Skilmálar fyrir „Mínar síður“ Vodafone

  • 1. Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir Mínar síður þjónustusíðu viðskiptavina Vodafone (Sýn hf.). Áskrifandi sem stofnar aðgang að Mínum síðum skuldbindur sig til að hlíta þeim skilmálum sem Vodafone (Sýn hf.) setur um notkun þjónustusíðunnar.

  • 2. Áskrifanda er einum heimilt að nota aðgang sinn að Mínum síðum. Honum er með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt þriðja aðila til afnota. Afhendi áskrifandi þriðja aðila upplýsingar, lykilorð og/eða notendanafn sitt er áskrifandi að fullu ábyrgur fyrir slíkri afhendingu og afleiðingum hennar.

  • 3. Áskrifandi skal umgangast og hagnýta þær upplýsingar sem eru á þjónustusvæðinu í samræmi við fjarskiptalög nr. 81/2003, skilmála þessa sem og önnur lög, reglur og skilmála sem eiga við.

  • 4. Reikningsupplýsingar inn á Mínum síðum eru ekki rauntímaupplýsingar. Reikningsupphæð á útgefnum fjarskiptareikningi til viðskiptavina getur þar af leiðandi verið önnur en Mínar síður gefa til kynna á tilteknu tímabili. Útgefnir reikningar Vodafone (Sýn hf.) sýna þá fjárhæð sem áskrifanda er ætlað að greiða fyrir þjónustu til Vodafone (Sýn hf.). Upplýsingum um notkun á Mínum síðum er aðeins ætlað að vera til viðmiðunar og upplýsingar fyrir áskrifendur. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því tjóni sem viðskiptavinur kann að verða fyrir vegna notkunar á þjónustusíðunni Mínar síður.

  • 5. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á því tjóni sem þriðji aðili kann að valda viðskiptavinum í tengslum við notkun þeirra á Mínum síðum.

  • 6. Þar sem skilmálum þessum sleppir gilda almennir skilmálar um fjarskiptaþjónustu Vodafone (Sýn hf.).

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528