Vefverslun
Samsung Galaxy 24 línan kynnir AI til leiks
Samsung kynnti í dag til leiks þrjá byltingarkennda síma úr S24 línunni sinni sem þeir kalla Samsung Galaxy AI. Galaxy S24, Galaxy S24+ og Galaxy S24 Ultra eru gæddir öllum þeim eiginleikum sem nútíma farsímar ættu að hafa og meira til.
18. janúar 2024
Byltingarkenndustu nýjungar símanna eru gervigreindar/AI eiginleikarnir í tækjunum þremur. Notendur geta þannig:
-Beðið símann um að þýða símtal sem viðkomandi er í á sitt eigið tungumál. Íslenska er ekki enn komin þar inn því miður.
-Tekið upp samtal og látið símann slá textann inn fyrir sig.
-Tekið mynd af hlut og beðið símann um að finna sama eða samskonar hlut og birt allar upplýsingar sem þú þarft um hann með hjálp Google.
Aðrar mikilvægar nýjungar eru myndavélar símanna sem eru hreinlega frábærar. Samsung Ultra AI hefur 5 mismunandi myndavélar sem bjóða upp enn betri myndgæði:
-200 MP Wide-angle & 2x Optical Quality zoom -12 MP Ultra Wide -50 MP 5x Optical Zoom -10MP Tele (3x) -12MP sjálfuvél að framan
Samsung 24 AI og Samsung 24+ AI hafa 4 mismunandi myndavélar: -10 MP – 3x Optical Zoom Telephoto -50 MP – Wide angle -12 MP Ultra wide sjónarhorn -12MP sjálfuvél að framan Batterý símanna er allt frá 4000mAh upp í 5000mAh, mismunandi eftir týpum en til að setja það í samhengi, býður það notendum upp á allt að 30 klukkustunda hámhorf og 95 klukkustunda tónlistar/podcast hlustun. Fyrir áhugasama þá fóru símarnir í forsölu í dag í vefverslun okkar.
Stefnt er á að afhenda fyrstu tækin í lok janúar.
Það er einnig boðið upp á svokallað „tvöfalt minni“ tilboð þar sem þú kaupir ákveðna stærð af síma en færð tvöfalt meira minni:
256GB á verði 128GB 512GB á verði 256GB 1TB á verði 512GB
Þetta tilboð gildir út 30. janúar.
Vissir þú, að þú getur verslað þér nýjan síma í dag og notað gamla símtækið upp í? Nánar um notað upp í nýtt. Við bjóðum upp á auka 20.000-40.000 kr afslátt til 15.febrúar af nýju símunum ef þú kemur með þann gamla og setur upp í.
Þú finnur nýjustu snjallsímana í vefverslun Vodafone.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528