Með virkjun Frelsiskortsins samþykkir notandinn að fara eftir almennum skilmálum Vodafone ásamt eftirfarandi skilmálum um GSM Frelsi.
Áskriftarskilmálar um sjónvarpsdreifingu Vodafone:
Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum Vodafone frá og með 1. febrúar 2021. Við hvetjum okkar viðskiptavini til þess að kynna sér þær breytingar sem taka gildi. Ef einhverjar spurningar vakna þá bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur með þeim hætti sem hentar þér best. Hægt er að hafa samband með tölvupósti, í gegnum netspjalli, á samfélagsmiðlum Vodafone, með því að panta símtal eða í síma: 1414. Við kappkostum við að svara öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.
Sjá hér: vodafone.is/adstod/hafa-samband/
Farsími
Valdar farsímaleiðir Vodafone munu taka breytingum.
Farsími 0 GB hækkar um 100 kr og mun kosta 1.890 kr eftir breytingar, samhliða mun gagnamagn stækka úr 0 GB í 1 GB.
Farsími 2 GB hækkar um 200 kr og mun kosta 2.690 kr eftir breytingar, samhliða mun gagnamagn stækka úr 2 GB í 5 GB.
Farsími 10 GB hækkar einnig um 200 kr og mun kosta 3.690 kr eftir breytingar, samhliða mun gagnamagn stækka úr 10 GB í 20 GB.
Farsími 50 GB lækkar um 100 kr og mun kosta 4.890 kr eftir breytingar en gagnamagn helst óbreytt.
Risafrelsi mun taka nokkrum breytingum. Risafrelsi 5 GB hækkar um 100 kr og mun kosta 2.290 kr eftir breytingar, samhliða mun gagnamagn aukast úr 5 GB í 10 GB.
Risafrelsi 25 GB hækkar einnig um 100 kr og mun kosta 3.290 kr eftir breytingar, þar mun gagnamagn aukast úr 25 GB í 30 GB.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu
Internet
Valdar internetleiðir Vodafone munu taka breytingum.
Internet 500 GB hækkar um 300 kr og mun kosta 5.490 kr eftir breytingar. Einnig mun Internet Ótakmarkað hækka um 200 kr og mun kosta 7.490 kr.
4G Netáskrift hækkar um 200 kr og einnig mun 4G Netfrelsi hækka um 200 kr.
Sjá yfirlit yfir breytingar á internetþjónustu
Sjá yfirlit yfir breytingar í 4G netáskrift/frelsi
Heimasími
Þjónustuleiðin Heimasími tekur breytingum og viðskiptavinir verða færðir í þjónustuleiðina Heimasími Útlönd. Sú þjónustuleið kostar 2.490 kr og innifalið í henni eru ótakmörkuðu símtöl í farsíma, heimasíma og til 33 landa.
Sjá yfirlit yfirbreytingar á heimasímaþjónustu
Heima
Valdar Heima internetleiðir hækka um 300 kr og allar heimaleiðir í Heima hækka einnig um 300 kr.
Sjá yfirlit yfir breytingar í Heima
1. desember 2020
Fyrirhugaðar eru breytingar á aðgangsgjöldum sem Vodafone innheimtir frá og með 1. janúar 2021.
Verðbreyting á aðgangsgjöldum kemur til vegna hækkunar hjá heildsala.
Sjá yfirlit yfir breytingar á aðgangsgjöldum
30. október 2020
Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum og skilmálum Vodafone frá og með 1. desember 2020. Við hvetjum okkar viðskiptavini til þess að kynna sér þær breytingar sem taka gildi.
Ef einhverjar spurningar vakna þá bendum við á að hægt er að hafa samband við okkur með þeim hætti sem hentar þér best. Hægt er að hafa samband með tölvupósti, í gegnum netspjalli, á samfélagsmiðlum Vodafone, með því að panta símtal eða í síma: 1414. Við kappkostum við að svara öllum fyrirspurnum hratt og örugglega.
Sjá hér: https://vodafone.is/adstod/hafa-samband/
Frá og með 1. desember munu valdar farsímaleiðir Vodafone taka breytingum.
Í nóvember munum við kynna til leiks nýja þjónustuleið sem heitir Farsími 0 GB. Nýja þjónustuleiðin mun kosta 1.790 kr og mun innihalda ótakmarkaðar mínútur og sms en ekkert gagnamagn.
