Hopster - töfraheimur á íslensku

Hopster er áskriftarveita í Vodafone Sjónvarpi sem er sérsniðin fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Allt efni er á íslensku og er skemmtilegt og þroskandi fyrir börnin.

Með áskrift færðu aðgang að öllu barnaefni frá Hopster í Vodafone Sjónvarpi og Hopster appinu. Hopster er aðgengilegt í Vodafone Sjónvarpi á forsíðu sjónvarpsviðmótsins. Við höfum gert Hopster svæðið einstaklega krakkavænt og auðvelt í notkun!

Hopster appið er sannkallaður töfraheimur og er sérstaklega sniðið fyrir litla fingur. Í appinu getur barnið horft á þætti, spilað leiki, litað og hlustað á tónlist í öruggu og auglýsingalausu umhverfi. Appið er bæði í boði fyrir iOS og Android. Einnig er hægt að horfa á Hopster í vefsjónvarpi Stöðvar 2 á sjonvarp.stod2.is.

Við vekjum athygli viðskiptavina okkar á að áskrift að Hopster er innifalin í Fjölskyldupakka Vodafone (ef valið er að bæta við öllum sjónvarpsstöðvum). 

Hopster fylgir einnig með áskrift að Skemmtipakka, Stóra pakka og Risapakka Stöðvar 2. 

 

Sérsniðið efni á íslensku fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Hopster er stútfullt af fræðandi, skemmtilegu og þroskandi barnaefni sem hefur allt fengið vottunina „KidSafe Certified“ frá samtökum sem yfirfara allt barnaefni sem gefið er út í Bretlandi.

Viltu vita meira?

1.490 kr.

á mánuði

Panta áskrift
Ást er ást
Regnbogasögur
Hvolpasveitin
Tré Fú Tom
Gurra grís
Lína Langsokkur
Óskastund Skoppu og Skrítlu
Tónlist með Skoppu og Skrítlu
Ríta & Krókódíll
Lög fyrir krakkana
Vinabær Danna tígurs
Mæja býfluga
Tommi togvagn
Molang
Hinrik hittir
Pingu
Skellibær
Sammi brunavörður
Örstutt ævintýri
Hópurinn og sópurinn
Bubbi byggir
Litli Malabar
Ég er fiskur
Greinda Brenda
Greppikló
Punky
Stærðfræðiskrímslin
Begga og fress
Ég er kynlegt kvikindi
Mói
SJÁLFheimur
Ég er dýr
Lærum og leikum með hljóðin
Barnavísur
Bía og Nínó
Lærðu að teikna
Lalli
Ég er risaeðla
Pikkuli
Max og Rúbý
Fæturnir á Fanneyju
Heima hjá Skissa
Laugardagsklúbburinn

Hopster

Hopster er áskriftarveita sem er sérsniðin fyrir börn á aldrinum 2 - 6 ára. Allt efni er á íslensku.

Hopster er stútfullt af fræðandi, skemmtilegu og þroskandi barnaefni sem hefur allt fengið vottunina „KidSafe Certified“ frá samtökum sem yfirfara allt barnaefni sem gefið er út í Bretlandi.

Allt efni er byggt á sérstakri námsskrá Hopster sem skiptist í fjóra grunnþætti; Grunnfræði - Heimurinn í kringum mig - Vinir og fjölskylda - Allt um mig. Námsskráin er smíðuð út frá þekktum þroskaprófum og í samvinnu við hóp fagfólks.

