Vodafone

Góð ráð fyrir fríið

Nokkur atriði þarf að skoða áður en stokkið er af stað til útlanda. Er vegabréfið ekki örugglega í gildi? Á að taka hlýja jakka eða bara létta jakkann með? Annað sem þú vilt ganga úr skugga um, er að netið virki örugglega í farsímanum þínum.

Til þess að netið virki sem allra best í farsímanum þínum mælum við með að skoða hvers konar samningur er í gildi í því landi sem skal ferðast til. Í mjög mörgum löndum gilda reikisamningar Vodafone. En hvað er reiki? Við tölum um reiki þegar síminn þinn notar annað fjarskiptakerfi en hið íslenska til þess að fara á netið eða hringja.

Spurt og svarað varðandi útlönd

Reiki í Evrópu
Sérstök reglugerð er á milli þeirra landa sem eru innan EES og á við Reiki í Evrópu. Símtöl og SMS í Reiki í Evrópu eru því notuð eins og þú sért heima á Íslandi. En vegna Evrópu reglugerðar þá er takmarkað gagnamagn tekið með til annara landa.
Þú getur kynnt þér hversu mikið gagnamagn þú getur nýtt þér í reiki í Evrópu hér.

Ef þú ert í Frelsi og kaupir inneign með inniföldum mínútum, SMS-um og/eða gagnamagni, þá gildir það bæði á Íslandi og innan EU/EES. Sé keypt inneign fyrir fasta upphæð mun notkun í EU/EES löndunum kosta það sama líkt og heima á Íslandi. Þú getur því notað frelsið þitt á sama hátt hvort sem þú ert heima eða í EU/EES löndunum.

Við bendum á að nú er Bretland ekki lengur aðili að EES og á því Reiki í Evrópu ekki við þar. En þar er hægt að nota Ferðapakka Vodafone.
Ferðapakki Vodafone
Já það kemur vissulega fyrir að við ferðumst til annarra landa en EES landa. Þá mælum við með Ferðapakka Vodafone. Ferðapakki Vodafone gildir í yfir 35 löndum víðsvegar um heiminn.

Ferðapakkinn virkar þannig að það er rukkað 990 kr. daggjald sem veitir þér ótakmörkuð símtöl heim til Íslands og innan landsins sem þú ert í og 500 MB af gagnamagni. Ef gagnamagnið klárast bætast við önnur 500 MB á 990 kr. Daggjaldið miðast við íslenskan sólarhring. Við vekjum athygli á því að nú er Bretland komið undir Ferðapakkann.

Þú getur virkjað og skoðað hvort Ferðapakkinn er virkur á þínu númeri á Mínum síðum Vodafone. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband við okkur í síma 1414, á netspjalli Vodafone, eða sendu okkur línu í gegnum hafa samband á vef Vodafone.

Framandi lönd
Ef þú ert að fara til framandi lands þar sem hvorki gildir Reiki í Evrópu né Ferðapakki Vodafone þá þarf að skoða málin örlítið betur. Símtöl til Íslands og gagnamagnsnotkun geta orðið kostnaðarsöm og því er gott að fylgjast vel með notkuninni sinni.

Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:

Síminn þinn er alltaf að leita að 4G sambandi til þess að síminn þinn virki sem best og öll öppin þín séu til taks þegar þú þarft að nota þau. Til dæmis svo þú fáir tilkynningu þegar þú færð skilaboð, tölvupóst eða annað.

Til að fá enga óþarfa rukkun þá mælum við með að slökkva á Mobile data áður en þú ferð út í flugvél, en sú stilling leyfir símanum að nota 4G netið og notar gagnamagnið sem fylgir þjónustuleiðinni þinni. En til þess að tengjast umheiminum aftur þá getur þú tengst í gegnum Wifi á flugvellinum úti eða á hótelinu.
Einhver vandræði í útlöndum?
Það kemur fyrir að þegar við lendum og kveikjum á símanum (eða tökum airplane mode af) að þá nær hann ekki símasambandi, eða jafnvel verra, hann tengist ekki netinu. Þá höfum við nokkur bjargráð.

1. Prófa að endurræsa tækið.

  • a) Prófa að slökkva á tækinu í amk. 15 sekúndur og kveikja aftur. Athugið, að stilla á flugstillingu telst ekki vera endurræsing.

 

2. Athuga hvort kveikt sé á Mobile data eða Data roaming.

  • a) iPhone: Settings – Mobile Data – Mobile Data Options – Data Roaming On
  • b) Android: Settings – Network & internet – Mobile network – Roaming On

 

3. Leita handvirkt að símkerfi.

  • a) iPhone: Settings – Mobile data – Network Selection – Automatic Off – Velja úr listanum símkerfi (T-Mobile, Vodafone, Telekom, Orange o.s.frv.). Það gæti tekið nokkrar mínútur að fá öll símkerfin inn.
  • b) Android: Settings – Mobile Networks (More Networks, Mobile Networks) – Network Operators – Veldu símkerfi úr listanum (T-Mobile, Vodafone, Telekom, Orange o.s.frv.).

4. Athuga stillingar

  • a) iPhone: Settings > Mobile Data > Mobile Data Options > Voice & Data > stilla tækið á 2G eða 3G.
  • Android: Settings – Mobile networks – More networks – Mobile networks – Network Mode – 3G/2G.

 

5. Prófa að setja simkortið í annað símtæki.

6. Ef þú getur móttekið símtöl en ekki hringt.

  • a) Ertu þá örugglega með rétt landsnúmer á undan númeri? Þegar þú ert í útlöndum og þarft að hringja í íslenskt númer þá þarf að setja 00354 á undan.

 

7. Ef þetta gengur ekki hafðu þá samband við okkur.

Við hjá Vodafone óskum þér góðra ferðar, hvert sem ferðinni er heitið. Við minnum á að þjónustuverið okkar er opið alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 1414. Einnig er hægt að hafa samband við okkur í gegnum netspjall frá kl. 9-20 á síðunni hér.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.