Fréttir

Vodafone bjó til pláss

Þegar fólk kemur saman, þá geta ótrúlegir hlutir gerst.

9. desember 2024

unicefheader-unicefheader-img

Föstudagskvöldið var heldur betur stórkostlegt þegar UNICEF hélt upp á söfnunar- og skemmtiþáttinn, Búðu til pláss, í beinni útsendingu frá höfuðstöðvum okkar á Suðurlandsbraut. Þátturinn var haldin í tilefni 20 ára afmæli UNICEF á Íslandi en markmið hans var að búa til pláss í eins mörgum hjörtum á Íslandi og unnt er, fjölga Heimsforeldrum UNICEF og bæta þannig líf milljóna barna í neyð.

unicef1-unicef1-img
unicef2-unicef2-img

Við erum stolt af því að hafa fengið að vera hluti af þessu verkefni en Vodafone sá fyrir öruggri fjarskiptaþjónustu á meðan söfnuninni stóð. Starfsmenn Vodafone, ásamt fjölda sjálfboðaliða, unnu ótrúlegt starf við að taka á móti símtölum frá rúmlega 2.100 nýjum Heimsforeldrum. Við sendum sjálfboðaliðum kvöldsins, sem og öllum Heimsforeldrum landsins, kærleikskveðjur og þakkir. Þið gerðuð kvöldið ógleymanlegt.

unicef3-unicef3-img
unicef4-unicef4-img

Það er óhætt að segja að kvöldið hafi tekist einstaklega vel og gott betur. Hvert atriði á fætur öðrum hrífandi og skemmtilegt en sérstakar þakkir fá Stöð 2, RÚV og Sjónvarp Símans fyrir vel heppnaða útsendingu.

unicef7-unicef7-img
unicef8-unicef8-img

Að lokun viljum við að sjálfsögðu þakka UNICEF fyrir að treysta okkur fyrir þessu mikilvæga og fallega verkefni og sömuleiðis öllum þeim sem lögðu sitt að mörkum við að skapa þetta einstaka kvöld.

Búðu til pláss í hjartanu þínu – fyrir líf allra barna. Skráðu þig sem Heimsforeldri

unicef9-unicef9-img
unicef11-unicef11-img

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528