Skilmálar um GSM Frelsi

Með virkjun Frelsiskortsins samþykkir notandinn að fara eftir almennum skilmálum Vodafone ásamt eftirfarandi skilmálum um GSM Frelsi.

Gildistími Almennra stakra áfyllinga
  • 1. Virk inneign (almenn stök áfylling) – 0 til 6 mánuðir. Hægt er að fylla á Frelsið t.d. beint úr símanum með greiðslukorti, á vef Vodafone (Sýn hf.) eða með því að hringja í þjónustuver Vodafone (Sýn hf.) 1414. Eftir að Frelsið hefur verið keypt er inneignin virk í 6 mánuði frá síðasta rukkaða símtali/SMSi. Notandi getur á því tímabili móttekið símtöl þó engin inneign sé eftir.

  • 2. Óvirk inneign (almenn stök áfylling) – 6 til 9 mánuðir. Ef að Frelsisnúmerið hefur ekkert verið notað undanfarna 6 mánuði er lokað fyrir hringingar frá númerinu. Notandi getur þó tekið við símtölum í allt að 3 mánuði. Ef fyllt er á Frelsið innan þriggja mánaða frá því lokað var fyrir úthringingar er hægt að endurheimta inneignina sem eftir var og opna fyrir úthringingar.

  • 3. Töpuð inneign (almenn stök áfylling) – 9 til 12 mánuðir. Ef ekki er fyllt á Frelsið innan þriggja mánaða frá því lokað var fyrir úthringingar tapast inneignin sem eftir var á Frelsinu og lokað er fyrir alla notkun. Hægt er að virkja Frelsið með því að fylla á það innan þriggja mánaða frá því lokað var fyrir alla notkun en eldri inneign er fyrnd. Ef ekki er fyllt á Frelsið innan þriggja mánaða frá því lokað var fyrir alla notkun áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér þann rétt að endurheimta símanúmerið og endurúthluta því.

  • 4. Tilboðsinneignir, gagnamagnspakkar og ávinningar þeirra gilda í 30 daga frá virkjun. Eftir 30 daga fyrnist inneignin, ef einhver er. Inneignir, gagnamagnspakka og ávinninga tilboða er ekki hægt að færa á milli númera. Ef númerinu er sagt upp eða það flutt frá Vodafone (Sýn hf.) fyrnast allar inneignir, gagnamagn og ávinningar.

  • 5. Krakkakort er í boði fyrir börn (25 ára og yngri) viðskiptavina Vodafone (Sýn hf.) með farsíma í áskrift. Með hverju korti fylgja ótakmörkuð símtöl og SMS ásamt gagnamagni sem gildir innanlands.

  • 6. Óskráð Frelsisnúmer eru Frelsisnúmer sem eiga sér ekki skráða kennitölu í kerfum Vodafone (Sýn hf.). Óskráð Frelsisnúmer eiga ekki kost á því að nýta Reiki í Evrópu samkvæmt ákvæðum Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 531/2012 um reiki á almennum farsímanetum með síðari breytingum. Ef SIM-kort er á óskráðu Frelsisnúmeri er ekki kostur á að útvega nýtt SIM-kort með sama símanúmeri né gefa upp PUK númer sé númerið tapað eða því stolið. Notandi með óskráð Frelsisnúmer á kost á því að skrá kennitölu bakvið símanúmerið í verslunum Vodafone (Sýn hf.) eða með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone (Sýn hf.) í 1414.

  • 7. Hægt er að nota Frelsi í flestum þeim löndum sem Íslendingar ferðast til. Upplýsingar um í hvaða löndum er hægt að nota Frelsið er að finna á útlandasíðu frelsis.

  • 8. Í öðrum löndum þarf notandi að skrá sig í áskrift til þess að geta notað farsímann þar. Notandi greiðir fyrir notkunina eftir á ef hann er skráður í áskrift. Notandi skráir sig í áskrift í verslunum Vodafone (Sýn hf.) eða með því að hafa samband við þjónustuver Vodafone (Sýn hf.) 1414. Undirskriftar er krafist en hún getur verið skrifleg eða rafræn. Í áskrift gilda almennir skilmálar um fjarskiptaþjónustu Vodafone (Sýn hf.)

  • 9. Það er á ábyrgð notanda að kynna sér verðskrá og hvort hægt sé að nota Frelsið í þeim löndum sem notandi ferðast til.

  • 10. Vodafone (Sýn hf.) áskilur sér rétt til þess að hafa samband við viðskiptavini sína í viðskiptalegum tilgangi, óháð skráningu þeirra í símaskrá.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528