1.490 kr

á mánuði

Velja

Ást er ást

Regnbogasögur

Hvolpasveitin

Tré Fú Tom

Gurra grís

Lína Langsokkur

Óskastund Skoppu og Skrítlu

Tónlist með Skoppu og Skrítlu

Ríta & Krókódíll

Lög fyrir krakkana

Vinabær Danna tígurs

Mæja býfluga

Tommi togvagn

Molang

Hinrik hittir

Pingu

Skellibær

Sammi brunavörður

Örstutt ævintýri

Hópurinn og sópurinn

Bubbi byggir

Litli Malabar

Ég er fiskur

Greinda Brenda

Greppikló

Punky

Stærðfræðiskrímslin

Begga og fress

Ég er kynlegt kvikindi

Mói

SJÁLFheimur

Ég er dýr

Lærum og leikum með hljóðin

Barnavísur

Bía og Nínó

Lærðu að teikna

Lalli

Ég er risaeðla

Pikkuli

Max og Rúbý

Fæturnir á Fanneyju

Heima hjá Skissa

Laugardagsklúbburinn

Hopster þættirnir eru að sjálfsögðu með íslensku tali


Animanimals

Animanimals fjallar um stórskrítin dýr sem lenda í stórskrítnum ævintýrum sem geta einungis komið fyrir þau. Á meðan þau glíma við að finna lausnina í sínu ævintýri læra þau eitthvað nýtt um lífið.

Ást er ást 

Þættirnir kenna okkur að fjölskyldur geta verið alls konar en á endanum er það ástin sem bindur okkur fjölskylduböndum.

Begga og fress 

Begga og fress eru fræðandi teiknimyndir sem ýta undir forvitni barnanna um einfalda stærðfræði og hvernig hún nýtist í daglegu lífi.

Bía og Nínó

Skemmtileg lög og myndbönd fyrir þau allra yngstu

Bubbi byggir

Bubbi býr í Viðgerði, þar sem hann vinnur sem byggingaverktaki ásamt teymi af duglegu vélunum sínum. 

Börn sem bjarga heiminum

Í þessum þáttum frá Hopster eru tekin viðtöl við 5 krakka sem öll hafa gaman af því að leika sér úti og hafa mismunandi sýn á hvernig hægt er að hjálpa náttúrunni. Þættirnir sýna börnum aðferðir sem þau sjálf geta beitt til þess að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið.

Danni Tígur

Danni tígur er þáttaröð sem kennir börnum að túlka tilfinningar sínar. Hvenær upplifa þau sorg, reiði og hvenær eru þau þakklát. Danni notar tónlist og syngur um það sem hann upplifir sem leyfir börnum að tileinka sér það frekar. Þátturinn er ætlaður leikskólabörnum og kennir tilfinningagreind og sjálfsvirðingu sem og virðingu fyrir öðrum.

Dýrasögur

Í sögunum er sýnt fram á hvernig dýr leysa hversdagsleg vandamál á skemmtilegan hátt.

Ég er dýr 

Ég er dýr kynnir börnunum mismunandi og heillandi dýr sem búa á jörðinni. Börnin fræðast á skemmtilegan hátt um helstu sérkenni hverrar dýrategundar.

Ég er kynlegt kvikindi 

Ég er kynlegt kvikindi útskýrir fyrir börnunum hvað skordýr eru, segir þeim frá mismunandi aðstæðum þeirra, umhverfi og útliti.

Ég er fiskur

„Ég er fiskur“ fjallar um sjávardýr sem segja okkur fullt af skemmtilegum og áhugaverðum hlutum um hvar þau búa, hvað þau gera og hvernig þau ná að búa á svona djúpum, myrkum og stundum hættulegum stöðum.

Ég er risaeðla 

Ég er risaeðla fræðir börnin um risaeðlur, litlar sem smáar, og segir þeim frá skemmtilegum staðreyndum um þær og þeirra venjur.

Fjölskylda um ár og öld

Júlía er nýja vinkonan á Sesamístræti, og hún er einhverf. Komdu með henni og fjölskyldunni hennar í lautarferð og sjáðu hvernig hún leikur sér við Emar og Abbý.

Flugnabúið

Þegar Lói póstur verður fyrir óhappi hjálpar Suði honum að bera póstinn út. Suði verður himinlifandi þegar hann fær mörg þakkarbréf fyrir að hafa hlaupið í skarðið. Hjálpsemi hans er mikils metin.

Geir gefur í

Geiri og Alma keppast um hvort þeirra sé betri hjálparhella, en enda á því að flækja málin fyrir þeim sem þau reyna að hjálpa!

