Fréttir

Sýn gefur börnum í Afríku tölvur

Starfsmenn Endor, dótturfélags Sýnar, gáfu börnum í Afríku 50 notaðar fartölvur. Allar tölvurnar voru uppfærðar með nýju stýrikerfi fyrir afhendingu.

17. janúar 2024

Tölvur Afríka-Tölvur Afríka-img

„Samstarfsfélagar okkar í Netkerfi og tölvur á Akureyri höfðu samband við okkur til þess að athuga hvort að við gætum stutt ABC barnahjálp með tölvubúnaði fyrir börn í Burkina Faso í Afríku. Við áttum þó nokkrar fartölvur úr starfsemi Sýnar sem voru ekki lengur í notkun. Ákveðið var að gefa þær tölvur og hófumst við handa við að undirbúa vélarnar fyrir þarfir ungra nemenda í Afríku. ABC barnahjálp afhenti skólanum svo tölvurnar. Ungir nemendur á leið í framhaldsnám fá tölvurnar sem að án efa eiga eftir að koma að góðum notum þar sem að slíkur búnaður er sjaldgæfur á þessum slóðum. Sýn leggur sérstaka áherslu á að virkja hringrás í allri sinni starfsemi og passaði verkefnið mjög vel að þeirri stefnu þar sem þessar tölvur hafa nú fengið gjöfult framhaldslíf,“ segir Árni Guðmundsson tæknimaður hjá Sýn.

Deila

Það er einfalt að koma yfir

Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.

vodafone

Fylgdu okkur

Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528