Farsími 1 GB hækkar um 300 kr og mun kosta 2.490 kr eftir breytingar, samhliða verðbreytingunni mun gagnamagn stækka úr 1 GB í 2 GB.
Farsími 25 GB hækkar um 300 kr og mun kosta 4.990 kr eftir breytingar, samhliða verðbreytingunni mun gagnamagn stækka úr 25 GB í 50 GB.
Farsími 50 GB lækkar um 1.300 kr og mun kosta 4.990 kr eftir breytingar.
Viðskiptavinir í Heima munu að sjálfsögðu vera áfram með 10X meira gagnamagn.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu
Frá og með 1. desember munu valdar internetleiðir Vodafone taka breytingum.
Internet 100 GB hækkar um 300 kr og mun kosta 4.490 kr, ásamt því eru valdar aðrar þjónustuleiðir að taka breytingum.
Sjá yfirlit yfirbreytingar á internetþjónustu
Frá og með 1. desember 2020 taka í gildi nýjir skilmálar fyrir Vodafone. Skilmálarnir munu birtast í heild sinni á www.vodafone.is/skilmalar-thjonustu 1. desember.
Sjá yfirlit yfir breytingar á Almennum fjarskiptaskilmálum
Sjá yfirlit yfir breytingar á Viðgerðarskilmálum
Sjá yfirlit yfir breytingar á Lén- og vefhýsingarskilmálum
Sjá yfirlit yfir breytingar á skilmálum um internetþjónustu
Sjá yfirlit yfir breytingar á skilmálum sjónvarpsdreifingar
Fyrirhugaðar eru breytingar á verðskrá fyrirtækja frá og með 1. júlí 2020. Hægt er að nálgast þær breytingar hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
1. febrúar 2020Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum Vodafone frá og með 1. mars 2020.
Eftir 1. mars mun gagnamagn aukast í völdum farsímaleiðum. Farsími 100 MB mun framvegis innihalda 1 GB og Farsími 5 GB mun innihalda 10 GB. Viðskiptavinir í Heima munu fá 10x meira gagnamagn í þeim þjónustuleiðum, eða 10 GB og 100 GB.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu (pdf)
Gagnamagn í Internet S mun fara úr 250 GB og verða 500 GB eftir breytingar, ásamt því munum við setja nýja þjónustuleið í sölu 1. mars. Það er þjónustuleiðin Internet 100 GB og hún mun kosta 4.190 kr. á mánuði.
Sjá yfirlit yfir breytingar á internetþjónustu (pdf)
Breytingar á verðskrá og skilmálum fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
Fyrirhugaðar eru breytingar á aðgangsgjöldum sem Vodafone innheimtir frá og með 1. febrúar 2020.
Verðbreyting á aðgangsgjöldum kemur til vegna hækkunar hjá heildsala.
Sjá yfirlit yfir breytingar á aðgangsgjöldum (pdf)
Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum Vodafone frá og með 1. nóvember 2019.
Aukið gagnamagn í Farsíma 15 GB
Farsími 15 GB mun núna innihalda 25 GB og viðskiptavinir í Heima munu fá 10x meira gagnamagn, eða 250 GB.
Viðskiptavinir með Farsími 5 GB geta nú fengið Krakkakort
Viðskiptavinir með Farsími 5 GB og Heima Farsími 50 GB geta núna fengið Krakkakort. Krakkakort er þjónusta sem kostar 0 kr. og er fyrir ungmenni á heimilinu 25 ára og yngri. Krakkakort inniheldur ótakmörkuð símtöl og sms auk 2 GB á mánuði. Einnig geta viðskiptavinir bætt við sig gagnamagnspökkum sem eru eingöngu fyrir Krakkakort og eru á hagstæðum kjörum.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu (pdf)
Aukið gagnamagn í 4G netþjónustuleiðum
Gagnamagn stækkar í völdum 4G netþjónustuleiðum. 4G netáskrift 5 GB stækkar í 10 GB, 4G netáskrift 100 GB stækkar í 150 GB og 4G netáskrift 500 GB stækkar í ótakmarkað.
10X fleiri GB á 4G netþjónustur
Viðskiptavinir í Heima eiga nú kost á því að fá 10x meira gagnamagn á 4G netþjónustur, bæði í áskrift og frelsi. Í Heima stendur viðskiptavinum til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum með Heima.
