Fréttir
Takk Smáralind
Það er komið að leiðarlokum hjá okkur í Smáralind en eftir 20 frábær ár saman höfum við ákveðið að loka verslun okkar þar. Við viljum fyrst og fremst þakka öllum fyrir komuna sem lagt hafa leið sína til okkar í gegnum árin.
13. desember 2024
Síðasti opnunardagur Vodafone í Smáralind verður sunnudaginn 29. desember og hvetjum við alla til að nýta dagana milli jóla og nýárs en við munum taka vel á móti viðskiptavinum og öðrum með kaffi, súkkulaði og skemmtilegum varningi fram að lokun.
Um leið og við kveðjum Smáralind viljum við bjóða öllum viðskiptavinum okkar hjartanlega velkomna í verslun okkar á Suðurlandsbraut 8. Þar getur þú komið í heimsókn alla virka daga milli kl. 9 - 18. Ný helgaropnun hefst á Suðurlandsbraut fyrstu helgina í janúar, á laugardögum frá kl. 11 - 16 og á sunnudögum frá kl. 12 - 16.
Takk Smáralind, takk fyrir samveruna, takk fyrir okkur,
Starfsfólk Vodafone
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528