Töfraheimur Hopster

Hopster er áskriftarveita í Vodafone Sjónvarpi sem er sérsniðin fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára

Með áskrift að Hopster færðu aðgang að öllu barnaefni frá Hopster í Vodafone Sjónvarpi og Hopster appinu. Hopster er aðgengilegt í Vodafone Sjónvarpi á forsíðu sjónvarpsviðmótsins. Við höfum gert Hopster svæðið einstaklega krakkavænt og auðvelt í notkun!

Hopster appið er sannkallaður töfraheimur og er sérstaklega sniðið fyrir litla fingur. Í appinu getur barnið horft á þætti, spilað leiki, litað og hlustað á tónlist í öruggu og auglýsingalausu umhverfi. Appið er bæði í boði fyrir iOS og Android. Einnig er hægt að horfa á Hopster í vefsjónvarpi Stöðvar 2 á sjonvarp.stod2.is.

 

HopsterSjá nánar

Fáðu ótakmarkaðan aðgang að fræðandi, skemmtilegu og þroskandi barnaefni sem hefur allt fengið vottunina „KidSafe Certified“ með áskrift að Hopster.

1.490 kr./mán.

Ef notast er við myndlykil bætist kr./mán. dreifigjald við verð sjónvarpsþjónustu
Panta

Áskriftarveita fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára

Loka

Töfraheimur Hopster 

Hopster er áskriftarveita í Vodafone Sjónvarpi og app í símann eða spjaldtölvuna sem er sérsniðið fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Hopster er stútfullt af fræðandi, skemmtilegu og þroskandi barnaefni sem hefur allt fengið vottunina „KidSafe Certified“ frá samtökum sem yfirfara allt barnaefni sem gefið er út í Bretlandi.

Hopster

1.490 kr./mán.

Panta
Hopster
1.490 kr./mán.
Litli leikfangasmiðurinn

Litli leikfangasmiðurinn

Hvolpasveitin

Hvolpasveitin

Tré Fú Tom

Tré Fú Tom

Gurra grís

Gurra grís

Lína Langsokkur

Lína Langsokkur

Ríta & Krókódíll

Ríta & Krókódíll

Laugardagsklúbburinn

Laugardagsklúbburinn

Vinabær Danna tígurs

Vinabær Danna tígurs

Mæja býfluga

Mæja býfluga

Doddi

Doddi

Tommi togvagn

Tommi togvagn

Molang

Molang

Hinrik hittir

Hinrik hittir

Pingu

Pingu

Pósturinn Páll

Pósturinn Páll

Sammi brunavörður

Sammi brunavörður

Örstutt ævintýri

Örstutt ævintýri

Hópurinn og sópurinn

Hópurinn og sópurinn

Bubbi byggir

Bubbi byggir

Litli Malabar

Litli Malabar

Ég er fiskur

Ég er fiskur

Greinda Brenda

Greinda Brenda

Elías

Elías

Greppikló

Greppikló

Punky

Punky

Í næturgarði

Í næturgarði

Stærðfræðiskrímslin

Stærðfræðiskrímslin

Begga og fress

Begga og fress

Ég er kynlegt kvikindi

Ég er kynlegt kvikindi

Mói

Mói

SJÁLFheimur

SJÁLFheimur

Ég er dýr

Ég er dýr

Lærum og leikum með hljóðin

Lærum og leikum með hljóðin

Undraboltarnir

Undraboltarnir

Barnavísur

Barnavísur

Lærðu að teikna

Lærðu að teikna

Kassaföndur

Kassaföndur

Lalli

Lalli

Ég er risaeðla

Ég er risaeðla

Pikkuli

Pikkuli

Max og Rúbý

Max og Rúbý

Fæturnir á Fanneyju

Fæturnir á Fanneyju

Heima hjá Skissa

Heima hjá Skissa

Hopster þættirnir eru að sjálfsögðu með íslensku tali


Litli leikfanga-smiðurinn

Þegar ungur leikfangasmiður missir öll leikföngin sín í hendur gráðugs prins verður hún að gera upp við sig hvað hún vill fá í jólagjöf.