Með Heima geta viðskiptavinir valið sér sjónvarpsáskrift og fengið fjarskiptaþjónusturnar á frábærum kjörum. Fjarskiptaþjónustan sem er innifalin í Heima eru ótakmarkað 1000 Mb/s Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur háskerpu myndlykill.
Auk þess fá viðskiptavinir í Heima 10x meira gagnamagn í farsímann og núna 10x meira gagnamagn á 4G netþjónustur.
Endilega kynntu þér hér þau frábæru kjör sem boðið er upp á í Heima.
Sjá yfirlit yfir breytingar á 4G netþjónustu (pdf)
Áskriftarveitan Stöð 2 Maraþon er sífellt að styrkjast og efnisframboð að aukast. Mikið hefur verið lagt upp við að halda áfram stöðugri þróun á Stöð 2 Maraþon og er efni bætt þar inn vikulega. Á haustmánuðum munum við svo styrkja efnisframboðið verulega og verður það tilkynnt betur síðar.
Í Stöð 2 Maraþon geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Þar eru tæplega 900 kvikmyndir fyrir alla fjölskylduna. Einnig eru yfir 250 þáttaraðir í Stöð 2 Maraþon, þar af eru 100 íslenskar þáttaraðir sem Stöð 2 hefur framleitt í gegnum tíðina og 30 erlendar þáttaraðir frá HBO.
Í Stöð 2 Maraþon hafa einnig komið inn þættir sem eru sýndir í línulegri dagskrá eins og t.d. Góðir Landsmenn, Óminni og GYM. Þá koma þættirnir inn á Stöð 2 Maraþon á sama tíma og þeir eru sýndir á Stöð 2. Það hefur vakið mikla lukku hjá okkar viðskiptavinum og munum við halda því áfram í framtíðinni.
Sjá yfirlit yfir breytingar á sjónvarpsþjónustu (pdf)
Fyrirhugaðar eru breytingum á vörum Vodafone frá og með 1. ágúst 2019.
Viðskiptavinir með farsíma í áskrift geta fengið aukaþjónustuna Krakkakort og Gagnakort með völdum þjónustuleiðum. Krakkakort er þjónusta sem kostar 0 kr. og er fyrir ungmenni á heimilinu 25 ára og yngri. Krakkakort inniheldur ótakmörkuð símtöl og sms auk 2 GB á mánuði. Einnig geta viðskiptavinir bætt við sig gagnamagnspökkum sem eru eingöngu fyrir Krakkakort og eru á hagstæðum kjörum.
Gagnakort fylgir með öllum áskriftarleiðum sem innihalda 1 GB eða meira. Viðskiptavinir geta fengið gagnakort á 0 kr. og deilt inniföldu gagnamagni með áskriftarleiðinni. Það er tilvalið að setja gagnakortið í spjaldtölvu eða 4G búnað.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu (pdf)
Frelsisleiðum fækkar úr þremur í tvær. Með þessari breytingu er verið að einfalda vöruframboð í frelsi og munum við framvegis bjóða upp á RISAfrelsi 5 GB og RISAfrelsi 25 GB. RISAfrelsi 5 GB mun kosta 2.190 kr. og RISAfrelsi 25 GB mun kosta 3.290 kr.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu í frelsi (pdf)
Með Vodafone Sjónvarpi fá viðskiptavinir aðgang að heimi afþreyingar i gegnum ofur-háskerpu Samsung myndlykil. Viðskiptavinir fá einnig aðgang að opnum sjónvarpsrásum með möguleika á yfir 100 stöðvum í áskrift, viðmóti, frelsi stöðvana, leigunni og tímavél sem nær 48 klst aftur í tímann.
Við höfum einnig verið að prófa okkur áfram með ofur háskerpu útsendingar og vorum fyrir stuttu með ofurháskerpu tilraunaútsendingar á úrslitaleikjum í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni.
Sjá yfirlit yfir breytingar á Sjónvarpsþjónustu (pdf)
Í dag, 1. júlí, lækkar verð á Sport- og Risapakkanum. Sportpakkinn lækkar úr 12.990 kr í 7.990 kr og Risapakkinn lækkar úr 20.990 kr í 18.990 kr.
Það er nóg um að vera í Sportpakkanum í sumar, þar ber helst að nefna Pepsi Max deild karla og kvenna, Inkasso deild karla og kvenna, Mjólkurbikarinn, Suður Ameríku keppninni og Formúla 1. Ásamt því vorum við nýlega að bæta Stöð 2 Golf í Sportpakkann, það ætti því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í sumar.
