LEIÐBEININGAR
Virkja eittNúmer í Samsung Watch

Skref 1
Byrjum á að opna Wearable appið í Samsung símanum og þar förum við inn í Watch Settings. Svo opnum við Mobile plans til að byrja virkjun.



Skref 2
Næst er farið í Set up a mobile plan og þar veljum við Next og gæti það tekið nokkrar sekúndur til að fara í gang. Svo opnast Innskráning og þar setur þú inn Símanúmer og Kennitölu hjá þér og staðfestir.

Skref 3
Svo til að virkja eittNúmer þá þarf að kaupa vöruna og þá veljum við Kaupa. Næst opnast skilmálarnir og þar þarf að samþykkja þá til að halda áfram.



Skref 4
Þá fer síminn í að virkja eittNúmer í úrinu og getur þetta tekið allt að 30 sekúndur.

Skref 5
Þá er eina sem er eftir að bíða eftir að ferlið klárist. Þegar búið er að velja Done þá er þetta komið hjá þér.

Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528