiri en einu tæki og að taka nokkur hraðapróf til þess að fá áreiðanlegri niðurstöðu.

Til fróðleiks um Hraðamælingar:
Við notum Kb fyrir kilobit , KB fyrir kilobyte , Mb fyrir megabit og MB í megabyte í hraðaprófunum. Þegar þú sérð B ritað með hástaf, þá þýðir það byte en með lágstaf þýðir það bit.
M (mega eða milljón) er einfaldlega 1000 sinnum stærra en K (kilo eða þúsundir) og 8b (bits) eru 1B (byte).

Hefð hefur skapast fyrir því að nota bits (lítið b) í hraðaupplýsingum en byte (stórt B) í skráarstærðum. Þessar tvær ritunaraðferðir þýða að samanburður er flóknari en hann þyrfti ella að vera.

Mæling uppá 8,40 Mb /s (með litlu b-i) er það sama og 1,05 MB /s (með stóru B-i) sem aftur er það sama og um 1050 KB/s eða 8400 Kb/s. Þetta þýðir að það þarf rúmlega 8 Mb/s hraða til að hala 1 MB skrá á einni sekúndu.

Til gamans þá er niðurhalshraði hjá flest öllum internetþjónustuaðilum auglýstur í Mb/s. Þegar verið er að hala niður efni á tölvum, þá sýna tölvurnar oftast hraðann í MB/s (eða KB/s) og veldur þessi munur stundum ruglingi hjá notendum.

Hvaða hraða má ég búast við?

Mikill munur er á þráðlausum og beintengdum tækjum, til að fá mestan mögulega hraða og sem minnstar truflanir er alltaf best að vera með tækin beintengd. Einnig senda nýjustu netbeinar út 2 merki og er hraða munur þar á. Routerinn sendir út á tíðninni 2,4 GHz og 5 GHz. 2,4 er langdrægara en gefur minni hraða. 5 GHz gefur meiri hraða en dregur illa, sérstaklega í gegnum veggi.

Einnig hafa aðstæður mikil áhrif á þráðlaust net, t.d. þykkir veggir (burðarveggir) geta orsakað truflanir. Önnur þráðlaus tæki sem eru nálægt netbeini eða á milli netbeinis og búnaðar geta einnig haft áhrif.


Hraðamælingu má finna á síðu Speedtest

Ef þú ert ósátt/ur við þinn hraða, endilega hafðu samband við nethjálp í síma 1414 eða með Netspjalli .

Er stofnkostnaður á Ljósleiðara?

Ljósleiðarinn: Ljósleiðarinn setur upp ljósleiðaraboxið og er enginn stofnkostnaður við það. Enginn stofnkostnaður er heldur við ljósleiðara af hálfu Vodafone.

Míla: Lagning Ljósleiðara Mílu er íbúum á höfuðborgarsvæðinu að kostnaðarlausu á meðan framkvæmdir standa yfir í hverfum og enginn stofnkostnaður fylgir því að fá Ljósleiðara Mílu.

Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Nánari upplýsingar um vinnureglur Vettvangsþjónustu Vodafone og hvað er innifalið í uppsetningu má nálgast hér .

Get ég tengt mig sjálf/ur?

Ljósleiðari: Ef ljósleiðarabox er til staðar í húsnæði þá er það hægt. Ef ekki er búið að setja upp ljósleiðarabox þá kemur tæknimaður frá Ljósleiðaranum og setur það upp og er sú þjónusta þér án endurgjalds. Að því loknu getur þú sótt þann búnað sem þarft í næstu verslun Vodafone eða fengið tæknimann frá Vettvangsþjónustu Vodafone heim.

Ljósnet og ADSL: Við mælum alltaf með því að fá tæknimann frá vettvangsþjónustu Vodafone heim til að tengja búnaðinn á Ljósneti eða ADSL.

Innifalið í nýrri ljósleiðaratenginu hjá Vodafone eru 30 mínútur með tæknimanni. Nánari upplýsingar um vinnureglur Vettvangsþjónustu Vodafone og hvað er innifalið í uppsetningu má nálgast hér .

Get ég notað minn eigin router?