Greinda Brenda 

Veistu hvernig vatnið kemst í kranann, hvernig býflugur framleiða hunang, eða hvernig líkaminn virkar? Hún Greinda Brenda kennir þeim yngstu um hringrás hlutanna, bæði í náttúrunni og af manna völdum.

Greppikló 

Margverðlaunuð stuttmynd sem var tilnefnd til Óskars- og BAFTA verðlauna. Greppikló er byggt á vinsælli barnabók Julia Donaldson og segir frá lítilli mús og ímynduðum vin hennar, skrímslinu Greppikló. Frábær mynd sem hjálpar börnum að sigrast á óttanum sínum hver sem hann er og gerir þeim ljóst að þó þau séu lítil þá geta þau samt sem áður skarað fram úr þeim sem eru stærri og sterkari.

Gurra grís 

Gurra er lítið og sætt svín sem býr með yngri bróður sínum Georg, Mömmu grís og Pabba grís. Gurru finnst gaman að leika sér, klæða sig upp, uppgötva nýja staði, og kynnast nýjum vinum. En það sem henni finnst skemmtilegast af öllu er að stökkva í drullupolla!

Heima hjá Skissa 

Kíktu í heimsókn til Skissa og lærðu hvernig á að breyta einföldum formum eins og hring, kassa og þríhyrningi í skemmtilegar teikningar. Frumlegir þættir sem ýta undir sköpunargleði barna.

Hérinn og Skjaldbakan

Hér er lesin sagan fræga um kapphlaupið á milli hérans og skjaldbökunnar.

Hinrik hittir

Hinrik er lítill drengur sem, eins og aðrir á hans aldri, er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurningar. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans.

Hópurinn og sópurinn 

Nornin og kisan hennar fljúga kát í loftinu á sóp þegar vindurinn blæs í burtu hatt, slaufu og galdrastaf nornarinnar. Sem betur fer finna þrjú dýr týndu hlutina hennar, og það eina sem þau vilja fá fyrir þá er far á sópinum.

Hvolpasveitin 

Fjörugir þættir um björgunarsveit sem er skipuð hvolpum sem hver og einn hefur sérstakan hæfileika. Þeir eiga einnig alls kyns græjur og farartæki sem nýtast þeim vel í björgunarleiðöngrum.

Hvuttakrútt 

Við kynnumst Dídí, fimm ára stelpu, og hvolpunum hennar þeim Penný, Pésa, Poppý og Pabló. Við fáum að fylgjast með þeimleika og læra.

Hæna væna

Hæna væna er að flýta sér á leið til konungs til að færa honum mikilvæg skilaboð í þessari klassískri sögu.

Í næturgarði

"Í næturgarði" er kúnstug þáttaröð eftir höfundum Stubbana sem hangir á milli vöku og svefns.

Jólaævintýri: Litli leikfangasmiðurinn

Þegar ungur leikfangasmiður missir öll leikföngin sín í hendur gráðugs prins verður hún að gera upp við sig hvað hún vill fá í jólagjöf.

Kassaföndur

Skemmtilegir þættir þar sem kennt er að föndra allskonar úr hlutum sem oftar en ekki er hægt að finna á heimilinu.

Kata og Mummi

Kata og Mummi er saga 5 ára stelpu sem heitir Kata og besta vinar hennar Mumma. Mummi er mjúkur kanínubangsi sem lifnar við og vex töluvert þegar ímyndunarafl Kötu ferðast með þau í undraveröldina Mummaheim.

Kátur

Kátur, hressi hundurinn með alpahúfuna og félagi hans, Herra sokkmundur lenda í skemmtilegum ævintýrum þar sem þeir hitta fyrir ýmsa furðufugla í fína hverfinu þeirra við sjávarsíðuna.

Kúlugúbbarnir

Þættirnir um Kúlugúbbana fara fram í líflegri kennslustofu neðansjávar sem minnir um margt á fiskabúr. Þar er boðið upp á hlátur og fróðleik. Því ekki að slást í hópinn og synda með?

