Safnaðu inneign með PÚKK appinu

PÚKK gerir þér kleift að safna inneign með símanum þínum. Þú sækir appið í App Store eða Google Play. Svo skráir þú þig inn með netfangi eða Facebook og tengir hvaða íslenska greiðslukort sem er í appið. Þegar þú notar kortið þitt til að greiða fyrir vöru eða þjónustu hjá samstarfsaðilum PÚKK, þá safnar þú hluta af upphæðinni sjálfkrafa inn á PÚKK reikninginn þinn.

 

Safnaðu inneign fyrir flottum græjum

Í PÚKK appinu er glæsileg vefverslun þar sem þú finnur nýjustu snjallsímana, hátalara, heyrnartól og önnur töff jaðartæki. 

Þú getur notað PÚKK inneignina þína til að kaupa þér flottar græjur, og ef þú átt ekki inneign fyrir öllum kaupunum getur þú greitt restina með greiðslukortinu þínu í PÚKK appinu.


Sjá nánar á pukk.is

Fjölmargir samstarfsaðilar PÚKK

PÚKK appið er til fyrir bæði Android og iOS tæki og er auðvelt í uppsetningu. Þegar aðgangur hefur verið stofnaður og greiðslukort er tengt í appið byrjar inneignarsöfnun þín sjálfkrafa, og öll kortaviðskipti þín hjá samtarfsaðilum skila þér ábata.

PÚKK inneignarkerfið er með yfir 160 samstarfsaðila sem eru með rúmlega 300 útsölustaði um allt land. Fylgstu vel með í appinu þar sem nýir samstarfsaðilar bætast við í hverjum mánuði.

Hvað get ég gert með PÚKK appinu?

  • Handhægur listi með öllum samstarfsaðilum PÚKK
  • Þinn prófíll þar sem hægt að skrá allt að þrjú greiðslukort
  • Tímalína þar sem öll inneignarsöfnun raðast í tímaröð
  • Vefverslun PÚKK með flottum vörum frá Vodafone

 

Sjá nánar á pukk.is