Já, hægt er að vera með eigin router á tengingum Vodafone. Við mælum með því að búnaðurinn sé settur upp samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja honum.

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum endilega hafðu samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone, eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á vef Vodafone.

Athugið að Vodafone þjónustar eingöngu netbeina á okkar vegum. Hér má nálgast lista yfir þá netbeina sem Vodafone þjónustar.

Get ég skipt út endabúnaði ef hann bilar?

Ef þú ert með beini (router) á leigu frá Vodafone geturðu fengið nýjan búnað ef sá gamli bilar. Þá þarf að skila bilaða búnaðinum í verslun Vodafone og fá um leið afhentan nýjan búnað. Mælt er með því að hafa samband fyrst við nethjálp í 1414 til að staðfesta að búnaðurinn sé bilaður.

Sértu með eigin beini (router) geturðu fengið beini til leigu, en með því að hafa beininn á leigu tryggirðu að þú hafir alltaf aðgang að nýjasta búnaðinum hverju sinni og getir skipt út ef eitthvað bilar. Upplýsingar um leigugjald á netbeinum má finna hér á verðskrársíðu internetþjónustu Vodafone .

Get ég sett nettengingu í geymslu?

Nei, eingöngu er hægt að setja heimasíma í geymslu.

Er hægt að vera með fasta IP tölu?

Ljósleiðari: Nei, ekki er í boði að vera með fasta IP tölu á Ljósleiðara.

Ljósnet og ADSL: Já, hægt er að vera með fasta IP tölu á Ljósneti og ADSL. Til þess að fá fasta IP tölu þarf viðskiptavinur að hafa samband við nethjálp Vodafone í síma 1414 og óska eftir því.

Bilanagreining
Ég er með hægt net, hvað gæti verið að?

Það geta margir hlutir komið til greina ef netið er hægt. Inn á speedtest.net er hægt að mæla hraðann á netinu. Gott er að taka próf á fleiri en einu tæki og að taka nokkur hraðapróf til þess að fá áreiðanlegri niðurstöður.

Við mælum alltaf með því að viðskiptavinir endurræsi ljósleiðaraboxið og router upplifi hann hraðavandamál.

Ef vandamálið er enn til staðar endilega hafðu samband í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á vef Vodafone.

Ég er að lenda í því að netið er að detta út, hvað gæti verið að?

Það geta margir hlutir komið til greina ef netið er að detta út. Best er fyrir þig að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Niðurhal
Er send aðvörun um að innifalið gagnamagn sé að klárast?

Já, ef þú ert t.d með 100 GB innifalin í þjónustuleiðinni þinni þá muntu fá tölvupóst þegar þú ert búinn með 80% af inniföldu gagnamagni, að því gefnu að þú sért með skráð netfang hjá okkur. Þú getur látið okkur skrá það með því að hafa samband í gegnum hjalp@vodafone.is, í síma 1414 eða með Netspjalli Vodafone.

Þó svo dæmið hér að ofan tali um 100 GB þá á þetta við um allar þjónustuleiðir.

Þegar gagnamagnið klárast lokast samt sem áður ekki fyrir hægt sé að nota netið, þess í stað bætist sjálfkrafa við aukagagnamagn (hægt er að afþakka aukagagnamagn á Mínum síðum) .

Þetta er gert til þess að koma í veg fyrir að hægist á tengingum notanda, þeim til ama. Sjálfvirka áfyllingin á sér stað þrisvar, en klári notandi gagnamagnið sitt í fjórða skipti, verður rétthafi að hafa samband við þjónustuver Vodafone, 1414, ef hann óskar eftir því að fá meira gagnamagn.

Ef þú óskar ekki eftir því að viðbótargagnamagni sé bætt sjálfvirkt við tenginguna getur þú stillt það á Mínum síðum.

Hvernig er talningin á gagnamagninu?

 Allar internetleiðirnar okkar telja allt gagnamagn. Sem þýðir að allt upp- og niðurhal á bæði innlendri og erlendri umferð er talið.

Get ég afpantað sjálfvirkt aukagagnamagn?

Já. Hægt er að afþakka að aukagagnamagni sé bætt við sjálfvirkt á Mínum síðum. Ef það hefur verið gert og innifalið gagnamagn klárast hægist á nettengingunni.

