Skilmálar um viðgerðir farsíma

Skilmálar Vodafone (Sýn hf.) vegna viðgerðarsíma
 • 1. Viðgerð tekur til umbeðinna viðgerða og hugbúnaðaruppfærslu sé þess þörf að mati tæknimanns. Við hugbúnaðaruppfærslu glatast gögn nema afritunar sé óskað.

 • 2. Ábyrgð á tæki gildir í tvö ár frá kaupdegi og tekur hún einungis til bilana sem rekja má til framleiðslugalla.

 • 3. Sími er ekki í ábyrgð gegn högg- eða rakaskemmdum. Komi slíkar skemmdir í ljós og viðskiptavinur vill ekki viðgerð eða tækið óviðgerðarhæft þarf alltaf að greiða skoðunargjald samkvæmt gildandi verðskrá.

 • 4. Ef verkstæði finnur ekkert að tækinu þá er ávallt rukkað skoðunargjald samkvæmt gildandi verðskrá.

 • 5. Ábyrgðarskírteini þess símtækis sem sent er í viðgerð þarf alltaf að fylgja með.

 • 6. Gögn verða einungis afrituð að beiðni viðskiptavinar og eftir því sem við verður komið tæknilega. Vodafone (Sýn hf.) ber enga ábyrgð á gögnum, glatist þau við afritun eða með öðrum hætti. Kostnaður við afritun gagna fer eftir gildandi verðskrá hverju sinni, gildandi verðskrá er mismunandi eftir verkstæðum.

 • 7. Sé tæki ekki sótt innan þriggja mánaða frá verklokum getur Vodafone (Sýn hf.) ekki ábyrgst afhendingu þess.

 • 8. Vilji viðskiptavinur fá flýtimeðferð er greitt sérstaklega fyrir það samkvæmt gildandi verðskrá.

 • 9. Vodafone (Sýn hf.) ber enga ábyrgð á aukahlutum (t.d. hulstur eða minniskort) og því skulu þeir hlutir ekki fylgja með tæki í viðgerð.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar Vodafone vegna leigu/láns á síma
 • 1. Leigutaki hefur fengið að leigu/láni ofangreint símtæki sem er í eigu Vodafone (Sýn hf.). Leigutaka ber að skila tæki í sama ástandi og það er þegar það er afhent.

 • 2. Leigutaki er ábyrgur fyrir öllu tjóni sem verða kann á símtækinu á meðan leigutíma stendur.

 • 3. Leigutaka ber að skila leigu/lánstæki til Vodafone (Sýn hf.), ásamt aukahlutum t.d. hleðslutæki og hulstri ef það fylgdi með lánstæki, þegar tæki sem var í viðgerð er afhent.

 • 4. Ef leigutaki skilar ekki lánstæki eða aukahlutum, t.d. hleðslutæki og hulstri, þá er tæki sem var í viðgerð ekki afhent nema leigutaki greiði andvirði þess sem vantar, samkvæmt gildandi verðskrá.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528