Laugardags-klúbburinn 

Krakkarnir hittast heima hjá Níels hverja einustu helgi og búa til bú fyrir Laugardagsklúbbinn, þar sem þau spjalla saman um allt sem gerðist í vikunni sem er að líða.

 

Laugardagssögur 

Afi og Lóa í Laugardagsklúbbnum uppgötva mismunandi leiðir til að skemmta sér innan dyra.

 

Lilla læknir

Lilla læknir og Gekkó útskýra fyrir þér heilsufarsvandamál stór sem smá.

Litli Malabar 

Litli Malabar er mjög forvitinn og lánsamur, hann fær að ferðast um alheiminn eins og hann væri stór leikvöllur og talar við plánetur og stjörnur til að öðlast skilning á því hvaðan við komum og hvernig heimurinn myndaðist. Í hverjum þætti fær hann að kanna eitt náttúrufyrirbæri eða vísindahugmynd.

Lína langsokkur 

Ævintýri sterkustu stelpu í heimi, Línu Langsokk, og vini hennar Önnu og Tomma, ásamt hestinum fræga og apanum herra Níels. Þættir sem kenna börnum að hugsa út fyrir boxið og gefa sköpunargleðinni lausan tauminn.

Lærðu að teikna 

Fróðlegir þættir þar sem börnin læra að teikna skemmtilegar myndir í einföldum skrefum frá byrjun til enda.

Lög fyrir krakkana

Skemmtileg lög sem börnin geta sungið með.

Messi fer til Ókídó

Messi er lítil vera sem skoðar allt milli himins og jarðar sem tengist vísindum og fleiru skemmtilegu sem börn hafa áhuga á.

Molang

Krúttlegir og vinalegir þættir fyrir þau allra yngstu. Molang er búttaður lítill „kanínugrís“. Hann er sérvitur, glaðvær og áhugasamur. Besti vinur hans er litli hænuunginn Piu Piu. Molang er kóresk teiknimyndapersóna og afskaplega vinsæl í heimalandinu.

Mói

Teiknimyndirnar um Móa og ferðalög hans eru byggðar á bók franska barnabókahöfundarins Marcs Boutavant. Efnið er fyrir börn á leikskólaaldri sem fylgja forvitna birninum Móa á ferðalögum um heiminn og læra um sögufræga staði, lönd og borgir og alls konar hluti sem varða ekki hvað síst menningu og mismunandi siði landa og þjóða.

Múmínálfarnir í Múmíndal

Ævintýrin eru aldrei langt undan í Múmíndalnum þar sem Múmínsnáðinn, Snorkstelpan, Snabbi, Snúður og allar hinar persónurnar sem allir þekkja skemmta áhorfendum. Nýir þættir sem sýna Múmínálfana úr smiðju Tove Janson í nýju útliti.

Namminart

Prófaðu þessa gómsætu uppskrift heima. Í uppskriftina þarf eitt greipaldin, eina appelsínu, sneið af þurrkuðu mangó, tvö bláber og rauða lakkrísreim.

Óskastundin

Skoppa og Skrítla skemmta ungum áhorfendum sínum með tónlist, dansi og ýmsum skemmtilegum fróðleik.

Perla Púður

Perla byrjar í nýjum skóla og kennir einum litlum strák um afrek stelpna...og góðvild þeirra.

Perla Púður og leikfanga-vandamálið

Perla kennir strákunum að leikföng eru fyrir alla.

Pikkuli 

Pikkuli eru fallega teiknaðir þættir þar sem boðskapurinn er að sýna börnunum hversu mikilvægt það er að vera þú sjálfur.

Pingu 

Auðvitað verðum við með BAFTA verðlaunaða mörgæs í Hopster. Pingu hefur slegið í gegn út um allan heim enda tjáir hann sig ekki með orðum heldur hreyfingum svo að meira að segja þau langyngstu skilja þessa eldhressu mörgæs.