Þá er hægt að panta aukagagnamagnspakka með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone í síma 1414. Þá gildir hefðbundin verðskrá Vodafone og er þá ekki tekið tillit til þess á hvaða áskriftarleið viðskiptavinur er.

Sjónvarpsþjónusta
Hvar er IPTV Vodafone í boði?

Hægt er að sjá hvar gagnvirkt sjónvarp Vodafone yfir nettengingu býðst með því að fletta upp heimilisfanginu þínu hér .

Hvaða tengimöguleikar eru fyrir gagnvirkt sjónvarp?

Samsung UHD/4K háskerpumyndlykillinn er tengdur með HDMI snúru. Hægt er að hafa Samsung myndlykilinn tengdan í ljósleiðarabox, router eða þráðlaust.

Er hægt að vera með aukamyndlykil?

Já, hægt er að vera með aukamyndlykla á tengingum frá Vodafone.

Á ljósleiðara er hægt að vera með allt að sjö myndlykla og ljósneti allt að fimm myndlykla. Ef þú vilt tengja fleiri en tvo myndlykla á ljósleiðara eða Ljósneti þarf switch til að tengja þá alla við ljósleiðaraboxið eða routerinn. Einnig er hægt að tengja þá þráðlaust yfir WiFi.

Hvernig tengi ég router og myndlykil?

Á ljósleiðara tengingum er router tengdur í ljósleiðarabox. Mismunandi er á milli ljósleiðara hvort myndlykill sé tengdur í router eða ljósleiðarabox. Einnig er hægt að tengja myndlykil yfir þráðlaust net.

Ef þú ert á ljósneti er router tengdur í símtengil í vegg og myndlykill tengdur með snúru í router eða yfir þráðlaust net.

Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Get ég leigt efni gegnum myndlykil?

Leigan fylgir gagnvirku sjónvarpi Vodafone yfir nettengingu.

Með henni færð þú aðgang að þúsundum kvikmynda og sjónvarpsþátta sem þú getur pantað þegar þér hentar. Nýjum kvikmyndum er bætt við reglulega, bæði glænýjum kvikmyndum sem koma sjóðheitar út kvikmyndahúsunum og einnig eldri gæðamyndir. Mikill fjöldi titla fæst í háskerpu með fyrsta flokks 5.1 heimabíóhljómgæðum.

Háskerpumyndir eru í boði í Leigunni fyrir notendur með Samsung UHD/4K og Amino 140 myndlykilinn, en eingöngu á ljósleiðara.

Kynntu þér Leiguna í Vodafone Sjónvarpi.
Hvaða stöðvar eru ókeypis?

Stöðvar í opinni dagskrá eru: RÚV, RÚV+, Sjónvarp Símans, Hringbraut, N4, CCTV News, Sport TV, Sport TV 2 og Alþingi. Auk þess er RÚV HD opin þeim sem geta tekið á móti háskerpuútsendingum.

Ég er með myndlykil gegnum netið, virkar hann hvar sem er?

Myndlykillinn virkar hvar sem er á Íslandi og innan EES ef hann er tengdur í gegnum þráðlaust net.

Eru útvarpsrásir á IPTV Vodafone?

Eftirfarandi útvarpsrásir fylgja sjónvarpsþjónustu Vodafone:

121 Bylgjan
122 FM957
124 Rondo
125 LéttBylgjan
126 Latibær
127 BBC World Service
128 X-ið
130 Gullbylgjan
131 Rás 1
132 Rás 2
133 K100,5

Auk þess hefur Vodafone boðið upp á tímabundnar útvarpsstöðvar, t.d. um jólin, en þá er það auglýst sérstaklega.

Er hægt að læsa Leigunni á IPTV?

Já, það er hægt að læsa leigunni með því að velja "Allt læst" í stillingum, þá er öllu efni á Leigunni læst og sérstakt Pin-númer þarf til að leigja efni hverju sinni.

Pin-númerið geturðu stillt í stillingum myndlykilsins. Ef þú lendir í vandræðum geturðu svo alltaf haft samband í 1414 eða á netspjallinu.

