Lénaskilmálar

  • 1. Vodafone (Sýn hf.) og undirritaður rétthafi gera með sér eftirfarandi samning um lénaviðskipti. Vodafone (Sýn hf.) áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum og þjónustum. Breytingar eru kynntar á vefsíðunni vodafone.is/breytingar með a.mk. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi.

  • 2. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að skapast vegna notkunar á tengingu við internetið eða sambandsleysis við það. Rétthafi ber sjálfur ábyrgð á afritatöku af þeim gögnum sem geymd eru á heimasvæði hans. Vodafone (Sýn hf.) ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili kann að valda.

  • 3. Fyrsta árgjald og stofngjald léns greiðir Vodafone (Sýn hf.) til Isnic og gjaldfærir á fyrsta reikning viðskiptavinar samkvæmt gildandi verðskrá Isnic hverju sinni.

  • 4. Með undirskrift sinni gefur viðskiptavinur Vodafone (Sýn hf.) umboð til að sækja um umbeðið lén til Isnic.

  • 5. Notkunarskilmálar Isnic gilda ávallt ef samsvarandi ákvæði í skilmálum Vodafone (Sýn hf.) teljast vægari.

  • 6. Uppsögn á léni ber að tilkynna til Isnic, sjá reglur www.isnic.is . Einnig ber viðskiptavini að segja upp hýsingu léns skriflega til Vodafone (Sýn hf.). Öll ábyrgð á að slíkar tilkynningar berist til Vodafone (Sýn hf.) á réttan hátt og á réttum tíma liggur hjá áskrifanda

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Vefhýsingaskilmálar

  • 1. Eigendur vefsvæða skulu uppfæra vefumsjónarkefi reglulega.

  • 2. Vodafone (Sýn hf.) áskilur sér rétt til þess að senda eigendum vefsvæða áminningu um uppfærslu uppfæri þeir kerfi sín ekki. Hafi kerfin ekki verið uppfærð innan 4 vikna frá áminningu áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til þess að framkvæma nauðsynlegar uppfærslur samkvæmt tímagjaldi á kostnað eiganda vefsvæðis. Ábyrgð á vef er ætíð í höndum eiganda vefsins þrátt fyrir að Vodafone (Sýn hf.) taki að sér uppfærslu vefsvæðis. Sinni eigendur vefsvæða þessum ákvæðum ekki getur það valdið röskun á þjónustunni og niðri tíma.

  • 3. Notendanöfn skulu ekki innihalda „admin“ við uppsetningu og mælist Vodafone (Sýn hf.) til þess að lykilorð séu að lágmarki 12-14 bókstafir og tölustafir í bland.

  • 4. Meti sérfræðingar Vodafone (Sýn hf.) það svo að umferð á vefsvæði fari umfram það sem eðlilegt getur talist skal endurskoða þjónustuna og setja upp viðeigandi þjónustupakka.

  • 5. Ef innbrot á vefsvæði veldur því að aðrir vefir verði fyrir hnjaski ber eigandi vefsvæðisins sem brotist var inn á ábyrgð á því hnjaski. Rétthafi vefsvæðis er ábyrgur fyrir því að skilmálum þessum sé fylgt eftir. Sé skilmálum ekki fylgt eða þeir á einhvern hátt brotnir áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til þess að loka vefsvæði án frekari tafa. Með samþykki skilmála þessara staðfesta eigendur vefsvæða að þeir einir beri ábyrgð á hvers kyns beinu eða óbeinu tjóni sem þeir eða þriðju aðilar kunna að valda. Vodafone (Sýn hf.) ábyrgist heldur ekki tjón sem rekja má til sambandsleysis, rofs á fjarskiptum eða annarra truflana sem kunna verða á rekstri fjarskiptanetsins, hvort sem slíkt má rekja til línubilana bilana í stöðvum eða annarra ástæðna.

  • 6. Notendur skulu ætíð tengjast undir réttu auðkenni.

  • 7. Ekki er heimilt undir nokkrum kringumstæðum að vista efni á netþjónum sem ekki eru í samræmi við lög og reglur eða brjóta í bága við almennt velsæmi.

  • 8. Rétthafi vefsvæðið er ábyrgur fyrir því að skilmálum þessum sé fylgt eftir. Sé skilmálum ekki fylgt eða þeir á einhvern hátt brotnir áskilur Vodafone (Sýn hf.) sér rétt til þess að loka vefsvæði tafarlaust.

  • 9. Þar sem þessum skilmálum sleppir gilda að öðru leyti almennir skilmálar Vodafone (Sýn hf.).

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. apríl 2022 og þar til nýir taka gildi.

Skilmálar

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528