Punky 

Punky er ung stúlka með Downs-heilkenni sem tekst á við áskoranir hversdagslífsins með sínum hætti. Þættirnir sýna að Punky er eins og hver önnur stúlka en ungir áhorfendur komast fljótt að því að svo vill til að hún er með Downs-heilkenni. Hugljúfir þættir sem kenna börnum mikilvægi þess að læra að meta ólíka kosti fólks og að það sé í himnalagi að vera öðruvísi.

Regnbogasögur

Regnbogasögur eru jákvæðar sannar sögur sem fjalla um að vera sáttur við sjálfan sig og um að byggja sjálfstraust til að treysta og finna samstöðu hjá vinum og fjölskyldu.

Risastóra Næpan

Sagan um risastóru næpuna og hvernig vinirnir hjálpast að til að ná henni úr jörðinni.

Ríta & Krókódíll

Ríta er 4 ára, mjög ákveðin og vön því að fá það sem hún vill. Hún á sísvangan vin sem heitir Krókódíll og býr í baðkarinu heima hjá henni.

Sammi brunavörður 

Uppáhalds slökkviliðsmaðurinn okkar er mættur og kennir börnunum að sýna ábyrgð, hvernig á að hjálpa öðrum og að sjálfsögðu að sýna aðgát nálægt eldi.

SJÁLFheimur 

SJÁLFheimur er ævintýraleg uppgötvun á geimnum út frá sjónarhorni barns og hefst sérhver þáttur á því að barn segir frá drauma plánetunni sinni, stjörnu eða öðru skemmtilegu til að gera út í geimi. Þættirnir blanda á skemmtilegan hátt fallegu myndefni saman við vísindastaðreyndar sem hvetja börn til að nota ímyndunaraflið og láta sig dreyma.

Skellibær

Skemmtilegar sögur af þremur lestarvögnum þar sem við fylgjumst meðal annars með þeim læra um samvinnu, virðingu og þrautseigju.

Stærðfræði-skrímslin 

Krúttlegu skrímslin í Stærðfræðiskrímslin hjálpa börnunum að þroska reiknihæfileika sína með allskonar skemmtilegum reikningsaðferðum.

Söguhúsið 

Slástu í hóp fjögurra vina sem halda til í trjákofa og lesa dásamlegar sögur fyrir hvert annað. Í hverjum þætti eru nýjar myndskreytingar.

Sögur af svöngum björnum

Mishka og Ned eru ólíkir en deila áhuga á mat og eru því bestu vinir. Þeir lenda í skemmtilegum ævintýrum þegar þeir finna góðgæti sem þá langar í. Góðar áætlanir geta farið út um þúfur en samt er óþarfi að gefast upp. Það gera svangir birnir aldrei.

Sögur um öryggi

Þegar hádegismatur lítillar stúlku breytist í frosk lærir hún að þvo sér almennilega um hendurnar.

Söngvaborg 2

Á Söngvaborg koma fram margir ungir og efnilegir gestasöngvararar. Talað er um hollustu, vináttuna, umferðarreglurnar og dýrin svo eitthvað sé nefnt. Margir góðir gestir koma í heimsókn, t.d. Masi og lögreglan með skemmtilegan fróðleik. Sigga og María syngja gömul og ný barnalög og fara í leiki sem allir hafa gaman að.

Söngvaborg 6

Margt óvænt og skemmtilegt gerist að venju í Söngvaborg, til dæmis fara Sigga, María og Lóa í heimsókn til Georgs á suðurpólinn og þær heimsækja einnig Masa til Ástralíu, en Masi hefur frá mörgu áhugaverðu að segja um heimalandið sitt og kynnir þær fyrir mömmu sinni. Masi fer einnig í fimleika og Subbi sjóræningi byrjar að flokka ruslið sitt öllum að óvörum. Lóa fer til tannlæknis og tekur Masa með sér og Ingó heimsækir Söngvaborg svo nokkur dæmi séu tekin.