Viðskiptavinum stendur til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum með Heima.
Með Heima geta viðskiptavinir valið sér sjónvarpsáskrift og fengið fjarskiptaþjónusturnar á frábærum kjörum. Fjarskiptaþjónustan sem er innifalin í Heima eru ótakmarkað 1000 Mb/s Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur háskerpu myndlykill.
Auk þess fá viðskiptavinir í Heima 10x meira gagnamagn í farsímann.
Endilega kynntu þér hér þau frábæru kjör sem boðið er upp á í Heima.
Nýtt vöruframboð Fjölvarps fór nýverið í sölu hjá okkur og þar kynntum við til leiks þrjá frábæra Fjölvarpspakka. Nýju pakkarnir eru stútfullir af erlendum stöðvum og bjóða upp á fjölbreytt efni fyrir alla fjölskylduna, það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi.
Kynntu þér hér vöruframboð Fjölvarps.
Sjá yfirlit yfir breytingar á sjónvarpsáskrift (pdf)
Breytingar á verðskrá og skilmálum fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
Fyrirhugaðar eru breytingum á vörum Vodafone frá og með 1. maí 2019.
Breytingar á inniföldu gagnamagni í farsímaleiðum breytist þannig að Farsími 1 GB fær 5 GB, Farsími 10 GB fær 15 GB, Farsími 25 GB fær 30 GB, auk þess sem Farsími 100 GB og Farsími 250 GB verða ótakmarkaðar.
Löndum í Ferðapakkanum fjölgar úr 36 í 42 lönd. Við bætast: Hong Kong, Serbía, Singapúr, Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Hvíta Rússland og Malasía.
Viðskiptavinir í völdum farsímaleiðum geta bætt við sig Krakkakorti fyrir 0kr á mánuði fyrir afkvæmi sín upp á 25 ára aldri. Þessi númer fá 2GB gagnamagnsáfyllingu í hverjum mánuði.
Sjá yfirlit yfir breytingar á farsímaþjónustu.
Innnifalið gagnamagn í Internet S fer úr 100 GB í 250 GB og Internet M fer úr 500 GB í 1000 GB.
Sjá yfirlit yfir breytingar á internetþjónustu.
Heimasímaleiðum fækkar úr þremur í tvær. Grunnleiðin Heimasími á 1.990kr og síðan Heimasími Útlönd á 2.490kr með ótakmörkuðum útlandamínútum.
Sjá yfirlit yfir breytingar á heimasímaþjónustu.
Nokkrar breytingar verða á vöruframboði Fjölvarpsins, þar sem eldri áskriftapakkar hætta í dreifingu og nýtt vöruframboð með þremur frábærum pökkum tekur við. Viðskiptavinir fá sjálfvirkan flutning í nýju pakkana.
Viðskiptavinir í Sportpakkanum fá Stöð 2 Golf innifalið með áskrift sinni.
Sjá yfirlit yfir breytingar á sjónvarpsþjónustu.
Breytingar á verðskrá og skilmálum fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
Fyrirhugaðar eru breytingum á vörum Vodafone frá og með 1. mars 2019.
Farsími 0 GB mun núna innihalda 100 MB af gagnamagni. Þeir viðskiptavinir sem eru í Heima fá 10x meira gagnamagn, eða 1 GB.
Gagnamagn í Farsími 5 GB stækkar í 10 GB og fá viðskiptavinir sem eru í Heima nú 100 GB. Auk þess geta viðskiptavinir nú fengið Fjölskyldukort með þessari þjónustuleið fyrir aðeins 2.490 kr./mán. Með fjölskyldukorti fylgja ótakmörkuð SMS og mínútur í alla íslenska farsíma og heimasíma, auk þess sem númerin deila samanlögðu gagnamagni og útlandamínútum.
Engar breytingar eru gerðar á verði heldur er aðeins aukið gagnamagn.
Þú getur smellt hér til þess að nálgast frekari upplýsingar um vöruframboð í farsíma.
Sýn hf. hefur breytt speglunarreglum fyrir loftnetsmyndlykla hjá sér og munu viðskiptavinir nú geta speglað allar áskriftir sínar af gagnvirkum myndlykli (IPTV) yfir á loftnetsmyndlykil frá og með deginum í dag. Frábærar fréttir fyrir þá sem eru með loftnetsmyndlykla í sumarbústaðnum!
