Víntunnur-Víntunnur-img
Nútímasamskipti í skýinu

One Net

Sameinaðu samskiptin í gegnum farsíma, tölvu, snjalltæki, fyrirtækjanúmerið, og gögnin í Office 365, í einu einföldu viðmóti. Með One Net getur þú sett upp rafrænt skiptiborð og stillt öll samskipti fyrirtækisins við viðskiptavini á þann hátt sem hentar þínum rekstri. Við sjáum um rekstur kerfisins miðlægt hjá okkur og þú einbeitir þér að þinni starfsemi.

Víntunnur-Víntunnur-img

Skýjalausn sniðin að

þínum

rekstri

Með Vodafone One Net getur þú nýtt þér samvirkni við Office 365 sem hluta af þínum samskiptatólum. Einfaldaðu þér lífið með því að vera með einn þjónustuaðila fyrir allar fjarskiptalausnir þínar og fullkomnlega traust hýst símkerfi, allt í umsjá Vodafone.

Fjölmargir kostir One Net
Alþjóðleg lausn -Network & Coverage=international-img
Alþjóðleg lausn

Fastlína og farsími tengjast á þann hátt sem þú óskar eftir. Með One Net ert þú komin með fullkomna símstöðvavirkni beint í farsímann þinn.

Eitt símanúmer-Devices=converged-proposition-img
Eitt símanúmer

Ekki er þörf á bæði fastlínu og farsímanúmeri. Þú getur haft eitt númer sem birtist þínum viðskiptavinum sem gerir þér kleift að hringja eða svara úr hvaða síma sem er, hvar sem þú ert. Um að ræða fullkomna samþættingu milli fastlínu og farsíma.

Þú ert við stjórnvölinn-Account & Settings=control-panel-img
Þú ert við stjórnvölinn

Með One Net stjórnar þú öllum breytingum á notendum, hringitónum, tímastillingum og fleiru í vefviðmóti. Starfsmenn geta stýrt sínum símtölum og virkni hvar og hvenær sem er með farsíma appi.

Ávallt tilbúin-Account & Settings=users-img
Ávallt tilbúin

Þú sérð stöðu starfsmanna óháð því hvort þeir séu í samtali í borðsíma, farsíma eða tölvusíma. Með auðveldum hætti getur þú víxlað símtali á milli starfsmanna óháð tækjum og þannig séð til þess að alltaf sé einhver tilbúinn að svara.

Einn þjónustuaðili-Person-img
Einn þjónustuaðili

Fastlínunúmerið, farsímanúmerið og öll símstöðvavirkni þjónustuð af sama aðilanum sem sparar bæði tíma og fyrirhöfn.

Öruggt samband-Security & Privacy=confidential-img
Öruggt samband

Símkerfi Vodafone byggja á tvöföldu, og í sumum tilfellum fjórföldu, kerfi auk þess sem Vodafone vinnur eftir öryggisstöðlum ISO27001 sem tryggir hámarks uppitíma. Kerfin eru vöktuð allan sólarhringinn, allt árið um kring.

Þú stjórnar flæði símtalanna-Call-img
Þú stjórnar flæði símtalanna

Vertu viss um að þínir viðskiptavinir nái sambandi óháð því hvort þeir hringi í fastlínunúmer, farsímanúmer eða innhringihóp. Símar geta hringt allir í einu eða samkvæmt reglu. Hringimynstur getur verið tímastillt og með sjálfvirkum lokunarskilaboðum.

Stöðug þróun og nýsköpun-Update/change-img
Stöðug þróun og nýsköpun

Með stöðugri vöruþróun og nýsköpun er séð til þess að vörur og þjónusta Vodafone mæti þínum þörfum hverju sinni.

ONE Net samvirkni-Devices=connected-devices-img
ONE Net samvirkni

Ýmsir möguleikar til samvirkni við One Net eru í boði, sem dæmi Office 365 og fleira.

