Ferðapakki Vodafone

Við tryggjum við alltaf hagkvæmustu kjörin á ferðalögum erlendis. Þú getur notað símann þinn eins og hér heima með Reiki í Evrópu í löndum innan EU/EES eða á hagstæðum kjörum í Ferðapakka Vodafone.

Það er ekki allt því Vodafone býður einnig upp á háhraða 4G samband á öllum helstu áfangastöðum Íslendinga og reglulega bætast við ný lönd í hópinn.

 

Hvert er ferðinni heitið?

Góð ráð fyrir fríið

Til þess að netið virki sem allra best í farsímanum þínum mælum við með að skoða hvers konar samningur er í gildi í því landi sem skal ferðast til. Í mjög mörgum löndum gilda reikisamningar Vodafone.

Hringdu gjaldfrjálst í 1414

Þeir sem eru staddir erlendis geta náð sambandi við þjónustuver Vodafone með því að hringja í +354 599 9009 og hringja viðskiptavinir Vodafone gjaldfrjálst í þetta númer úr farsímanum sínum (bæði frelsi og áskrift). Frelsisnotendur geta athugað innistæðu sína gjaldfrjálst með því að hringja í *120#.

Enn ódýrari símtöl með Reiki í Evrópu

Reiki í Evrópu (Roam like Home) felur í sér að innifalin notkun í farsímaþjónustunni þinni sem þú kaupir hjá Vodafone gilda í öllum löndum innan EU/EES. Það þýðir að þú getur hringt, sent SMS eða notað gagnamagnið eins og þú sért á Íslandi.

Hafðu samband ef síminn týnist

Við getum öll lent í því að símtækið okkar týnist eða að því sé stolið á ferðalagi erlendis. Til að lágmarka skaðann af sviksamlegri notkun þarf SIM-kortið að vera læst með PIN og um leið og stuldur uppgötvast þarf að láta loka því. Það er gert með því að hafa samband við þjónustuver okkar í síma +354 599 9009.

Verðskrá

Hér finnur þú verðskrá fyrir farsíma í útlöndum hjá Vodafone.

Aðstoð

Hér finnur þú stillingar og svör við algengum spurningum.

Netspjall

Netspjallið er þægileg leið til að hafa samband við okkur.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.