Þjónusta

Vodafone öppin

Vodafone appið - Yfirsýn yfir þína þjónustu

Með Vodafone appinu færðu á einfaldan hátt yfirlit yfir alla þína fjarskiptaþjónustu hjá Vodafone. Í Vodafone appinu sérðu þína notkun á farsíma, interneti, 4G þjónustu og fleiri þjónustuþáttum hjá Vodafone. Þannig veist þú alltaf hversu margar mínútur eða gagnamagn þú átt eftir í mánuðinum. Í appinu má einnig fylla á frelsið, nota netspjall við þjónustufulltrúa og margt fleira.

 

Nánar um Vodafone appið

Stöð 2 appið - afþreying við höndina 

Stöð 2 appið er sjónvarpsapp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem allir geta notað án endurgjalds. Með Stöð 2 appinu getur þú horft á sjónvarpsútsendingar, notað tímavél til að flakka í dagskránni og pantað frelsisefni sjónvarpsstöðvanna. Einnig geta áskrifendur af Stöð 2 Maraþon og Hopster nálgast sjónvarpsefni viðkomandi áskriftarveita í appinu.


Nánar um Stöð 2 appið

Hopster appið - Upplifðu töfraheim Hopster 

Með Hopster appinu, sem er allt talsett á íslensku, geta börnin horft á þá þætti sem þau vilja ásamt því að læra að skrifa bókstafi, byrjað grunnþjálfun í reikningi og teiknað í öruggu og auglýsingalausu umhverfi.

Áskrift að Hopster veitir fullan aðgang að öllu Hopster efninu, bæði í appinu og í Vodafone Sjónvarpi.

 

Nánar um Hopster appið