Hvolpasveitin 

Fjörugir þættir um björgunarsveit sem er skipuð hvolpum sem hver og einn hefur sérstakan hæfileika. Þeir eiga einnig alls kyns græjur og farartæki sem nýtast þeim vel í björgunarleiðöngrum.

Tré Fú Tom

Þættirnir fjalla um Tomma, hinn trygga vin hans Sprota og ævintýri þeirra og vini þeirra í Trjátoppólís. Hver þáttur byrjar þannig að Tommi setur á sig töfrabelti, hleypur út í skóg og notar síðan krafta beltisins til að minnka sjálfan sig í hæfilega stærð svo hann geti heimsótt vini sína í trénu þar sem Trjátoppólís er og átt með þeim góðan dag.

Gurra grís 

Gurra er lítið og sætt svín sem býr með yngri bróður sínum Georg, Mömmu grís og Pabba grís. Gurru finnst gaman að leika sér, klæða sig upp, uppgötva nýja staði, og kynnast nýjum vinum. En það sem henni finnst skemmtilegast af öllu er að stökkva í drullupolla!

Lína langsokkur 

Ævintýri sterkustu stelpu í heimi, Línu Langsokk, og vini hennar Önnu og Tomma, ásamt hestinum fræga og apanum herra Níels. Þættir sem kenna börnum að hugsa út fyrir boxið og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.

Mæja býfluga 

Mæja býfluga og vinir hennar lenda í fjölmörgum ævintýrum. Í þáttunum fá börnin að fylgjast með þroskasögu Mæju frá því hún er lítil og ævintýragjörn býfluga sem er sífellt að koma sér í vandræði þar til hún verður að ábyrgri og þroskaðri býflugu.

Doddi

Doddi litli, Eyrnastór, Lási lögga og vinir þeirra búa í Leikfangalandi þar sem eitthvað nýtt og skemmtilegt gerist á hverjum degi. Þessar sígildu sögur hafa notið mikilla vinsælda allt frá því að þær komu út fyrst árið 1949.

Tommi togvagn 

Tomma togvagn þarf varla að kynna. Tvöfaldur BAFTA sigurvegari og ein vinsælasta teiknimyndapersóna sem Bretland hefur kynnst. Tommi kennir börnum mikilvæga hluti eins og samhug og skilning á þörfum annarra.

Elías 

Elías er ungur og áhugasamur björgunarbátur sem leggur af stað í hvaða ævintýri sem er til þess að bjarga vinum sínum úr ógöngum. Meðal vina hans eru gáfaði vitinn Stóri Bliki, hinn harði og fúllyndi fiskibátur Tralli, gamli báturinn Skellur og fágaði Fúsi.

Pingu 

Auðvitað verðum við með BAFTA verðlaunaða mörgæs í Hopster. Pingu hefur slegið í gegn út um allan heim enda tjáir hann sig ekki með orðum heldur hreyfingum svo að meira að segja þau langyngstu skilja þessa eldhressu mörgæs.

Pósturinn Páll 

Pósturinn Páll og kötturinn Njáll hjálpa íbúum Grænadals að leysa vanda sem þau eiga við að etja, milli þess sem þeir sinna skyldum sínum við að koma bréfum og bögglum í réttar hendur.

Sammi brunavörður 

Uppáhalds slökkviliðsmaðurinn okkar er mættur og kennir börnunum að sýna ábyrgð, hvernig á að hjálpa öðrum og að sjálfsögðu að sýna aðgát nálægt eldi.

Hópurinn og sópurinn 

Nornin og kisan hennar fljúga kát í loftinu á sóp þegar vindurinn blæs í burtu hatt, slaufu og galdrastaf nornarinnar. Sem betur fer finna þrjú dýr týndu hlutina hennar, og það eina sem þau vilja fá fyrir þá er far á sópinum.

