Upplifðu töfraheim Hopster í appinu

Hopster appið er sannkallaður töfraheimur og er sérstaklega sniðið fyrir litla fingur. Í appinu getur barnið horft á þætti, spilað leiki, litað og hlustað á tónlist í öruggu og auglýsingalausu umhverfi. Appið er bæði í boði fyrir iOS og Android. 


Hvað getur barnið mitt gert í Hopster appinu?

 
  • Valið sér þætti til að horfa á í eldfjallinu
  • Teiknað litríkar myndir á trönunni
  • Hlustað á vinsælar barnarímur
  • Stokkið um borð í loftbelginn og spilað leiki
  • Sótt og geymt uppáhalds myndböndin sín í fjarsjóðskistunni
  • Gert Hopster veröldina að sinni með því að rækta fallegar plöntur í blómapottinum

Helstu kostir Hopster appsins

Með Hopster appinu, sem er allt talsett á íslensku, geta börnin horft á þá þætti sem þau vilja ásamt því að læra að skrifa bókstafi, byrjað grunnþjálfun í reikningi og teiknað í öruggu og auglýsingalausu umhverfi. 

Áskrift að Hopster veitir fullan aðgang að öllu Hopster efninu, bæði í appinu og í Vodafone Sjónvarpi.


Auglýsingalaust og öruggt umhverfi

Hjá Hopster er öryggi barnsins þíns í fyrirrúmi. Appið er algjörlega auglýsingalaust og ekki þarf að borga aukalega fyrir viðbætur, það er allt innifalið.

Barnaefni valið af sérfræðingum

Allt efni í Hopster hefur fengið vottunina „KidSafe Certified“ frá samtökum sem yfirfara allt barnaefni sem gefið er út í Bretlandi. Allt efni er byggt á sérstakri námsskrá Hopster sem er smíðuð út frá þekktum þroskaprófum og í samvinnu við hóp fagfólks.

Efni einnig aðgengilegt í Vodafone Sjónvarpi

Með áskrift að Hopster færðu aðgang að öllu barnaefni frá Hopster í Vodafone Sjónvarpi og Hopster appinu. Hopster er aðgengilegt í Vodafone Sjónvarpi á forsíðu sjónvarpsviðmótsins.

Þættir sem börnin þekkja

Á meðal þátta sem eru í boði í Hopster eru gamalkunnir félagar á borð við Gurru grís, Tré Fú Tom, Línu langsokk og Skoppu og Skrítlu, auk fjölmargra annarra þáttaraða og valdra barnavísa, sungnum af Hafdísi Huld.


Yfirlit yfir alla þættina í Hopster