Vodafone.is zhivko-Vodafone.is zhivko-img

eSIM

- innbyggð SIM kort

eSIM er ný tegund SIM korta sem eru innbyggð í síma ólíkt hinum hefðbundnu SIM kortum sem við þekkjum. Þau opna á ýmsa möguleika, þ.á.m. að hafa mörg símanúmer í sama tæki, t.d. einkanúmer og vinnunúmer. Innbyggt SIM kort er umhverfisvænni kostur á margan hátt. Hægt er að spara tíma og ferðalög í verslanir við að virkjun áskriftar því allt ferlið er rafrænt og hægt að virkja hvaðan sem er. Kortið er svo einfaldlega flaga í símanum sem kemur í stað þess gamla sem þarf þá ekki að framleiða úr plasti og flytja milli landa.

Vodafone.is zhivko-Vodafone.is zhivko-img
Fjölsk2-Fjölsk2-img
Fjölsk2-Fjölsk2-img

Tvö númer

, einn sími

Með eSIM getur þú skipt á milli símanúmera eins og hentar á einfaldan hátt. Bæði númerin eru virk í einu. Góð lausn fyrir þá sem vilja hafa einkanúmer og vinnunúmer í sama símanum. Með tilkomu eSIM er nú mögulegt að hafa tvö númer á iPhone með því að nota eSIM fyrir annað og hefðbundið SIM kort fyrir hitt. Viljir þú fleiri númer er það einnig mögulegt með eSIM.

VF_fpakkinn_samsett-VF_fpakkinn_samsett-img

Hvernig fæ ég

eSIM?

Þú hefur samband við okkur í 1414 eða á netspjallinu. Við sendum þér QR kóða í tölvupósti og inn á Mínar síður. Þú notar hann til að virkja eSIM. Ferlið er fljótlegt og einfalt, sjá leiðbeiningar hér fyrir neðan. Þú getur að sjálfsögðu einnig mætt til okkar í verslun og við aðstoðum þig á staðnum.

VF_fpakkinn_samsett-VF_fpakkinn_samsett-img

Spurt og svarað

Get ég breytt úr hefðbundnu SIM korti yfir í eSIM?

Já þú getur hringt í 1414, haft samband yfir netspjall eða mætt í næstu verslun.

Geta allir símar nýtt eSIM?

Síminn þarf að styðja eSim. Fyrst um sinn verður mögulegt að virkja þjónustu fyrir nýlega síma frá Apple og Samsung. 

Eftirfarandi símar geta nýtt eSim:

Apple

  • iPhone 14

  • iPhone 14 Plus

  • iPhone 14 Pro

  • iPhone 14 Pro Max

  • iPhone 13

  • iPhone 13 Pro

  • iPhone 13 Pro Max

  • iPhone 13 Mini

  • iPhone 12

  • iPhone 12 Mini

  • iPhone 12 Pro

  • iPhone 12 Pro Max

  • iPhone 11

  • iPhone 11 Pro

  • iPhone 11 Pro Max

  • iPhone XS

  • iPhone XS Max

  • iPhone XR

  • iPhone SE (2020)

  • iPhone SE (2022)

Samsung

  • Samsung Galaxy S23 Ultra

  • Samsung Galaxy S23+

  • Samsung Galaxy S23

  • Samsung Galaxy S22 Ultra 5G

  • Samsung Galaxy S22+ 5G

  • Samsung Galaxy S22 5G

  • Samsung Galaxy S21 Ultra 5G

  • Samsung Galaxy S21 5G

  • Samsung Galaxy S21+ 5G

  • Samsung Galaxy S20

  • Samsung Galaxy S20+

  • Samsung Galaxy Note 20+

  • Samsung Galaxy Note 20

  • Samsung Galaxy Note 20 Ultra

  • Samsung Galaxy Z Fold

  • Samsung Galaxy Z Fold2

  • Samsung Galaxy Z Fold3

  • Samsung Galaxy Z Fold4

  • Samsung Galaxy Z Flip

  • Samsung Galaxy Z Flip3 5G

  • Samsung Galaxy Z Flip4

Neðangreindir Samsung símar styðja ekki eSIM

  • Samsung S20 FE  & Samsung S21 FE

  • Samsung Galaxy S20, Galaxy S21, og Galaxy Z Flip 5G frá Bandaríkjunum

  • Samsung Galaxy Note 20 Ultra og  Samsung Galaxy Z Fold 2 frá Bandaríkjunum

Hvað á ég að gera ef ég fæ mér nýjan síma?

Ef þú færð þér nýjan síma, þarftu nýtt eSIM kort. Kannaðu hvort að nýi síminn styður eSIM. Ef hann gerir það ekki, færðu hefðbundið SIM kort.

Get ég notað áþreifanleg SIM kort og eSIM á sama tíma í sama tæki?

Já þú getur notað bæði áþreifanlegt SIM kort og eSIM á sama tæki (og þar af leiðandi fleiri en eitt símanúmer), ef tækið styður bæði. Þú getur stillt hvaða símanúmer þú notar t.d. fyrir símtöl, SMS og gagnaflutning. Þú getur líka valið að láta alltaf spyrja hvaða SIM kort á að nota.

Hvernig virkar QR kóðinn?

Til að virkja eSIM þarftu að skanna inn QR kóðann. Við sendum þér hann í tölvupósti. Þú getur líka nálgast hann á Mínum síðum. QR þýðir „Quick response“. Flestar myndavélar eru með innbyggðan QR lesara, þannig að þú getur skannað QR kóðann með myndavélinni.

Hvað á ég að gera ef ég eyði óvart eSIM kortinu?

Hafðu samband við okkur og við setum upp nýtt eSIM.

Hvað á ég að gera ef síminn fer í viðgerð?

Við útvegum þér nýtt SIM kort sem þú getur notað á meðan síminn er í viðgerð. Það getur verið eSIM eða áþreifanlegt SIM kort.

Hvað á ég að gera ef ég týni QR kóðanum frá Vodafone?

Hafðu samband við okkur og við sendum þér nýjan um hæl. Þú einnig skráð þig inn á Mínar síður og að nálgast hann þar.

Get ég fjarlægt eSIM úr símanum?

Nei, eðli málsins samkvæmt er það ekki hægt, en þú getur alltaf sagt upp símanúmerinu sem er á eSIM-kortinu. Svona gerir þú það:

  1. Veldu „Settings“

  2. Veldu „Mobile Data“ og svo „Data Plan“

  3. Veldu „Remove Data Plan“ og svo velur þú símanúmerið sem þú vilt fjarlægja

Hvað með rafræn skilríki?

Notendur sem eru eingöngu með eSim í símanum þurfa að nota rafræn skilríki á annan hátt. Nauðsynlegt er að nýta auðkennisappið til að skrá sig inn á mínar síður hjá fyrirtækjum og stofnunum. Athugið að enn sem komið er, eru færri þjónustuaðilar sem styðja Auðkennisappið en hefðbundin rafræn skilríki. Upplýsingar um auðkennisappið og hvaða vefir styðja það má finna hér. 

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528