Almennir ábyrgðarskilmálar Vodafone

  • 1. Eftirfarandi skilmálar eru ábyrgðarskilmálar Sýn hf. sem gilda fyrir öll vöru- og þjónustukaup hjá félaginu. Við vörukaup skuldbindur kaupandi sig til að hlíta skilmálum þessum.

  • 2. Skilaréttur kaupanda af ónotaðri vöru er 30 dagar gegn framvísun ábyrgðarskírteinis. Vörunni þarf að skila í upprunalegum umbúðum ásamt öllum fylgihlutum. Innsigli umbúða má ekki vera rofið.

  • 3. Á keyptum vörum er tveggja ára ábyrgð. Ábyrgð þessi gildir frá kaupdegi vöru. Ef tæki hefur orðið fyrir högg- eða rakaskemmd fellur ábyrgð kaupanda úr gildi.

  • 4. Kaupandi skal tilkynna galla til Vodafone strax og hann verður hans var. Hafi verið átt við vöruna, t.d. tækið opnað, af kaupanda eða viðgerðaraðilum sem ekki starfa á vegum Vodafone eða framleiðanda, fellur ábyrgð kaupanda strax úr gildi.

  • 5. Ábyrgð á vöru tekur einungis til framleiðslugalla sem kemur fram á ábyrgðartíma. Ábyrgð felur ekki í sér að fá endurgreiddan viðgerðarkostnað ef bilun er utan ábyrgðar, t.d. ef bilun stafar af rangri uppsetningu, slæmu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum, truflunum á rafkerfi húss eða hverfis o.s.frv.

  • 6. Óski kaupandi eftir viðgerð á bilaðri eða gallaðri vöru ber kaupanda að framvísa ábyrgðarskírteini vörunnar. Ef vara hefur orðið fyrir raka- eða höggskemmd er ekki hægt að taka tækið í ábyrgðarviðgerð.

  • 7. Komi til úrlausnar ábyrgðar áskilur Vodafone sér þann rétt til að bjóða eftir atvikum viðskiptavinum upp á viðgerð, afslátt, nýja vöru eða afturkalla kaupin. Í öllum tilvikum er fyrst kannaður möguleiki á viðgerð.

  • 8. Reynist raftæki ekki bilað eftir athugun eða ekki er um að ræða ábyrgðarviðgerðir greiðir kaupandi skoðunargjald í samræmi við gildandi verðskrá Vodafone.

  • 9. Vodafone ber ekki ábyrgð á gögnum sem vistuð eru á tæki eða hugbúnaði kaupanda.

  • 10. Vodafone ber eingöngu ábyrgð á beinu tjóni kaupanda sem gera má ráð fyrir að sé bein afleiðing af galla á keyptri vöru. Vodafone ber ekki ábyrgð á tjóni, þ.m.t. rekstrartaps eða tjóns sökum þess að ekki hefur tekist að uppfylla samning við þriðja aðila.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528