Fyrirhugaðar eru breytingar á vörum og skilmálum Vodafone frá og með 1. febrúar 2019.
Viðskiptavinir sem kaupa 500 GB 4G netþjónustuleið borga 9.990kr á mánuði í stað 15.990 áður. Samhliða er sölu á 200 GB og 300 GB þjónustuleiðunum hætt.
Nú er helmingi meira innifalið gagnamagn með Krakkakorti sem fylgir völdum farsímaleiðum í áskrift. Innifalið gagnamagn fer úr 1 GB í 2 GB á mánuði frá og með deginum í dag.
Hægt er að kaupa gagnamagnsáfyllingu fyrir Krakkakort sem hefur til þessa verið 10 GB á 1.990kr. Frá og með deginum í dag eru 50 GB innifalin í þessari áfyllingu en áfram á sama verði.
Viðskiptavinir okkar í Heima eiga nú kost á að fá 10x meira gagnamagn í RISAfrelsi. Þannig njóta viðskiptavinir okkar í Heima með frelsi sama ávinnings og viðskiptavinir í áskrift.
Viðskiptavinir sem kaupa Risafrelsi L fá nú 25GB fyrir hverja áfyllingu í stað 20GB áður. Þessi vara er áfram á sama verði og áður 2.990 kr.
Mjög ör þróun hefur verið á Stöð 2 appinu síðustu mánuði. Í október s.l. kom mjög stór uppfærsla á appinu og í þessari viku var m.a. uppfærsla á framsetningu og notendaupplifun í viðmótinu. Nú spilast næsti þáttur í þáttaröð sjálfkrafa líkt og á myndlyklunum. Bestun á Chromecast virkni og stuðningi fyrir eldri tæki með háa skjáupplausn til að nefna örfáa hluti.
Frá og með 15. febrúar n.k. hættum við sjónvarps- og efnisdreifingu í gegn um 365 appið. Við höfum haft samband við viðskiptavini okkar upp á síðkastið og boðið þeim að sækja nýja Stöð 2 appið sér að kostnaðarlausu. Allir viðskiptavinir Stöðvar 2 geta notað appið. Kynntu þér Stöð 2 appið nánar hér.
Í desember bættust 12 ný lönd í Ferðapakka Vodafone sem er í boði fyrir einstaklinga, bæði í áskrift og frelsi sem og þeir notendur sem eru með Business Traveller á fyrirtækjamarkaði.
Löndin í Ferðapakka Vodafone og Business Traveller eru: Albanía, Argentína, Azerbaijan, Ástralía, Bandaríkin, Bangladess, Barein, Kanada, Kólumbía, Chile, Guatemala, Indland, Kína, Kongó, Egyptaland, Ekvador, Gana, Grænland, Guernsey, Ísrael, Mön, Jersey, Kasakstan, Kúveit, Mexíkó, Nýja Sjáland, Níkvaragva, Paraguay, Perú, Puerto Rico, Rússland, Suður Afríka, Sviss, Tailand og Úkraína.
Breytingar á verðskrá og skilmálum fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
8. grein Almennu fjarskiptaskilmála Vodafone breytast sem hér segir:
Var:
8. Vodafone áskilur sér rétt til að fylgjast með heildarnotkun viðskiptavinar m.t.t. heildarmagns mínútna og/eða SMS. Vodafone mun leitast við að vara áskrifanda við ef notkun hans breytist stórfellt á stuttum tíma án viðhlítandi skýringa þannig að grunsemdir vakni um misnotkun þriðja aðila. Fari notkun verulega fram úr hefðbundninni notkun einstaklings/fyrirtækis á ákveðnu tímabili, t.d. dagsnotkun áskrifanda og líkur eru á að um misnotkun sé að ræða, áskilur Vodafone sér rétt til að skoða með ítarlegum hætti þá fjarskiptanotkun og grípa til viðeigandi ráðstafana. Misnotkun getur m.a. falist í því að fjarskiptaþjónusta sé nýtt til tekjuöflunar fyrir þriðja aðila (sviksamleg háttsemi), þ.e. með framköllun símtala eða skilaboða með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu og/eða öðrum rafrænum búnaði. Ráðstafanir Vodafone til að bregðast við misnotkun kunna að felast í tafarlausri lokun fjarskiptaþjónustu áskrifanda.
