4G Netbúnaður

Veldu þann búnað sem hentar þinni notkun

Hjá okkur færðu netbúnað sem hentar þínum þörfum, hvort sem þú þarft að nettengjast heima, í bílnum, sumarbústaðnum eða í bátnum. Ein tölva eða fleiri tæki, með loftneti eða án - þitt er valið!

Finndu búnað sem hentar þér og vertu í góðu sambandi á öflugu 4G kerfi Vodafone. Svo getur þú pantað 4G búnað Vodafone í næstu verslun okkar eða hjá umboðsmönnum um land allt.

Panta 4G netþjónustu

4G netbeinir - fyrir bústaðinn, heimilið eða jaðarsvæði

Vörunr. B618

Huawei B618 er öflugur 4G netbeinir. Netbeinirinn er hagkvæm og góð lausn til að setja upp háhraða þráðlaust net þar sem fastlínutenging er ekki til staðar, t.d. á heimili eða í sumarbústað. 

Afköst beinisins eru mjög góð og er hægt að tengja allt að 64 þráðlaus tæki við hann samtímis. 

Huawei B618 er nettur, meðfærilegur og einfaldur í notkun. Hann má tengja við loftnet til að tryggja enn betra samband og er því kjörinn á jaðri 4G þjónustusvæðisins eða fyrir skip og báta sem nýta hina víðfeðmu 4G þjónustu Vodafone.

Tilboðsverð:
15.990 kr. gegn 6 mán. samningi í 4G Netáskrift.
29.990 kr. án áskriftarsamnings

Enn betra samband með loftneti

Loftnet festa má utan á hús eða sumarbústað til að bæta enn betur samband 4G eða 3G netbeinis. Henta sérstaklega vel til að fá sem best samband á jaðarsvæðum þjónustusvæðisins.


4G ferðaloftnet - fyrir þá sem eru á ferð og flugi

Vörunr. FMMB35345-TSXTSX

Lítið og nett loftnet sem er hægt að festa við gler með sogskálum og er því kjörið í bílinn eða bústaðinn. Loftnetið hentar með 4G nettenglinum og 4G ferðanetbeininum. Styður tíðnirnar 690-960/ 1710-2170/ 2500-2700 MHz.

Verð: 7.490 kr.

4G ferðaloftnet – fyrir bátinn

Vörunr. OMNI-A0069-V3

Öflugt loftnet sem tekur við merki úr hvaða stefnu sem er og hentar því sérstaklega vel fyrir skip og báta. Við slíka notkun mælum við með að nota tvö í einu, hvort sínu megin við stefnið, til að ná hámarkssambandi á sjó. Styður eftirfarandi tíðnir: 790-960, 1710-2170 og 2500-2700 MHz.

Verð: 24.990 kr.