Bubbi byggir

Bubbi býr í Viðgerði, þar sem hann vinnur sem byggingaverktaki ásamt teymi af duglegu vélunum sínum. 

Greppikló 

Margverðlaunuð stuttmynd sem var tilnefnd til Óskars- og BAFTA verðlauna. Greppikló er byggt á vinsælli barnabók Julia Donaldson og segir frá lítilli mús og ímynduðum vin hennar, skrímslinu Greppikló. Frábær mynd sem hjálpar börnum að sigrast á óttanum sínum hver sem hann er og gerir þeim ljóst að þó þau séu lítil þá geta þau samt sem áður skarað fram úr þeim sem eru stærri og sterkari.

Punky 

Punky er ung stúlka með Downs-heilkenni sem tekst á við áskoranir hversdagslífsins með sínum hætti. Þættirnir sýna að Punky er eins og hver önnur stúlka en ungir áhorfendur komast fljótt að því að svo vill til að hún er með Downs-heilkenni. Hugljúfir þættir sem kenna börnum mikilvægi þess að læra að meta ólíka kosti fólks og að það sé í himnalagi að vera öðruvísi.

Hinrik hittir

Hinrik er lítill drengur sem, eins og aðrir á hans aldri, er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurningar. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans.

Laugardags-klúbburinn 

Krakkarnir hittast heima hjá Níels hverja einustu helgi og búa til bú fyrir Laugardagsklúbbinn, þar sem þau spjalla saman um allt sem gerðist í vikunni sem er að líða.

 

Molang

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hann er sérvitur, glaðvær og áhugasamur. Besti vinur hans er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Mói

Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða.

Stærðfræði-skrímslin 

Krúttlegu skrímslin í Stærðfræðiskrímslin hjálpa börnunum að þroska reiknihæfileika sína með allskonar skemmtilegum reikningsaðferðum.

SJÁLFheimur 

SJÁLFheimur er ævintýraleg uppgötvun á geimnum út frá sjónarhorni barns og hefst sérhver þáttur á því að barn segir frá drauma plánetunni sinni, stjörnu eða öðru skemmtilegu til að gera út í geimi. Þættirnir blanda á skemmtilegan hátt fallegu myndefni saman við vísindastaðreyndar sem hvetja börn til að nota ímyndunaraflið og láta sig dreyma.

Ríta & Krókódíll

Ríta er 4 ára, mjög ákveðin og vön því að fá það sem hún vill. Hún á sísvangan vin sem heitir Krókodíll og býr í baðkarinu heima hjá henni.

Begga og fress 

Begga og fress eru fræðandi teiknimyndir sem ýta undir forvitni barnanna um einfalda stærðfræði og hvernig hún nýtist í daglegu lífi.

Vinabær Danna tígurs

Hver þáttur byggir á ákveðnu tilfinningalegu þema eins og reiði, vonbrigðum eða þakklæti. Tónlist skipar líka stóran sess til að hjálpa börnunum að skilja tilfinningarnar betur.

Litli Malabar 

Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.

Ég er kynlegt kvikindi 

Ég er kynlegt kvikindi útskýrir fyrir börnunum hvað skordýr eru, segir þeim frá mismunandi aðstæðum þeirra, umhverfi og útliti.

Ég er dýr 

Ég er dýr kynnir börnunum mismunandi og heillandi dýr sem búa á jörðinni. Börnin fræðast á skemmtilegan hátt um helstu sérkenni hverrar dýrategundar.

Ég er risaeðla 

Ég er risaeðla fræðir börnin um risaeðlur, litlar sem smáar, og segir þeim frá skemmtilegum staðreyndum um þær og þeirra venjur.

Pikkuli 

Pikkuli eru fallega teiknaðir þættir þar sem boðskapurinn er að sýna börnunum hversu mikilvægt það er að vera þú sjálfur.

Max og Rúbý 

Í hverjum þætti taka Max og systir hans Rúbý að sér verkefni og leysa úr þeim þrátt fyrir mismunandi skoðanir á hlutunum.

