Vodafone

Netöryggi í spennandi framtíð

Kristín Björk BjarnadóttirKristín Björk Bjarnadóttir
16.12.2019

Internetið er hafsjór af upplýsingum og afþreyingu sem við nýtum okkur í daglegu lífi, skóla og vinnu.  Möguleikarnir á netinu eru óteljandi og hafa breytt mörgu í okkar lífi til hins betra en hafa einnig sínar skuggahliðar.  Netsvindl í gjafaleikjum er eitt af þvi sem mikilvægt er að varast og í því samhengi minnum við á að Vodafone óskar aldrei eftir kreditkortaupplýsingum án aðkomu öuggra greiðslusíðna á borð við Valitor og Borgun.
Það er í raun engin leið til að sporna við þessu þar sem lítið mál er fyrir svindlara að setja upp tímabundið falskar heimasíður og netföng.

Hér sjáið þið nokkra punkta sem geta bent til þess að um netsvindl sé að ræða og einnig afrit af einum svikapósti: 

  • Óskað er eftir kreditkortaupplýsingum í gjafaleik
  • Vodafone merkið er ekki nákvæmlega eins og á vodafone.is
  • Það er mikið af stafsetningar- og málfarsvillum
  • Verðlaunin í leiknum er of góð til þess að vera sönn
  • Það er farið fram á að brugðist sé strax við tilboðinu sem þú fékkst sent
  • Vodafone gefur aldrei upp IP tölu í samskiptum sínum við viðskiptavini 

Upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi, ef þú telur að um netsvindl sé að ræða hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í síma 1414 eða í netspjalli.  

Þitt netöryggi skiptir okkur máli.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.