Teitur

Teitur er lítið lamb sem þarf að læra svo margt og nú hefst leikskólagangan hjá honum. Þar sem hann hefur verið „eina lambið“ hingað til hefur hann oft fengið að ráða og hann hefur ekki þurft að taka tillit til tilfinninga annarra og deila með öðrum. Leikskólinn hans er notalegur lítill skóli á gömlum bóndabæ í fallegu landslagi. Þar þarf Teitur að læra að taka tillit til annarra. Helga hegri og Unnsteinn ugla sjá um rekstur leikskólans og halda Teiti og félögum hans við efnið þegar þau mála, syngja, leika og læra saman á hverjum degi.

Tommi togvagn 

Tomma togvagn þarf varla að kynna. Tvöfaldur BAFTA sigurvegari og ein vinsælasta teiknimyndapersóna sem Bretland hefur kynnst. Tommi kennir börnum mikilvæga hluti eins og samhug og skilning á þörfum annarra.

Tré Fú Tom

Þættirnir fjalla um Tomma, hinn trygga vin hans Sprota og ævintýri þeirra og vini þeirra í Trjátoppólís. Hver þáttur byrjar þannig að Tommi setur á sig töfrabelti, hleypur út í skóg og notar síðan krafta beltisins til að minnka sjálfan sig í hæfilega stærð svo hann geti heimsótt vini sína í trénu þar sem Trjátoppólís er og átt með þeim góðan dag.

Tölukubbar

Lærið um tölustafina með Tölukubbunum!

Undraboltarnir

Það er alltaf fjör þegar undraboltarnir mætast.

Uppskriftir fyrir svanga birni

Prófið að gera þessa gómsætu réttu heima.

Veira, vertu blessuð

Nokkur stutt myndbönd sem kenna börnum góðar hreinlætisvenjur, hvernig á að hnerra í pappírsþurrku, handþvott og fleira.

Við erum frábær 1,2,3!

Þessi saga fjallar um Elmar, Abbý og vinkonu þeirra, Júlíu, sem er einhverf. Saman leika vinirnir sér konunglega.

Vináttuhringur Júlíu

Vertu með Júlíu á meðan hún upplifir sumarbúðir í fyrsta skipti.

Þyrilbúarnir

Upplifið ævintýri með Stóra Hú, Túdulú, Tjikketý og Tjikk sem ferðast um í rauða bátnum. Sprenghlægilegt efni með yndislegum en sakleysislegum og fyndnum persónum. Veröld Þyrilbúanna er örugg en uppfull af óvæntum og skemmtilegum uppákomum. Grínið er sniðið að börnum á forskólaaldri og styrkir þau í að skynja umhverfið á eigin forsendum og ýtir undir frekari skilning þegar þau stækka og þroskast.

Örstutt ævintýri

Kaflar úr sígildum ævintýrum, sagðir á kjánalegan en snjallan hátt. Kunnuglegar sögur endursagðar með óvæntum og frumlegum fléttum. Lærum hvers vegna það er óskynsamlegt að fylgja skipunum í blindni, hvers vegna það er mikilvægara að vera maður sjálfur en að eiga flott föt, og margt annað gagnlegt.

Örstutt Ævintýri 2

Sagan um fjárhirðinn sem leiddist en, með því að hitta á úlf, björn og dreka, lærir hættuna við að plata fólk.

Örstutt ævintýri í anda Shakespeare

Þrjóskur kóngur lærir að hlusta á dætur sínar eftir að þær eyðileggja kökuna hans.

Sæfarar

Við fylgjumst með ævintýrum Sæfaranna sem ferðast um undirdjúpin. Í hverjum þætti hitta þau óvenjuleg en alvöru sjávardýr.

Sólarkanínur

Sólarkanínurnar eru dásamlegar verur sem búa á sólinni og lenda í ýmsum ævintýrum.

Sólarkanínur: Komum okkur að verki

Njótum þess að leika okkur saman með hjálp Sólarkanínanna.

Verðskrá

Hér finnur þú verðskrá fyrir sjónvarpsþjónustu Vodafone.

Aðstoð

Hér finnur þú stillingar og svör við algengum spurningum.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.