Eitt talhólf-voicemail-img
Eitt talhólf

Vertu með eitt talhólf fyrir öll þín númer. Skilaboðin eru send í tölvupósti og þeir starfsmenn sem þú velur fá þau send.

Spurt og svarað

Skýrslur og álagsmælingar One Net

- Sýna stöðu símaálags í rauntíma. Sem dæmi hversu mörgum símtölum hefur verið svarað, hversu margir eru á bið eða hversu mörg símtöl hafa tapast.

- Álagsskýrslur gefa mynd af því hversu vel fyrirtækið þitt svarar símtölum og hvernig álagið dreifist yfir ákveðinn tíma.

- Hægt er að skoða tölfræði yfir daginn, síðustu viku eða lengra aftur í tímann.

- Yfirlit yfir hversu mörg símtöl berast inn, hvernig þeim er svarað og af hverjum.

- Yfirlit yfir hversu mörg símtöl hringd eru hringd út og af hverjum.

One Net samþætting

One Net býður fjölda möguleika samþættingar og einföldunar vinnuumhverfis starfsmanna. Á meðal þess sem í boði er:

  • Að vera eingöngu með farsíma.

  • Að vera eingöngu með borðsíma.

  • Að vera eingöngu með tölvusíma (hugbúnaður í tölvu).

  • Að blanda ofangreindum leiðum saman, allt eftir þörfum þíns fyrirtækis.

  • Óháð hvaða lausn er valin (farsími, borðsími eða tölvusími) eru allir eiginleikar One Net alltaf aðgengilegir. Eftirfarandi eiginleikar hafa notið einna mestra vinsælda en upptalning þjónustuþátta hér er þó langt í frá tæmandi:

    • Gefa samband (e. transfer).

    • Veiða símtöl (e. call pickup).

    • Hringja á milli tækja fyrirtækisins með innanhúsnúmerum (sbr. 9714).

    • Bæta notendum við í hóp þjónustuvers.

    • Stillt á „ónáðið ekki“ (e. do not disturb).

    • Upptaka símtala (þar með talin upptaka á GSM símtölum).

  • Farsími hringir á sama tíma og borðsími, alltaf eða tímastillt eftir þörfum.:

    • Fastlína og farsími geta sem dæmi hringt samtímis á milli kl. 9 og 17 virka daga en í sitthvoru lagi þess utan.

  • Eitt símanúmer sést.

    • Hægt er að velja hvort fastlínu- eða farsímanúmer birtist móttakendum þegar hringt er út.

Sem dæmi getur fastlínunúmerið birst frá báðum á virkum dögum á milli kl. 9 og 17 en í sitthvoru lagi þess utan.

APP

  • Hægt að breyta allri virkni og hegðun símtala sem snúa að þörfum hvers starfsmanns.

  • Breyta hringiflutningum.

  • Aftengja/tengja One Net með samþættingu fastlínu og farsíma.

  • Velja hvaða númer birtist þegar hringt er út.

  • Breyta stöðu (e. presence).

  • Sýna stöðu (e. presence) samstarfsmanna.

  • Símaskrá allra starfsmanna fyrirtækisins.

Símtalasaga úr fastlínu, farsíma og tölvusíma starfsmanns.

Þjónustuver One Net

Hvort sem fyrirtækið þitt er með þrjá eða 30 starfsmenn er nauðsynlegt að tekið sé vel á móti innhringjanda, hann boðinn velkominn og fái upplýsingar um stöðu í röð. Þetta er hægt með einföldum hætti með One Net. Hvort sem tveir eru á bið eða 102 ræður One Net við álagið:

  • Þjónustuver One Net geta verið lítil og einföld (sbr. skiptiborð eða söludeild) eða stór og flókin (sbr. þjónustuver 1414 eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á svöruðum símtölum).

  • Með þjónustuveri One Net fylgir öflugar skýrslugerðir um greiningu símtala.

