Það kemur fyrir að þegar við lendum og kveikjum á símanum (eða tökum airplane mode af) að þá nær hann ekki símasambandi, eða jafnvel verra, hann tengist ekki netinu. Þá höfum við nokkur bjargráð.
1. Prófa að endurræsa tækið.
- a) Prófa að slökkva á tækinu í amk. 15 sekúndur og kveikja aftur. Athugið, að stilla á flugstillingu telst ekki vera endurræsing.
2. Athuga hvort kveikt sé á Mobile data eða Data roaming.
- a) iPhone: Settings – Mobile Data – Mobile Data Options – Data Roaming On
- b) Android: Settings – Network & internet – Mobile network – Roaming On
3. Leita handvirkt að símkerfi.
- a) iPhone: Settings – Mobile data – Network Selection – Automatic Off – Velja úr listanum símkerfi (T-Mobile, Vodafone, Telekom, Orange o.s.frv.). Það gæti tekið nokkrar mínútur að fá öll símkerfin inn.
- b) Android: Settings – Mobile Networks (More Networks, Mobile Networks) – Network Operators – Veldu símkerfi úr listanum (T-Mobile, Vodafone, Telekom, Orange o.s.frv.).
4. Athuga stillingar
- a) iPhone: Settings > Mobile Data > Mobile Data Options > Voice & Data > stilla tækið á 2G eða 3G.
- Android: Settings – Mobile networks – More networks – Mobile networks – Network Mode – 3G/2G.
5. Prófa að setja simkortið í annað símtæki.
6. Ef þú getur móttekið símtöl en ekki hringt.
- a) Ertu þá örugglega með rétt landsnúmer á undan númeri? Þegar þú ert í útlöndum og þarft að hringja í íslenskt númer þá þarf að setja 00354 á undan.
7. Ef þetta gengur ekki hafðu þá samband við okkur.
Við hjá Vodafone óskum þér góðra ferðar, hvert sem ferðinni er heitið. Við minnum á að þjónustuverið okkar er opið alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 1414. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall frá kl. 9-20 á síðunni hér.