Við bendum sérstaklega á að ef fleiri en einn myndlykill er á heimilinu þá er læsing stillt á hvern myndlykil fyrir sig (inni í stillingum á honum). Læsing sem stillt er á einum myndlykli tekur ekki sjálfkrafa gildi í öðrum myndlyklum heimilisins.

Hvernig horfi ég á sjónvarpsefni og bíómyndir í HD?

Þú nærð háskerpu útsendingu með myndlyklum Vodafone.

Vodafone býður upp á myndlykla yfir internet eða loftnet sem bjóða upp á útsendingar í háskerpu.

Endilega hafðu samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á vefVodafone.

WiFi
Hvernig tryggi ég öryggi á þráðlausu neti (WiFi)?

Við mælum með notkun á WPA dulkóðun á þráðlausu neti. Til að geta notað WPA þarf tölvan og routerinn að styðja WPA dulkóðun. Sé stuðningur ekki til staðar þarf að notast við eldri dulkóðun sem nefnist WEP.

Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar til að stilla á WPA dulkóðun fyrir Huawei routerinn okkar:

  • Byrjaðu að fara inn á router með því að opna vafra og fara inn á slóðina http://192.168.1.1 (nota skal notendanafnið og lykilorðið sem er aftan á router.)
  • Efst uppi á rauða borðanum skal smella á Home Network, þá kemur upp síða til stilla þráðlausa netið.
  • Vinstra megin á síðunni velur þú WLAN Settings.
  • Næst er valið WLAN Encryption og Encryption, þar velur þú WPA2-PSK eða WPA-PSK+WPA2-PSK í Security Mode.
  • Að lokum þarf að velja Save til þess að vista breytinguna.

Sjá ítarlegri útgáfa af leiðbeiningum fyrir Vodafone Huawei .

Fyrir frekari upplýsingar getur þú haft samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

 

Hvernig set ég upp minn eigin router?

Á ljósleiðara Mílu er nóg að tengja routerinn og stilla hann á DHCP, Dynamic, eða Automatic IP

Á Ljósleiðaranum þarf að hafa samband við Vodafone og skrá routerinn á tenginguna, ásamt því að stilla hann á DHCP, Dynamic, eða Automatic IP

Flestir routerar eru stilltir rétt úr kassanum, og því þarf ekkert að gera nema að setja í samband.

Á Ljósneti þarf að stilla routerinn á PPPOE og velja username og password. Til þess að fá notendanafn og lykilorð uppgefið þarf að hafa samband við Vodafone. Notendanafn endar alltaf á @internet.is.

Þú getur haft samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á heimasíðu Vodafone.

Hvernig opna ég fyrir port / nat?

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um uppsetningu beina á þessari síðu.

Ef þinn beinir er ekki þar geturðu nálgast leiðbeiningar um aðra beina hér .

Almennt
Get ég tengst með 4G spjaldtölvunni minni?

Í sumum tilvikum geta 4G spjaldtölvur tengst beint við kerfið. Vodafone sendir til að byrja með út á 800 MHz tíðni á 4G sendum á Suður- og Vesturlandi. Þessi tíðni er langdræg og því er 4G kerfið mjög víðfeðmt. Þetta hefur þó í för með sér að ekki getur allur búnaður tengst, þótt hann sé gefinn út fyrir að styðja 4G.

Sem dæmi er ekki hægt að tengjast 4G með iPad eða iPhone vegna þess að þessi tæki geta ekki notað 800 mhz á meðan t.d. Samsung Galaxy Note 8 spjaldtölva getur það.

Vodafone mun hins vegar þegar fram líða stundir bæta við sendum á 1800mhz tíðni, sem iPad-spjaldtölvur styðja.

Það er hins vegar einfalt að nettengja allar spjaldtölvur - þar á meðal iPad - í gegnum 4G ferðanetbeini eða 4G netbeini. Kynntu þér 4G búnað Vodafone .

Hver er munurinn á 5G og 4G?

Munurinn liggur í internetþjónustunni og gagnamagnshraðanum sem er mun meiri í 5G en í 4G.

Hér getur þú séð yfirlitsmynd af þjónustusvæði Vodafone.

Hvað kostar að nota 4G eða 5G netbúnað í útlöndum?

