Vodafone og Landsbjörg endurnýja samning til þriggja ára

 

Á myndinni eru frá vinstri: Gunnar Stefánsson, Marín Eiríksdóttir, Kristján Þór Harðarson og Torfi Bryngeirsson.

Vodafone kynnir með stolti áframhaldandi samstarfs- og fjarskiptasamning við Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Vodafone hefur verið samstarfsaðili Landsbjargar frá árinu 2009 verður engin breyting á því næstu árin.


Með áframhaldandi samstarfi vill Vodafone tryggja að starfsfólk félagsins og björgunarsveitir landsins hafi aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu hvar sem er á landinu.

„Að geta lagt okkar lóð á vogaskálarnar þegar það kemur að björgunaraðgerðum, leitum og slysavörnum hér á landi eru forréttindi fyrir okkur hjá Vodafone og erum við ótrúlega stolt af því að okkur sé treyst fyrir því mikilvæga verkefni.“ segir Torfi Bryngeirsson, vörumerkjastjóri Vodafone.

Samstarf Vodafone og Landsbjargar má rekja aftur til ársins 2009, en samstarfið hefur reynst báðum aðilum einkar vel síðustu árin. Félögin hafa í sameiningu unnið að því að bæta fjarskiptasamband á svæðum víða um land.

Að lokum viljum við hjá Vodafone hvetja alla landsmenn að styðja við hið mikilvæga starf Landsbjargar og þakka öllum sjálfboðaliðum fyrir ómetanlegt framlag til hjálparstarfa.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.