Skilmálar Internetþjónustu

  • 1. Skilmálar þessir gilda fyrir alla notkun á internetþjónustu Vodafone (Sýn hf.). Ef ekki er að öðru vísi kveðið á um í skilmálum þessum gilda almennir skilmálar Vodafone (Sýn hf.) um fjarskiptaþjónustu að öðru leyti.

  • 2. Vodafone (Sýn hf.) áskilur sér rétt til að færa þjónustu áskrifanda yfir á eigið kerfi af kerfi annarra rekstraraðila.

  • 3. Vodafone (Sýn hf.) lætur áskrifanda í té aðgang að internet- og tölvuþjónustu sinni. Ef notandi afhendir öðrum aðilum lykilorð sitt gerir hann það á eigin ábyrgð. Áskrifandi sem skráður er fyrir þjónustunni ber fulla ábyrgð á allri notkun henni tengdri. Áskrifendum Vodafone (Sýn hf.) er með öllu óheimilt að nota aðgang sinn til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur á nettengingu Vodafone (Sýn hf.), aðrar en þær sem veittar eru í opnum gagnagrunnum á internetinu.

  • 4. Uppsetning á hugbúnaði er ávallt á ábyrgð áskrifanda og ber Vodafone (Sýn hf.) því ekki ábyrgð á tjóni sem notkun eða uppsetning kann að valda.

  • 5. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að skapast vegna notkunar á tengingu við internetið eða sambandsleysis við það. Áskrifandi ber sjálfur ábyrgð á afritatöku af þeim gögnum sem geymd eru á heimasvæði hans. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili kann að valda.

  • 6. Áskrifanda er óheimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina, til dæmis með fjöldapóstsendingum. Áskrifanda er óheimilt að hýsa efni sem brýtur í bága við íslensk lög á heimasvæði sínu eða láta slíkt efni liggja á lausu á vefsvæðum.

  • 7. Fari áskrifandi yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til að bæta við aukagagnamagni, allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna aukagagnamagns er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef notkun þriðja aukagagnamagnspakkans klárast áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til að hægja á nettengingunni. Sé áskrifandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til að mæla heildarnotkun áskrifanda m.t.t. gagnamagns og grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. hægja á interneti, sé notkun hans óhæfileg að mati Vodafone (Sýn hf.).

  • 8. Vodafone (Sýn hf.) stefnir ávallt á að tryggja stöðugleika og gæði þjónustunnar. Hraði tengingar er ávallt háður gæðum teninga til notanda og annarra utanaðkomandi þátta. Af þeim sökum getur Vodafone (Sýn hf.) ekki tryggt að tengihraði sé sá sami og áskrift notanda segir til um.

  • 9. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist tengingu inn í símainntak hvers húss. Innanhúslagnir eru hins vegar ávallt á ábyrgð húseiganda.

  • 10. Um uppsagnir þjónustu fer skv. almennum skilmálum um fjarskiptaþjónustu.

  • 11. Brot á ofangreindum skilmálum getur valdið tafarlausri lokun á þjónustu.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528