  • Auðvelt er að sníða virkni þjónustuvers One Net eftir álagi hverju sinni. Þjónustuverið er þeim eiginleika gætt að geta skynjað álag og gripið til aðgerða þegar það breytist.

Stjórnandi þjónustuversins hefur aðgang að tóli þar sem hann getur bæði breytt virkni kerfisins og hagað skráningu fulltrúa þess eftir þörfum.

Spjall

Með One Net getur þú fengið hugbúnað sem gerir starfsmönnum kleift að spjalla sín á milli á sama tíma og símavirkni er stýrt:

Hugbúnaðurinn getur einnig tengst tengiliðaskrá starfsmanna, t.d. í Outlook og hringt beint þaðan út.

Valmynd (veldu 1, 2 eða 3)

  • Þarf að minnka álag á skiptiborð og dreifa símtölum beint á deildir eða einstaka starfsmenn?

  • Valmyndin leiðir þann sem hringir á réttan stað en hún getur verið tíma- eða álagsstillt eftir þörfum.

Valmyndin býður upp á valmöguleika um dagskilaboð, næturskilaboð eða lokunarskilaboð.

Tölvuskiptiborð

  • Með skiptiborði í tölvu getur þú svarað, gefið símtal áfram, séð stöðu starfsmanna (e. calendar), hvert innhringendum var beint í síðasta símtali og hversu margir eru á bið og fleira.

  • Allt er unnið á lyklaborð og mús í einföldu viðmóti.

Upptaka símtala

  • Með One Net er hægt að taka upp símtöl hjá skilgreindum notendum eða eftir þörfum hvers og eins. Þetta á við um fastlínu, farsíma og tölvusíma viðkomandi.

  • Allar upptökur eru geymdar á öruggu svæði í samræmi við ítrustu staðla og lög. Geymsla þessara gagna er ákveðin í samráði við eiganda símtala hverju sinni.

Lokunarskilaboð

  • Sjálfvirk símsvörun með upplýsingum utan hefðbundins afgreiðslutíma fyrirtækis..

  • Innhringjendur geta skilið eftir skilaboð sem berast ákveðnum starfsmönnum í tölvupósti.

  • Möguleikinn á að bjóða þeim sem hringir að fá beint samband við bakvakt (t.d. með því að velja 1).

Hringihópar

Hægt er að hringja í hóp af símtækjum sem skilgreind eru undir ákveðnum númeri. Símtækin hringja þá öll á sama tíma eða í fyrirfram ákveðinni röð. Hægt er að hafa þessa virkni tímastilta eftir þörfum hvers og eins.

Símafundir

Ýmsar lausnir eru í boði fyrir símafundi. Þriggja manna tal er hægt að virkja í öllum tækjum One Net (fastlína, farsími og tölvusími).

Varakerfi

Ef þitt eigið kerfi verður óstarfhæft t.d. vegna bilunar eða rafmagnsleysis bjóðum við upp á ýmsar lausnir til að koma öruggu sambandi upp aftur).

Fjöldi viðskiptavina Vodafone sem reka sitt eigið símkerfi eru með skilgreindar varaleiðir í gegnum One Net þjónustu Vodafone. Hver og ein lausn er sérsniðin að óskum og þörfum hvers og eins.

Vefaðgangur

Fyrirtæki þitt hefur aðgang að vefgátt þar sem er að stýra allri daglegri umsýslu fyrirtækisins sem við kemur virkni símkerfisins. Hver og einn starfsmaður hefur einnig aðgang að sínum þjónustustillingum í gegnum vefgátt.

Þjónusta

Áherslur viðskiptavina eru mismunandi. Hjá Vodafone búum við yfir hópi fagfólks sem getur svarað öllum þínum fyrirspurnum og beiðnum fljótt og örugglega. Vodafone starfar eftir ströngustu stöðlum ISO27001 og miðlar þeirri þekkingu áfram til viðskiptavina sinna.

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528