Vörunr. 44994
Samsung Galaxy Ring – Snjallhringurinn sem sameinar tækni og stíl
Upplifðu fullkomna samblöndu af tísku og tækni með Samsung Galaxy Ring. Snjallhringurinn fylgist með heilsunni þinni og daglegum athöfnum á einfaldan og stílhreinan hátt. Með þremur innbyggðum skynjurum sem mæla hjartslátt, súrefnismettun, svefnmynstur. Tengdu hann við Samsung Health appið eða önnur Galaxy tæki og fáðu heildstæða yfirsýn yfir heilsuna þína og æfingar.
Hönnun sem endist
Samsung Galaxy Ring er smíðaður úr endingargóðu og léttu títaníum, sem tryggir hámarks þægindi allan daginn. Hringurinn er með sérhannaðri hönnun sem lágmarkar rispur og viðheldur fallegu útliti.
Heilsumælingar
Hluti af Galaxy vistkerfinu
Að finna rétta stærð
Samsung Galaxy Ring kemur í nokkrum stærðum til að tryggja að hann passi fullkomlega. Til að finna réttu stærðina er mælt með því að kaupa mátunarsett og prófa stærðirnar. Þú skilar svo mátunarsettinu og við látum það ganga upp í kaupin á hringnum.
Rafhlöðuending
Njóttu allt að 7 daga rafhlöðuendingar á einni hleðslu. Hringurinn kemur með hleðsluboxi með LED-ljósum sem sýna stöðu hleðslunnar. Athugið að rafhlöðuending getur verið breytileg eftir stærð hringsins og notkun.
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.