Hægt er að sjá verðskrána með því að smella hér.

Ég á 4G búnað, þarf ég nýjan búnað til að komast á 5G?

Já, búnaður sem hefur verið í boði og seldur með 4G styður ekki 5G. Hins vegar er hægt að vera með 5G búnað og nota hann á 4G.

5G búnaður er eingöngu til leigu hjá okkur með 5G interneti en búnaðurinn er ekki til sölu hjá okkur í verslun.

Getur 5G búnaður tengst á 4G?

Já. Búnaðurinn sem Vodafone leigir með 5G interneti býður upp á að nýta bæði kerfin og tengjast 4G ef 5G samband er lélegt eða ekki fyrir hendi. Ef 5G er ekki í boði þar sem þú ert tengist búnaðurinn internetinu sjálfkrafa í gegnum 4G senda Vodafone.

Í sumum tilvikum á jaðarsvæðum 5G-þjónustusvæðisins getur þó verið betra að festa 5G búnaðinn á 5G. Það er vegna þess að oft er hægt að ná meiri hraða á slökum 5G sendistyrk á heldur en góðum 4G sendistyrk.

Get ég fylgst með gagnamagnsnotkun á 4G Netáskrift?

Já, á Mínum síðum getur þú fylgst með stöðunni á 4G netáskrift og netfrelsi.

Hvað er 4G Netáskrift?

4G Netáskrift gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði fyrir tölvur þar sem 4G, 3G eða GPRS er að finna.

Þú getur kynnt þér 4G Netáskrift með því að smella hér

Þegar farið er til útlanda er einungis hægt að nota 3G/4G netbúnað.

Einnig er hægt að fá 4G Netfrelsi. Það eru sömu pakkar og boði er í 4G Netáskrift en þar er notkun er greidd fyrirfram.

Er öll gagnanotkun talin þegar mælt er gagnamagn á 4G?

Já, öll notkun er mæld. Gagnamagnsnotkun á 4G, 3G og GSM telst vera bæði upp- og niðurhal og jafnframt er talin bæði innlend og erlend gagnaumferð.

Hvað er netfrelsi?

Netfrelsi gerir þér kleift að komast í þráðlaust netsamband með netbúnaði þar sem 5G, 4G eða GPRS er að finna.

Netfrelsi virkar þannig að þú kaupir þér gagnamagnspakka og þegar allt gagnamagnið hefur verið nýtt þá lokast fyrir niðurhalið og því myndast engir bakreikningar.

Gagnamagnið gildir í 30 daga og hægt er að kaupa það á Mínum síðum Vodafone, vef Vodafone eða í næstu Vodafone verslun.

Einnig er hægt að kaupa 4G og 5G internet í áskrift.

Hvar er þjónustusvæði 5G og 4G hjá Vodafone?

Breyta fyrirsögn: Hvar er þjónustusvæði 5G og 4G hjá Vodafone?

Hér má sjá nákvæmt kort yfir þjónustusvæði 5G, 4G, 3G og GSM kerfis Vodafone.

 

Búnaður
Hvaða vélbúnaðarkröfur eru gerðar?

Til að geta notað USB Nettengilinn þarft þú að vera með að minnsta kosti Windows XP, Windows Vista eða Mac OS X 10.3.9.

Einnig þarf að vera a.m.k. 50 MB laust diskapláss og 256 MB í vinnsluminni. Tölvan þarf svo auðvitað að vera með USB 2.0 innstungu.

Get ég fylgst með notkuninni í tölvunni minni?

Í forritinu sem fylgir með nettenglinum og notað er til þess að tengjast netinu má fylgjast með notkuninni og einnig má stilla ákveðið hámark, t.d. í takt við hversu stóran gagnamagnspakka þú ert með. Það er gert með því að fara í Vodafone Mobile Broadband forritið og smella á Advanced.

Svo er eftirfarandi skrefum fylgt:

1. Smelltu á Usage flipann.

2. Smelltu á Previous Usage: Mobile reitinn þannig að hann verði grár.

3. Breyttu í það gagnamagn sem þú vilt hafa sem hámark (Limit).

4. Hér geturðu valið MB eða GB.

Undir Warnings er hægt að velja hvenær forritið lætur vita þegar gagnamagnið (sem var valið í þrepi 2) er búið.

