Uppsetning á POP3/IMAP netfangi í Android

Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við höndina áður en uppsetning hefst:

 • Netfang
 • Póstþjónn
 • lykilorð

1. Opna Mail

Í valmynd símans velur þú skjátáknið fyrir „Mail“, og því næst tegund pósthólfsins sem á að setja upp. Ef þú vilt setja upp vodafone netfang (@internet.is), er valið „Other“.

2. Stillingar

Sláðu netfangið inn í „email address“ reitinn og lykilorðið í „password“ og veldu því næst „Manual Setup“ til að setja inn stillingar. Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann, POP, og breyttu honum í IMAP.

3. Upplýsingar um póstþjón

Fylltu formið út á eftirfarandi hátt

 • Incoming mail server (eða IMAP server): mail.internet.is
 • User = Netfangið
 • Password = Lykilorð að pósthólfinu

Svo er valið: „Next“.

Nú þarftu að fylla út „Outgoing server settings“. Í SMTP server er slegið inn „vmail.c.is“ og í „Server port“ er slegið inn 587. Því næst velurðu „Next“.

4. Lokið við uppsetningu

Í reitinn „Account Name“ skaltu slá inn það heiti sem á að gefa pósthólfinu (t.d. nafn þitt, eða Internet.is-póstur, eða heimapóstur eða hvað annað sem þér finnst lýsandi fyrir pósthólfið) og nafnið sem á að birtast þegar sendur er póstur. Smelltu svo á „Finish Setup“. Nú ætti pósthólfið að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar.

5. Pósthólfið opnað

Til að opna pósthólfið er smellt á skjátáknið fyrir tölvupóstinn á forsíðu símtækisins.

Leiðbeiningar fyrir uppsetningu tölvupósts í Samsung með Android

Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við höndina áður en uppsetning hefst:

 • Netfang
 • Lykilorð
 • Póstþjónn

Uppsetning fyrir POP3 reikning

Leiðbeiningar fyrir IMAP reikning eru neðar á þessari síðu

1. Opnaðu Email

Sláðu inn netfang og lykilorð. Ýttu á „Manual setup“.

2. Veldu reikning

Veldu „POP3 account“ úr valmyndinni.

3. Upplýsingar um póstþjón fyrir tölvupóst til þín

Fylltu formið út eins og sýnt er á myndinni.

Svo er valið: „Next“.

4. Upplýsingar um póstþjón fyrir tölvupóst frá þér

Fylltu formið út eins og sýnt er á myndinni. Passaðu að ekki sé hakað í „Require sign-in“.

Ýttu á „Next“.

5. Sjálfvirk athugun

Hér stillir þú sjálfvirka móttöku eins og hentar þínum þörfum.

6. Síðasta skrefið

Hér getur þú gefið þessum tölvupóstreikning nafn. Skrifaðu nafnið þitt eins og þú vilt að það birtist móttakendum skeyta frá þér.

Uppsetning fyrir IMAP reikning

1. Opnaðu Email

Sláðu inn netfang og lykilorð. Ýttu á „Manual setup“.

2. Veldu reikning

Veldu „IMAP account“ úr valmyndinni

3. Upplýsingar um póstþjón fyrir póst til þín

Fylltu formið út eins og sýnt er á myndinni.

Svo er valið: „Next“.

4. Upplýsingar um póstþjón fyrir póst frá þér.

Fylltu formið út eins og sýnt er á myndinni. Passaðu að ekki sé hakað í „Require sign-in“

Ýttu á „Next“.

5. Sjálfvirk athugun

Hér stillir þú sjálfvirka móttöku eins og hentar þínum þörfum.

Uppsetning á POP3/IMAP netfangi í iPhone

Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við höndina áður en uppsetning hefst:

 • Netfang
 • Lykilorð
 • Póstþjónn

1. Opnaðu Settings

Í upphafsvalmynd símans er skjátákn fyrir „Settings“ og þar skaltu velja „Mail, Contacts, Calendars“.

2. Veldu tegund netfangs

Veldu „Add Account“. Því næst er að ákveða hvaða tegund af netfangi þú ert að fara að setja upp (t.d. Gmail, Yahoo, Exchange eða jafnvel ekkert af þessu). Í þessu dæmi ætlum við að setja upp @internet.is netfang og því veljum við „Other“.


3. Settu inn stillingar

Veldu „Add Mail Account“ og fylltu út formið

 • Name = Nafnið sem birtist þegar þú sendir póst
 • Email = Netfangið sem þú ert að setja upp
 • Password = Lykilorðið að póstinum
 • Description = Það sem þú vilt nefna uppsetninguna t.d. Pósthólfið Mitt
  

4. Settu inn póstþjóna

Veljið POP efst á síðunni og fyllið út á eftirfarandi máta

INCOMING MAIL SERVER:

 • Host Name: mail.internet.is
 • User Name: netfang viðskiptavinar
 • Password: lykilorðið að pósthólfinu
OUTGOING MAIL SERVER:
 • Host Name: mail.internet.is

5. Tölvupóstur í síma í útlöndum

Veljið POP eða IMAP efst á síðunni og fyllið út á eftirfarandi máta

INCOMING MAIL SERVER:

 • Host Name: mail.internet.is
 • User Name: netfang viðskiptavinar
 • Password: lykilorðið að pósthólfinu

OUTGOING MAIL SERVER:
 • Host Name: vmail.c.is
 • User Name: netfang viðskiptavinar
 • Password: lykilorðið að pósthólfinu
ATH, ef beðið er um port númer vegna vmail.c.is þá skal slá inn töluna 587.

6. Skoðaðu póstinn

Til að opna póstinn er valið „Mail“ skjátáknið sem er í aðalvalmynd símans og síðan það pósthólf sem þú ætlar að skoða.

Ef þú vilt hafa mörg netföng uppsett á símtækinu endurtekur þú ferlið hér að framan fyrir hvert netfang.

Uppsetning á IMAP netfangi í Nokia Lumia (Windows Phone)

Athugið að þessar leiðbeiningar eiga við um uppsetningu @internet.is netfangs sem Vodafone býður viðskiptavinum sínum. Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við höndina áður en uppsetning hefst:

 • Netfang
 • Lykilorð
 • Póstþjónn

1. Opna póstinn

Í valmynd símans velur þú örina hægra megin og þaðan ferðu í Settings.

 

2. Bæta við reikningi

Næst velur þú „e-mail+accounts“ og þar „add an account“.

 

3. Netfang og lykilorð

Síðan ferðu í „advanced setup“ og setur þú inn netfangið þitt og lykilorð.

 

4. Upplýsingar slegnar inn

Í næsta þrepi velurðu „Internet email“ og slærð inn allar upplýsingar.

 • Í „Account name“ velur þú hvað þú vilt kalla pósthólfið í símanum.
 • Í „Name“ slærðu inn nafn þitt (það birtist sem nafn sendanda hjá þeim sem þú sendir póst).
 • Í „Incoming mail server“ velur þú slóð póstþjóns þíns. Ef þú ert t.d. með internet.is-netfang skrifar þú mail.internet.is.
 • Í Account type velur þú IMAP.
 • Í „Username“ skráir þú netfangið þitt.
 

5. Skráðu þig inn

Að því loknu skaltu fara aðeins neðar í valmyndina,taka hakið úr „outgoing server“ og velja svo „sign in“. Þá fer forritið í að sækja póst og þú smellir á pósthólfið.

 

6. Stilltu póstsendingar

Að þessu loknu getur þú stillt póstforritið eftir þínu höfði, t.d. hversu oft þú vilt að síminn sæki póst. Og þá er pósthólfið uppsett.