Grænt gagnaver hýsir upplýsingatæknikerfi Premis

Trausti GuðmundssonTrausti Guðmundsson
02.03.2020

Premis semur við Vodafone um hýsingu á upplýsingatæknikerfum sínum í nýju grænu hátæknigagnaveri, Reykjavík DC við Korputorg. Sérhæfing Reykjavík DC snýr að öryggis- og umhverfismálum þar sem áhersla er á sérsniðna þjónustu fyrir viðskiptavini. Gagnaverið nýtir rafmagn úr 100% endurnýjanlegum orkugjöfum og uppfyllir Tier3-staðal. Vodafone er einn af eigendum Reykjavík DC. 

„Við hjá Vodafone erum mjög ánægð með að Premis hafi valið Vodafone sem þjónustuaðila fyrir sín upplýsingatæknikerfi hjá Reykjavík DC. Gagnaverið  er leiðandi á Íslandi hvað varðar gæði, öryggi, umhverfissjónarmið og hagkvæmni. Vodafone tryggir einnig öruggar háhraðateningar til og frá gagnaverinu fyrir Premis,“ segir Trausti Guðmundsson forstöðumaður hjá Vodafone. 

„Premis hefur átt í löngu og farsælu viðskiptasambandi við Vodafone og forvera þess frá stofnun sinni árið 1999 og við erum ánægð að framlengja það samband. Reykjavík DC gagnaverið passar mjög vel við okkar umhverfissjónarmið ásamt kröfum um gæði og hraða. Reykjavík DC hjálpar okkur að þjónusta þau ríflega 1.000 fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem treysta á Premis með rekstur sinna kerfa,“ segir Kristinn Elvar Arnarsson, forstjóri og stofnandi Premis.Mynd: Vilhelm Gunnarsson