Get ég notað einn nettengil fyrir margar tölvur?

Já,

Vodafone Box (VOX) beinirinn er með rauf fyrir 3G nettengil, þannig er hægt að láta beininn deila netsambandinu yfir á nokkrar vélar. Þessir nettenglar virka með VOX beininum: Huawei: E220, E270, E272, E172, K3715, K3760, K352. ZTE: K3765.

Einnig er hægt að fá Vodafone MiFi búnað og Vodafone netbeini til að tengja saman allt að fimm tölvur með einum 3G netbúnaði. Tölvurnar tengjast græjunni með þráðlausu neti og er með rafhlöðu fyrir þá sem eru á ferðinni. Meira um MiFi og netbeininn hér .

Get ég notað nettengilinn í fleiri en einni tölvu?

Já. En ef þú notar nettengilinn þinn í tveimur eða fleiri tölvum og vilt fylgjast með niðurhali þarftu að leggja saman gagnamagnið sem hugbúnaður í hvorri tölvu segir til um að þú hafir notað til að glöggva þig á heildarnotkuninni á hverju tímabili.

Dæmi : Ef þú hleður niður 2 GB í annarri tölvunni og 1 GB í hinni (alls 3 GB), þá áttu 2 GB eftir af 5 GB inniföldu gagnamagni. Þú getur líka fylgst með gagnanotkun þinni á mínum síðum .

Uppsetning og notkun 3G nettengils

Uppsetningarferlið byrjar sjálfkrafa eftir að þú hefur stungið nettenglinum í samband við tölvuna. Þú kemst fyrirvaralaust í samband við farnet Vodafone víðs vegar um landið. Hér má líka finna leiðbeiningarbækling á ensku.

Hverrar tegundar er USB Nettengillinn?

USB nettengillinn er framleiddur af HUAWEI fyrir Vodafone og hefur númerið K3806

Hvað er 3G Nettengill?

Nettengill gerir þér kleift að vera í þráðlausu netsambandi með fartölvunni þinni alls staðar þar sem 3G og EDGE nýtur við, jafnt innanlands sem utan.

Þú getur skoðað og sent tölvupóst, SMS, vafrað á internetinu og tengst vinnuumhverfi þínu (VPN).

Nettengillinn styður jafnt HSDPA, UMTS, EDGE og GPRS. Hraðinn sem þú nærð fer eftir því í hvers konar sambandi þú ert og hversu gott sambandið er hverju sinni. Nánari upplýsingar má finna hér .

Bilanagreining
USB nettengilinn minn virkar ekki eftir uppfærslu í Windows 10

Ef nettengillinn þinn frá Vodafone virkar ekki eftir að stýrikerfi hefur verið uppfært þarf að nálgast nýjustu uppfærslu hugbúnaðar. Hugbúnaðinn má nálgast hér og eftir uppsetningu ætti nettenging að verða virk á ný. Athugið að keyra þarf „setup_vmb.exe“ skrána eftir að niðurhali er lokið til þess að ljúka uppsetningu á nýja hugbúnaðinum.

Ef þú sérð ekki USB nettengilinn undir Devices

1. Fjarlægðu USB nettengilinn úr tölvunni
2. Endurræstu vélina
3. Tengdu USB nettengilinn aftur

Ef þú nærð ekki að VPN-tengjast með Vodafone K3806 nettengli á Windows 7 64-bit

Það er þekkt vandamál með að ná VPN-sambandi á Vodafone K3806 nettenglinum á Windows 7 stýrikerfinu í 64 bita útgáfu. Það lýsir sér þannig að engin netumferð getur átt sér stað eftir að VPN samband er komið á. Til er einföld leið til að laga það.

Hér má finna leiðbeiningar á PDF .

Hvað geri ég ef engin net finnast?

1. Breyttu um staðsetningu innanhúss, farðu nær glugga, farðu hærra upp eða farðu út. Einnig er alltaf gott að prófa að endurræsa allan búnað.

