Horfðu hvar og hvenær sem er
Með Stöðvar 2 appinu getur þú horft á sjónvarpsútsendingar og notað tímavél til að flakka í dagskránni. Einnig geta áskrifendur að Stöð 2+ nálgast sjónvarpsefni í appinu.
Þú getur tengt Stöðvar 2 appið við Chromecast og AirPlay sem þýðir að þeir sem eiga Chromecast tæki eða Apple TV geta varpað myndefninu úr símanum yfir á sjónvarpsskjáinn. Auk þess geta notendur sótt sér Stöðvar 2 appið í Appstore í gegnum Apple TV 4 eða Apple TV 4K og horft á sjónvarpið í gegnum sjonvarp.stod2.is.