Vefverslun

Voda góðar gjafir

Jólin eru á næsta leiti og margir sem hafa ef til vill ekki fundið réttu gjafirnar til þess að gefa sínum nánustu.

29. nóvember 2023

Rauð jól-Rauð jól-img

Hjá Vodafone er auðvelt að finna eitthvað óvænt undir jólatréð fyrir alla fjölskylduna.

Þú gætir verið að hugsa um iPhone síma fyrir þann sem ætlar að uppfæra sig úr Nokia 5110 eða hulstur fyrir þann óheppna í fjölskyldunni sem er þekktur fyrir að brjóta skjáinn á snjalltækinu sínu. Við erum með fullt af skemmtilegum snjallvörum, mögulega leynast þar einhverjar sem þú vissir ekki að væru til. Hér eru nokkrar Voda góðar gjafahugmyndir:

hjálmur-hjálmur-img

1. Snjallhjálmur - fyrir tæknitröllið í fjölskyldunni

R1 snjallhjálmurinn er blanda af hefðbundnum hjólahjálmi og snjalltæki sem gerir hjólaferðina skemmtilegri og hentar öllum. Hann er með innbyggða hátalara sem eru staðsettir yfir eyrunum þannig að hjólarinn heyrir einnig umhverfishljóð þrátt fyrir að vera að hlusta á tónlist eða að tala við aðra.

veski-veski-img

2. KeySmart SmartCard – fyrir mömmu eða pabba

Að týna veskinu er úr sögunni! Þú einfaldlega bætir kortinu við Find my app, hefur svo þetta örþunna kort í veskinu þínu ásamt öllum hinum kortunum og getur þá auðveldlega fundið veskið undir sófanum eins og alltaf. Það er hægt að láta kortið gefa frá sér hljóð eða hreinlega ganga að því notandi Find my appið.

pet feeder-pet feeder-img

3. Xiaomi Smart Pet Food Feeder – fyrir krúttlegasta fjölskyldumeðliminn

Sjálfvirkur matarskammtari fyrir gæludýr sem heldur matnum ferskum og þurrum. Food Feeder auðveldar eigendum að halda góðri rútínu gæludýra með því að skammta fóðri eftir tímaplani.

vatnsflaska-vatnsflaska-img

4. Hidrate Spark snjallvatnsflaska – fyrir þann sem á allt

Sumir elska góða brúsa, aðrir þurfa áminningu um að drekka nóg af vatni yfir daginn. Þessi brúsi slær tvær flugur í einu höggi. Flaskan heldur vatni köldu í allt að sólarhring ásamt því að LED ljós neðst á flöskunni láta þig vita þegar þú þarft að drekka til að halda vökvanum í líkamanum í jafnvægi.

iphone 15 jól-iphone 15 jól-img

5. iPhone 15 og iPhone 15 Pro Max – fyrir þann sem elskar tækni

Fyrir þá sem eiga allt - en ekki iPhone 15. Nýjasta útspil Apple í snjallsímum. Myndavélarnar á símunum hafa verið endurbættar og gera þér m.a. kleift að taka einstakar myndir í mismunandi ljósi. Þú finnur þessar vörur ásamt fleiri áhugaverðum í vefverslun. Slepptu jólastressinu. Þú getur verslað allar gjafir í vefverslun okkar eða komið við í verslunum okkar á Suðurlandsbraut, Smáralind eða Glerártorgi og séð gripina áður en þú lætur til skarar skríða.

Hafðu það Vodalega gott um hátíðirnar og gleðileg rauð jól.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528