Í næturgarði 

Margverðlaunaðir, líflegir, litríkir og þroskandi þættir með töfrandi tónlist fyrir yngstu börnin.

Lalli 

Þættir sem ýta undir sköpunargáfu barnanna þar sem Lalli hjálpar þeim að teikna á skemmtilegan hátt.

Lærum og leikum með hljóðin

Fjölbreytt framburðarefni sem er ætlað börnum foreldrum og fagfólki til að undirbúa rétta hljóðmyndun og styrkja undirbúningsfærni fyrir lestur.

Undraboltarnir 

Undraboltarnir kenna börnunum að skapa hluti og hvernig þau geta tjáð sig með því að kynna þau fyrir fjölbreyttum listgreinum og tónlist.

Barnavísur 

Samansafn af íslenskum barnavísum sungið af Hafdísi Huld og með frábærum teikningum Alisdair Wright..

Lærðu að teikna 

Fróðlegir þættir þar sem börnin læra að teikna skemmtilegar myndir í einföldum skrefum frá byrjun til enda.

Heima hjá Skissa 

Kíktu í heimsókn til Skissa og lærðu hvernig á að breyta einföldum formum eins og hring, kassa og þríhyrningi í skemmtilegar teikningar. Frumlegir þættir sem ýta undir sköpunargleði barna.

Kassaföndur 

Skemmtilegur föndurþáttur sem kennir börnum hvernig á að búa til hluti úr pappír, kössum, klósettrúllum og öðru sem má finna á hverju heimili. Þættirnir hafa umhverfissjónarmið að leiðarljósi þar sem börnin læra að endurnýta hversdagslega hluti.

Greinda Brenda 

Veistu hvernig vatnið kemst í kranann, hvernig býflugur framleiða hunang, eða hvernig líkaminn virkar? Hún Greinda Brenda kennir þeim yngstu um hringrás hlutanna, bæði í náttúrunni og af manna völdum.

Örstutt ævintýri

Kaflar úr sígildum ævintýrum, sagðir á kjánalegan en snjallan hátt. Kunnuglegar sögur endursagðar með óvæntum og frumlegum fléttum. Lærum hvers vegna það er óskynsamlegt að fylgja skipunum í blindni, hvers vegna það er mikilvægara að vera maður sjálfur en að eiga flott föt, og margt annað gagnlegt.

Ég er fiskur

„Ég er fiskur“ fjallar um sjávardýr sem segja okkur fullt af skemmtilegum og áhugaverðum hlutum um hvar þau búa, hvað þau gera og hvernig þau ná að búa á svona djúpum, myrkum og stundum hættulegum stöðum.

Animanimals

Animanimals fjallar um stórskrítin dýr sem lenda í stórskrítnum ævintýrum sem geta einungis komið fyrir þau. Á meðan þau glíma við að finna lausnina í sínu ævintýri læra þau eitthvað nýtt um lífið.

Stöð 2 Krakkar

Stöð 2 Krakkar býður upp á íslenskt og talsett barnaefni frá morgni til kvölds og krakkabíó alla daga klukkan 19:00.

Barnaefni með vottunina „KidSafe Certified“

Hopster er stútfullt af fræðandi, skemmtilegu og þroskandi barnaefni sem hefur allt fengið vottunina „KidSafe Certified“ frá samtökum sem yfirfara allt barnaefni sem gefið er út í Bretlandi.

Allt efni er byggt á sérstakri námsskrá Hopster sem skiptist í fjóra grunnþætti; Grunnfræði - Heimurinn í kringum mig - Vinir og fjölskylda - Allt um mig. Námsskráin er smíðuð út frá þekktum þroskaprófum og í samvinnu við hóp fagfólks. 

Verðskrá

Hér finnur þú verðskrá fyrir sjónvarpsþjónustu Vodafone.

Aðstoð

Hér finnur þú stillingar og svör við algengum spurningum.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.