Vodafone

Spennið beltin. Nú aukum við hraðann.

 

Í dag kynntum við 10xOfurhraða, nýja þjónustuleið þar sem áfangastaðurinn er framtíðin, með allt að 10 sinnum hraðara neti. 

Hraðinn á netinu í dag er í kringum 1 Gb/s en með tilkomu 10xOfurhraða verður hann allt að 10x meiri eða 10 Gb/s.

Það eina sem þarf að gera til að komast á 10x hraða er að uppfæra ljósleiðaraboxið. Starfsfólk Vodafone aðstoðar þig við það. Þjónustan er í boði hvort sem þú ert tengdur Mílu eða Ljósleiðaranum og kostar 3.000 kr. aukalega á mánuði.

10xOfurhraði er í boði frá og með deginum í dag. Við byrjum á höfuðborgarsvæðinu og þekjum það allt eins hratt og auðið er um leið og við teygjum okkur yfir á stórhöfuðborgarsvæðið og út á landsbyggðina í metnaðarfullum áföngum

Frekari upplýsingar má finna hér. Hafir þú spurningar bendum við þér á að hafa samband í 1414 eða á netspjallinu.

Spennið beltin og komið með okkur á ofurhraða!

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.