Vodafone á viðbúnaðar- og viðbragðsstigi

 

Í þéttu samstarfi við Fjarskiptastofu og Almannavarnir hefur Vodafone virkjað neyðaráætlun og starfar nú á viðbúnaðar- og viðbragðsstigi í ljósi þeirrar veðurspár sem framundan er. Í því felst að víðtæk bakvakt og samhæfing fer í gang á vegum félagsins á meðal stjórnborðs, sérfræðinga, tæknimanna, vettvangsaðila og þjónustu.

Vodafone rekur viðamikil fjarskiptakerfi um land allt en sökum ísinga, rafmagnstruflana og/eða mikilla vinda er mögulegt að einhverjar truflanir verði á fjarskiptaþjónustu.

Við biðlum til landsmanna að fylgjast með veðurspám og fara eftir fyrirmælum Almannavarna.

Uppfært 21. feb 22:55

Viðskiptavinir geta fundið fyrir truflunum eða sambandsleysi á farsímaþjónustu vegna veðurs. Unnið er að viðgerð.

Uppfært 22. feb 09:30

Enn geta viðskiptavinir fundið fyrir truflunum eða sambandsleysi á farsímaþjónustu á eftirfarandi sendastöðum á landinu: Burðarhálsi, Þverfelli, Seldalsfjalli, Hænuvík, Brjánslæk, Soginu, Hrútahjalla og Mosfellsveg. Auk þess sem viðskiptavinir í Álftafirði og Hamarsfirði finna fyrir truflunum á sjónvarpsþjónustu, Vinnuhópar á vegum Vodafone og annarra dreifiveitna vinna nú að viðgerðum þó á sumum stöðum er beðið eftir að veður lagi.

Förum öll áfram varlega og fylgjumst vel með fyrirmælum Almannavarna. 

Myndin sýnir farsímasenda sem eru úti sökum vinda, ísinga og/eða rafmagnsleysis.

Fréttin verður uppfærð.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.