Fréttir
Rauður elskar grænan á UTmessunni
6. febrúar 2024
Takk allir sem gáfu sér tíma og kíktu við í græna blómastrandi básinn okkar á UTmessunni yfir helgina - Rauður elskaði svo sannarlega grænan! Við viljum líka senda stórt hrós til allra flottu fyrirtækjanna sem tóku þátt í tækniveislunni sem UTmessan bauð upp á - glæsilegir básar og frábærir fyrirlestrar.
En í ár settum við áhersluna á grænni, betri og skilvirkari tækniheim og erum við ótrúlega stolt af fallega blómstrandi básnum okkar sem tók á móti gestum UTmessunar yfir helgina. Básinn, sem var unnin í samstarfi við Mánagull, innihélt yfir 100 lifandi plöntur.
Hápunktur helgarinnar var þegar Gísli Eyland, forstöðumaður viðskiptaþróunar, flutti sameiginlegt erindi með Sjóvá, "Geta 1+1 orðið 3" sem fór yfir hvernig tvö ólík fyrirtæki geta notað tækni til þess að vinna saman að nýjum vörum og þjónustu.
UTmessan er magnaður viðburður sem gefur fyrirtækjum eins og Vodafone tækifæri á að fræða og deila því sem okkur finnst vera hvetjandi og skemmtilegt fyrir aðra. Aftur, takk þið sem komuð og kíktuð á okkur og takk fyrir okkur UTmessan.
Það er einfalt að koma yfir
Fáðu tilboð hjá okkur í síma, internet eða sjónvarp. Fyrir þig eða alla fjölskylduna. Besti díllinn gæti verið handan við hornið.
Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík | Kennitala: 470905-1740 | VSK-númer: 91528