Ring Video dyrabjalla PRO

Vörunr. 8VR4P6-0EU0

Sjáðu, heyrðu í og talaðu við gesti hvenær sem er og hvar sem þú ert. Í dyrabjöllunni eru innbyggðir hátalarar og hljóðnemi svo þú færð samstundis tilkynningar og getur spjallað við þá sem eiga leið hjá.

Ring Pro er fyrirferðarlítil dyrabjalla sem er harðvíruð og getur tekið upp í 1080p. Myndavélin tekur innrauðar (infrared night vision) myndir sem sýna aðstæður vel þrátt fyrir að myrkur sé úti. Hægt er að stilla hreyfiskynjarana svo þeir henti þínum þörfum en einnig er hægt að opna streymi frá myndavélinni hvenær sem er, þó að hreyfiskynjararnir hafi ekki sent tilkynningu.

Dyrabjallan virkar með eftirfarandi stýrikerfum: iOS, Android, Mac og Windows 10. Hún er veðurþolin og virkar í -20°C til 48°C.

Hvað er í kassanum?

  • Ring Video Doorbell Pro
  • Ring Chime
  • 8-24 VAC Transformer
  • 4 Faceplates
  • Retrofit Kit
  • Quick Install Guide

Ring Chime fylgir með í kassnum en því er stungið í samband við rafmagn og tengist það þráðlaust við dyrabjölluna og gefur frá sér hljóð þegar ýtt er á hnappinn á henni.

Hér eru nokkur kennslumyndbönd um uppsetningu dyrabjöllunnar.

Hægt er að kaupa áskrift hjá Ring til að hægt sé að vista myndböndin í lengri tíma og deila þeim með öðrum.

Ring Video dyrabjalla PRO