Voda-stod2-appid-Voda-stod2-appid-img

Stöðvar 2

appið

Þú getur horft hvar og hvenær sem er með Stöðvar 2 appinu. Appið er aðgengilegt fyrir Android og iOS síma.

Voda-stod2-appid-Voda-stod2-appid-img
Simi - Stöð 2 appið-Simi - Stöð 2 appið-img
Simi - Stöð 2 appið-Simi - Stöð 2 appið-img

Hvað er hægt að gera í Stöðvar 2 appinu?

Stöðvar 2 appið er sjónvarpsapp fyrir snjallsíma og spjaldtölvur sem allir geta sótt sér án endurgjalds. Með því getur þú horft á sjónvarpsútsendingar, notað tímavél til að flakka í dagskránni og séð frelsisefni sjónvarpsstöðvanna. Áskrifendur að Stöð 2+ geta streymt efni hvar og hvenær sem er ásamt því að horfa á þær stöðvar sem þeir eru áskrifendur að. Áskrifendur geta horft á Stöð 2, Stöð 2 sport og Stöð 2+ á WiFi innan evrópska efnahagssvæðisins.

Stuðningur við Chromecast og AirPlay

Stuðningur við Chromecast og AirPlay

Þú getur tengt Stöðvar 2 appið við Chromecast og AirPlay sem þýðir að þeir sem eiga Chromecast tæki eða Apple TV geta varpað myndefninu úr símanum yfir á sjónvarpsskjáinn.

Tímavélin

Tímavélin

Með tímavél er hægt að flakka allt að fjórar klukkustundir til baka í sjónvarpsútsendingunni. Sé efni pantað í Stöð 2+ í Stöðvar 2 appinu er hægt að stöðva áhorf, færa sig yfir í sjónvarpið og horfa frá þeim stað sem spilun var hætt.

Horfðu í Apple TV og í Vefsjónvarpi

Horfðu í Apple TV og í Vefsjónvarpi

Notendur geta sótt sér Stöðvar 2 appið í Appstore í gegn um AppleTV 4 eða Apple TV 4K. Á slóðinni sjonvarp.stod2.is má svo finna vafraútgáfu sem hægt er að njóta alls þess sama efnis og er í boði í gegnum símtækin og AppleTV.

Spurt og svarað

Hvernig sæki ég Stöðvar 2 appið ?

Þú getur sótt appið í App store eða Google play store.

Hvernig stofna ég aðgang í Stöðvar 2 appinu?

1. Þú byrjar á því að sækja Stöðvar 2 appið í App store eða Google play store.

2. Opnar appið og velur "Nýskrá".

3. Næst slærð þú inn netfangið þitt, símanúmer og kennitölu áskrifanda.

4. Smellir svo á "Halda áfram" og þá færðu SMS kóða í símanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan.

5. Þú velur þér lykilorð og þá er nýskráningu lokið.

6. Í lokin skráir þú þig inn með því netfangi og lykilorði sem þú valdir.

Hvernig stofna ég aðgang í Apple TV?

  • Þar velur þú „Innskráning“ sem er efst í hægra horninu.

  • Næst smellir þú á hvíta hnappinn neðst þar sem stendur „Nýskrá“

  • Næst slærð þú inn netfang, símanúmer og kennitölu áskrifanda og smellir á „Halda áfram“.

  • Nú ættir þú að fá sendan SMS kóða í farsímanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan. Þú slærð inn kóðann sem stendur í skilaboðunum og smellir á „Halda áfram“.

  • Því næst velur þú lykilorð sem þarf að slá inn tvisvar sinnum.

  • Núna ættir þú að vera kominn með aðgang.

  • Næst smellir þú á „Innskráning“ í hægra horninu í vafranum.

  • Fyllir inn netfang og lykilorð og smellir á „Innskrá“.

  • Að lokum stimplar þú inn kóðann á sjónvarpsskjánum í lokaskrefinu í vafranum.

Hvernig stofna ég aðgang í Vefsjónvarpinu?

  • Þar velur þú „Innskráning“ sem er efst í hægra horninu.

  • Næst smellir þú á hvíta hnappinn neðst þar sem stendur „Nýskrá“

  • Næst slærð þú inn netfang, símanúmer og kennitölu áskrifanda og smellir á „Halda áfram“.

  • Nú ættir þú að fá sendan SMS kóða í farsímanúmerið sem þú skráðir í skrefinu á undan. Þú slærð inn kóðann í skilaboðunum og smellir á „Halda áfram“.

  • Því næst velur þú lykilorð sem þarf að slá inn tvisvar sinnum.

  • Núna ættir þú að vera kominn með aðgang.

  • Næst smellir þú á „Innskráning“ í hægra horninu í vafranum.

  • Fyllir inn netfang og lykilorð og smellir á „Innskrá“.

Ég fæ ekki áskrift inn í appið, hvað get ég gert ?

Þú getur haft samband við okkur og við aðstoðum þig.

Hversu margir geta horft á sama aðgangi hverju sinni ?

Allt að fimm tæki á sömu nettengingu geta horft samtímis.

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528