Vodafone

Awair Element loftgæðamælir

Vörunr. AWA ELEMENT

Loftgæðamælir fyrir innanhússnotkun sem hentar sérstaklega vel á heimilum og í minni skrifstofurýmum. Tækið mælir fimm lykilþætti í umhverfinu sem geta haft áhrif á heilsu og vellíðan.

Kjöraðstæður innandyra:

  • Hitastig: 20–23 °C

  • Rakastig: 30–50 %

  • CO₂: undir 1000 ppm

  • VOC (rokgjörn lífræn efnasambönd): undir 500 μg/m³

  • PM2.5 (svifryk): undir 10 μg/m³

Nánri upplýsingar
Mæligögn birtast bæði beint á skjá tækisins og í tengdu snjallforriti. Einfalt að tengjast WiFi.
Tækið tengist í rafmagn með snúru, en innbyggð rafhlaða tryggir sjálfstæða virkni í allt að 24 klukkustundir.

Nær yfir allt að 100 m² rými

Mælirinn fylgist með fimm lykilþáttum sem hafa áhrif á heilsu og vellíðan:

  • Hitastig: Kuldi getur bælt ónæmiskerfið og ýtt undir útbreiðslu veira.

  • Rakastig: Of mikill eða of lítill raki getur valdið kvefi, flensueinkennum og aukinni hættu á myglu.

  • VOC (rokgjörn lífræn efnasambönd): Eru til staðar í ýmsum heimilisvörum og geta valdið ertingu í húð og öndunarfærum.

  • CO₂ (koltvíoxíð): Há gildi geta dregið úr einbeitingu, valdið þreytu og haft áhrif á ákvarðanatöku.

  • PM2.5 (svifryk): Fínar agnir sem komast djúpt inn í lungun og geta ýtt undir astma, ofnæmi og aðra öndunarfærasjúkdóma.


Við eyðum um 90% sólarhringsins innandyra. Það skiptir máli að loftið sem við öndum að okkur sé eins hreint og vatnið sem við drekkum.

Slæm loftgæði geta valdið höfuðverk, sleni og öndunarvandamálum. Góð loftun verndar líka húsnæðið og dregur úr líkum á rakaskemmdum og myglu.

Loftgæðamælirinn hjálpar þér að fylgjast með og minnir þig á að lofta reglulega út.

 


Awair Element loftgæðamælir

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.