Apple TV 4

Vörunr. 1170

Fjarstýringin við Apple TV 4 tekur ekki bara við Siri raddskipunum, heldur er hún með snertiflöt sem er eins notendavænn og hægt er. Hún talar við Apple TV með Bluetooth tækni en í henni eru hreyfiskynjarar, hljóðnemi og hleðslurafhlaða.

Apple TV 4 er mun öflugri en forveri sinn og kjörið að nota til að horfa á Netflix, spila tölvuleiki eða hlusta á tónlist. Hægt er að senda efni úr snjalltækjum þráðlaust í Apple TV, en viðmótið er fágað, einfalt og glæsilegt, eins og Apple einum er lagið. Geymsluminnið er 32 GB og upplausnin er háskerpu.
Myndagallerý

Apple TV 4