Verður:
8. Vodafone áskilur sér rétt til að mæla heildarnotkun viðskiptavinar m.t.t. mínútna, SMS og gagnamagns.
Sé áskrifandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Vodafone sér rétt til að mæla heildarnotkun áskrifanda m.t.t. gagnamagns og grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. hægja á interneti, sé notkun hans óhæfileg að mati Vodafone.
Vodafone mun leitast við að vara áskrifanda við ef notkun hans breytist stórfellt á stuttum tíma án viðhlítandi skýringa þannig að grunsemdir vakni um misnotkun þriðja aðila. Fari notkun verulega fram úr hefðbundninni notkun einstaklings/fyrirtækis á ákveðnu tímabili, t.d. dagsnotkun áskrifanda og líkur eru á að um misnotkun sé að ræða, áskilur Vodafone sér rétt til að skoða þá fjarskiptanotkun og grípa til viðeigandi ráðstafana. Misnotkun getur m.a. falist í því að fjarskiptaþjónusta sé nýtt til tekjuöflunar fyrir þriðja aðila (sviksamleg háttsemi), þ.e. með framköllun símtala eða skilaboða með sjálfvirkum hætti eða með aðstoð tölvu og/eða öðrum rafrænum búnaði. Ráðstafanir Vodafone til að bregðast við misnotkun kunna að felast í tafarlausri lokun fjarskiptaþjónustu áskrifanda.
7. grein skilmála um Internetþjónustu breytist sem hér segir:
Var:
7. Fari áskrifandi yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali, allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni. Ef upphal áskrifanda verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil. Sé áskrifandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Vodafone sér rétt til að fylgjast með heildarnotkun áskrifanda m.t.t. gagnamagnsnotkunar og grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. hægja á interneti, sé notkun hans óhæfileg að mati Vodafone.
Verður:
7. Fari áskrifandi yfir keypt niðurhal áskilur Vodafone sér rétt til að bæta við aukaniðurhali, allt að þrisvar sinnum, umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans. Gjald vegna aukaniðurhals er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni. Ef niðurhal þriðja aukaniðurhalspakkans klárast áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á nettengingunni. Ef upphal áskrifanda verður meira en innifalið niðurhal í áskriftarleið hans áskilur Vodafone sér rétt til að hægja á upphalinu út gildandi áskriftartímabil. Sé áskrifandi á þjónustuleið með ótakmörkuðu gagnamagni áskilur Vodafone sér rétt til að mæla heildarnotkun áskrifanda m.t.t. gagnamagns og grípa til viðeigandi ráðstafana, t.d. hægja á interneti, sé notkun hans óhæfileg að mati Vodafone.
Nýverið hleyptum við af stokkunum nýjung í farsímaáskriftinni okkar þar sem viðskiptavinir í Heima geta nú fengið 10x meira gagnamagn í farsímaáskriftinni sinni. Innifalið í farsímaáskriftinni eru gagna- og krakkakort, þar sem viðskiptavinir geta bætt SIM kortum fyrir börn sín og tengd tæki og deilt gagnamagni farsímans.
Í sumar tók Sýn í notkun fyrstu sendana sem byggja á fimmtu kynslóð farsímakerfa, 5G. Um er að ræða svokallaða léttbandstækni eða Narrowband IoT sem er hönnuð sérstaklega með samskipti tækja í huga. Samhliða hefur 4G netið verð stækkað og eflt síðustu mánuði.
Í september hófust sýningar á Suður-Ameríska draumnum , Fósturbörnum og þáttaröðunum Nýja Ísland, Um land allt og Margra barna mæður. Erlenda dagskráin er ekki af verri endanum en nýju þáttaraðirnar Manifest, Magnum PI, Mr. Mercedes og Counterpart eru á dagskrá Stöðvar 2 í haust og auk gamalla kunningja s.s. Greys Anatomy, Shameless og Modern Family.
Stöðvar 2 appið var kynnt í mánuðinum og kemur það í stað Vodafone PLAY sjónvarpsappsins sem hefur verið í boði fyrir alla landsmenn síðustu árin.
Áfram verður hægt að varpa straumum yfir AirPlay og Chromecast fyrir þá sem eru með tæki sem styðja slíkt.
Í mánuðinum bættust við tvær nýjar dreifileiðir fyrir viðskiptavini okkar, þegar við kynntum til leiks útgáfu fyrir AppleTV og vafraútgáfu á slóðinni sjonvarp.stod2.is. Á þeim vef er hægt að njóta alls þess sama efnis og er í boði í gegn um símtækin og AppleTV.
