Fréttir
Talað um netöryggi
Það var sannkallað húsfyllir hjá okkur á Suðurlandsbrautinni í gær, fimmtudag, þegar morgunverðarfundurinn „Talað um netöryggi“ fór fram.
17. nóvember 2023
Fulltrúar frá yfir 70 fyrirtækjum mættu til þess að gæða sér á góðum morgunverði og hlusta á áhugaverða og lærdómsríka fyrirlestra frá sérfræðingum í netöryggismálum.
Marja Dunderfelt, framkvæmdarstjóri netöryggismála hjá Huawei, gaf tóninn í fyrirlestri sínum um öryggi í aðfangakeðjum og hvernig hægt væri að greina og draga úr áhættu sem fylgir því að vinna með utanaðkomandi stofnunum sem hluta af aðfangakeðjunni.
Því næst steig í pontu Bjarki Þór Sigvarðsson, fagstjóri ástandsvitundar hjá CERT-IS, og fjallaði um þróun netárása og stafrænna innbrota í stofnunum og fyrirtækjum undanfarna áratugi.
Lokaorðið átti síðan Lára Herborg Ólafsdóttir, lögmaður, aðjúnkt við lagadeild HR, og eigandi hjá LEX lögmannsstofu. Hún fjallaði um breytileika sérhæfðra netárása og fjölgun rafrænna ógnanna í samtímanum. Lára fór yfir mikilvæga punkta sem fyrirtæki þurfa að hafa í huga til þess að vera í stakk búin til að takast á við árásir af þessum toga. Einnig kom hún inn á lagaramma og reglur sem hafa ber í huga þegar kemur að upplýsinga- og netöryggi.
Takk fyrir komuna allir og endilega fylgist með því við munum halda fleiri áhugaverða fyrirlestra í vetur!
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528