Til að leita að þráðlausum netum:


2. Veldu View og View Available Mobile Connections og athugaðu hvort að þú náir að tengjast handvirkt
2b. Veldu Tools og Select Network.
2c. ( Macintosh ) Connections, smella á plúsinn og Select Networks

Ef uppsetning á Vodafone forritinu virkar ekki (VMCLite)

1. Endurræstu tölvu
2. Hægrismelltu á My Computer og smelltu á Properties, veldu því næst Hardware og opnaðu Device Manager.
3. Stækkaðu „Universal Serial Bus Controllers“
4. Hægrismelltu á „USB Mass Storage Device“ og veldu Uninstall.
5. Smelltu á „Action“ og „Scan for Hardware changes“
6. Endurræstu tölvu

Ef þú nærð ekki að tengjast

1. Bíddu í nokkrar mínútur og reyndu að tengjast aftur, þetta er mjög oft tímabundið vandamál, sérstaklega ef þú ert að fá „Error 631“ eða „Error 619“.
2. Farðu í File og Exit, ræstu svo forritið og reyndu aftur.
3. Endurræstu tölvuna
4. ( Windows ) Smelltu á „Manage Devices“ veldu búnaðinn og smelltu á edit og prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.
4b.( Mac ) Í aðalglugganum prufaðu að velja annað en „3G Only“ t.d GPRS/EDGE Preferred.

Leiðbeiningar
Stækka notkunartakmörk i samræmi við þjónustuleið

Ef þú ert með 15GB þjónustuleið þá geturðu látið forritið vara þig við þegar þú nálgast þá takmörkun. Einnig er mögulegt að forritið sé stillt á 5GB þótt þú sért með stærri þjónustuleið og forritið hindri þig þannig í að nýta alla inneignina.

Smelltu hér til að fá leiðbeiningar til að breyta þessu.

Hvað þýða ljósin á nettenglinum?

Blikkandi grænt ljós = Lykillinn er að keyra sig inn / Lykillinn er að reyna að tengjast á 2G.

Blikkandi blátt ljós = Lykillinn að reyna að tengjast.

Stöðugt blátt ljós = Lykillinn er tengdur á 3G.

Stöðugt grænt ljós = Lykillinn er tengdur á 2G.

Ekkert ljós = Lykillinn er ekki í sambandi eða ekki að reyna að tengjast.

Hvernig leita ég að netum og tengist handvirkt?

Hægt er að sjá leiðbeiningar með því að smella hér

Hvernig fylli ég á frelsið?

Netfrelsi getur þú keypt í næstu Vodafone verslun eða með einu símtali í 1414.

Einnig eru nokkrar leiðir til að gera það sjálf/ur.

Þú getur fyllt á með kreditkorti hér. Þú getur einnig skráð þig inn á Mínar síður og fyllt á af kreditkorti eða virkjað sjálfvirka áfyllingu af debet- eða kreditkorti.

Til að kaupa gegnum sjálfvirka áfyllingu er eftirfarandi gert:

*126*1990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 5GB.
*126*3990*PIN*Númer netfrelsis# Hringja - Þetta eru 15GB.

Hver er munurinn á 2.4GHz og 5GHz Wi-Fi?

Vodafone leigir út Huawei HG659 netbeina til viðskiptavina. Á Huawei netbeinunum er hægt að velja milli tveggja Wi-Fi tenginga, annars vegar á 2.4GHz tíðni og hins vegar á 5GHz tíðni.

Helsti munurinn á þessum stöðlum er hraði og drægni. 5GHz Wi-Fi sendir út mun hraðara merki. Þar að auki er 5GHz talsvert stöðugri staðall en á móti kemur að bylgjulengdirnar sem hann notar eru mun styttri og þar af leiðandi er drægnin töluvert dræmari heldur en á 2.4GHz staðlinum. Þetta orsakar að þráðlaust net á 5GHz nær illa í gegnum steypta veggi og milli hæða.

Hér að ofan má sjá muninn á bylgjulengdum 2.4GHz og 5GHz. Bylgjurnar á 2.4GHz staðlinum eru breiðari og lengri. Þær berast þ.a.l. margfalt betur gegnum þétta veggi og yfir stærra svæði.