Við höfum séð mikinn vöxt í notkun á sjónvarpsöppunum okkar síðustu misserin. Á þessu ári hefur virkum notendum fjölgað um helming sem og notkun á appinu margfaldast.
Við sjáum mikla aukningu í notkun á áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster auk þess sem notkun á útsendingar sjónvarpsstöðva hefur vaxið ört. Við höfum því samhliða þessari aukningu verið að auka jafnt og þétt við efnisframboðið í appinu, bæði með ólínulegu efni og fjölgun sjónvarpsstöðva.
Fyrir skemmstu var framboð aukið og er nú hægt að horfa á 20 stöðvar í sjónvarpsappinu: 7 erlendar stöðvar (DR1, BBC Brit, BBC Earth, Discovery og BBC World News) og 13 innlendar stöðvar (RÚV HD, Stöð 2 HD, Stöð 3, Stöð 2 Bíó, Stöð 2 Krakkar, Sjónvarp Símans, N4 HD, Hringbraut, RÚV 2 HD, Golfstöðina HD, Stöð 2 Sport HD, Stöð 2 Sport 2 HD, Stöð 2 Sport 3 HD og Stöð 2 Sport 4 HD). Við höfum einnig aukið efnisframboð í áskriftarveitunum Stöð 2 Maraþon og Hopster, auk þess að bjóða Frelsi Stöðvar 2, Stöðvar 3, Stöð 2 Sport og RÚV í allt að 28 daga. Á sama tíma höfum við unnið hörðum höndum að því að fjölga leiðum sem hægt er að njóta þessa efnis.
Frá því í júlí hefur gengi krónunnar veikst um 11% og gengi helstu viðskiptagjaldmiðla styrkst enn frekar, sem dæmi hefur veiking gagnvart Evru verið um 13% á þessu tímabili.
Aukinheldur hefur verðbólga verið á bilinu 2.28 – 2.74% á þessu sama tímabili sem endurspeglast í þeim verðbreytingum sem nú eru tilkynntar.
Hér að neðan má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar:
Breytingar á verðskrá fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
Fyrirhugaðar eru breytingar á verðskrá og skilmálum Vodafone frá og með 1. júlí 2018.
Neytendur njóta ávinnings af samruna Vodafone og 365 með skýrum hætti í nýju vöruframboði sameinaðs félags. Stök áskrift að Stöð 2 Sport er nú í boði á 9.990 kr. og Sportpakkinn á 11.990 kr. í stað 14.990 kr. Áður var einungis hægt að fá aðgengi að íþróttaefni Stöðvar 2 í gegnum Sportpakkann á 14.990 kr. Streymisveitan Stöð 2 Maraþon hefur stækkað og verð lækkað í 1.990 kr. úr 2.990 kr. sem er orðið samkeppnishæft við erlendar streymisveitur. Skemmtipakkinn hefur stækkað með miklu magni af ólínulegu efni fyrir alla fjölskylduna án þess að verð hafi tekið breytingum. Einnig hefur stök áskrift að Stöð 2 lækkað í 6.990 kr. í stað 8.990 kr. áður.
Samhliða breytingum á sjónvarpspökkum stendur viðskiptavinum Vodafone og Stöðvar 2 til boða að sameina fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu heimilisins á enn betri kjörum en áður með tilkomu Heima. Verð á Heima er frá 12.990 kr./mán. þar sem innifalið er Stöð 2 Maraþon, ótakmarkað 1000 Mb/s Internet, leiga á endabúnaði, ótakmarkaður heimasími og Samsung ofur-háskerpumyndlykill.
Í maí mánuði kynnti Vodafone til leiks nýja kynslóð ofur-háskerpumyndlykla sem framleiddir eru af raftækjarisanum Samsung. Myndlykillinn er margfalt hraðvirkari og snarpari en fyrri kynslóð og veitir bestu myndgæðin sem bjóðast á markaðnum. Þessi myndlykill stendur viðskiptavinum Vodafone til boða á sama mánaðargjaldi og fyrri kynslóð myndlykla.
Síðustu mánuði hefur verið unnið mikið að þróun Vodafone PLAY sjónvarps-appsins þar sem notendur geta séð línulegar sjónvarpsstöðvar, Frelsi, Hopster, Cirkus og allt efni í Stöð 2 Maraþon. Fyrir þá sem eiga Chromecast eða AppleTV geta þeir nú varpað sjónvarpsefni úr appinu yfir í sjónvarpstækið.
