4G Netbúnaður

Veldu þann búnað sem hentar þinni notkun

Hjá okkur færðu netbúnað sem hentar þínum þörfum, hvort sem þú þarft að nettengjast heima, í bílnum, sumarbústaðnum eða í bátnum. Ein tölva eða fleiri tæki, með loftneti eða án - þitt er valið!

Finndu búnað sem hentar þér og vertu í góðu sambandi á öflugu 4G kerfi Vodafone. Svo getur þú pantað 4G búnað Vodafone í næstu verslun okkar eða hjá umboðsmönnum um land allt.

Fá tilboð í 4G netþjónustu

4G netbeinir - fyrir bústaðinn, heimilið eða jaðarsvæði

Vörunr. B628-350

Huawei B628-350 er öflugur 4G netbeinir. Netbeinirinn er hagkvæm og góð lausn til að setja upp háhraða þráðlaust net þar sem fastlínutenging er ekki til staðar, t.d. á heimili eða í sumarbústað. 

Afköst beinisins eru mjög góð og er hægt að tengja allt að 64 þráðlaus tæki við hann samtímis. 

Huawei B628-350 er nettur, meðfærilegur og einfaldur í notkun. Hann má tengja við loftnet til að tryggja enn betra samband.

Verð: 31.990 kr.

Enn betra samband með loftneti

Loftnet festa má utan á hús eða sumarbústað til að bæta enn betur samband 4G eða 3G netbeinis. Henta sérstaklega vel til að fá sem best samband á jaðarsvæðum þjónustusvæðisins.


4G ferðaloftnet - fyrir þá sem eru á ferð og flugi

Vörunr. FMMB35345-TSXTSX

Lítið og nett loftnet sem er hægt að festa við gler með sogskálum og er því kjörið í bílinn eða bústaðinn. Loftnetið hentar með 4G nettenglinum og 4G ferðanetbeininum. Styður tíðnirnar 690-960/ 1710-2170/ 2500-2700 MHz.

Verð: 7.490 kr.

4G ferðaloftnet – fyrir bátinn

Vörunr. OMNI-A0069-V3

Öflugt loftnet sem tekur við merki úr hvaða stefnu sem er og hentar því sérstaklega vel fyrir skip og báta. Við slíka notkun mælum við með að nota tvö í einu, hvort sínu megin við stefnið, til að ná hámarkssambandi á sjó. Styður eftirfarandi tíðnir: 790-960, 1710-2170 og 2500-2700 MHz.

Verð: 24.990 kr.

Það er einfalt að koma yfir til Vodafone

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.