Á heimili sem notast við 1000 Mbps ljósleiðara þá er eðlilegur hraði á Wi-Fi sem sendir á 2.4GHz á bilinu 50 – 100 Mbps. Eðlilegur hraði á Wi-Fi sem sendir á 5GHz er á bilinu 100 – 250 Mbps. Þetta er hins vegar breytilegt eftir netbeinum. Þráðlaus nethraði er mjög breytilegur og Wi-Fi hraði nettengdra tækja fer mikið eftir fjarlægð frá netbeini og fjölda tækja tengdum þráðlausa netinu. Ýmis tæki, líkt og örbylgjuofnar og snjallsjónvörp, sem notast við Bluetooth (á bara við um 2.4GHz) geta sömuleiðis skert hraða annarra nettengdra tækja.

Margir kjósa að tengja öll tæki heimilisins við 5GHz staðalinn til þess að hámarka nethraða tækjanna. Í mörgum tilvikum er það allt í lagi en í stærri húsum og nýbyggðum steyptum íbúðum gætu notendur fundið fyrir truflunum og slitróttu sambandi víðsvegar um heimilið. Í þeim tilvikum mælum við almennt með að nota 2.4GHz Wi-Fi.

Wi-Fi á 5GHz virkar best þegar tæki eru í sama rými og netbeinirinn. Að auki skiptir gríðarlega miklu máli hvar netbeinirinn er staðsettur innanhúss til að hámarka drægni og hraða Wi-Fi á heimilinu.

Hér að ofan má sjá staðsetningu netbeinis innanhúss. Hann er staðsettur úti í horni og er með beina sjónlínu inn í öll herbergi en merki þráðlausa netsins endurspeglast af veggjum fram og til baka þangað til það nær loksins inn í innstu herbergin. Það skerðir samband og lækkar hraða. Best er að hafa netbeini staðsettan eins miðsvæðis og hægt er og í opnu rými.

Hverjir eru DNS-þjónar og póstþjónar Vodafone?

Eftirfarandi eru lykilupplýsingar um DNS, póstþjóna og DSL

DNS þjónar Vodafone

Primary: ns2.internet.is - 193.4.194.5

Secondary: ns3.internet.is - 194.144.200.65

eða

Primary: ns1.internet.is - 213.176.128.51

Secondary: ns4.internet.is - 194.144.200.66

Póstþjónar Vodafone

Incoming mail: mail.internet.is
Outgoing mail: mail.internet.is (M.v. að nettengingin sé frá Vodafone. Annars er notaður þjónn viðkomandi fyrirtækis.)

Incoming port (POP3): 110
Outgoing port (SMTP): 25

Incoming port (IMAP): 143

PPP stillingar fyrir xDSL tengingar Vodafone

0/33 pppoe llc encapsulation

PPP stillingar fyrir xDSL tengingar Vodafone á kerfi Símans

8/48 pppoe llc encapsulation, notandanafn@internet.is

Get ég notað minn eigin beini?

Já, hægt er að vera með eigin router á tengingum Vodafone. Við mælum með því að búnaðurinn sé settur upp samkvæmt leiðbeiningum sem fylgja honum.

Ef þú lendir í einhverjum vandræðum endilega hafðu samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á vef Vodafone.

Athugið að Vodafone þjónustar eingöngu netbeina á okkar vegum. Hér má nálgast lista yfir þá netbeina sem Vodafone þjónustar.

Get ég skipt út endabúnaði ef hann bilar?

Ef þú ert með beini (router) á leigu frá Vodafone geturðu fengið nýjan búnað ef sá gamli bilar. Þá þarf að skila bilaða búnaðinum í verslun Vodafone og fá um leið afhentan nýjan búnað. Mælt er með því að hafa samband fyrst við nethjálp í 1414 til að staðfesta að búnaðurinn sé bilaður.

Sértu með eigin beini (router) geturðu fengið beini til leigu, en með því að hafa beininn á leigu tryggirðu að þú hafir alltaf aðgang að nýjasta búnaðinum hverju sinni og getir skipt út ef eitthvað bilar. Verðskrána er að finna HÉR .

Hvernig stilli ég beini?

Leiðbeiningar um stillingar á hinum ýmsu beinum má finna hér

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.