Við kynnum einnig nýja útgáfu af 1414 þjónustuappinu okkar. Þar sem hægt er að sjá stöðu farsímaáskrifta, fá þjónustuyfirlit og fylla á frelsisnúmer með hraðvirkari hætti en áður með hraðáfyllingum.
Hér að neðan má nálgast ítarlegri upplýsingar um verðbreytingarnar:
Breytingar á verðskrá fyrirtækja má nálgast hjá fyrirtækjaþjónustu á netfanginu firma@vodafone.is eða í síma 599 9500.
Fyrirhugaðar eru skilmálabreytingar á almennum fjarskiptaskilmálum og skilmálum internetþjónustu vegna innleiðingar á reglugerð Evrópusambands um persónuvernd. Áætlað er að skilmálar félagsins taki gildi 1. júlí næstkomandi.
Nýja persónuverndarstefnu Sýnar hf. má nálgast hér.
Fyrirhugaðar eru breytingar á áskriftarveitunni Vodafone PLAY frá og með 1. júní.
Áhorf á efni í Vodafone PLAY aukist gríðarlega síðustu misseri og hefur efnisveitan Hopster sem fylgir Vodafone PLAY pökkunum verið þar fremst í flokki þar sem áhorf hefur aukist um 256% frá fyrra ári.
Frá og með 1. júní næstkomandi er ráðgert að verð á Vodafone PLAY S breytist úr 2.690 kr. í 2.990 kr. en efnisveitan Cirkus bætist inn í pakkann en efnisveitan hefur verið aðgengileg öllum þeim sem eru áskrifendur af Vodafone PLAY M og Vodafone PLAY L fram til þessa. Verð á Vodafone PLAY M og Vodafone PLAY L breytast ekki og Erlendar Stöðvar verða áfram partur af þeim áskriftarpökkum. Vodafone minnir á að frá og með 1. maí 2018 hafa verið gerðar breytingar á efnis- og áskriftarframboði félagsins.
Vodafone PLAY hættir í sölu frá og með 1. maí 2018 en núverandi viðskiptavinir geta þó haldið sínum pakka óbreyttum áfram. Hægt er að nálgast nýtt vöruframboð sjónvarpsáskrifta inn á sjónvarpssíðu Vodafone.
Fyrirhuguð er breyting á SMART farsímaáskrift Vodafone frá og með 1. maí 2018. Breytingin felur í sér að innifalið gagnamagn í SMART farsímaáskrift er aukið og hefur sú breyting nú þegar tekið gildi. Gagnamagnsnotkun í farsímum hefur aukist talsvert síðustu misseri og er þessi breyting til þess ætluð að koma til móts við þá þróun.
Sumarið er nú rétt handan við hornið með tilheyrandi ferðalögum og er snjallsíminn iðulega við höndina. Viðskiptavinir Vodafone með SMART farsímaáskrift eru því vel í stakk búnir með aukið gagnamagn og minnum við á Reiki í Evrópu (Roam like Home) sem felur í sér að innifalin notkun í farsímaþjónustunni þinni sem þú kaupir hjá Vodafone gildir í öllum löndum innan EU/EES. Það þýðir að þú getur hringt, sent SMS eða notað gagnamagnið eins og þú sért á Íslandi.
Samhliða auknu gagnamagni breytist verð á þjónustuleiðum. Nánari upplýsingar má finna hér.
Vodafone gefur öllum internet viðskiptavinum sínum ótakmarkað gagnamagn til 1. maí. Það þýðir að viðskiptavinir geta notað heimatenginguna áhyggjulaust án þess að klára gagnamagnið út marsmánuð og allan apríl.
Þann 1. maí næstkomandi verða gerðar högunarbreytingar á talningu gagnamagns. Fram til þessa hefur Vodafone eingöngu mælt og rukkað fyrir erlent niðurhal. Frá og með 1. maí mun talning gagnamagns miðast við allt gagnamagn, bæði innlenda og erlenda gagnaumferð sem og upphal og niðurhal. Samtímis verður innifalið gagnamagn aukið verulega. Því munu viðskiptavinir vera með umtalsvert meira innifalið gagnamagn á sínum þjónustuleiðum á óbreyttum verðum. Viðskiptavinir geta séð hvernig sín þjónustuleið breytist hér.